Morgunblaðið - 21.07.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993
15
Hvammstangi
Hleypt úr
hjólbörðum
lögreglubfls
HLEYPT var úr öllum dekkjum
lögreglubíls, sem stóð við heima-
hús lögreglumanns á bakvakt á
Hvammstanga á sunnudaginn
var. Unnið er því að upplýsa
málið, sem lögreglan á Blönduósi
telur mjög alvarlegt.
Lögregluyfirvöld segja lögreglu-
menn á bakvakt hafa þann hátt á
að geyma bifreiðar sínar við heima-
hús. Þau telja því skemmdarverk á
jafn mikilvægu öryggistæki sem
lögreglubíll er, vera mjög alvarlegt
brot og stofna almenningsheill í
hættu.
-.■+-----
Garður
Þorsteinn
Einarsson
jarðsettur
LÍK Þorsteins Einarssonar,
hreppstjóra og skipstjóra í Garði,
kom í veiðarfæri Geirfugls GK
úr Grindavík skammt frá Eldey
23. júní. Útför Þorsteins fór fram
frá Útskálakirkju 10. júlí sl.
Þorsteinn fórst með rækjubátn-
um Sveini Guðmundssyni GK 10.
september í fyrra ásamt tveimur
skipsfélögum. Útför þeirra hefur
þegar farið fram.
Morgunblaðið/Bjami
Fáni Nithsdale í Laugardal
JÚLÍUS Hafstein formaður íþrótta- og tómstundaráðs, tók við fána Nit-
hsdale í Skotlandi og mun hann blaka við hún í eina viku á Laugardals-
velli. Reykjavíkurborg tók í fyrsta sinn þátt í Hversdagsleikunum í ár og
var keppnisbærinn Nithsdale. I reglum leikana segir að sú borg sem tap-
ar skuli láta fána vinningsaðila blaka við hún við ráðhús sitt eða á áber-
andi stað sem tengist keppninni.
Millisvæðamótið í Biel
Jóhann vann Ven Wely
Biel. Frá Áskeli Erni Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsins
EFTIR tap í 4. umferð náði Jóhann Hjartarson að rétta hlut sinn
í 5. umferð sem tefld var hér í Biel á mánudag. Hann stýrði svörtu
mönnunum gegn hollenska stórmestaranum Loek Van Wely. Jó-
hann beitti drottningarindverskri vörn og tókst að koma andstæð-
ingi sínum úr jafnvægi snemma tafls. Jóhann vann peð í 15. leik
en átti í erfiðleikum með að færa sér það í nyt. Eftir nokkur
uppskipti kom upp tvöfalt hróksendatafl, þar sem Jóhann hafði
peði meira, en Hollendingurinn jafnteflismöguleika. Honum fatað-
ist þó bráðlega flugið og Jóhann náði að knýja fram sigur í 55
leikjum. Jóhann hefur nú 23 vinninga .að loknum 5 umferðum,
vinningi á eftir efstu mönnum.
Línur eru nú nokkuð farnar að
skýrast á mótinu, þótt enn séu 8
umferðir ótefldar. Flestir stiga-
hæstu keppendurnir hafa nú skip-
að sér í efstu sætin og eru líkleg-
ir til að hreppa sæti í áskorenda-
keppninni. Undrabamið Kramnik,
sem tapaði svo illa í fyrstu um-
ferð fyrir andstæðingi Jóhanns í
dag, virðist vera búinn að ná sér
á strik á ný og vann Kúbumann-
inn Arencibia á sannfærandi hátt.
Annars urðu úrslit á efstu borðum
sem hér segir: Gurevitsj-Barejev
V2-V2, Anand-Khalifman 1-0,
Barua-Van der Sterren 0-1,
Kamsky-Gelfand V2-V2 Pigusov-
Salov 0-1, Sirov-Akopian 1-0
Ulescas-Portisch 0-1
Staða efstu manna að loknum
5 umferðum:
1-8. Anand (Indl.), Gurevitsj
(Belgíu), Van der Sterren (Hol-
landi), Barejev og Salov (Rússl.)
