Morgunblaðið - 04.09.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993
3
Fj órðungsminnkiin á seðlum
og mynt í umferð frá 1980
MAGN seðla og myntar í umferð hefur minnkað um 26% frá árinu
1980 til 1992, í hlutfalli við landsframleiðslu. Að sögn Yngva Arnar
Kristinssonar, forstöðumanns tölfræðideildar Seðlabankans, gæti
þetta að hluta til stafað af aukinni notkun greiðslukorta. A sama
tímabili jókst hins vegar veltutengt fjármagn um 50%. Þessu gæti
meðal annars valdið minnkandi verðbólga og þar af leiðandi minni
áhætta með lausafjáreign. Þá tvöfölduðust spariinnlán á tímabilinu,
sem hlutfall af landsframleiðslu.
Yngvi Örn sagði margvíslega
þætti hafa áhrif á minnkandi pen-
ingamagn í umferð. Ekki hefði þó
verið sérstaklega kannað hvort
greiðslukortavæðingin, sem hófst
á fyrstu árum síðasta áratugar,
hefði haft í för með sér minnkandi
magn seðla og myntar. Tölumar
gætu þó vissulega bent til slíks,
enda væri um verulega minnkun
að ræða.
Þegar litið væri á allt viðskipta-
tengt peningamagn mætti hins
vegar sjá stöðuga aukningu frá
1980, er það var 5,19% af lands-
framleiðslu, upp í 7,83% í fyrra.
Er það rúmlega 50% aukning hlut-
fallsins á tímabilinu. Ein af skýr-
ingum á auknu hlutfalli lausafjár
er minnkun verðbólgu á tímabilinu,
og þar af leiðandi minni fórnar-
kostnaður við að hafa lausafé
handa á milli, að sögn Yngva.
Einnig mætti nefna breytingu á
fyrirkomulagi tékka- og veltu-
reikninga bankanna á árunum
1989-1990, er vaxtakjör slíkra
reikninga stórbötnuðu.
VELTIINNLÁN
SEÐLAR OG MYNT
sp.inni.: 16,24% af VLF
v.ínnl.: 4,05% af VLF
s&m: 1,14% afVLF
Skipttng peningamagns
1980-1992
vísitala 1980=100
SPARIINNLÁN
31,64% af VLF 3 200
6,99% af VLF
0,85% af VLF1
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992
Hartnær tvöföldun spariinnlána uppi af aukningu í almennum inn-
sem hlutfall af landsframleiðslu frá lánum, en bundin spariinnlán hafa
1980 var fyrst 0g fremst borin aðeins aukist lítillega.
Skýjaliöllin
fær styrk
frá Þýska-
landi
Berlínarkvikmyndasjóðurinn
hefur ákveðið að veita tæplega
16 milljónir króna til kvikmynd-
arinnar Skýjahöllin. Þorsteinn
Jónsson er leiksljóri myndarinnar
og jafnframt höfundur handrits
en fyrirtæki hans, Kvikmynd,
annast gerð hennar. Tökur á
myndinni hófust 2. ágúst og er
áætiað að þeim ljúki um miðjan
október. Skýjaliöllin er fjöl-
skyldumynd og fer 10 ára dreng-
ur, Kári Gunnarsson, með aðal-
hlutverkið.
Kostnaðaráætlun við gerð mynd-
arinnar er um 105 milljónir og hefur
hún þegar hlotið styrki úr Kvik-
myndasjóði íslands, Norðurlanda-
sjóði og evrópska sjóðnum Euromag-
es. Myndin hefur einnig fengið fram-
lag úr dönskum kvikmyndasjóði.
Samskipti barns og foreldra
Framleiðendur fyrir hönd Kvik-
myndar eru Hlynur Óskarsson og
Martin Schlúter en meðframleiðandi
Albert Kissler. Kissler er nú staddur
hér á landi og sagði hann í samtali
við Morgunblaðið að Berlínarkvik-
myndasjóðurinn hefði ákveðið að
veita jafnviði tæplega 16 milljóna
íslenskra króna til myndarinnar.
Sagði hann miklar líkur á að mynd-
in yrði sýnd í kvikmyndahúsum og
sjónvarpi í Þýskalandi en tæknivinna
við myndina fer að verulegu leyti
fara fram þar. Handrit myndarinnar
þætti mjög athyglisvert, fjallað væri
um samskipti barns við foreldra sína
og hvernig það bregst við lífsvenjum
þeirra. Kvikmyndin væri fyrir alla
fjölskylduna og efni hennar ætti að
höfða vel til fólks í Evrópu og reynd-
ar hvar sem er.
-----» ♦ »---
Humarínn
fundinn
MAÐUR hefur verið úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald að kröfu
Rannsóknarlögreglu ríkisins
vegna gruns um að hann hafi
brotist inn í fiskverkunarfyrir-
tæki í bænum um helgina og stol-
ið þaðan um 1 tonni af humri.
Rannsóknarlögreglan fann í gær
humarinn í geymslu.
Brotist var inn í fyrirtækið með
þeim hætti að gluggi var spenntur
upp og síðan opnaðar dyr á fyrir-
tækinu og bíl ekið inn á gólf. hann
var síðan lestaður með tonni af
humri og honum ekið á brott.
RLR handtók í fyrradag rúmlega
tvítugan mann, sem þekktur.er úr
fíkniefnamálum, bruggmálum og
ýmsum öðrum afbrotum vegna
gruns um aðild hans að málinu.
Opiölil Horliö
23:30
Horrasiálfsali
Laugavegur 180
IVTÍkrabraut (noröan megín)
Öskjuhííö
Hraunbær
__ r . r. _ _
Reykjavíkun/egur 58 Hfh.
Suðurfeíí
Verið velkomin allan sólarhringinn.
Skógrækt meö Skeljungi
Með lengri opnunartíma og greiðslukortasjálf-
sölum komum við til móts við viðskiptavini okkar.
Shellstöðvamar við Öskjuhlíð, Laugaveg 180,
Suðurfell og Hraunbæ eru opnartil 23:30 öll kvöld.
Eftír það er hægt að eiga viðskipti við korta-
sjálfsala við Miklubraut (norðan megin), Laugaveg
180 og Reykjavíkurveg 58 í Hafnarfirði.