Morgunblaðið - 21.07.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993
25
Gróa Asmunds-
dóttir — Minnlng
silfurberg það sem nú skreytir
hvelfinguna í Háskólakapellunni og
krossinn í Akureyrarkirkju. Eftir
að eiginlegur söngferill Sigurðar
var að baki, starfaði hann um tíma
við búfjártalningu á höfuðborgar-
svæðinu og sem matsmaður í slát-
urhúsum víða um land.
Sjálf kynntist ég Sigurði fyrst i
gegnum starf mitt hjá Ríkisútvarp-
inu þegar hann varð viðmælandi
minn í útvarpsþætti. Síðar skrifaði
ég endurminningar Sigurðar „í
söngvarans jóreyk" sem komu út
árið 1991. Við vinnslu þeirrar bókar
kynntist ég þeim hjónum vel og á
milli okkar skapaðist óijúfanleg vin-
átta og virðing. Stærstan hluta
bókarinnar vann ég í sumarhúsi
þeirra „Heiði“ sem staðsett er á
heimaslóðum Snúllu í landi Miðdals.
Þar sátum vjð löngum stundum og
festum á blað ævi söngvarans og
hestamannsins Sigurðar Ólafsson-
ar. Þá naut ég ómetanlegrar aðstoð-
ar Snúllu, sem fyllti upp í þær eyð-
ur sem myndast höfðu hjá Sigurði,
eftir að hann veiktist af heilablæð-
ingu árið 1988.
Með Sigurði Ólafssyni er genginn
einn merkasti samtímamaður okk-
ar. Að öðrum ólöstuðum lagði hann
grunninn að hestaíþróttinni hér á
landi á þann hátt sem honum einum
var lagið. Á milli hans og hesta
hans var ósýnilegur þráður sem
skapaði eina heild. Hann bar virð-
ingu fyrir hestum sínum og sagði
jafnan að enginn gæti vænst árang-
urs hjá vansælum hesti.
Um leið og ég kveð vin minn
með virðingu og þökk fyrir alltof
stutt kynni leyfi ég mér að vitna í
lokaorð hans sjálfs í æviminningun-
um. Þau orð segja allt sem segja
þarf um söngvarann og hestamann-
inn Sigurð Olafsson:
„Þegar ég hef verið spurður hvort
ég hafi verið betri söngvari en
hestamaður, hef ég svarað þvi eitt-
hvað á þá leið að sigur í 250 metra
skeiði sé mun sætari en dynjandi
lófatak þakklátra áheyrenda. Lófa-
takið deyr nefnilega út að lokum,
en sigurinn á kappreiðabrautinni
lifir áfram. Kannski svara ég þeirri
spumingu einna best með því að
segja hvers ég óskaði mér, ef ég
mætti hverfa áratugi aftur í tímann
og verða ungur á ný. Þá myndi ég
vilja búa á reisulegum bóndabæ
sunnan við Skorradalsvatn með
Snúllu og bömunum. Á kvöldin
myndum við ríða um moldargötum-
ar við vatnið á Hetti og Glettu og
njóta ilmandi kjarrlyktarinnar.
Heima í hlaði biði okkar síðan heilt
stóð af ljósum gæðingum. En söng-
inn myndi ég hafa sem aukabú-
grein.“
Svo mörg vom þau orð. Nú hverf-
ur Sigurður á vit sinna gengnu
gæðinga sem hann unni svo mjög
og einkenndu lífshlaup hans. Um
leið og ég votta Snúllu og fjölskyld-
unni allri samúð mína er það ósk
mín að minning hans lifi svo lengi
sem slegið verður undir nára hér á
landi.
Ragnheiður Davíðsdóttir.
Þeir tína tölunni gömlu snilling-
amir sem lögðu grunninn að hesta-
mennskunni eins og við þekkjum
hana í dag. Sterkir persónuleikar
sem sagan geymir. Eg var tæpra
14 ára þegar ég hitti fyrst Sigurð
Ertídnkkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð íallegir
salir og rniög
göð þjónusía.
