Morgunblaðið - 21.07.1993, Page 34
-34
MORGUNBLAÐIÐ SÞRÖTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993
si,
¥
■
KNATTSPYRNA
Utlitið dökknar
enn hjá Marseille
Franska lögreglan renndi í gær frekari stoðum
undir þær ásakanir flögurra leikmanna Valenci-
ennes að þeim hafí verið mútað, að undirlagi Jean-
Pierra Bernes framkvæmdastjóra Marseille, til að
tapa leik gegn Marseille í frönsku’'l. deildinni á síð-
asta keppnistímabili. Lögreglan hefur rakið símtöl
frá hóteli þar sem Bernes dvaldi, og til hótelsins þar
sem leikmenn Valenciennes dvöldu, auk þess sem í
ljós hefur komið að umslagið sem innihélt mútu-
greiðslurnar var af sjaldgæfri tegund, en eins um-
slög fundust í höfuðstöðvum Marseille þegar lögregl-
an gerði þar húsrannsókn fyrir skömmu.
í dag verða Bemes og leikmennirnir fjórir sam-
prófaðir fyrir rétti.
‘T~........ ..... ........... ...................
Skagamenn
fengu ekki
leiguvél til
Albaníu
Skagamenn, sem mæta Partizan Tirana frá
Albaníu í forkeppni Evrópukeppni meist-
araliða, fengu ekki leiguvél til að fara með leik-
menn liðsins til Tirana. Þeir reyndu að fá Fok-
ker-vél frá Flugleiðum, en það var ekki hægt
og þá reyndu þeir að fá leiguvél frá Luxem-
borg, en það heppnaðist heldur ekki. Skaga-
menn leika fyrri leikinn í Tirana sunnudaginn
16. ágúst og fara þeir héðan til Kaupmannahafn-
ar á föstudegi og þaðan til Zúrich í Sviss. Það-
an halda þeir á laugardagi til Tirana með milli-
lendingu í Róm. Frá Tirana fara þeir svo til
Zúrich, Kaupmannahafnar og heim.
„Þetta em alltaf erfið ferðalög, en við verðum
að koma okkur til Tirana og leika þar,“ sagði
Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna.
Er Indurain ofurmenni
eða hinir huglausir?
Reuter
MIGUEL Induraln til hægri og félagi hans í Banesto liðinu Pedro Delgado tóku léttan snóker í gær
í Andorra, meðan þeir hvíldu sig fyrir átök dagsins í dag.
HJOLREIÐAR / TOUR DE FRANCE
H TOMlSLAV Ivic, króatíski
knattspyrnuþjálfarinn kunni, hefur
verið ráðinn sem þjálfari portúg-
alska félagsins Porto, eftir fimm
ára fjarveru. Þegar hann þjálfaði
félagið 1988 varð það bæði deildar-
og bikarmeistari — og síðan
Evrópumeistari.
■ DINO Zoff, þjálfari Lazio á ítal-
íu, var ekki ánægður þegar enski
landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne
mætti á æfíngu eftir sumarfrí —
hann var fimm kílóum of þungur
og var skipað að fara í megrunarkúr
til að ná þeim af sér sem fyrst.
■ EVERTON hefur mikinn hug á
að fá Mark Hateley til sín frá
Glasgow Rangers. Hann er metinn
á 275 millj. ísl. kr.
■ SERGEI Aleinikov, fyrrum
landsliðsmaður Sovétríkjanna, hef-
ur gengið til liðs við japanska félag-
ið Osaka Gamba. Aleinikov, sem
hefur leikið með Lecce á Ítalíu, er
31 árs miðvallarspilari. Hann skrif-
aði undir tveggja og hálfs árs samn-
ing.
■ NEIL Ruddock, miðvörður
Tottenham, hætti við að fara til
Liverpool á síðustu stundu vegna
þess að Tottenham skuldar honum
peninga. Liverpool vonast þó eftir
að fá Ruddock, en félagið var til-
búið að borga 2,5 millj. punda fyrir
hann.
