Morgunblaðið - 04.09.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993
MEXIKOSK KVIKMYNDAYIKA
Fang Benjamíns
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabíó:
Fang Benjamíns - La Mujer de
Benjamin
Leikstjóri Carlos Carrera. Hand-
rit Carlos Carrera og Ignacio
Ortiz. Aðalleikendur Eduardo
Lopez Rojas, Arcelia Ramirez,
Malena Dorina. Gerð 1991.
Lítil og snotur mynd um baráttu
holdsins og andans, sem gerist í
litlu, mexíkósku sveitaþorpi þar sem
klukkan bifast varla og mannlífið
er steypt í ævafomt mót. Konumar
sinna hversdagsstörfum, karlamir
spila Damm, drekka bjórinn sinn og
tekílað. Aðalsöguhetjan, Benjamín,
er komin á miðjan aldur og snattar
fyrir - verslunareigandann, systur
sína. Blóðlatur og hálfgert þorp-
sundur.
En hjólin fara að snúast í
krummaskuðinu þegar blómarós
staðarins sendir honum bros. Benja-
mín verður ástfanginn uppfyrir haus
og rænir meynni með aðstoð karl-
anna, drykkjubræðranna.
Þegar hér er komið sögu fer að
lifna yfir myndinni eftir dauðyflis-
legt og hálfankannalegan undirbún-
ing - jafnvel þó að við búum við
allt aðra söguhefð og framvindu.
Hinn ungi leikstjóri, Carrera, sem
hér fæst við sína fyrstu mynd, bygg-
ir upp spennu sem myndast á milli
Benjamín, systur hans - sem er ást-
fangin af klerkinum á staðnum -
og stúlkunnar ungu sem hagnýtir
sér veikleika systkinanna til þess
að losna undan ofurvaldi móður
sinnar, eignast fé en þó einkum að
komast sem lengst í burtu úr vol-
æðinu og tilbreytingarleysinu.
Alls ekkert snilldarverk og á ekki
mikið skylt við myndina hans
Almodóvars, Bittu mig, elskaðu mig,
einsog ýjað er að í dagskrá. Hér eru
hlutimir ofur einfaldaðir, en því eig-
um við að venjast úr latínamerískum
kvikmyndum. Þær þjóðir, a.m.k.
kvikmyndaskáldin, virðast gefa sér
rýmra skáldaleyfi en kollegar þeirra
í norðri. En myndin er engu að síð-
ur lúmskt fyndin eftir að hún hrekk-
ur í gír, perónusköpunin aldeilis
prýðileg og leikararnir standa sig
með ágætum, flestir.
Danzón
Háskólabíó: Danzón.
Leikstjóri Maria Novaro. Handrit
Beatrice og Maria Novaro. Aðal-
leikendur Maria Rojo, Carmen
Salinas, Tito Vasconcelos. Mex-
íkó 1992.
Það er gömul klisja að hér sé líf-
ið saltfískur; basl og brauðstrit.
Suður í Mexíkó eru menn ólíkt róm-
antískari, söngur og dans eru sterk-
ir þættir í tilverunni og létta hver-
dagsgrámann. Dansamyndir hafa
orðið meira áberandi að undanförnu
en um langt árabil (t.d. salsamynd-
ir, The Mambo Kings, Strictly
Ballroom) og bakgrunnur hinnar
mexíkósku Danzón er einmitt sá
feykivinsæli dans sem myndin dreg-
ur nafn sitt af. Hann endurspeglar
samskipti kynjanna; karlinn ræður
hraðanum og stefnunni, konan fegr-
ar og fylgir eftir.
Júlía (Rojo) er símamær og dans-
ari af guðsnáð sem verður harmi
slegin er vinur hennar og dansherra
til margra ára hverfur fyrirvara-
laust úr dansbúlum Mexíkóborgar.