Ipplýsingar
ísíma22322
FLUGLEIÐIR
aím tomíiiis
Ólafsson og mér er það enn minnis-
stætt hversu sterk áhrif hann hafði
á mig. Það var auk þess mikil upp-
hefð að vera í návist þessa manns
sem söng með sinni hljómfallegu
rödd í öllum helstu óskalagaþáttum
útvarpsins. Maður varð ijóður í
kinnum og hjartað sló örar þegar
hann ávarpaði mann.
í samskiptum við aðra voru lítil
formlegheit á hlutunum hjá Sigga.
Annaðhvort tók hann fólki eða ekki.
Ég var einn þeirra lánsömu sem
var í náðinni. Með okkur tókust
löng og góð kynni sem urðu að vin-
áttu. Ég ferðaðist með honum um
landið þvert og endilangt. Við
þræddum kappreiðar víða um land-
ið, oft tveir saman með allt að þijá-
tíu hross í rekstri.
Siggi var listamaður í allri með-
ferð hrossa. Hrossin hans báru af
öðrum hrossum hvað fóður og hirð-
ingu snerti. Hvítu hrossin hans, sem
voru hans vörumerki, voru ævinlega
hrein og strokin, sem ekki er vanda-
laust með hross á húsi. Þau voru
þétt á bolinn og feldurinn gljáandi.
Andstætt við marga keppnismenn
vildi Siggi hafa hrossin í góðri sæld
og þéttu holdafari. Þannig sagði
hann að þau myndu endast og hafa
af einhveiju að taka. Ég hef haft
þessa kenningu Sigurðar að leiðar-
ljósi og sannfærst um réttmæti
hennar. Oft var setið í eldhúskrókn-
um í Laugarnesi og hlustað á spek-
ingana rökræða um hesta og hesta-
mennsku, rifjaðar upp hestaferðir
og þegið eitthvað góðgæti hjá
Snúllu. Þegar sagt er, að maður
og kona séu eitt, þá átti það svo
sannarlega við þau Sigga og Snúllu.
Þar var allt gert af krafti og per-
sónuleikar þeirra sköpuðu þá mögn-
uðu spennu sem mér fannst um-
lykja þessi heiðurshjón.
Siggi var skapmikill og snöggur
upp og manni lærðist fljótt að vera
snöggur að framkvæma það sem
til var ætlast og hlýða því sem hann
sagði. Sama var með hrossin, þeim
var kennt að hlýða með ákveðni en
sanngimi. Mér er minnisstsætt er
við eitt sinn vorum á ferð um Borg-
arfjörð, tveir einir með þijátíu hesta
hóp. Við riðum niður Skorradal í
blíðskaparveðri og allt gekk vel.
Siggi reið fyrir hópnum og ég á
eftir. Það lá vel á okkur og ég söng
hástöfum. Ég naut þess að vera
til. Þegar í áningastað var komið,
bað Siggi mig í guðanna bænum
að hætta að syngja, því bændur sem
heyrðu til okkar myndu vera þess
fullvissir, að nú væri Siggi Óla dott-
inn í það. Ég hætti að syngja, en
of seint, því sagan flaug.
Siggi var frábær sögumaður og
eftirherma. Hann var hrókur alls
fagnaðar á góðri stundu og sóttust
menn eftir að vera í návist hans.
Meðal hestamanna var Siggi ekki
síður dáður fyrir snilld sína á hest-
baki en fyrir sönginn. Á fjórðungs-
móti í Borgarfirði var Siggi eitt sinn
í dómnefnd gæðinga. Eigendur
sýndu hesta sína fyrir framan dóm-
nefnd, en síðan fór einn fulltrúi úr
dómnefnd á bak og gaf öðrum
nefndarmönnum umsögn, áður en
endanlegur dómur var skráður. Þá
kom það iðulega fyrir, að getulitlir
gæðingar sem eigendur voru búnir
að sýna dómnefnd, urðu. að flug-
vökrum gæðingum, þegar Siggi
prófaði þá, en þeir gæðingar sem
annar fulltrúi dómnefndar fór á
bak, virtust litlu bæta við sig. Þarna
lenti dómnefndin í miklum vand-
ræðum með að raða gæðingunum
5 sæti. Aðal vandamálið var því í
rauninni snilli Sigga sem laðaði allt
það besta fram í þeim hrossum sem
hann kom á bak, en hin sýndust
þurfa að gjalda knapa sinna. í
skeiðkeppni var árangur hans og
Glettu engu líkur. íslandsmet þeirra
í skeiði stóð í áratugi.
