Morgunblaðið - 27.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1993, Blaðsíða 2
2 D MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27 JÚLÍ 1993 |W-liða ÍA 75 Fram 70 KR 57 FH 51 ÍBV 50 Valur 49 ÍBK 48 Fylkir 42 Þór 39 Víkingur 23 SIGURÐUR JÓNSSON ||| hefur fengið flestJPPll- Sigurður Jónsson, ÍA Friðrik Friðriksson, ÍBV Helgi Sigurðsson, Fram Einar Þór Daníelsson, KR Bjarni Sigurðsson, Val Gunnar Oddsson, ÍBK Hlynur Birgisson, Þór 8P Alexander Högnason, ÍA Atli Eðvaldsson, KR Ágúst Gylfason, Val Lúkas Kostic, (A Ólafur Þórðarson, ÍA Rúnar Kristinsson, KR Steinar Guðgeirsson, Fram 13 11 10 10 9 9 9 fsia i» 3n i» ja j» itt jr f» pipipippípfsipfai p jm fw p p pi m fsa m pppfappsnflp JMplJMpIJMpIfMJMfll JMJMJMJttJKJIlJttJHJM 7f® Ágúst Ólafsson, Fram Birkir Kristinsson, Fram Finnur Kolbeinsson, Fylki Haraldur Ingólfsson, ÍA Helgi Bjarnason, Fylki Ingólfur Ingólfsson, Fram Mihajlo Bibercic, IA Ólafur Kristjánsson, FH Sigurður Björgvinsson, ÍBK Tryggvi Guðmundsson, ÍBV ■ DON O’Riordan tók nýlega við sem framkvæmdastjóri hjá enska 3. deildarliðinu Torquay, og var þá haft eftir hon,um að hann ætlaði að hreinsa til í herbúðum félagsins. Hann var ekkert að tvínóna við hlut- ina og tilkynnti fyrir skömmu að hver sá sem leysti vind í búningskíef- anum yrði sektaður um eitt pund. ■ „VIÐ vissum að hann ætlaði að hreinsa til, en engum datt í hug að hann myndi ganga svona langt,“ sagði Mike Bateson stjórnarfor- maður félagsins. „Það er reyndar yfirþyrmandi að hafa 20 leikmenn í litlum búningsklefa, þegar allir eiga í vandræðum vegna karrírétt- arins kvöldið áður.“ ■ O’RIORDAN hefur hengt upp lista yfír ýmislegt annað sem varð- ar sektum, til þess að ná upp aga hjá leikmönnum félagsins. „Slæm lykt var á góðri leið með að verða vandamál í búningsklefanum, svo ég ákvað að taka á því með hörku,“ sagði O’Riordan. ■ SARTORI Alcindo, knatt- spymumaður frá Brasilíu sem nú leikur í hinni nýstofnuðu japönsku úrvalsdeild, er markahæstur í deild- inni með 14 mörk. Hann hefur vak- ið óskipta athygli í Japan, ekki aðeins fyrir hæfileika sína fyrir framan markið heldur ekki síður vegna hársins, eða öllu heldur hár- leysisins. ■ ALCINDO er á góðri leið með að verða sköllóttur, hárið er farið af hvirflinum en mikið hár í hliðunu myndar skemmtilegan kraga og lík- ist hann helst japönsku vatnadýri, sem hefur svipað höfuðlag. Japanir hafa mikið spaugað með þetta, kall- að hann Kappa í höfuðið á dýrinu, og sagt að hann kunni líklega best við sig á regntímanum í júní og júlí, en velta því mikið fyrir sér hvort hann nái sér á strik í hitanum í ágúst og september. ■ JAPANSKT fyrirtæki ' sem framleiðir hárkollur hefur ákveðið að krækja í eitthvað af allri þeirri athygli sem Alcindo hefur fengið, og gert við hann samning um að hann auglýsi hárkollur fyrirtækisins. Hann mun fá um 23 milljónir í sinn hlut fyrir auglýsingasamninginn. ■ SIEGFRIED Held, þjálfari Dynamo Dresden, og lærisveinar hans þurfa að byija 1. deildar- keppnina í Þýskalandi með fjögur stig í mínus — þeir þurfa því að vinna tvo leiki til að komast á slétt. Ástæðan fyrir því að Dresden byij- ar með fjögur stig í mínus er að félagið skuldar of mikið. Forráða- menn félagsins eyddu meiri pening- um en félagið átti sl. keppnistíma- bil. Um tíma leit allt út fyrir að félagið yrði dæmt niður í 2. deild og Bochum tæki sæti Dresden í 1. deild, en af því varð ekki. Þýska knattspyrnusambandið ákvað að gefa Dynamo Dresden tækifæri til að rétta úr kútnum. ÞJALRJN Annað sem hann nefnir er leik- gleði: tekur dæmi um ísland, þar sem margir leikir eru á stuttum tíma. Hann segir leik- gleðina verða að vera til staðar ýski læknirinn Heinz Liesen kom hingað til lands í síð- ustu viku og kynnti m.a. hug- myndir sínar um þjálfun út frá lífeðlisfræðilegri þekkingu, og ekki er annað hægt en segja að þar séu BIBHHRHBBHHHHHHIHHi í£tyglL^ „IVIenn verða að slappa Hugmyndafræði af til a ð heilinn geti hans byggir á.þeirn AhinHraA « kenningu að til að ná StdlTaÖOninOiaOaaa hámarks árangri verði heilinn að fá að starfa þannig að menn bíði í ofvæni óhindrað. Of mikið álag hindri starfsemina, sem leiði til þess að lengri hvíldartími verði nauð- synlegur, líkamleg geta minnki og meiðslahætta aukist. Hann segir, að þar sem æskilegt álag sé einstaklingsbundið sé reglu- Iegt eftirlit með hverjum íþrótta- manni nauðsynlegt. Mjólkur- sýrukönnun gefi tii kynna það sem segja þarf; þjálfari geti nýtt sér hana til að vita hvar hver éinstaklingur stendur og hvers hann þarfnast. Liesen sagði m.a., í athyglis- verðu viðtali hér í blaðinu á sunnudaginn, að þegar hann kom fram með hugmyndir sínar fyrir nokkrum árum, hafi þær ekki átt upp á pallborðið hjá þýskum þjálfurum fyrst f stað, en sjálfur „Keisarinn“ Franz Beckenbauer trúði á Liesen og fékk hann til samstarfs er hann tók við þjálfun landsliðsins í knattspyrnu. Liesen sagði, sem e.t.v. er ekki skrýtið, að einna erfiðast sé fyrir þjálfara að við- urkenna að álagið þurfi ekki að vera mikið á keppnistímabilinu. „Þegar við fórum með landsliðið á HM í Mexíkó 1986 héldu menn að þeir yrðu að æfa tvisv- ar á dag á miiii leikja og það var erfitt fyrir menn að skilja að það eina, sem leikmenn þurftu að gera var að hvíla sig.“ eftir næsta leik. „Menn verða að slappa af til að heiiinn geti starfað óhindrað svo sköpunar- hæfileikamir nýtist í leikjum." Þetta er auðvitað hverju orði sannara og það hefur því miður viljað brenna við að menn æfí of mikið hérlendis. Sé álagið of mikið verða menn leiðir og þeg- ar svo er, erekki hægt að reikna með miklum árangri. Guðjón Þórðarson, sem stýrði Akurnesingum til fslandsmeist- aratignar í knattspymu í fyrra, hefur starfað eftir kenningum Þjóðverjans. Skagamenn æfa nánast allt árið; koma sér í góða æfingu hægt og sígandi en ekki í einum átakarikk. í blaðinu á sunnudaginn nefndi Guðjón til sögunnar Karl Þórðarson, fyrr- um atvinnumann til margra ár’a. Karl hefði sagt, eftir síðasta ár sitt með ÍA-liðinu, er það fór upp úr 2. deild fyrir tveimur árum, að hann hefði sjaldan eða aldrei verið í eins góðri æfingu en aldrei þurft að hafa eins lítið fyrir því. Magn er ekki sama og gæði. íslenskir þjálfarar ættu að kynna sér hugmyndir dr. Lies- ens. Skagamenn hljóta að hafa sýnt fram á gildi þeirra. Skapti Hallgrímsson Hvenærsetti hlauparinn GEIR SVERRISSOIM stefnuna á landslið ófatlaðra? Ætlaaðbæta heimsmetið ÞAÐ vakti mikla athygli fyrr í sumar er Geir Sverrisson var valinn í landsliðið í frjálsum íþróttum, til að keppa í boðhlaupi í Evrópubikarkeppni landsliða, fyrir þá sök að hann var fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn sem var valinn í landslið ófatlaðra. Geir hefur verið meðal okkar fremstu íþróttamanna úr röðum fatlaðra undanfarin ár, fyrst f sundi en síðan ífrjálsum, en á hann vantar hægri handlegg fyrir framan olnboga. Hann vann það afrek á síðasta Ólympíumóti fatlaðra að komast á pall í tveimur greinum. Geir, sem er tuttugu og tveggja _ára gamall,_ keppti um helgina á íslandsmóti íþrótta- sambands fatlaðra í fijálsum íþróttum Stéfán °g sagði að honum Eiríksson hefði gengið þokkalega. Hann starfar hjá hugbúnaðarfyrirtæk- inu Hugkomi í Ármúlanum og var við vinnu sína er Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Fyrsta spurningin var um það hvenær hann hefði byijað í íþróttunum? „Ég byijaði að æfa frjálsar fyr- ir tveimur árum, en hef verið í sundi frá sextán ára aldri. Árið fyrir Ólympíuleikana æfði ég hvort tveggja. Ég endaði sundfer- ilinn I Barcelona, með sigri í bring- unni, sem var mjög sætt. Síðan náði ég bronsi í 100 metra hlaup- inu. Síðan þá hef ég bætt mig verulega í fijálsum, og komist áð því að ég er 400 metra hlaupari, ég hef náð bestum tíma á þeirri vegalengd." Þú hlýtur að hafa verið ánægð- ur með að komast í landsliðið? „Það var í rauninni takmarkið á mínum ferli. Eftir Ólympíuleik- ana fór ég að gæla við þessa hugmynd, en lét náttúrulega eng- an vita af því þá, hélt því fyrir mig. Þetta er það skemmtilegasta sem hefur gerst á mínum ferli. Þetta er meiri viðurkenning held- ur en árangurinn á Ólympíuleik- unum, almenningur sér núna _að maður er í þessu af alvöru. Ég Morgunblaðið/Bjami Gelr Sverrisson hefur verið í fremstu röð meðal fatlaðra íþróttamanna undanfarin ár, og er nú kominn í landslið ófatlaðra. hef reynt að standa fyrir því að þetta sé alvara, og þetta skýrir það best hversu mikil alvara er á bak við íþróttir fatlaðra." Háir fötlunin þér mikið í hlaup- unum? „Hún gerir það auðvitað, en ég læt það ekkert á mig fá. Störtin ættu að vera verri hjá mér. Samt hef ég_ náð að þjálfa þau mjög vel upp. Ég var til dæmis settur á fyrsta sprett í 4x400 úti í Kaup- mannahöfn, sem þýðir að þá voru tveir puttar í brautinni, hinir þrír héldu um keflið. Síðan eru það beygjurnar í 400, það vantar hægri hendina á mig og í raun- inni hefði það verið aðeins betra ef vinstri hefði vantað. Auk þess er þetta jafnvægisröskun, sem verður að þjálfa upp.“ Nú ertu búinn að ná því að komast í landsliðið, er þá eitthvað eftir til að stefna að? „Já, auðvitað. Ég reyni að heija á þá sem eru fyrir framan mig í sveitinni, bæta tímann enn meira. Ég stefni líka á næstu Ólympíu- leika fatlaðra, reyndar aðeins í ftjálsum í þetta skiptið. Aðal- greinin verður 400 metra hlaup, enda er ég kominn undir heims- metið, þó það sé ekki staðfest. Ég hef hlaupið á 49,6 sekúndum með handtímatöku en gildandi heimsmet í mínum flokki er 49,78. Ég keppi með Ármenningum í bikarkeppninni núna eftir næstu helgi. Það verður gaman að keppa þar, og ég mun gera heiðarlega tilraun til að ná heimsmetinu þar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.