FRJALSAR
Aftur fall
hjá Bubka í
TOUR de France hjólreiðakeppninni lýkur nk. súnnudag og virð-
ist ekkert geta komið í veg fyrir sigur Spánverjans Miguels
Indurains, sem er með rúmlega þriggja mínútna forskot á
næsta mann. Keppnin, sem oft hefur verið ótrúlega spennandi
fram á síðustu stundu, er langt frá því að vera spennandi þessa
dagana, og velta menn þvífyrir sér hvort heldur er um að
kenna yfirburðum Spánverjans eða hjugleysi helstu keppinauta
hans.
Hjólreiðamennirnir slöppuðu af í
Andorra í gær en hjóla í dag
frá Andorra.til St Lary Soulan, um
230 km erfiða fjallaleið. Frakkinn
Bemard Hinault, sem fimm sinnum
hefur sigrað í keppninni en sér nú
um framkvæmd hennar, hefur gagn-
rýnt helstu keppinauta Indurains fyr-
ir að afhenda honum sigurinn á silfur-
fati. „Það er auðvelt að vera sá besti
þegar keppinautar þínir leyfa þér
það,“ sagði hann. „Ég skil ekki hvað
þeir eru að hugsa. Það eina sem Ind-
urain þarf að gera er að hjóla á sínum
.hraða án þess að nokkur reyni alvar-
lega að stinga hann af.“
Gott dæmi um þetta var fimmt-
ándi leggurinn sem hjólaður var á
mánudaginn. Félagar Indurains í
Banesto liðinu leiddu hópinn og Ind-
urain fylgdi í kjölfarið, án þess að
nokkur af keppinautum hans gerði
alvarlega tilraun til að stinga hann
af. „Hann veit fullkomlega hvemig
hann getur hagnast á því hvemig
hinir hjóla. Meðan enginn neyðir hann
til að vinna, heldur hann þessu
áfram,“ sagði Hinault.
Mejia og Jaskula engin ógnun
Fimm leggir eru eftir, leggimir í
dag og á morgun era í Pýreneafjöll-
unum og miðað við frammistöðu Ind-
urains og keppinauta hans ætti for-
skot hans ekki að vera í hættu. Á
laugardaginn er hraðakeppni, og þar
ætti Indurain að ná að auka forskot-
ið enn frekar, fyrir lokasprettinn á
sunnudaginn. Kólumbíumaðurinn Al-
varo Mejia og Pólveijinn Zenon Jask-
ula eru í öðra og þriðja sæti nokkuð
óvænt og stefna ekki að neinu öðru
íslandsmeistarainðtið í golfi
í Lefru
Bjóðum þótttakendum í meistaramótinu 50% afslótt af gistiverði.
en að halda sér í þeim sætum. Einn
af þeim sem átti að veita Indurain
harða keppni er Tony Rominger frá
Sviss. Hann stóð sig mjög vel í Ólpun-
um, vann þar tvo leggi, en hefur
ekki haft heppnina með sér í hraða-
keppnunum og virðist í vonlausri
stöðu, næstum sex mínútum á eftir
Indurain.
Ekki möguleiki
„Það er ekki möguleiki að ná hon-
um. Ég verð bara ánægður ef ég næ
að halda forystunni í fjallastiga-
Tourde France
Staðan eftir 15. leggi: klst.
1. Miguel Indurain (Spáni)......71.50.08
2. Alvaro Mejia (Kól.)..3.23 mín. á eftir
3. Zenon Jaskula (Póllandi)..........4.45
4. Tony Rominger (Sviss).............5.44
5. Bjarne Riis (Dan.)...............10.26
6. Andy Hampsten (Bandar.)..........13.30
7. Claudio Chiappucci (Ítalíu)......14.11
8. Johan Bruyneel (Belgíu)..........14.54
9. Vladimir Poulnikov (Úkrainu).....15.08
10. Pedro Delgado (Spáni)...........16.09
11. Oliviero Rincon (Kólumbíu)......19.41
12. Antonio Martin (Spáni)..........22.33
13. Eric Breukink (Hollandi)........23.52
14. Jean-Philippe Dojwa (Frakkl.)..23.56
15. Gianni Faresin (Ítalíu).........24.06
16. Roberto Conti (jtaliu)..........24.27
17. Gianni Bugno (Ítalíu)...........25.30
18. Stephen Roche (írlandi).........26.15
19. Alberto Elli (ítaliu)...........26.58
20. Federico Echave (Spáni).........28.09
Staðan í stigakeppninni: stig
T. Djamolidine Abdoujaparov (Úsbk.) ...228
2. Laurent Jalabert (Frakklandi)......190
3. Max Sciandri (Ítalíu)..............144
■Sá sem hefur forystu í stigakeppninni
klæðist grænni treyju. Stig fá menn meðal
annars fyrir að vera í efstu sætunum á
hveijum legg.
