Morgunblaðið - 27.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1993, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1993 m ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ BLAD 11 | odidos Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi selur Adidas KNATTSPYRNA Sigurður bestur Hlaut flest M allra í fyrri umferð íslandsmótsins SIGURÐUR Jónsson, miðvallarleikmaður íslandsmeistara ÍA, lék best allra í fyrri umferð íslands- mótsins í knatt- spyrnu, skv. ein- - kunnagjöf íþrótta- fréttamanna Morg- unblaðsins. Sigurð- ur hefur hlotið 13 M í nfu leikjum. Sigurður hefur fjór- um sinnum fengið 1 M fyrir leik, sem þýð- ir að hann hafi verið góður, þrisvar sinnum 2 M (mjög góður) og einu sinni fékk hann hæstu einkunn, 3 M (frábær); fyrir 10:1 sigurleikinn gegn Víkingum á Akra- nesi. Friðrik Friðriksson, markvörður IBV, er næst efstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins þegar ís- landsmótið er hálfnað, hefur hlotið 11 M í leikjunum níu. A tali SIGURÐUR ræðir við Ólaf Ragnarsson, dómara gegn Val í 9. umferð. Skagamenn á toppnum Leikmenn ÍA, sem eru í efsta sæti 1. deildarinnar, hafa fengið flest M-in samtals, 75, Framarar koma næstir með 70 og KR4ngar síðan með 57 M. ■ Nánar / Kort á D2 TENNIS Fimmfaldur meistari! ^0^1^11 HRAFNHILDUR Hannesdóttir úr Fjölni varð íslandsmeistari í tennis þriðja árið í röð, en hún fagn- aði fimm íslandsmeistaratitlum um helgina. Hrafnhildur er aðeins fimmtán ára og á því að öllum líkindum eftir að fagna mörgum meistaratitlum í framtíðinni. ———=-. _— ■ Islandsmótið / D8 KNATTSPYRNA Sögulegt HM-tap Brasilíu LIÐ Brasilíu, sem jafnan hefur verið eitt það allra besta í heim- inum, tapaði um heigina ífyrsta skipti í undankeppni heims- meistaramótsins. Liðið hefur byrjað afleitlega i undanriðliðin- um; gerði fyrst markalaust jafn- tefli gegn Ekvador á dögunum og tapaði svo, 0:2, í Bólivíu á sunnudag. Leikurinn í Bólivíu fór fram í La Paz, í 3.700 m hæð yfir sjávar- máli, og virtist þunna loftið ekki eiga vel við Brasilíumennina. Markvörður- inn Taffarel virtist ætla að verða hetja liðsins, er hann varði víta- spyrnu á 81. mín. frá Erwin Sanc- hes, en áður hann yfir lauk hafði hann gert afdrifarík mistök; fyrst missti hann knöttinn undir sig og yfir marklínuna aðeins tveimur mín. fyrir leikslok eftir fyrirgjöf Marcos Etcheverrys, og einni mín. síðar skor- aði Alvaro Pena með því að senda knöttinn á milli fóta Taffarels. Brasilískir fjölmiðlar gagnrýndu brasilíska liðið og þjálfara þess, Car- los Alberto Parreira, harðlega fyrir frammistöðuna. Blöðin voru á því að þjálfarinn hefði í fyrsta lagi valið ranga leikmenn í iiðið, ekki undir- búið það nægilega fyrir leikinn í þunna loftinu og lagt allt of mikla áherslu á varnarleik. Haft var þjálf- ara félagsins Corinthians, Nelsinho, að þeir sem haldi um stjórnvölinn hjá landsliðinu virðist hafa misst öll tök á verkefninu. „Að ná aðeins tveimur skotum að marki Bólivíu er nokkuð sem áhangendur okkar hefðu aldrei getað gert sér í hugarlund". HANDKNATTLEIKUR FH-ingir óhressirvegna ákvörðunar Patreks Jóhannessonar að hætta við félagaskipti: Setur okkur í slæma stöðu“ Patrekur Jóhannesson landsliðs- maður í handknattleik, sem í vor skrifaði undir samning við 1. deildarlið FH, tilkynnti forsvars- mönnum félagsins sl. föstudag, að hann væri hættur við að ganga til liðs við FH, og ætlaði að leika áfram með Stjömunni, líkt og hann hefur gert undanfarin ár. Öm Magnússon, formaður handknatt- leiksdeildar FH, sagði að þessi til- kynning hefði komið þeim alger- lega í opna skjöldu og verið sem hnífsstunga í bak þeirra. Örn sagðist ekkert vilja tjá sig um hvað þeir FH-ingar myndu gera vegna þessa, en stjórn hand- knattleiksdeildarinnar fundaði í gærkvöidi og ætlar að gera grein fyrir viðbrögðum sínum í dag. Hann sagði ljóst að þetta myndi raska þeirra' skipulagi mikið, og þeir væru þegar farnir að leita að erlendum leikmanni í stað Pat- reks. Örn sagði að þeir hefðu ver- ið búnir að borga Patreki hluta af því sem samið hafði verið um, og ljóst að þeir myndu fara fram á endurgreiðslu. „Við emm að skoða okkar gang, en það er full- ljóst að þetta kemur okkur illa. Það er engin launung að við vomm í viðræðum við leikmenn, meðal annars Hans Guðmundsson og Rúnar Sigtryggsson, en það datt upp fyrir er Patrekur gekk til liðs við félagið. Bæði Hans og Rúnar eru búnir að ganga frá sínum málum, og þetta setur okkur þvi í slæma stöðu,“ sagði Örn. GOLF: STAÐAN í NEDRI FLOKKUNUM EFTIR FYRSTU KEPPNISDAGA í LEIRUNNI / D6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.