4 v.
6-15. Gelfand (Hvítarússl.),
Kortsnoj (Sviss), Speelman
(Engl.), Rogers (Astralíu), Sirov
(Lettlandi), Kramnik (Rússl.) Jud-
asin (ísrael), Portisch (Ungv.l.),
Kamsky og Seirawan (USA) 3 '/2.
í þessum hópi eru flestir sigur-
stranglegustu keppendumir, að
Ivantsjúk frátöldum, en honum
hefur gengið afleitlega til þessa
og hefur einungis unnið eina
skák. Þá kem-
ur á óvart að
sjá Hollend-
inginn Van
der Sterren
meðal efstu
manna. Hann
hefur aðeins
2.525 stig og
þótti ekki lík-
legur til stórra
afreka á þessu
móti. Þá hafa
gömlu brýnin
Kortsnoj og Portisch teflt afar vel
það sem af er, sá síðamefndi
hefur t.a.m. verið mun meira
sannfærandi en landi hans Judit
Polgar, sem nú er í miðjum hópi
keppenda með 2'/2vinnmg.
Það er mál manna hér á mótinu
að tveir keppendur skeri sig nokk-
uð úr hvað varðar snarpa og ör-
ugga taflmennsku, Indveijinn
Anand, sem áður var getið, og
Rússinn Barejev. Þessi smávaxni
Rússi virðist eins og Anand, hafa
ótrúlega lítið fyrir vinningum sín-
•um. Sjáum við hvernig hann af-
greiddi Ivan Sokolov, einn þriggja
fulltrúa hinnar stríðshijáðu Bosn-
íu, í 4. umferð:
Hvítt: Barejev (Rússlandi) 2685
Svart: I. Sokolov (Bosníu) 2610
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7
4. e4 d6 5. Be2 0-0 6. Bg5 Ra6
7. Dd2 c5 (Óvenjulegt framhald,
hér er ofast leikið 7—e5 og riddar-
anum ætlaður staður á c5. Eins
og skákin teflist verður hann al-
gerlega úti að aka á a6. Vilji
svartur tefla afbrigði með fram-
rás c-peðsins virðist vænlegra að
leika því strax í 6. leik, 6 - c5 7.
d5 e6 og drottningarriddarinn
getur takið þátt í leiknum frá d7.
8. d5 e6 9. Rf3 exd5 10. exd5
He8 11.0-0 Db6 12. Bd3! (Tekur
f5-reitinn af hvítreitabiskup
svarts, sem oft er hálfgerður
vandræðagripur í þessu afbrigði.)
12. - Bd7 13. h3 Rb4 14. Bbl
h5 15. a3 Ra6 16. Bd3 Rh7
(Svartur er nánast í fjötrum og
reynir nú að losa sig. Með mót-
spilstilraunum sínum á kóngs-
væng kemur hann litlu öðru til
leiðar en að framkalla veikingu á
eigin kóngsstöðu.) 17. Bf4 f5 18.
Rb5! Bxb5 (Svartur á fáa góða
kosti til að veija d6 - peðið. 18.
- Be5 yrði svarað með 19. Hael
og eftir 18 - Bf8 yrði svarta stað-
an mjög óvirk.)
19. cxb5 Rc7 20. a4! a5
(Þvingað, þar sem 20 - Rxd5
gengur ekki vegna 20. Bc4) 21.
Rh4 Kf7 22. Hael Rf8 (Svarta
staðan er afar þröng. Drottning
hans er í einangrun á b6 og vam-
armáttur stöðunnar því lítill.
Barejev bregst við þessu á áhrifa-
ríkan hátt:) 23. Bxf5! gxf5 24.
Ddl! Kg8 25. Rxf5 Hxel 26.
Hxel He8 27. Bxd6 Hxel+ 28.
Dxel Rxd5 (Þótt svartur hafi
' manni meira er staða hans töpuð.
28 - Rg6 dugir ekki vegna 29.
Bxc7 Dxc7 30. De6+ Kh7 31. d6
Dd8 32. Df7 og vinnur auðveld-
lega.) 29. De4 Rc7 30. De7 Rce6
31. Rxg7! og svartur gafst upp.
Aðgerðir utanríkisráðuneytisins
Mögulegt að full-
trúi verði send-
ur ta Tyrklands
FARUK Okandan, aðalræðismaður íslendinga í Tyrklandi, afhenti
tyrkneskum stjórnvöldum ítrekuð tilmæli íslenskra yfirvalda vegna
tyrkneska forræðismálsins í gær. Benedikt Jónsson, skrifstofustjóri í
utanríkisráðuneytinu, segir að tekið sé fram að með því að fresta
sakamáli gegn Halim A1 fyrirvaralaust sé freklega brotið gegn réttind-
um Sophiu Hansen. Hann segir að allir möguleikar séu ræddir í stöð-
unni, m.a. að senda fulltrúa til Tyrklands, en á síðasta ári hafi fulltrú-
ar ráðuneytisins tvívegis fjallað um málið í Tyrklandi.
„í bréfinu kemur fram að við telj-
um að með því að fresta málinu
fyrirvaralaust sé freklega verið að
bijóta gegn réttindum Sophiu Han-
sen og allur frekari dráttur valdi
henni fjárhagstjóni. Við óskum að
auki svara hið fyrsta frá viðkomandi
tyrkneskum stjómvöldum á fyrri
orðsendingu og bendum á að brýnt
sé að lögð verði þung áhersla á að
hinum úrskurðaða umgengnisrétti
verði framfylgt í öllum. Og að rétt-
indi og öryggi Sophiu Hansen og
hennar fylgdarliðs verði tryggð til
hins ýtrasta," sagði Benedikt í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Benedikt minnti á að málið væri
afar erfítt og sagði að allir möguleik-
ar yrðu skoðaðir. Hann sagði að-
spurður að tveir fulltrúar frá ráðu-
neytinu hefðu í Tyrklandi í fyrra
rætt við þarlenda aðila vegna máls-
ins og því hlyti sá möguleiki að vera
fyrir hendi að senda mann út nú.
Ekki sagði hann að sérstaklega hefði
verið rætt um að ráðherra færi út.
„En mér þykir rétt að benda á að
hann hefur beitt sér sérstaklega á
fyrri stigum málsins," sagði Bene-
dikt. Hann sagði aðspurður að rætt
hefði verið um að styrkja Sophiu
frekar en gert hefur verið vegna
málarekstursins.
V estfir ðingafélagið í Reykjavík
Styrkir úr Menningar-
sjóði vestfirskrar æsku
EINS og undanfarin ár verða styrkir veittir úr Menningarsjóði vestfir-
skrar æsku til framhaldsnáms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stund-
að í heimabyggð sinni.
Að öðru jöfnu njóta eftirtaldir
forgangs um styrk úr sjóðnum:
1. Ungmenni sem misst hafa fyrir-
vinnu, föður eða móður, og einstæð-
ar mæður.
2. Konur, meðan fullt launajafn-
rétti er ekki í raun.
3. Ef engar umsóknir eru frá
Vestfjörðum koma umsóknir Vest-
firðinga búsettra annars staðar.
Félagssvæði Vestfirðingafélags-
ins er ísafjarðarsýslur, ísafjörður,
Stranda- og Barðastrandasýslur.
Umsóknir skal senda fyrir lok
júlí til Menningarsjóðs vestfirskrar
æsku, b.t. Sigríðar Valdimarsdóttur,
Birkimel 8b, 107 Reykjavík, og skulu
meðmæli fylgja frá skólastjóra eða
öðrum sem þekkja viðkomandi nem-
anda, efni hans og aðstæður.
Síðasta ár voru veittar 325 þús-
und krónur til sex ungmenna sem
öll eru frá Vestfjörðum.
í stjórn sjóðsins eru: Sigríður
Valdimarsdóttir, Torfí Guðbrands-
son og Haukur Hannibalsson.