Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 04.09.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.09.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993 011 RH 01 07A L^RUS Þ' VAI-DIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJORI . k I I ww*t I 0 I W KRISTINN SIGURJONSSON, HRL. uoggilturfasteignasali Nýjar á söluskrá meðal annarra eigna: Skammt frá Sundlaugunum sér efri hæð 5 herb. rúmir 130 fm. Nýtt parket. Nýir gluggar og gler. Sérhiti. Gott forstherb. m. sér snyrtingu. Góður bílsk. Langtlán 6,2 millj. Nánari uppl. á skrifst. Ný og glæsileg - frábært útsýni 2ja herb. íb. 66,1 fm nettó v. Álfholt, Hf. Parket. Sérþvaðstaða. Fullg. sameign. Langtlán kr. 3,0 millj. Skammt frá Hagaskóla mjög góð 4ra herb. íb. á 3. hæð m. sólsvölum og útsýni. 40 ára húsn- lán kr. 3,1 millj. Laus e. samkomulagi. Miðsvæðis við Kleppsveg 4ra herb. íb. á 4. hæð vel með farin, töluv. endurn. Sólsvalir. Ris- herb. fylgir m. snyrtingu. Mjög gott verð. Fyrir smið eða laghentan endaraðh. í Smáibúðahv. m. 4ra-5 herb. íb. á tveimur hæðum 115 fm. Þvhús og geymsla í kj. Þarfn. nokkurra endurbóta. Skipti æskil. á 2ja- 3ja herb. íb. í nágr. Tilboð óskast. í gamla, góða Vesturbænum parhús v. Ránargötu m. 5-6 herb. ib. á tveimur hæðum. Nýtt eldh. Nýtt bað o.fl. Grunnfl. hússins 60 fm auk forst. og baðinng. 1 herb. séríb. í kj. m.m. Glæsil. blóma- og trjágarður. í Vogum - nágrenni óskast til kaups góð 2ja-4ra herb. íb. Skipti mögul. á einbhúsi í hverfinu. Nokkrar mjög góðar 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. m. langtlánum. ( nokkrum tilfellum fráb. greiðslukj. Nánar á skrifst. Ennfremur ódýrar 3ja herb. íb. v. Ásgarð og Njálsgötu. Opið ídag kl. 10-15. Teikningará skrifstofunni. Almenna fasteignsalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 SIMAR 21150 - 21370 ALMENNA FASTEIGNASALAN FA5T6IGIMA5ALA VITASTÍG 13 2ja herb. Þingholtsstræti. Ein- staklíb. á 2. hæð 35 fm. Fallega innr. Parket. Góð lán áhv. Verð 3,9-4,0 millj. Gaukshólar. 2ja herb. íb. á 1. hæð 56 fm. Suðursv. Góð lán áhv. Falleg sameign. V. 4,9 m. Hraunbær. 2ja herb. íb. ca 55 fm á 3. hæð. Áhv. húsnl. 3,5 millj. Suðursv. Verð 5,6 millj. Vallarás. 2ja herb. falleg íb. 53 fm á 3. hæð. Suðursv. Áhv. húsnlán 3,6 millj. Verð 5,6 millj. Laus. Trönuhjalli. 2ja herb. fal- leg íb. á 1. hæð 56 fm. Sérgarð- ur. Góð lán áhv. Verð 5,9 millj. Lyngmóar — Gbæ. 3ja-4ra herb. falleg íb. ca 92 fm auk bílsk. Parket. Fallegt útsýni. Áhv. húsbr. 4,9 millj. Falleg sam- eign. Verð 8-8,1 millj. Seilugrandi. 3ja herb. íb. 87 fm á tveimur hæðum auk bíl- skýlis. Stórar svalir. Falleg sam- eign. Áhv. húsnlán 3,8 millj. Makaskipti mögul. á minni íb. Austurberg. 3ja herb. fal- leg íb. 78 fm auk bílsk. Suðursv. Góð lán áhv. Verð 6,9 millj. Vesturberg. 3ja herb. íb. á 1. hæð 74 fm. Góð lán áhv. Verð 6 millj. Kríuhólar. 3ja-4ra herb. góð íb. á 3. hæð, 105 fm. Góðar svalir. Verð 6,6 millj. 3ja herb. Auðarstræti. 3ja herb. góð íb., .88 fm í þríb. Sérinng. Parket. Áhv. húsnlán 4,1 millj. Verð 6,3 millj. Hlíðarhjalli. 