Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 04.09.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.09.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1993 9 Bandarísk ferðaskrifstofa óskar eftir EINUM starfsmanni til að opna útibú á íslandi. Þarf að tala ensku og geta gert greiðslukortasamning við íslenskan banka (Visa, Mastercard). Engrar starfsreynslu krafist, við sjáum um þjálfun. Byrjar smátt - vex hratt. Sendið persónulegar upplýsingar til: Innovative Travels P.O. Box 6, Jackson, Wisconsin, 53037 USA ÚTSALA - ÚTSALA ÚLPURMEÐ OG ÁN HETTU ÓTRÚLEGT ÚRVAL ULLARJAKKARÁ TILBOÐL OPIÐ 10 - 17 PÓSTSENDUM \o^HW5ID Laugavegi 21, sími 25580 „Hættum að reykja“ Námskeið Heilsuverndarstöðvarinnar gegn reykingum. Innritun og forviðtöl standa yfir á námskeiði gegn reykingum, sem byrjar 4. okt. 93. Upplýsingar í síma 22400 milli kl. 9-16. Heilsuverndarstöð Reykjavíkurv/ Barónsstíg. ENSKISTILLINN SÍGILDUR Verð hár stóll stgr. 60.800,00 Verð lágur stóll stgr. 55.200,00 Verð lágurstóll stgr. 77.800,00 Nett húsgögn í bókaherbergiö, ó skrifstofuna eða hvar sem er. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-14 húsgögn ÁRMÚLA44.SÍMI 32035. Kaupirðu góðan hlut - þú mundu hvar þú fékkst hann. S_____________________________________r .. .V FélagafrcKi í ljósi dóms Mannréttiadadómstóls Fvrópu ivfkaþVWiLgi Skuldbundinn lífeyrissjóður Skuldbindingar Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins nema 90 milljörðum króna en eignir sjóðsins eru tæpir 18 milljarðar króna. Mismunurinn er því 72 milljarðar. Kemur þetta fram í grein Guðna Níelsar Aðalsteinssonar hagfræðings í nýjasta hefti Af vettvangi, fréttablaði VSÍ. Segir Guðni Níels að upþbygging lífeyrissjóðs- ins kalli á að fjármagni hans sé ráðstafað með óskynsamlegum hætti. Dýrkeyptur umþóttunar- tími í grein Guðna Níelsar segir: „Með reglulegu millibili birtast fréttir af stöðu Lífeyrissjóð starfs- manna rikisins. Þær eru aliar á einn veg og sýna að stöðugt habar undan fæti hjá sjóðnum. Hins vegar fer engum fréttum af þeirri endurskoðun á lifeyrissjóðsmálum opin- berra starfsmanna sem ijármálaráðherra boðaði skömmu eftir að rikis- sljórnin tók við. Þessi umþóttunartimi er dýru verði keyptur, þvi skuld- bindingar sjóðsins vaxa jafnt og þétt og hafa aukist um nálega 15 milfjarða króna siðustu tvö ár. Skuldbindingar sjóðs- ins vegna lífeyrisréttinda nema nú um 90 miHjörð- um króna en eignir sjóðs- ins eru tæpir áiján millj- arðar króna. Því vantar um 72 milljarða króna uppá að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar. Astæður þessarar bágu stöðu má rekja til nokkurra atriða. Lífeyr- isréttur opinberra starfs- manna er tengdur þeim launum sem þeir hafa þegar þeir láta af störf- um, óháð greiðslu ið- gjalda til sjóðsins. Því gefur auga leið að 10% iðgjald getur aldrei stað- ið undir þeim réttindum sem sjóðurinn lofar. í annan stað hefur opin- berum starfsmönnum fjölgað mikið, t.a.m. hef- ur þeim fjölgað um 8% frá þvi að síðasta úttekt var gerð á stöðu sjóðsins. Framlag ríkisins til sjóðs- ins hefur einnig verið skert sem kemur niður á eignastöðu. Með þessum starfsreglum er sjóðnum fyrirmunað að standa við skuldbindingar sinar og sífellt stærri byrði er lögð á skattborgara í framtíðinni." Öarðbær ávöxtun Áfram segir: „Eins og málum er nú háttað er sjóðurinn rekinn með ábyrgð ríkissjóðs en það hefur m.a. haft í för með sér að sjóðurinn getur ekki ávaxtað lífeyri sjóðsfélaganna á þami hátt sem hagkvæmast væri. Sjóðurinn er skyld- aður til að beina 40% af heildarskuldabréfakaup- um til ríkissjóðs og fær hvorki vexti né verðbæt- ur af þeim lánum. í stað- inn ábyrgist hið opinbera lífeyrisgreiðslur. Þessi uppbygging sjóðsins kallar á að fjár- magni sé ráðstafað með óskynsamlegum hætti. Ef svo fer fram sem horf- ir verða skuldbindingar sjóðsins um aldamót af svipaðri