Hún tekur stefnuna á Vera Cruz
og leitar þar að karli um skeið án
árangurs. Finnur hins vegar ungan
nagla sem styttir henni stundir um
sinn.
Yrkisefni og umhverfi Danzón er
öðru fremur veröld og viðhorf
kvenna — líkt og flestra annarra
mynda á þessari hátíð. (Sem býður
uppá margfalt betri myndir en sú
síðasta frá þessu heimshorni.) Hér
breytir konan Maria útaf hefðinni,
hún gerir það sem hinn rómanski
karlmaður hefur löngum gert og
þótt meiri fyrir — heldur framhjá.
Og ekki annað að sjá en að Eyjólfur
hressist fyrir bragðið. Það má því
segja að Danzón sé mynd um jafn-
réttisbaráttu, þessi hlið er athyglis-
verð því á þessum slóðum hefur
karlremban löngum haft vinningin.
Annars mætti myndin vera
átakameiri en fyrir bragðið er hún
ljóðræn og dansinn dunar. Lúrir á
nettum, broslegum sprettum, svo
sem viðskiptum Maríu og vinar
hennar, hommans og upplýsingaöfl-
un hennar meðal portkvenna hafn-
arborgarinnar. Þar koma í ljós meg-
inatvinnuvandamál gleðikvenna,
sem ekki verða rakin hér. En yfír
höfuð er Danzón dæmigerð hátíðar-
mynd; örlítið krydd í tilveruna.
RAÐA UGL YSINGAR
Postulínsmálun
Gler og skartgripir.
Kennsla hefst í október fyrir byrjendur og
lengra komna.
Áhersla lögð á nýjungar í málun.
Upplýsingar veittar í síma 91-681071.
Elínrós Eyjólfsdóttir, myndlistarkona.
Söngskglmn i Reykjavik
Söngskólinn í Reykjavík
- 20 ára afmæli
Skólinn verður settur og 20 ára starfsaf-
mæli fagnað sunnudaginn 5. september kl.
15.00 í íslensku óperunni. Eldri og yngri
nemendur og styrktarfélagar skólans eru
hvattir til að mæta.
Skólastjóri.
Námskeið
veturinn
1993-1994
1. Saumanámskeið 6 vikur.
Kennt mánudaga kl. 19-22fatasaumur.
Kennt þriðjduaga kl. 14-17 fatasaumur.
Kennt miðvikudaga kl. 19-22fatasaumur.
Kenntfimmtudaga kl. 19-22fatasaumur.
Kennt miðvikudaga
kl. 14-17 (bóta-, út- og fatasaumur).
2. Vefnaðarnámskeið 7 vikur.
Kennt verður mánudaga, miðvikudaga og
fimmtudaga kl. 13.30-16.30.
3. Matreiðslunámskeið 6 vikur.
Kennt verður mánudaga og miðvikudaga
kl. 18-21.
4. Stutt matreiðslunámskeið.
Kennt verður kl. 9-12 og 13.30-16.30.
Forréttir, 1 dagur.
Gerbakstur, 2 dagar.
Grænmetis- og baunaréttir, 3 dagar.
Orkurýrt hollustufæði, 3 dagar.
Pastaréttir, 1 dagur.
Súpur og smábrauð, 2 dagar.
4. I byrjun janúar 1994 hefst 5 mánaða
hússtjórnarskóli með heimavist fyrir þá
nemendur, sem þess óska. Námið er við-
urkennt sem hluti af matartækninámi og
undirbúningur fyrir kennaranám.
Upplýsingar og innritun í síma 11578 mánu-
daga til fimmtudaga kl. 10-14.
Skólastjóri.
Tilboð
óskast í eftirtaldar bifreiðir og tæki sem
verða til sýnis þriðjudaginn 7. september
1993 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora,
Borgartúni 7, Reykjavík og víðar.