3ja herb. fal- leg íb. á 3. hæð 97 fm. Stórar svalir. Parket. Fallegar innr. Áhv. húsnlán 4,9 millj. 4ra herb. og stœrri Blöndubakki. 4ra herb. íb. á 3. hæð, 116 fm auk herb. í kj. Fallegt útsýni. Spóahólar. 4ra herb. íb. á 3. hæð, 95 fm. Góðar innr. Verð 7,5 millj. Kringlan. 3ja herb. falleg íb. á 2. hæð ca 70 fm auk 26 fm bílskýlis. Stórar suðursv. Parket. Sérinng. Verð 9,0-9,5 millj. Hraunbær. 3ja herb. falleg íb. 87 fm á 2. hæð. Fallegt park- et. Suðursv. Verð 6,7 millj. Laugarnesvegur. 3ja herb. rúmg. íb. 91 fm. Suöursv. Fallegt útsýni. Falleg sameign. Verð 7,5 millj. Breiðvangur. 3ja herb. góð íb. á 1. hæð 115 fm auk 25 fm bílsk. Áhv. húsbr. 4,5 millj. Verð 7,5 millj. Fífusel. 4ra herb. íb. á 2. hæð 97 fm. Stórar svalir. Stæði í bílskýli 28 fm. Verö 7,5 millj. Boðagrandi. 4ra herb. fal- leg íb. 92 fm auk bílskýlis. Lyfta. Húsvörður. Gervihnsjónvarp. Fráb. útsýni. Gufubað í sameign. Áhv. húsbréf 4,7 millj. Sörlaskjól. 4ra herb. góð íb. á 1. hæð 103 fm auk 30 fm bílsk. Fallegur garður. Suðursvalir. Verð 9 millj. Kleppsvegur. 4ra herb. íb. á 1. hæð 94 fm. Góðar suð- ursv. Verð 7,8 millj. Hrísrimi 2ja og 3ja. Höfum til sölu 3 íb. í nýbyggingu á 1. hæö. Tvær 2ja herb. íb. 54 fm og 72 fm og ein 3ja herb. íb. 96 fm. íb. seljast fullbúnar til afh. strax. Teikningar á skrifstofunni. FÉLAG II FASTEIGNASALA Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 708. þáttur Þórir Haraldsson bjamdýra- fræðingur og menntaskólakenn- ari sýndi mér um daginn skemmtilegt dæmi úr íslenskri málsögu. Hér í blaðinu var 14. janúar fyrir 60 árúm smáfrétt um það sem þá var kallað að „blaka fisk“. Daginn eftir var þetta leiðrétt svo: „Að flaka fisk“, er hið ís- lenska orð, sem dr. Bjami Sæ- mundsson benti á, að þýddi hið sama, og á Norðurlandamálum er nefnt að „filettera" - en ekki blaka eins og misprentaðist hjer í blaðinu í gær. Eins mætti kalla „filet“ af fiski fiskflak, enda er nafnið lúðuflak gamalt og gott.“ Svona var það, og engin hætta nú á því að orðasamband- ið að flaka fisk kæmi setjumm eða blaðamönnum svo ókunnug- lega fyrir sjónir eða hlustir, að það afbakaðist í „blaka“. ★ Smáorð era stundum dýr og hörmulegt, ef þeim er orpið á glæ af vankunnáttu og skeyting- arleysi. Grímur Thomsen orti frægt kvæði sem heitir A Glæsi- völlum. Það er sjö erindi, upp- haflega þó aðeins sex. Hvert erindi hverfist þar um eitt og sama smáorð, en. Þetta er aðal- tengingin en, og er svo merki- leg, að hún á sér sérheiti í hópi tengiorða: gagnstæðistenging. í hinu fræga kvæði Gríms er gjama framan við hana það sem sýnist, bak við hana það sem er. Kvæðið hefst svo: Hjá Goðmundi á Glæsivöllum gleði er í höll, glymja hlátrasköll, og trúðar og leikarar leika þar um völl, en lítt er af setningi slegið. Þó að „skemmtiatriðin“ séu mörg og áhrifarík, er hvergi slegið af réttu hófi og yfírborðs- siðsemd eftir því sem vera skyldi Hugsanlegar aðgerðir viðskiptaráðherra til lækkunar nafnvaxta Seðlabankimi veðji