Konungur fjallanna:
1. Tony Rominger (Sviss)............275
2. Oliveiro Rincon (Kólumbíu).......220
3. Miguel Indurain (Spáni)..........169
■ Sá sem er efstur ( sérstakri fjallastiga-
keppni klæðist rauðdoppóttri treyju.
keppninni," sagði Rominger, en hann
er efstur í henni og klæðist því
rauðdoppóttri treyju í dag. Úsbekist-
inn Djamolidine Abdoujaparov leiðir
í stigakeppninni, en stig fá hjólreiða-
mennirnir m.a. fyrir að vera í efstu
sætunum á hveijum legg. Forystu-
sauðurinn í stigakeppninni klæðist
ávalt grænni treyju þegar hjólað er,
en sá sem hefur besta heildartímann
er í gulu treyjunni.
Gula treyjan er sem límd við Ind-
urain þessa dagana og enginn líkleg-
ur til að ná henni af honum. Hann er
á góðri leið með að tryggja sér sigur
þriðja árið í röð, en það hefur aðeins
þremur hjólreiðamönnum tekist áður;
Frökkunum Louison Bobet og Jacqu-
es Anquetil og Belganum Eddy
Merckx.
‘tangarstokkvarinn snjalli frá
* Úkraníu, Sergei Bubka,
sem felldi byijunarhæð sína, 5.70
m, þrisvar á Ólympíuleikunum í
Barcelona 1992, var aftur í sviðs-
ljósinu í Barcelona á mánudags-
kvöldið — þá byrjaði hann á því
að stökkva yfir 5.61 m, en náði
síðan ekki að stökkva yfir 5.81
m í þrígang. Heimsmet Bubka
utanhúss er 6.13 m.
Þetta er mikið áfall fyrir
Bubka sem hefur sett heimsmet
34 sinnum — sextán sinnum inn-
anhúss og átján sinnum ut-
anhúss. Bubka hefur átt í erfið-
leikum á mótum að undanförnu.
KNATTSPYRNA / HM
Jafntefli hjá Brasilíu
Undankeppnin hafin í S-Ameríku, en úrslita-
keppnin í Afríku á lokastigi
Bólivía vann stórsigur, 7:1, á
Venezuela í B-riðli undan-
keppni HM í S-Ameríku. Ekvador
og Brasilía gerðu jafntefli 1:1.
Fimmta þjóðin í riðlinum er Uragu-
ay, sem hefur ekki leikið. Tvö efstu
liðin í riðlinum komast til Bandaríkj-
anna 1994. Lið Brasilíu og Uraguay
era talin sigurstranglegust í keppn-
inni um farseðlana tvo til Bandaríkj-
anna.
Úrslitakeppnin í Afríku er á loka-
stigi, en keppt er í þremur riðlum
þar og fara sigurvegaramir úr hveij-
um riðli til Bandaríkjanna. Fílabeins-
ströndin þarf aðeins jafntefli gegn
Nígeríu í sínum síðasta leik í A-
riðli, en ef Nígería nær að vinna
Fílabeinsströndina og Alsír, kemst
Nígería til Bandaríkjanna.
Marokkó og Zambía beijast um
farseðilinn í B-riðli. Marokkó er með
fjögur stig eftir þijá leiki, en Zamb-
ía tvö stig eftir einn leik. Senegal,
sem er þriðja þjóðin í riðlinum, er
með ekkert stig eftir tvo leiki.
Kamerún stendur best að vígi í
C-riðli, þarf sigur heima gegn
Zimbabwe til að tryggja sér öruggt
sæti, en ef Zimbabwe vinnur tvo
síðustu leiki sína — heima gegn
Guinea og úti gegn Kamerún, eru
Zimbabwe-menn komnir með far-
seðilinn til Bandaríkjanna.