1 stk. Nissan Pathfinder4x4 bensín 1988
1 stk. Ford F-250 pick up 4x4 diesel 1988
2 stk. Nissan Patrol 4x4 diesel 1985-86
1 stk. Dodge pick up 4x4 bensín 1988
2 stk. Toyota Hi Lux DC 4x4 diesel 1986
1 stk. Mitsubishi L-3004x4 bensín (ógangf.) 1986
1 stk. Nissan Sunny4x4 bensín (skemmd) 1990
2 stk. Subaru 1800 station 4x4 bensín 1988-89
1 stk. Toyota Tercel station 4x4 bensín 1985
1 stk. SubaruJusty4x4 bensín 1986
1 stk. Volvo 240 Gl bensín 1991
1 stk. Volvo 245 bensín 1988
1 stk. Saab900 bensín 1989
1 stk. Toyota Camry bensín 1988
2 stk. Toyota Corolla bensín 1988
1 stk. M Bens 608 fólks og vörub. m/krana diesel 1983
1 stk. Ford Econoline E-150 sendib. bensín 1989
4 stk. Mazda E-2000 sendib. bensín 1986-87
1 stk. Mitsubishi L-300 sendib. bensín 1987
1 stk. Suzuki Carry sendib. bensín 1987
1 stk. tengivagn
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins birgðastöð í
Grafarvogi.
1 stk. International F-2300D 6x6 diesel dráttarb. 1965
1 stk. Massey Ferguson 699 diesel dráttarv. 1985
2 stk. tengivagnar til járnaflutninga 1968
1 stk. Caterpillar 12F 6x4 diesel veghef. 1966
1 stk. dieselrafstöð 30 kw, í skúr á hjólum 1972
1 stk. dieselrafstöö 30 kw, í skúr 1972
1 stk. færiband
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði.
1 stk. MitsubishiPajeroTurbo4x4 diesel (ógangf.) 1986
1 stk. vatnstankur 10.000 Itr. án dælu 1980
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði.
1 stk. Mitsubishi L-300 sendib. 4x4 bensín 1986
1 stk. Champion 740-A diesel veghef. 1982
Til sýnis hjá Pósti og síma á Egilsstöðum.
1 stk.TrackMaster bensínsnjób. 1975
Til sýnis hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Egils-
stöðum.
1 stk. Snow T rac bensín beltab. 1976
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama
dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum.
Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem
ekki teljast viðunandi.
INIMKAUPASTOFNUIM RÍKISINS
Uppboð
Uppboð á eftirgreindu skipi mun byrja á skrifstofu Húnavatnssýslu,
Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, miðvikudaginn8. septemberkl. 14.00:
Bjarmi HU-13, þinglýstur eigandi Meleyri hf., eftir kröfum Lífeyris-
sjóðs sjómanna, Samskipa hf. og Byggöastofnunar.
Sýslumaður Húnavatnssýslu,
Blönduósi, 2. september 1993.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hafnarstræti 1,
Isafirði, þriðjudaginn 7. september 1993 kl. 14.00 á eftlrtöldum
eignum:
Fjarðarstræti 6, 0303, Isafirði, þingl. eign Húsnæðisnefndar Isafjarð-
ar, eftir kröfu Bæjarsjóðs ísafjarðar.
Heimabae 2, ísafirði, þingl. eign Form sf., eftir kröfu innheimtu-
manns ríkissjóðs.
Hrannargötu 9a, 0101, Isafirði, þingl. eign Pálinu Þórarinsdóttur,
eftir kröfum Bæjarsjóðs Isafjaröar og Byggingasjóðs ríkisins.
Ólafstúni 6, Flateyri, þingl. eign Páls Sigurðar Önundasonar, eftir
kröfu innheimtumanns ríkissjóðs.
Pólgötu 10, Isafirði, þingl. eign Magnúsar Haukssonar, eftir kröfu
Islandsbanka hf., ísafirði.