við innláns- stofnanir um verðbólgustig Minni áhætta banka vegna verðbólgutoppa og gæti lækkað nafnvaxtakröfur Nauðsynlegt að minnka verð- tryggingarhalla bankanna Yngvi Örn sagði raunvexti lengi hafa verið hærri á óverðtryggðum útlánum lánastofnana en verð- tryggðum. Þessu ylli verðtrygging- arhalli, þ.e. munur á magni verð- tryggðra inn- og útlána hjá bönkun- um, auk þess sem verðbólgutoppar einstaka mánuði gætu einnig átt sök á háum nafnvöxtum. „Við erum að leita leiða til að minnka verðtryggingarhalla bank- anna,“ sagði Yngvi. „Seðlabankinn hefur í mörg ár bent á leiðir fyrir bankana sjálfa til að minnka þennan halla. Minnkun verðtryggðra innlána og aukning verðtryggðra útlána, til dæmis með því að kaupa húsbréf og önnur ríkistryggð bréf sem mikið framboð er af.“ Hertar reglur um verðtryggð inn- og útlán bankanna Að sögn Yngva er innlánsstofn- unum skylt samkvæmt reglum sem tóku gildi 1. júlí, að koma á jafnvægi í verðtryggðum inn- og útlánum fyr- ir árslok 1994. Ef munurinn milli verðtryggðra eigna og skulda nemur yfir 20% af eigin fé viðkomandi innl- ánsstofnunar eftir það, ber stofnun- inni tafarlaust að gera ráðstafanir í þá veru að koma jafnvægi á á ný. VAXTASKIPTI er ein þeirra ieiða sem talin er koma til greina sem liður í aðgerðum viðskiptaráðherra til að stuðla að lægri nafnvöxtum á útlánum innlánsstofnana. Slíkt gæti farið fram með þeim hætti, að Seðlabankinn gerði bönkunum tilboð um að ábyrgjast fjárhagslega að verðbólgan héldist fyrir neðan ákveðin mörk í tiltekinn tíma. Ef verð- bólgan yrði hins vegar meiri, myndi Seðlabanki greiða mismuninn til innlánsstofnananna. Að sögn Yngva Amar Kristinsson- ar, starfsmanns nefndar viðskipta- ráðherra um vaxtamál væru innláns- stofnanir í raun og veru að veðja við Seðlabankann um verðbólguna til lengri tíma. Seðlabankinn gerði þá bönkunum tilboð um verðtryggð kjör samkvæmt verðbólguspá sinni, en ef verðbólgan reyndist meiri, greiddi Seðlabankinn mismuninn. Áhættan væri þó á báða bóga, því ef verðbólg- an yrði minni en spá Seðlabanka og vaxtaskiptatilboð hans gengu út frá, myndu bankamir þurfa að greiða Seðlabanka mismuninn. Að sögn Yngva er framkvæmda- hlið málanna á viðkværnu stigi og margar útfærsluleiðir koma til greina. Ein Ieiðin væri að skiptast á raunverulegum skuldabréfum, þar sem Seðlabankinn byði innlánsstofn- unum verðtryggð kjör en fengi bréf á óverðtryggðum kjörum í staðinn. Einnig væri hægt að gefa út sérstök skuldabréf í sama augnamiði, og loks kæmi til greina að bjóða inniáns- stofnununum einfaldlega sérstaka vaxtaskiptasamninga. FASTEIGN ER FRAMTID FASTEIGNA W smm mumsoN löcoiliur fasjeionasali SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 687072 MIÐLUN SÍMI68 77 68 Sýningarsalur Fasteignamiðlunar er opinn laugardaga frá kl. 11-16 og sunnudaga frá kl. 13-16. Skrifstofan er lokuð um helgar í sumar. Fjöldi eigna á skrá - Sjón er sögu ríkari. í fínni höfðingjaveislu. Stundum kemur þessi leikur Gríms með gagnstæðistenging- una en til