Morgunblaðið - 21.07.1993, Side 36
9V0pnn(lftfetí>
óskaÍIlífeyrir
iið /x'nii m/i/
M*.
Simi 91-692X00
3 RE'..................
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 21. JULI 1993
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Nafnvextir banka og sparisjóða hækka í dag um allt að 2%%
Viðskiptaráðherra
segir full langt seilst
SIGHVATUR Björgvinsson viðskiptaráðherra segist telja að bankarn-
ir seilist full langt með vaxtahækkunum sem verða í dag og nefnir
sérstaklega vexti og vaxtamun íslandsbanka sem hann segir allmik-
inn. Hann segist óska greinargerðar um málið frá Seðlabankanum
í dag og kveðst grípa til aðgerða ef eitthvað óeðlilegt komi í ljós.
Bankar og sparisjóðir, aðrir en Landsbankinn, hækka óverðtryggða
útlánsvexti í dag. Mesta vaxtahækkunin er hjá Búnaðarbanka, 2,5%,
og er bankinn nú með hæstu meðalvexti í almennum skuldabréfaút-
lánum. Vextir íslandsbanka hækka almennt um 2% og sparisjóðanna
nálægt 1%. Hluti innlánsvaxta hækkar jafnframt hjá Búnaðarbanka
og sparisjóðunum. Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur ASÍ segir að
sér virðist bankarnir meta verðbólguna á mælikvarða lánskjaravísi-
tölunnar miklu hærri en forsendur séu fyrir.
ísólbaði
Morgublaðið/Ingvar
HÖFUÐBORGARBÚAR lögðu margir leið sína í sundlaugar í gær til að
njóta sólarinnar en dagurinn var sá heitasti sem komið hefur á suð-vestur-
horninu í sumar. Hitinn í Reykjavík mældist rúmlega 17 stig þegar hlýj-
ast var og klukkan 21 í gærkvöldi var hitinn í Keflavík 16 stig. Þar var
þá hlýjast á landinu en það er afar sjaldgæft, að sögn veðurfræðings á
Veðurstofu íslands. Norðan- og austanlands var svalt í gær, 5 til 9 stig
og súld. Veðurstofan býst við svipuðu veðri í dag.
Fundust heilir á húfi
TVEIR veiðimenn fundust heilir á húfi í nágrenni Þórisvatns
í gær en þeirra hafði verið saknað á sunnudagskvöldið er þeir
skiluðu sér ekki til byggða á áætlun. Mennirnir höfðu fest sig
og orðið strandaglópar á þessu svæði en ákváðu að halda kyrru
fyrir og bíða eftir hjálp.
Lögreglan á Hvolsvelli segir
að engin hætta hafi skapast;
þeir hafi verið vel vistaðir auk
þess sem veður hafi verið gott á
þessum slóðumi Mennirnir voru
með fjarskiptatæki en lögreglan
segir notkun þeirra mjög erfiða
á þessum slóðum.
Búnaðarbanki og íslandsbanki
segja að hækkun nafnvaxtanna sé
vegna verðlagsáhrifa gengisbreyt-
ingar og að hækkunin sé fyrr á ferð-
inni en áætlað hafi verið vegna þess
að verðhækkanir komi fyrr fram en
búist hafi verið við. „Óhjákvæmilegt
er að þessi tímabundna bylgja verð-
hækkana segi til sín í nafnvöxtum,
þannig að þeir fylgi verðbreytingum
í stórum dráttum," segir í fréttatil-
kynningu íslandsbanka. Jón Adolf
Guðjónsson, bankastjóri Búnaðar-
bankans, tekur í sama streng, segir
að bankinn hafi ekki efni á því að
draga vaxtahækkun þegar svona
snögg hækkun verðlags ríði yfír og
því hafí hluti af hækkuninni verið
tekinn strax inn í forsendur vaxta-
ákvarðana.
Jón Adolf og Björn Bjömsson
framkvæmdastjóri íslandsbanka
segja að þrátt fyrir þessa hækkun
nafnvaxta séu þeir lægri að raun-
gildi en vextir vísitölubundinna lána.
Því telja þeir líklegt að nafnvextir
muni hækka enn frekar á næstunni
en muni svo hjaðna aftur í lækkandi
verðbólgu með haustinu.
Ekki einir í heiminum
Sighvatur Björgvinsson viðskipta-
ráðherra segir að sum fyrirtæki hafí
ekki látið afleiðingar gengislækkun-
arinnar koma að fullu fram í verði
til að reyna að ná verðlagsáhrifum
Meðalvextir almennra
skuldabréfalána
frá21.júlí 1993
14,9% 14,8%
13,4%
Akropolisskákmót
Sigurmn
blasir við
Hannesi
HANNES Hlífar Stefánsson
hefur unnið sjö fyrstu skákir
sínar á Akropolisskákmótinu
sem nú stendur yfir í Aþenu
og þarf hálfan vinning úr
tveimur síðustu skákum sín-
um til að tryggja sér sigur á
mótinu.
Tíu stórmeistarar taka þátt
í mótinu auk Hannesar, þar á
meðal Margeir Pétursson en
hann er í 2.-7. sæti með 5'/2
vinning. Áttunda umferð verð-
ur tefld í dag en mótinu lýkur
á fímmtudag.
Þetta er annað mótið sem
Hannes teflir á síðan hann var
útnefndur stórmeistari.
hennar eins fljótt niður og hugsan-
legt sé. „Mér fínnst að bankamir
verði að gera sér það ljóst að þeir
hafa einnig ábyrgð í þessu efni,
bankamir eru ekkert einir í heimin-
um,“ segir Sighvatur.
Gylfi Arnbjömsson hagfræðingur
ASÍ segir að þessi vaxtahækkun
geti í sjálfu sér stuðlað að því að
verðbólguvæntingar bankanna verði
að veruleika. Hún leiði til hækkunar
verðlags og því séu bankamir að búa
sér til forsendur fyrir vaxtahækkun.
Fólksbíll
valt í þoku
FÓLKSBÍLL valt við Háls í
Ljósavatnsskarði seint í gær-
kvöldi og hafnaði utan vegar.
Engin slys urðu á fólki en bíllinn
er mikið skemmdur.
Lögreglan á Húsavík segir að
orsakir slyssins megi. að nokkru
rekja til slæmra aðstæðna en þoka
grúfði yfir blautum veginum.
Harður árekstur varð einnig í
gær í umdæmi Húsavíkurlögregl-
unnar þegar tveir bílar skullu sam-
an á brú yfir Jökulsá á Fjöllum.
Þar urðu slys engin en eignatjón
varð nokkurt.
Finnur Jónsson listmálari
látinn á 101. aldursári
NESTOR íslenskra myndlistar-
manna, Finnur Jónsson, lést að-
faranótt þriðjudags á Hrafnistu í
Reykjavík. Hann var á 101. ald-
ursári. Finnur var einn helsti
frumkvöðull íslenskrar myndlist-
ar á þessari öld og brautryðjandi
í listgrein sinni. Verk hans eru
víða þekkt, bæði innan- og utan-
lands. Hann starfaði meðal annars
með þekktum brautryðjendum
nútímalistar og er talinn upphafs-
maður afstraktlistar á Islandi.
Hann snéri þó ungur frá þessari
stefnu og helgaði list sína raunsæi
og natúralisma, málaði bæði land
og fólk og þá ekki síst sjómenn
og báta og úfið haf við Islands-
strendur. Fullyrða má að Finnur
Jónsson hafi verið einn þekktasti
myndlistarmaður landsins enda
sérstæður og mikilvirkur fulltrúi
listar sinnar.
‘Finnur Jónsson fæddist 15. nóv-
ember 1892 á Strýtu í Hamarsfirði,
sonur hjónanna Jóns Þórarinssonar
og Ólafar Finnsdóttur. Hann lærði
gullsmíðar við Iðnskólann í Reykja-
vík 1915-1919 og teikningu hjá Þór-
ami B. Þorlákssyni listmálara og
Ríkarði Jónssyni bróður sínum. Finn-
ur stundaði einnig listnám og gull-
smiðanám í Kaupmannahöfn, Berlín
og Dresden.
Finnur hélt fyrstu málverkasýn-
ingu sína árið 1921 á Djúpavogi.
Árið 1925 voru myndir eftir hann
Finnur Jónsson við mynd sína Óður til mánans, sem hann málaði 1925.
valdar á vorsýningu Der Sturm í
Berlín og síðar sýndar á alþjóðlegum
sýningum í Bandaríkjunum. Sama
ár sýndi Finnur afstraktverk í
Reykjavík sem vöktu mikla athygli.
Ári síðar hóf Finnur að vinna við
gullsmíðar á ný. Hann rak einnig
um tíma myndlistarskóla í Reykjavík
ásamt Jóhanni Briem listmálara og
starfaði sem kennari við Flensborg-
arskóla og Menntaskólann í Reykja-
vík. Hann starfaði mikið að félags-
málum myndlistarmanna og gull-
smiða. Hann var einn af stofnendum
Félags íslenskra myndlistarmanna
árið 1941 og fyrsti formaður Mynd-
listarfélagsins 1961.
Finnur Jónsson var sæmdur stór-
riddarakrossi Fálkaorðunnar 1976
fyrir myndlistarstörf og var í heiðurs-
launaflokki Alþingis frá 1973. Hann
var heiðursfélagi í Félagi íslenskra
myndlistarmanna, Félagi íslenskra
gullsmiða, Accademia Internationale
í Róm og Accademia Italia delle
Arti e del Lavoro i Parma.
Eftirlifandi eiginkona Finns er
Guðný Elísdóttir.