Siggi var mikill læknir, þó ólærð-
ur væri. Ég veit þess ótal dæmi að
hann kom sjúkum hrossum til bata
sem lærðir dýralæknar voru búnir
að gefa upp á bátinn. Hann taidi
ekki eftir langar stundir og jafnvel
heilu sólarhringana við að hjúkra
veiku hrossi. Ánægjan með vel
heppnaða aðgerð og hlýtt handtak
eigandans voru laun hans. Hugsjón-
in var þannig ætíð ofar veraldlegum
gæðum.
Það verða mikil viðbrigði fyrir
Snúllu nú þegar Siggi er fallinn
frá, eins samrýnd og þau voru. En
kraftur hennar er mikill og ég er
þess fullviss að henni verður mikill
styrkur í því að finna samhug vina
þeirra um land allt. Nú þegar við
kveðjum listamanninn Sigurð Ólafs-
son votta ég Snúllu og börnum
þeirra samúð mína og þakka marg-
ar góðar stundir.
Sigurbjörn Bárðarson (Diddi).
Erfiður vordagur var að kveldi
kominn. Úti fyrir hesthúsinu lá reið-
hestur minn illa haldinn af hrossa-
sótt. Dýralæknirinn var búinn að
koma í tvígang um daginn. Meira
var því miður ekki hægt að gera.
Ég var einn eftir í Víðidalnum og
hesturinn minn var í dauðateygjun-
um. Ég hringdi í ráðagóðan vin.
Hvað átti ég að gera við blessaðan
hestinn? Ekki gat ég komið honum
í hús. Ekki gat ég látið hann bíða
dauða síns úti í réttinni. Vinurinn
ráðlagði mér að tala við Sigurð
Ólafsson. Það gat ég ekki. Ég
þekkti Sigurð ekki neitt, það væri
komin nótt og auk þess ekkert sem
hann gæti gert eins og nú væri
málum komið. Hann bauðst til þess
að hringja í Sigurð. Sagðýmér síðan
að hann væri á leiðinni. Ég lét gott
heita en sá þó litla glóru í þessu
tilstandi. Nóttin var björt, veður
hlýtt og stillt. Sigurður var sem í
öðrum heimi. Einbeitingin, um-
hyggjan og góðvildin skein úr hveij-
um andlitsdrætti og hveiju hand-
taki. Hann bar sig fagmannlega að
verki. Það stafaði frá honum örygg-
ið og sigurvissan. Kannski var þetta
ekki vonlaus barátta. Það var kom-
inn morgun þegar Sigurður kvaddi.
Hesturinn lifði og varð sigursæll
gæðingur. í huganum lifir ljúf
minning um vornótt í Víðidal og
mín fyrstu kynni af manni sem
ungur átti sér stóran draum - að
verða dýralæknir.
Ragnar Tómasson.
Það er við hæfi að ég láti.eftir
fáein kveðjuorð vegna Gróu Ás-
mundsdóttur. Að nokkrum vikum
liðnum eru full 65 ár síðan kynni
okkar hófust í ungmennaskóla séra
Sigtryggs á Núpi haustið 1928.
Hún var fædd á Akranesi 15.
september 1910. Þar ólst hún upp
með móður og stjúpa því að faðir
hennar dó frá henni barnungri. í
skóianum á Núpi fann hún lífsföru-
naut sinn, Baldvin Þ. Kristjánsson.
Þau giftust 15. apríl 1931 og áttu
því 60 ára hjúskaparafmæli síðasta
vorið sem bæði lifðu.
Séra Sigtryggur ræddi við okkur
nemendur sína um nöfn okkar og
merkingu þeirra. Hann sagði að Jón
Thoroddsen hefði unnið óhappaverk
þegar hann skapaði Gróu á Leiti
og valdi henni nafn. Vandfundið
væri nafn sem betur hæfði góðri
konu en Gróa. Og vel hefði Stefáni
skólameistara sómt að velja bók
sinni um íslenskar jurtir það nafn
í stað þess að leita í latínuna.