Seljalandsvegi 40, (safirði, þingl. eign Guðmundar Helgasonar og
Steinunnar M. Jóhannesdóttur, eftir kröfum Guðjóns Ármanns Jóns-
sonar hdl. og innheimtumanns ríkissjóðs.
Sindragötu 6, 0103, (safirði, þingl. eign Handtaks sf., eftir kröfum
innheimtumanns ríkissjóðs og Iðnlánasjóðs.
Stefni (S-28, þingl. eign Þorfinns hf., eftir kröfu Islandsbanka, lög-
fræðideildar.
Sunnuholti 3, (safirði, þingl. eign Sævars Gestssonar, eftir kröfum
Bæjarsjóðs Isafjarðar og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga.
Sæbóli 2, Ingialdssandi, Mýrarhreppi, þingl. eign Elísabetar A. Pét-
ursdóttur og Ágústar G. Péturssonar, eftir kröfum JFE-byggingaþjón-
ustunnar hf. og Höfðafells hf.
Sætúni 3, Suðureyri, þingl. eign Byggingafélags verkamanna, éftir
kröfu iðnlánasjóðs.
Sýslumaðurinn á Isafirði.
* VEGURINN
Kristiö samfélag
Smiðjuvegi 5, Kópavogi
Samkoma í kvöld fyrir ungt fólk
(16 ára og eldri) kl. 21.00.
Allir velkomnir.
Hvftasunnukirkjan
Ffladelffa
Almenn samkoma kl. 20.30.
Ræðumaður Dick Mohrman.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunnar framundan:
Sunnudagur:
Brauðsbrotning kl. 11.00.
Ræðumaður Dick Mohrman.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður Dick Mohrman.
Miðvikudagur:
Blblíulestur kl. 20.30.
Föstudagur:
Unglingasamkoma kl. 20.30.
Laugardagur:
Bænasamkoma kl. 20.30.
UTIVIST
Hallveigarstíg 1 • sími 614330
Dagsferðir sun. 5. sept.
Kl. 8.00 dagsferð f Bása.
Stansað um 3 klst. á þessum
fallega stað við Þórsmörkina.
Verð kr. 2000/2200.
Kl. 10.30. Niður með Þjórsá.
Ekiö verður upp Landssveit og
hefst gangan við Skarðsfjall.
Gengið niður með Þjórsá að
Minnivallalæk, um 10-12 km.
Verð kr. 1600/1800. Brottför frá
BSl bensínsölu, frítt fyrir börn 15
ára og yngri í fýlgd fullorðinna.
Ath. að frá 1. sept. er skrifstof-
an opin frá kl. 12.00-17.00.
Útivist.
FERÐAFÉLAG
© ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Dagsferðir sunnudag-
inn 5. september:
Kl. 9.00 Stóra Björnsfell (1050
m), móbergsfjall sunnan undir
Þórisjökli. Ekið Kaldadalsveg og
frá Brunnum liggur leiðin um
„línuveginn''. Verð kr. 2.100,-
Kl. 13.00 Eldvörp-Blða lónið.
Eldvörpin eru gígaröð norðvest-
ur af Grindavík. Þar eru stórir
gígar og verulegur jarðhiti í ein-
um gígnum og umhverfis hann.
Gufuuppstreymi er þarna og
hefur verið mældur þar urr/80
gráðu hiti. Bláa ióniö er við
stöðvarbyggingar hitaveitu Suð-
urnesja norðan Þorbjarnarfells.
Verð kr. 1.100,-.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin og Mörkinni 6.
Opiðhús!
Þriðjudaginn 7. sept. kl. 20.30
verður opið hús að Mörkinni 6
(risinu). Spjallað verður um
vinnuferðir í sept. o.fl. Allir sem
hafa áhuga á sjálfboðavinnu fyr-
ir félagiö ættu ekki að láta sig
vanta. Næg verkefni framundan
í óbyggðum.
Heitt á könnuni - óformlegar
umræðurl
Ferðafélag Islands.