Morgunblaðið - 27.07.1993, Blaðsíða 8
FOLK
I BA YERN Miinchen hefur selt
aðalmarkaskorara sinn Roland
Wolfarth til franska félagsins St.
Etienne á 105 millj. ísl. kr. Hann
skrifaði undir þriggja ára samning.
■ KARL-heinz Riedle, miðherji
Dortmund, sem félagið keypti frá
Lazio á Ítalíu, meiddist um helg-
ina — vöðvaþræðir í nára slitnuðu,
þannig að hann verður frá keppni
í þijár vikur.
■ GÚNTHER SchUfer, varnar-
maður Stuttgart fer í uppskurð á
næstunni vegna meiðsla á hásin.
■ EKKERT varð úr því að Stutt-
art seldu Serbann Slobodan
Dubajic, eins og til stóð. Hann
mun því leika með félaginu í vetur.
■ KÖLN hefur fengið Austur-
ríkismanninn Tony Polster til
liðs við sig. Hann er 29 ára og
hefur síðustu ár leikið með Tórínó
á Ítalíu, Sevilla og Rayo Vallec-
ano á Spáni. Vallecano á eftir
að gefa Polster lausan, þannig að
hann geti leikið með Köln.
■ STUTTGART vann Freiburg
í úrslitaleik í móti fjögurra liða um
sl. helgi. Stuttgart vann 7:6 í víta-
spymukeppni. Stuttgart vann
utandeildarlið, 6:0, og skoraði Eyj-
ólfur Sverrisson eitt af mörkun-
um.
■ DANSKI landsliðsmaðurinn
Bent Christensen hjá Schalke
hefur verið lánaður til gríska fé-
lagsins Olympiakos Pireus, sem
borgar 8,4 millj. ísl. kr. á mánuði
fyrir hann.
■ BASILE Boli skoraði sigur-
mark, Marseille 1:0, á heimavelli
gegn Lens í fyrstu umferðinni í
frönsku 1. deildarkeppninni. 40
þús. áhorfendur sáu leikinn.
KNATTSPYRNA
Bemes
hættur hjá
Marseille
Jean-Pierre Bernes fram-
kvæmdastjóri Marseille, sem
hefur verið ásakaður um að
hafa mútað leikmonnum Va-
lenciennes til að tapa leik gegn
Marseille, hefur sagt upp starfi
sínu. Bemes skrifaði stjórnar-
formanni félagsins Bemard
Tapie bréf þar þar sem hann
segir að meðan sakleysi hans
sé ósannað, geti Marseille ekki
verið gísl þeirra sem vilji eyði-
leggja félagið, eins og það er
orðað í bréfínu.
Bemes var leystur úr gæslu-
varðhaldi í síðustu viku, og flaug
þá strax niður að Miðjarðarhaf-
inu, til hafnarinnar í Hyeres, þar
sem snekkja stjórnarformanns
beið hans. Sjónvarpsmenn frá
franskri sjónvarpsstöð mynduðu
þegar Bemes steig um borð í
snekkjuna, en Tapie réðst þá á
myndatökuhópinn og fleygði
myndatökuvélinni í sjóinn. Full-
trúar sjónvarpsstöðvarinnar
segja vélina þriggja milljóna
króna virði og ætla að höfða
mál á hendur Tapie vegna at-
viksins.
Bernes fylgdist með fyrsta
leik Marseille, gegn Lens, í
deildakeppninni þetta tímabil sl.
laugardag, og hljóp hring í
kringum leikvanginn fyrir fram-
an 40 þúsund áhorfendur, áður
en leikurinn byijaði. Marseille
sigraði með einu marki gegn
engu.
Morgunblaðið/Þorkell
Elnar Sigurgeirsson sýndi mikið öryggi og var íslandsmeistari í einliðaleik
fimmta árið í röð.
hún er aðeins 15 ára og vann einnig
telpnaflokkinn.
Reynslan hafði sitt að segja
Reynslan kom Einari til góða á
mótinu en hann hefur verið nánast
ósigrandi síðustu fimm ár. „Það hef-
ur verið erfitt að æfa mikið und-
anfarið því ég er mikið að þjálfa
sjálfur. Eg er í skóla í Alabama í
Bandaríkjunum og fer út í septem-
ber. Næsta ár ætla ég að reyna fyr-
ir mér á alþjóðlegum tennismótum
þar sem leikið er um peninga. En
ég kem aftur á íslandsmótið næsta
ár,“ sagði Einar en bætti við að róð-
urinn gæti farið að þyngjast því það
væru komnir margir efnilegir strák-
ar í tennis á Islandi.