Þetta hefur mér orðið einna
minnisstæðast þess er séra Sig-
tryggur sagði um nöfn okkar. Mér
fannst Gróa bera nafn sitt með
sóma og svo hefur mér þótt jafnan
síðan.
Gróa Ásmundsdóttir hafði
ákveðnar skoðanir og trú. Hún var
hlédræg en hafði fastar hugmyndir
um skyldur móður og konu og raun-
ar mannlegar skyldur yfirleitt. Ég
held að lífsskoðun hennar speglist
allvel í sænsku erindi sem Baldvin
lærði ungur og vitnaði gjarnan til,
þegar hann vildi gera grein fyrir
viðhorfum sínum. Ég held að hugs-
unin skili sér óbijáluð ef við höfum
þetta erindi svona á íslensku:
Að gæta hófs að dekra sjálfan sig,
en samúð glæða háum með og lágum,
það greiðir okkar gðngu á betra stig
þess guðsríkis sem öll við sífellt þráum.
Hópur jafnaldranna þynnist óð-
um. Það minnir okkur á takmörk
okkar og að sá tími sem okkur er
markaður hverfur óðum. Við höfum
fengið okkar tækifæri. Og við
kveðjum Gróu Ásmundsdóttur með
þökk fyrir samfylgdina í fullri vissu
þess, að hún notaði sín tækifæri vel.
Halldór Kristjánsson.
t
Ástkaer eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR SIGMARSSON,
Ólafsbraut 62,
Ólafsvík,
verður jarðsunginn frá kapellu kirkjugarðsins í Hafnarfirði fimmtu-
daginn 22. júlí kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hans, er bent á Slysavarnafélag Islands.
Una Þorgilsdóttir.
t
Ástkaer móðir okkar,
ÁSTA G. BJÖRNSON,
áður til heímilis í Reynihlíð,
Garðabæ,
sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þann 15. júlí, verður jarðsungin
frá Garðakirkju föstudaginn 23. júlí kl. 13.30.
Gunnar Björnson,
Guðrún Humphrey,
Guðmundur Björnson.
t
Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför
ÞORVALDAR KRISTINS ÞORVALDSSONAR,
Grettisgötu 92.
Steinunn H. Ólafsdóttir,
Margrét R. Þorvaldsdóttir, Jeffrey R. Pease,
Freyja Þorvaldsdóttir, Hörður Sigþórsson,
Auöur Þorvaldsdóttir, Eli Halldórsson,
Ólafur G. Egilsson, Sigrún Hannibaisdóttir,
Eydís Egilsdóttir,
Erna S. Egilsdóttir
og barnabörn.
+
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu við andlát og útför
GUÐNA LÚÐVÍKSSONAR,
Keilufelli 23.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild
11E Landspítalanum fyrir einlæga og
góða umönnun.
Guð blessi ykkur.
Guðný Eygló Gunnarsdóttir og börn,
Lúðvík Guðmundsson, Guðrún Thorarensen,
Ásta, Guðmundur Ingvar,
Jón, Eygló Rut og Bryndís.
+
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur hlý-
hug og samúð vegna andláts og jarðarfarar móður okkar,
JÓNÍNU ÓLAFSDÓTTUR,
Droplaugarstöðum.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á Droplaugarstöðum
fyrir frábæra umönnun og hlýju til hennar. Einnig þökkum við
þeim, sem heimsóttu hana og styttu henni stundir eða veittu
henni gleði á annan hátt.
JóhannJónsson,
Guðrún Milburn,
Rannveig Sommer.
+
Innilegar þakkir fyrir vinsemd og samúð við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa
JAKOBS LÖVE.
Margrét Jónsdóttir,
Þorvarður Jón Löve,
Karl Jakob Löve,
Laufey Elísabet Löve, Jón Ingi Herbertsson,
Þóra Löve, Ómar Másson,
Matthildur Löve,
barnabörn og barnabarnabörn.