Morgunblaðið - 27.07.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.07.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1993 D 3 KNATTSPYRNA / UNDANÚRSLIT BIKARKEPPNI KVENNA ÍA sigraði Breiðablik og fer í bikarúrslitin sjöunda árið í röð. Jónína Víglundsdóttir, fyrirliði: 1.DEILD KARLA neðslar Hjálpar aðvera NEÐSTA lið 1. deildar kvenna og núverandi bikarmeistari, ÍA, gerði sér lítið fyrir og vann næstefsta lið deildarinnar, Breiðablik, 1:2, í f ramlengdum leik í undanúrslitum bikar- keppni KSÍ í Kópavoginum í gærkvöldi en liðin mættust ein- mitt í bikarúrslitum síðasta árs og unnu þá Skagastúlkur 2:3, einnig íframlengingu. „Þetta var sama baráttan og í fyrra og kvennaknattspyrnunni til sóma,“ sagði fyrirliði ÍA, Jónína Víglundsdóttir, sem átti mikinn hlut í sigri liðsins. „Það hefur einmitt hjálpað okkur að vera neðstar í deildinni því við höf- um beðið eftir að geta bætt fyrir stöðu okkar í deildinni." Skagastúlkur virkuðu staðar og óöruggar í byrjun en þó leikur- inn hefði framanaf farið að mestu leiti fram á vallar- Stefán helmingi þeirra áttu Stefánsson \iær einu færin: Júlía skrifar Sigursteinsdóttir skaut rétt yfir markslá Blika á 5. mínútu, Stein- dóra Steinsdóttir markvörður Blika varði frábærlega frá Jónínu á 8. mínútu og Ragnheiður Jónasdóttir skoraði síðan fyrra mark IA á 14. mínútu þegar hún komst ein á móti markverðinum. Það dugði til að vekja Blikana og Kristrún L. Daða- dóttir jafnaði á 23. mínútu eftir frá- bæra fyrirgjöf Ástu B. Gunnlaugs- dóttur. Skagaliðið náði mun betur saman eftir hlé og Jónína fékk gullið mark- tækifæri á 51. mínútu þegar hún komst ein innfyrir vörn Blika en mistókst að leika á Steindóru mark- vörð. Hinu megin sendi Olga Fær- seth laglega stungusendingu fram á Kristrúnu en Sigfríður Sophusdóttir markvörður var aðeins á undan. Undir lok síðari hálfleiks juku Kópa- vogsbúar hraðann og Akurnesingar virtust sitja eftir. Nokkrum sekúnd- um áður en flautan gall til loka hálf- leiksins lék Unnur M. Þorvaldsdóttir upp allan völlin og sendi á Olgu sem tókst ekki að prjóna sig í gegnum vöm Skagastúlkna svo grípa varð til framlengingar. Blikar voru mun sprækari í fram- lengingunni og Olga skaut þrívegis beint í fang Sigfríðar markvarðar. Strax í byrjun síðari hálfleiks fram- lengingar skoraði Áslaug Ákadóttir sigurmark ÍA við gífurlegan fögnuð hóps Akurnesinga í stúkunni. Sig- fríður markvörður gerði síðan vonir Blika að engu á lokasekúndunum þegar hún varði lúmskt skot á stór- kostlegan hátt alveg út við stöng. Steindóra markvörður og Kristrún L. Daðadóttir voru bestar hjá heima- mönnum og Vanda Sigurgeirsdóttir var yfirleitt traust í vöminni. Mar- grét Sigurðardóttir og Margrét R. Olafsdóttir áttu góða kafla. Eins og fyrr segir átti Jónína frá- bæran leik ásamt Guðrúnu Sig- ursteinsdóttur sem kom inná sem varamaður á 26. mínútu. og Sigfríð- ur markvörður greip stórkostlega inní. Bl burt með stigin Dorde Tosic skoraði tvívegis fyrir BÍ er ísfirðingar sigmðu Þróttara í Neskaupstað, 4:2,1 2. deildinni um helgina. Hann skoraði fyrst á síð- ustu sekúndum fyrri hálfleiks, austanmenn gerðu svo sjálfsmark strax í byrjun þess seinni og Tosic kom BÍ í 3:0 á 60. mín. úr víta- spyrnu. Kristján Svavarsson minnkaði muninn en Jóhann Blöndallí' Ævarsson gerði fjórða mark Ísaíjarðarliðsins áður en Krist- Neskaupstað ján skoraði aftur. Tveir leikmenn Þróttar voru reknir af velli; fyrst Guðmund- ur Haukur Þórsson á 80. mín og ívar Kristinsson skömmu seinna. Isfirðingar voru ákveðnari í seinni hálfleik og áttu sigurinn skilið þó sig- ur þeirra hafi verið full stór. Morgunblaðið/Kristinn ÍA í úrslit sjöunda áríð í röð! SKAGASTÚLKUR fögnuðu að vonum gríðarlega eftir að flautað var til loka framlengingar; þær höfðu tiyggt sér sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar sjöunda árið í röð, hvorki meira né minna. Skagastúlkur sigruðu í keppninni síðustu tvö ár, töpuðu fyrir Val 1990, sigruðu 1989 en töpuðu fyrir Val úrslitaleikjun- um árin tvö þar á undan! Á myndinni til hliðar gómar Steindóra Steinsdóttir, markvörður ÚBK og fyrrum leikmaður ÍA, knöttinn. Samheijinn Birna Auberts- dóttir er við hlið hennar en til hægri er Guðrún Sigursteinsdóttir, ÍA. Svona frammistaða þýðir aðeins fall -sagði þjálfari Vals eftir markalaust jafntefli gegn Víkingi „ÞETTA var afspyrnuslakur leikur, og hugarfarið á botninum hjá leikmönnum. Með svona frammistöðu liggur aðeins eitt fyrir liðinu - að falla,“ sagði Kristinn Björnsson þjálfari bikar- meistara Vals þungbúinn á svip eftir markalaust jafntefli gegn Víkingi í gærkvöldi, neðsta liði fyrstu deildar. Með jafnteflinu tvöfölduðu Víkingar hins vegar stigafjölda sinn í deildinni og jöfnuðu árangur sinn í fyrri umferð, strax í fyrsta leik í þeim sfðari. „Mér finnst þetta vera að koma og það getur næstum þvi allt gerst í deildinni, við verðum þó ekki meistarar en stefnum að því að ná þriðja neðsta sætinu," sagði Atli Helgason fyrirliði Víkings. Leikur liðanna var lítið fyrir aug- að og fátt markvert gerðist fyrsta hálftímann. Á 28. mínútu komu Víkingar Stefán knettinum , í net Eiríksson Valsmarksins, en skrifar mark var ekki dæmt vegna rangstöðu. Hálfri mínútu síðar fékk Arnljótur Davíðsson upplagt færi en skaut rétt framhjá. Liðin fengu síðan þijú dauðafæri áður en flautað var til leikhlés, fyrst bjargaði Bjarni Sig- urðsson Valsmönnum þegar Trausti Ómarsson var í góðu færi, og í tví- gang mistókst Amljóti Davíðssyni að koma knettinum i Víkingsmark- ið úr upplögðum færum. Síðari hálfleikur var líkt og sá fyrri daufur lengi vel. Valsmenn tóku smá kipp þegar tuttugu mínút- ur voru eftir og Víkingar voru sprækir síðustu tíu mínútumar. Amljótur Davíðsson fékk síðasta færi leiksins, á 90. mínútu, en náði ekki að „hleypa af“ eftir laglega stungusendingu. Hefði viljað vinna „Eg hefði viljað vinna þennan leik eins og reyndar nokkra aðra,“ sagði Atli Helgason eftir leikinn. „Ég skrifa þetta alfarið á hugar- far leikmanna. Við fengum færi sem nýttust ekki, sem undirstrikar enn frekar að einbeitingin er ekki í lagi. Við vorum hreinlega rass- skelltir,“ sagði Kristinn Björnsson þjálfari Vals. Guðmundur Hreiðarsson og Bjarni Sigurðsson, markverðir lið- anna, áttu báðir góðan leik, og Hólmsteinn Jónasson Víkingur átti ágæta spretti. ■ Staðan / D6 ídag Golf Landsmótið heldur áfram á Hólms- velli í Leiru. Keppni i meistaraflokk- um karla og kvenna hefst f.h. í dag. Knattspyrna 1. deild karla: Akranesvöllur...........ÍA - FH 3. deild karla: Garðsvöllur........Víðir - Magni Kópavogsv............HK - Grótta 4. deild karla: Valbjarnarv.......Leiknir - Emir 2. deild kvenna: Selfossv.......Selfoss - Reynir S. Fjölnisvöllur.....fjölnir - Fram ■Allir leikimir hefjast kl. 20. Landsmótið byrjar vel í Leirunni Rúnar vel upplagð- ureftir bíóférð LANDSMÓTIÐ i'golfi hófst á Hólmsvelli í Leiru á sunnudag- inn með því að Magdalena Sirrý Þórisdóttir úr Golfklúbbi Suður- nesja sló fyrsta höggið. Fyrsti flokkur karla hóf leik í gær og í dag hefja meistarafiokk- arnir leik. í gær kom Rúnar Geir Gunnarsson úr Golfklúbbi Ness inn á 71 höggi, sem er einu höggi undir pari, en hann keppir í 1. flokki. Rúnar Geir ætlaði ekki að vera með í landsmótinu, en á sunnudagskvöld- ið hringdi hann og Ingólfur Pálsson félagi hans, í GS og spurðu hvort möguleiki væri að fá að vera með. Þeir félagar voru þá í bíó og ákváðu að athuga hvort þeir gætu fengið að vera með þrátt fyrir að skráningu væri lokið. Þeir fengu að vera með þar sem tveir tveggja manna riðlar voru í 1. flokki. Rúnar Geir var greinilega vel upplagður eftir bíó- ferðina og lék á einu undir pari vall- arins. ■ Staðan / D6 2. DEILD GOLF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.