Dómaramálin voru með nýju sniði
á mótinu. Notaðir voru línudómarar
eins og tíðkast á alþjóðlegum mótum
og er að sögn forráðamanna tennis-
sambandsins liður í að undirbúa sig
fyrir stærri mót hér á landi, jafnvel
alþjóðleg. Fara á í saumana á alþjóð-
legum reglum og fylgja þeim fast
eftir þó svo mótafyrirkomulag fyrri
ára hafi gengið ágætlega að sögn
tennisfólks.
■ Úrslit / D6
Hrafnhildur og Einar aft
ur þrefaldir meistarar
VEÐURGUÐIRNIR voru heldur betur hliðhollir tennisfólki í síð-
ustu viku þegar íslandsmót þeirra fór fram. Mótið stóð ítíu
daga og var leikið á tennisvelli Víkinga í Fossvogi í stórkostlegu
veðri allan tímann, nema á fimmtudagskvöldið því vegna bleytu
varð að flytja mótið inná velli Þróttara við Sæviðarsundið. Leikn-
ir voru um 220 leikir í 24 flokkum og voru keppendur um 130.
Úrslitin voru eftir bókinni; Einar Sigurgeirsson, TFK, varð íslands-
meistari ífimmta sinn á jafn mörgum árum og Hrafnhildur Hann-
esdóttir úr Fjölni í þriðja sinn á þremur árum en þau tvö eru
punktahæst f einliðaleik hjá Tennissambandinu. Að auki unnu
þau tvíliðaleikina sína og tvenndarleikinn saman.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Engu að síður þurfti Einar að
hafa fyrir sigrinum í einliða-
leiknum því sautján ára piltur, Níels
Sigurðsson, saumaði
svo að honum að
úrslitaleikur þeirra
stóð í nærri þijár
klukkustundir. Einar
vann fyrstu hrinuna auðveldlega 6:1
en Níels næstu 5:7 eftir að hafa
haft 5:0 forskot. Því varð að leika
' oddahrinu og Níels hélt 1:1 en þá
tók Einar sig til, náði 4:2 sem var
of mikið fyrir Níels og Einar vann
6:3. „Ég sótti í byijun fyrstu lotu en
í þeirri næstu fór ég að pota svo
hann náði yfirhöndinni og ég varð
að byija á sóknarleiknum á ný,“
sagði Einar eftir leikinn. Einar vann
Fjölni Pálsson í undanúrslitum 6:2
og 6:3 og Níels vann Christian Staub
með sama mun í undanúrslitum.
Yfirburðir Hrafnhildar
Hrafnhildur hafði talsverða yfir-
burði í kvennaflokkunum enda lang
punktahæst í einliðaleik kvenna. I
úrslitaleiknum vann hún Stefaníu
Stefánsdóttur 6:1 og 7:6 en Stefanía
hafði 4:5 og 5:6 í seinni hrinunni
en þá fór Hrafnhildur að spila var-
lega og náði að gera útum leikinn.
Þær stöllur urðu íslandsmeistarar
saman í tvíliðaleik er þær lögðu Evu
Hlín Dereksdóttur, TFK, og Höllu
Björg Þórhallsdóttur að velli 6:4 og
6:2. „Stefna var sett á sigur og það
hafðist. Ég var svolítið stressuð í
seinni lotu úrslitaleiksins en það
bjargaðist," sagði Hrafnhildur en
Morgunblaðið/Þorkell
Níels Slgurðsson, ungur og efnilegur spilari, lék til úrslita gegn Einari.
Ekkert ókeypis hjá Einari
Silfurhafínn í einliðaleik karla á íslandsmótin.u í tennis heitir Níels
Sigurðsson og er að verða sautján ára. Hann býr í Svíþjóð og
spilar tennis á hveijum degi auk þess að keppa um helgar. „uti leik-
um við á möl svo að viðbrigðin voru talsverð því þó gott sé að spila hér
í Fossvoginum er það svo ólíkt mölinni. Leikurinn gegn Einari var
mjög erfiður. Einar er mjög öruggur og það má aldrei gera mistök
gegn honum því hann nýtir sér þau. Maður þarf að hafa fyrir stigun-
um og hjá honum er ekkert ókeypis," sagði Níeis.
TENNIS / ISLANDSMÓTIÐ
GETRAUNIR: 222 222 221 2222
LOTTO: 1 10 30 33 36/29