fullkominnar listar (Sigurður skólameistari kallaði en „gáfaðasta orð tungunnar"). Grímur kveður meðal annars: Áfengt er mungátið og mjöðurinn er fom, mögnuð drykkjarhorn, en óminnishegri og illra hóta norn undir niðri í stiklunum þruma. Drykkurinn er óaðfinnanlegur frá sjónarmiði drykkjunnar, vím- unnar sem sóst er eftir, en ef menn drekka í botn, bíður þeirra gleymska og vanlíðan. Ég fer ekki út í það hér að leysa upp líkingamál og auðkenna skír- skotanir, en ég efast um að illum afieiðingum ofdrykkju hafi nokkra sinni verið lýst á svo gagnorðan og listrænan hátt. Þyrmum svo gagnstæðisteng- ingunni en við fúskarahætti þeirra sem halda að enska orðið while hljóti að þýða „á meðan“, sbr. 705. þátt. ★ Hlymrekur handan kvað: Hafi andskotinn upp að mér sótt mitt í andvöku um biksvarta nótt, duga stef best í vanda að fæla burt fjanda, þau sem fomskáldin kváðu við drótt. ★ Eitt og annað festist eins og fiskbein í koki fréttamanna. Dæmi: Óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Eða eitthvað mjög líkt þessu. Æp- andi málvillur era ekki í þessu, en enskan á bak við leynir sér ekki: sterkur nafnyrðastíll, veik- ur sagnstíll, þvert á eðli íslenskr- ar tungu. Nú legg ég til að sagt verði stundum í tilbreytingar- skyni: Óttast er að fleiri hafi látist (farist). Sá er kjarni máls- ins, en ekki síhækkandi talna- röð. Svo er annað verra. Um dag- inn heyrði ég að eitthvað ætti að „þaga“ í hel. Og í blaði er bætt gráu ofan á svart og sagt að það besta, sem páfi gæti gert, væri að þaga (svo!) í tvö ár og hlýða á rödd fólksins. Mér rennur svo í skap við að heyra þessi ósköp, að við liggur að ég leggi til að þeir, sem ekki þekkja sögnina að þegja, heldur segja „þaga“ í staðinn, ættu að saga rekavið svo sem í tvö ár, en segja ekki né skrifa nokkurn skapaðan hlut. ★ Sveitungar mínir löngu látnir, Björn Gíslason á Bakka og Jón Hallgrímsson á Karlsá, ortu for- mannavísur af mikilli hag- mælsku. Þær vora að vísu dálít- ið staðlaðar að efni og orðfæri. Þar sem ég held að vísur Jóns séu kunnari, tek ég hér heldur til dæmis eina formannsvísu Björns Gíslasonar. Því miður veit ég ekki hvað þessi glæsilegi bragarháttur heitir. Einhver mun bæta úr því. Hallsson Bjöm ei brestur/ burði, þol né hug, fær að verki flestu/ fyrir karlmanns dug, knár á karfasvæði/ um klifíð eyjabands, síðan sest að ræði/ séð hef ég það til hans; svo öldublængur einatt má ofra vængjum til og frá, hvalasæng nær heldur á hirðir drekalands. Eftir ábendingum: 1) „Nú ætlar Jeltsín að höggva á þenn- an Akkilesarhnút“, heyrðist í fréttum. 2) Hinn 26. ágúst sl. voru auglýstir hlið við hlið „hrossasperlar“ og „ömmusperl- ar“(!). 3) Menn gera naumast hvort tveggja í senn, að „standa og falla með einhveiju", en ef við ætlum að láta sverfa til stáls, stöndum við eða föllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 199. tölublað (04.09.1993)
https://timarit.is/issue/125791

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

199. tölublað (04.09.1993)

Aðgerðir: