Morgunblaðið - 21.07.1993, Qupperneq 19
18
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993
+
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Rítstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Nýr greiðslumiðill
Margt bendir til þess, að
nú standi fyrir dyrum
ný bylting í greiðslukerfi
landsmanna með tilkomu
hinna svonefndu debet-
korta. Þau eru frábrugðin
núverandi greiðslukortum
að því leyti til, að innistæða
þarf að vera fyrir hendi á
reikningi korthafa. Mark-
mið bankanna er, að hin
nýju kort taki við af ávísun-
um í verulegum mæli.
Tæpast leikur nokkur
vafi á því, að verulegt hag-
ræði verður af slíkum
greiðslukortum og senni-
lega er það rétt hjá Einari
S. Einarssyni, forstjóra
Visa, að þau muni að ein-
hverju leyti taka við af kred-
itkortum einnig. Fólk hefur
á nokkrum árum kynnzt
ókostum þess að nota kred-
itkort ekki síður en kostum
þess. Bankarnir hafa lengi
bent á mikinn kostnað
vegna ávísanakerfisins, sem
þeir segja. bankana hafa
greitt með öðrum tekjum,
þar sem ómögulegt hafi
verið að verðleggja notkun
ávísana í samræmi við þann
kostnað, sem bankarnir
hafa af þeim.
Hagsmunasamtök verzl-
unarinnar hafa fagnað
þessum nýja greiðslumiðli
en mótmælt því, að
greiðslukortafyrirtækin
innheimti ákveðna þóknun
af verzlunum og öðrum
söluaðilum vegna notkunar
debetkorta. Verzlunareig-
endur benda á, að þeir hafi
lítinn eða engan kostnað
haft af ávísananotkun og
telja því þóknun vegna
notkunar debetkorta kostn-
aðarauka, sem verzlunin
geti ekki staðið undir og
hljóti að velta út í verðlag-
ið. Talsmaður verzlunark-
eðjunnar Bónus hefur upp-
lýst, að notkun debetkorta
með þeirri þóknun, sem
greiðslukortafyrirtækin
fara fram á, þýði, að vöru-
verð í verzlunum fyrirtækis-
ins þurfí að hækka um
0,25%. Þess ber að geta í
þessu sambandi, að Bónus
tekur ekki við kreditkortum
og er það þáttur 'í viðleitni
fyrirtækisins til þess að
halda vöruverði niðri.
Halldór Guðbjarnason,
einn af bankastjórum
Landsbankans, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið sl.
sunnudag, að bankarnir
ætluðu sér að láta debet-
kortin standa undir sér og
skila bönkunum einhveijum
hagnaði. Hér sé því spurn-
ing hver eigi að borga
kostnaðinn af hinum nýja
greiðslumiðli. Það er í sjálfu
sér svipuð spurning og kom
upp, þegar kreditkortin
voru tekin í notkun. Niður-
staðan af kreditkortavæð-
ingunni hefur áreiðanlega
orðið sú, að verðlag hefur
hækkað vegna þóknunar
kortafyrirtækjanna. Á móti
kemur hitt, að verzlanir
hafa í vaxandi mæli boðið
staðgreiðsluafslátt til
þeirra, sem greitt hafa með
beinhörðum peningum eða
ávísunum.
Fólk er afar viðkvæmt
fyrir verðhækkunum um
þessar mundir, eins og skilj-
anlegt er. Verðlag hækkar
nú stöðugt í kjölfar gengis-
lækkunarinnar en kaup-
gjald stendur í stað og tekj-
ur lækka jafnvel vegna
minni vinnu, minni tekna
af yfírvinnu o.s.frv. Verð-
hækkanir af völdum nýs
greiðslumiðils koma víða
fram, m.a. í lánskjaravísi-
tölu. Innbyrðis tengsl í efna-
hagskerfi okkar eru svo
mikil, að ákvörðun á einu
sviði getur haft ótrúlega
víðtæk áhrif annars staðar.
Ef debetkortavæðingin
tekst vel og kostnaður
bankanna af ávísanakerfinu
minnkar stórlega er eðlilegt
að viðskiptavinir bankanna
spyiji hvaða gjöld þeir lækki
á móti eða hvað vaxtamun-
ur lækki mikið af þessum
sökum. Losni bankamir við
útgjöld vegna hinna nýju
greiðslukorta, útgjöld, sem
í þess stað koma niður á
buddu hins almenna neyt-
anda, hljóta þeir hinir sömu
að spyija hvað lækki á öðr-
um vígstöðvum. Þessum
spurningum er eðlilegt að
talsmenn bankanna og
kortafyrirtækjanna svari í
tengslum við þær umræður,
sem nú fara fram um hina
nýju kortavæðingu.
Morgunblaðið/Kristinn
Jóns Kjartanssonar ritstjóra og sýslumanns minnst
AFKOMENDUR Jóns Kjartanssonar fyrrverandi ritstjóra Morgun- Mýrdal klukkan þijú síðdegis. Þar lagði Sigurður Briem, sonur
blaðsins og síðar sýslumanns Skaftfellinga minntust þess í gær Jóns, blómsveig á leiði föður síns. Að því loknu söng hópurinn
að 100 ár voru þá liðin frá fæðingu hans, en Jón fæddist í Skál á eitt lag. Eftir athöfnina ætluðu afkomendur Jóns að borða saman
Síðu 20. júlí 1893. Fólkið kom saman í kirkjugarðinum í Vík í og njóta blíðviðrisins í Mýrdalnum.
Hönminarmiðstöð til efl-
ingar heimilis- og listiðnaði
TUTTUGU milljónum króna verður varið til eflingar heimil-
is- og listiðnaði samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar um
verkefni til atvinnuskapandi aðgerða. Guðmundur Árnason
deildarstjóri í forsætisráðuneytinu segir að byggt verði á
tillögum nefndar sem skilaði skýrslu í nóvember í fyrra.
Megintillaga nefndarinnar er að hönnunarmiðstöð verði kom-
ið á fót. I tillögum ríkisstjórnarinnar um sérstök framlög
ríkissjóðs til atvinnuskapandi aðgerða er gert ráð fyrir að
20 milljónum króna verði veitt til að efla heimilis- og listiðn-
að í samræmi við niðurstöður nefndar sem fjallaði um þessi
mál og skilaði skýrslu í lok síðasta árs.
Morgunblaðið/Sverrir
Haldið upp á tvítugsafmæli
STARFSFÓLK Flugleiða hf. bæði hér heima og erlendis gerði sér glaðan
dag í gær á 20 ára afmælisdegi félagsins og gæddu starfsmennimir sér
á afmælistertu af því tilefni. Flugleiðir voru stofnaðar með samrana Flug-
félags íslands hf. og Loftleiða hf. og tók félagið við rekstri flugflota
beggja eldri félaganna. Arið 1989 hófst endumýjun alls flugflotans og
eiga Flugleiðir því í dag yngsta flugflota evrópskra flugfélaga, en jafn-
framt var hafíst handa um endurnýjun allra þjónustuþátta hjá félaginu.
1 samtali við Morgunblaðið í gær
vísaði Guðmundur Arnason deildar-
stjóri í forsætisráðuneytinu á skýrslu
nefndarinnar til forsætisráðherra sem
lögð var fram í nóvember í fyrra.
Megintillaga nefndarinnar var sú að
sett yrði á stofn sérstök hönnun-
armiðstöð er hafí það hlutverk að
hafa yfirsýn yfir og aðstoða við upp-
byggingu smáiðnaðar, listiðnaðar og
minjagripagerðar. Guðmundur sagði
ráðstöfun þessara 20 milljóna króna
verða ákveðna í samvinnu við nefnd-
ina og einnig Byggðastofnun og væri
þá höfð hliðsjón af samvinnu og
tengslum þeirrar stofnunar við at-
vinnu- og iðnþróunarfélög víða um
landið.
Arðvænleg nýsköpun
Fyrrgreind nefnd var skipuð 26.
apríl 1991 samkvæmt ályktun Al-
þingis um eflingu heimilisiðnaðar. í
nefndinni sátu Asrún Kristjánsdóttir
formaður, Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir fulltrúi forsætisráðu-
neytis, Hulda Hákonardóttir fulltrúi
Sambands íslenskra myndlistamanna,
Sigrún Guðmundsdóttir fulltrúi
menntamálaráðuneytis og Jakobína
Guðmundsdóttir fulltrúi Heimilisiðn-
aðarfélags íslands.
Fljótlega eftir að nefndin hóf störf
varð henni ljóst að um mjög yfir-
gripsmikið svið var að ræða. Áður
fyrr hefði heimilisiðnaður einfaldlega
verið það sem unnið var á heimilun-
um. Nefndin taldi að nú væri hugtak-
ið víðfeðmara. Nefndin komst að
þeirri niðurstöðu að merking heimilis-
iðnaðar væri í dag „allt handverk eða
listhandverk sem unnið er af einstakl-
ingum eða hópum sem ýmist eru
áhugafólk eða fagfólk ... Sameigin-
legt markmið þeirra er að halda við
íslenskum handverkshefðum, byggja
upp nýsköpun í listiðnaði og gera
þessa vinnu arðvænlega".
Nefndin hélt 22 fundi og þar að
auki málþing um þjóðarímynd Islend-
inga til að velta upp hugmyndum um
jarðveginn sem íslenskt handverk
þrífst í.
Megintillaga
Megintillaga nefndarinnar er að
stofnuð verði hönnunarmiðstöð sem
hefði það að markmiði að halda uppi
heildarstefnu á sviði smáiðnaðar;
minjagripagerðar og listiðnaðar og
greiða götu fólks sem við það starfar
með gagnasöfnun, upplýsingum, sölu
muna o.fl.
í skýrslu nefndarinnar er hlutverk
og mikilvægi hönnunar rakið í nokkra
máli en þar kemur m.a. fram að:
„Hönnun er ábyrg nýsköpun í heimi
síbreytilegra forsendna." Það kemur
einnig fram að með stofnun hönnun-
armiðstöðvarinnar sé gert sé ráð fyr-
ir því að: „ÖIl starfsemi sem lúti að
handverki og hönnun þess eignist
sameiginlegan vettvang, því best er
að allir þættir innan þessa sviðs hafí
tengsl sín á milli. Ekki er gert ráð
fyrir að þama verði neitt alræðisvald
sem sníður þröngan stakk, heldur
gegndi miðstöðin því hlutverki að
hafa yfírsýn yfír og aðstoða við upp-
byggingu smáiðnaðar, listiðnaðar og
minjagripagerðar. Heildarmarkmið er
að taka stöðugt tillit til breyttra að-
stæðna í þjóðfélaginu og hreyfa sig
eftir því. Það er nauðsynlegt að hönn-
unarmiðstöðin hafí vel menntað og
gott starfsfólk sem er reiðubúið að
láta til sín taka hvar sem er á land-
inu.“
„Starfað afskaplega vel“
Efling heimilisiðnaðar var til um-
ræðu á Alþingi 29. maí síðastliðinn,
þá sagði Davíð Oddsson forsætisráð-
herra m.a: „Eg tel fyrir mitt leyti að
þessi nefnd hafí starfað afskaplega
vel og unnið vandað og gott verk og
það sé full ástæða til þess að taka
störf nefndarinnar mjög alvarlega og
fylgja þeim eftir og ég mun fyrir
mitt leyti stuðla að því.“
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993
HAFSVÆÐUM LOKAÐ FYRIR ÞORSKVEIÐUM
Þorsteinn Páisson sjávarútvegsráðherra um lokun svæða
Fullt samráð var haft
víð samtök sjómanna
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segir að megin-
markmið reglugerðanna um lokanir veiðisvæða hafi verið
að minnka hlutfall smáfisks í afla fiskiskipa. Hann segir að
ráðuneytið hafi átt fullt samráð við samtök sjómanna í mál-
inu og byggt á því er ákvörðun var tekin.
Guðjón A. Kristjánsson formaður FFSI
Áfellisdómur
yíii’ kvótakerfi
MIKIL óánægja ríkir hjá sjómönnum víða um land vegna reglugerðar
sjávarútvegsráðuneytisins um lokun veiðisvæða, sem var gefin út í gær.
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Farmanna- og fisjdmannasambands
Islands, telur að lokanirnar nái yfír
of stórt svæði og að hægt hefði verið
að ná sátt um málið ef betur hefði
verið unnið aðþví af hálfu ráðuneytis-
ins. „Ég tel að með setningu þessarar
reglugerðar hafi verið um svo alvar-
legan hlut að ræða að fulltrúar sjó-
manna hefðu þurft að fá betra tæki-
færi til að kynna sína afstöðu en
þeir fengu. Landssamband íslenskra
útvegsmanna fékk að ráða allt of
miklu um hvaða hólfum var lokað án
samráðs eða samttarf við fulltrúa sjó-
manna svo dæmi sé tekið. Ef leitað
hefði verið eftir víðtæku samstarfi
um lokunina er ég viss um að raunin
hefði orðið sú að lokunarsvæðin hefðu
orðið minni og sátt hefði náðst um
málið.“
Kemur verst við Vestfirðinga
Guðjón telur að lokanirnar eigi eft-
ir að koma sér einna verst fyrir Vest-
firðinga og íbúa á Húnaflóasvæðinu
og Norðausturlandi. „íbúar á þessum
svæðum byggja afkomu sína á þess-
um veiðislóðum og mun lokunin valda
þeim miklum erfíðleikum. Því miður
hefur ekki verið hægt að treysta físki-
fræðinni betur en svo hingað til að
margir eru fremur vantrúaðir á að
þessar lokanir skili þeim árangri sem
til er ætlast. Ég viðurkenni alveg að
lokanir eru rétt leið til að friða smá-
þorsk en lokanirnar nú ná bara yfír
allt. of stór svæði. Þá tel ég þessar
lokanir vera enn einn áfellisdóminn
yfir kvótakerfínu og sýna vel að það
hefur brugðist sem stjórnunarkerfí í
fiskveiðum,“ sagði Guðjón að lokum.
Sjávarútvegsráðherra segir að
ákvörðunin um lokunina sé byggð á
niðurstöðum veiðieftirlitsmanna og að
náið samráð hafí vérið haft við sam-
tök sjómanna, bæði yfírmanna og
undirmanna, og útgerðarmenn. „Með
reglugerðinni er sérstaklega reynt að
ná utan um þau svæði þar sem mikið
hefur verið um skyndilokanir. í raun
hefði þurft að hafa friðunarsvæðin
mun stærri en að höfðu samráði við
þessa aðila var ákveðið að minnka þau
nokkuð. Ráðuneytið tók því tillit til
ýmissa sjónarmiða sem komu fram í
samráði við þá. Það er ómögulegt að
segja nokkuð til um hve lengi friðunin
varir. Þau friðunarsvæði sem eru ekki
föst verða skoðuð jafnt og þétt. Það
getur leitt til þess að þau verði opnuð
og minnkuð en það getur líka leitt til
þess að þau verði stækkuð."
Frekari verndun
Þorsteinn telur að lokanimar eigi
ekki að minnka traust manna á kvóta-
kerfinu og segir að þær hafi verið
óhjákvæmilegar vegna mikils smá-
físks. „Kvótakerfíð er meginuppistað-
an í okkar fiskveiðistjórnun en það
getur alltaf þurft. að grípa til frekari
vemdunaraðgerða þegar stofnarnir
eru jafn veikir og þorskstofninn er
núna. Um hrygningartímann vora
veiðar bannaðar á hrygningarsvæðum
og nú er því fylgt eftir með því að
loka þeim svæðum þar sem mest er
um undirmálsfisk en hann á hvort eð
er ekki að veiða. Lokunin mun hafa
aukna erfíðleika í för með sér fyrir
skipin en það er óveijandi að grípa
ekki til aðgerða þegar svo mikið er
um smáfísk. Það breytir hins vegar
engu um mikilvægi kvótakerfisins sem
meginleiðar til þess að stjóma heild-
arveiðinni,“ sagði Þorsteinn.
Kristján Ragnarsson formaður Landsambands útvegsmanna
Afram verður um einhveij-
ar skyndilokanir að ræða
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, segist gera sér grein fyrir að
lokun veiðisvæða komi sér illa fyrir margar útgerðir en langtímahags-
munirnir séu í þessu sambandi meiri en skammtímahagsmunir. Aðgerð-
irnar til að vernda smáfiskinn nú eru að hans sögn hliðstæðar þeim
sem gerðar voru í vetur til að vernda hrygningarfiskinn. Kristján
segist telja að lokanirnar nú séu ekki nægilega miklar og áfram verði
um einhverjar skyndilokanir að ræða.
„Margir útvegsmenn og skip-
stjórnarmenn hafa talið að þessi
fjöldi skyndilokana hafi ekki skilað
tilætluðum árangri. Einu svæði hafi
verið lokað og menn sendir á annað
þar sem jafnvel hafi verið um að
ræða smærri fisk en á því svæði sem
var lokað. Þess vegna taldi LÍÚ nú
rétt að loka varanlega svæðum sem
hefur verið lokað með skyndilokun-
um að undanfömu,“ segir Kristján
í samtali við Morgunblaðið.
Uppbygging
Hann segir að verið sé að nýta
stofninn mjög óskynsamlega með því
að veiða mjög smáan físk. „Með því
að gefa fiskinum tækifæri til að
vaxa myndum við nýta stofninn bet-
ur, fá meiri afrakstur og geta veitt
færri físka en stærri.
Við eigum þess vegna að líta til
lengri tíma, taka ærlegt skref í þá
átt að reyna að byggja stofninn upp
og snúa við þeirri öfugþróun sem
við höfum búið við að aflaheimildir
séu skertar ár frá ári,“ segir hann.
„Ég tel þetta á hinn bóginn ekki
nægilegt og held að við munum
áfram búa við einhveijar skyndilok-
anir,“ segir Kristján.
Gulltryggir gjaldþrot
SJÓMENN eru óánægðir með ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins um
að loka stórum hafsvæðum, einkum fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi,
fyrir þorskveiðum. Ráðuneytið gaf í gær, út reglugerð um lokanirnar,
og eru færð þau rök fyrir þeim að frá upphafi fiskveiðiársins hafi skyndi-
lokunum verið beitt 108 sinnum vegna smáfisks í afla. Betra sé að loka
veiðisvæðum, þar sem smáfisks sé helzt að vænta, til lengri tíma.
Vita ekki hvar fiskurinn verður
„Þetta er alveg út í hött og til að
gulltryggja að allt fari á hausinn héma
fyrir vestan,“ sagði Marinó Arnarson,
skipstjóri á Fönix, sem var að veiðum
á Vestfjarðamiðum í gær. „Þetta era
einu miðin sem stunduð eru á sumrin.
Það virðist ekki vera hægt að mót-
mæla neinu, það er aldrei hlustað á
neitt. Það er helzt ef menn eru komn-
ir með stúdentshúfu að það sé hlustað
á þá.“
Marinó sagði að ekki væri hægt
að segja með neinni vissu að smáfisk-
urinn væri einkum á þeim svæðum,
þar sem væri lokað. „Þeir geta ekkert
sagt fyrir um hvar fiskurinn verður.
Þetta er eins og þeir væru famir að
kalla á þorskinn með nafni og vita
upp á punkt hvar hann heldur sig.
Það væri fínt að hafa þessa menn á
sjó, þá þyrfti maður ekki að hafa nein-
ar áhyggjur af hvemig fiskiríið væri
í túrnum, það yrði alltaf mokafli."
Skyndilokanir komu eftirá
Marinó sagðist þeirrar skoðunar að
halda hefði átt skyndilokunum áfram
í einhveiju formi. Jóhannes Héðins-
son, skipstjóri á Brimnesi, sem einnig
var á veiðum út af Vestfjörðum í
gær, sagði að togaramenn segðu sjálf-
ir að skyndilokanimar kæmu oftast
eftir á. „I vetur fylgdist maður með
því hvemig þeir vora að mokfíska og
það var alltaf lokað þegar veiðin var
að verða búin á hverju svæði fyrir
sig. Fiskurinn gekk svo hratt héma
norður af.“ Jóhannes sagðist þó van-
trúaður á að lokanir til lengri tíma
bæra betri árangur. „Ef menn vita
með vissu að þama sé smáfískur, þá
er það sennilega betra," sagði hann.
Þrjátíu ár
frá vígslu
Skálholts-
kirkju
SKÁLHOLTSHÁTÍÐ verður
haldin næstkomandi sunnudag,
25. júlí. í ár eru liðin 30 ár frá
vígslu Skálholtskirkju og því
sérstaklega vandað til dagskrár
hátíðarinnar. Þess er einnig
minnst á hátíðinni að í ár eru
liðin 100 ár frá fæðingu Páls
[sólfssonar. Auk hefðbundinn- "1
ar dagskrár á sunnudeginum
eru sérstakir tónleikar á laug-
ardaginn þar sem flutt verður
Skálholtshátíðarkantata Páls,
haldið verður málþing um helg-
isiði og opin verður sýning á
munum úr Skálholtskirkju.
Dagskrá-
in hefst
)egar á
föstudag
með því að
biskup Ís-
lands, hr.
Ólafur
Skúlason, og kirkjuráð þjóðkirkj-
unnar funda í Skálholti. KI. 18 _
föstudaginn 23. júlí, að afloknum'
aftansöng, verður opnuð sýning á
munum úr Skálholtskirkju sem
varðveittir eru í Þjóðminjasafninu,
en einnig era á sýningunni munir
sem Skálholtskiriq'a á og varðveit-
ir sjálf. Sýningin verður opin til
sunnudagskvölds, en í október
verður haldin stærri og viðameiri
sýning í tilefni afmælisins.
Föstudagskvöldið 23. júli opnar
biskup íslands málþing undir heit-
inu „Samræður um helgisiði“, þar
sem fagmenn á því sviði bera sam-
an bækur sínar. Málþingið er öll-
um opið, en gisitrými er takmark-
að. Því lýkur um kl. 14.30 á laug-
ardag.
Eftir morgunmessu á laugar-
degi, verður málþinginu fram
haldið, en kl. 15 era tónleikar í
Skálholtskirkju. Þar flytja Skál-
holtshátíðarkórinn, einsöngvarar
og hljóðfæraleikarar undir stjóm
Hilmars Arnar Agnarssonar Skál-
holtshátíðarkantötu Páls Isólfs-
sonar, sem hann samdi við ijóð
sr. Sigurðar Einarssonar í Holti
fyrir Skálholtshátíðina 1956. Karl
Guðmundsson leikari flytur þann
hluta ljóðaflokksins sem lesa skal
á milli hinna sungnu þátta.
Þessi kantata hefur aðeins einu 4
sinni verið flutt áður, auk fram-
flutningsins. Hlutar úr verkinu
verða síðan fluttir á hátíðardag-
skrá sunnudagsins.
Kaþólsk biskupamessa
Sunnudaginn kl. 10 er kaþólsk
biskupamessa í Skálholti, en 23.
desember eru Iiðin 800 ár frá
dauða Þorláks biskups Þórhalls-
sonar hins helga í Skálholti. Kl.
14 er hátíðarmessa í Skálholti, en
20 mínútum fyrir messu leikur
Haukur Guðlaugsson, söngmál-
stjóri, verk eftir Pál ísólfsson á
orgel kirkjunnar. 1 messunni pred-
ikar sr. Jónas Gíslason vígslubisk-
up, en fyrir altari þjónar sr. Tóm-
as Guðmundsson prófastur, sr.
Guðmundur Óli Ólafsson, og bisk-
up íslands, hr. Ólafur Skúlason.
Bamakór Biskupstungna og
Skálholtshátíðarkórinn syngja,
undir stjóm Hilmars Amar Agn-
arssonar, organleikari verður Ámi
Arinbjamarson.
. Eftir messukaffi í skólanum
verður hátíðarsamkoma í kirkj-
unni kl. 16.30. Þar flytja ávörp
kirkjumálaráðherra, Þorsteinn
Pálsson, og biskup íslands, hr.
Ólafur Skúlason. Sr. Guðmundur
Óli Ólafsson minnist Skálholts-
kirkju 30 ára með erindi sem hann
nefnir: „Hús mitt skal vera bæna-
hús.“ Helga Ingólfsdóttir leikur á
sembal, og fluttir verða þrír þætt-
ir úr Skálholtshátíðarkantötu Páls
ísólfssonar undir stjóm Hilmars
Amar Agnarssonar. Allir era vel-
komnir.
Skálholtskirkja.