stærðargráðu og heildartekjur ríkis- sjóðs á ári eða ríflega 100 milljarðar. Samt sem áð- ur lánar sjóðurinn félög- um sinum fé á 5,5% vöxt- um á meðan flestir aðrir sjóðir te^ja sig ekki geta komist af með lægri vexti en 7%. Staða sjóðsins gefur ekki tilefni til þess- ara styrkja til handa sjóðsfélögum. Ekki verður undið of- an af þessum vanda nema með þvi að gera fjárhag sjóðsins sjálf- stæðan. Það verður að gera með þeim hætti að lífeyrisréttindi verði ein- ungis fjármögnuð með iðgjöldum og ábyrgð rík- issjóðs verði afnumin. Til þess að skikkan geti komist á ríkisfjármál verða skuldbindingar ríkissjóðs að koma upp á yfirborðið og fyrir verð- ur að hggja hver sé raun- veruleg hlutdeild hins opinbera í lífeyri opin- berra starfsmanna. Þessi breyting myndi afstýra því skipbroti sem óhjá- kvæmifega verður ef menn fafla í þá freistni að varpa þessum skulda- bagga yfir á skattgreið- endur framtíðarinnar á sama tima og opinberum starfsmönnum á ellilif- eyrisaldri Qölgar.“ Loforð í stað eigna Þessi breyting myndi líka gagnast launþegan- um. Eignir stæðu að baki hfeyrisréttindum starfs- manna og þeir væru ekki lengur ofurseldir loforð- um ríkisvaldsins um framfærslu í ehinni. Það atriði ætti að vera mikil- vægt fyrir sjóðfélaga, minnugir þess að ríkis- sjóður hefur í gegnum tíðina ekki staðið við sitt framlag til sjóðsins. Einnig er víst að einung- is með þessum hætti er hægt að tryggja afkomu sjóðsins og þar með ör- yggi lífeyrisréttinda. Fjármálaráðherra hef- ur þegar lýst þvi yfír að auka verði fijálsræði í lifeyrismálum þannig að launþegar geti sjálfir ákveðið til hvaða sjóðs þeir greiða. Þetta frjáls- ræði hlýtur einnig að ná til starfsmanna hins opin- bera. Eins og fram hefur komið hér að ofan er staða Lífeyrissjóðs starfsmanna rikisins ekki með þeim hætti að laun- þegar myndu sjálfviljug- ir ganga í þann sjóð, þar sem lífeyrisréttindi eru ekki tryggð með eignum heldur loforðum." Magnús L. Sveinsson um skólaakstur í Reykjavík Til lítils að bjóða út ef lægsta boði er ekki tekið MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt tillögu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar um að taka tilboði lægstbjóðanda, Magnúsar G. Kjartanssonar hf., í skólaakstur í vetur. TiIIaga um að taka næst lægsta tilboði frá Hópferðamiðstöð Reykjavíkur var felld með þremur atkvæð- um gegn tveimur í stjórn Innkaupstofnunar og í borgarráði. Tíu til- boð bárust og lagði Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar til að fjórða lægsta tilboði yrði tekið. Magnús L. Sveinsson, formaður stjórnar Innkaupa- stofnunar, segir að til lítils sé að bjóða út verk ef lægsta tilboði sé ekki tekið og kannast ekki við að pólitík hafi ráðið því að lægsta boð var tekið. í greinargerð Vélamiðstöðvarinn- ar, sem fór yfir fjögur lægstu tilboð- in og kannaði bifreiðakost, er lagt til að tæplega 14,4 millj. króna til- boði lægstbjóðanda verði hafnað. Bent er á að fjárhagsstaða fyrirtæk- isins sé óljós og að við skoðun bif- reiðanna hafi ýmsu verið ábótavant. Stærðarsamsetning bifreiðanna sé ekki heppileg og jafnframt að fimm bifreiðar dugi tæpast fyrir akstur- inn. Ágreiningnr Þar sem ágreiningur var í stjórn Innkaupastofnunar var afgreiðslu vísað til borgarráðs. I borgarráði lögðu fulltrúar minnihlutans til að tekið yrði næst lægsta tilboði tæp- lega 14,5 millj. króna frá Hópferða- bílum Reykjavíkur sf. í umsögn Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar segir að ástæða sé til að ætlað að félagið geti valdið verkefninu. Félag- ið sé samrekstrarfélag og bifreiða- kostur sé sjö til átta bifreiðar, sem virðast vera í þokkalega góðu ástandi en fjarskipatbúnaði sé ábóta- vant. Áhætta í umsögn Vélamiðstöðvarinnar er lagt til að tekið verði fjórða lægsta tilboði, frá Jónatan Þórissyni. Það sé hagstæðast þegar tekið er tillit til bifreiðakosts, aðstöðu og fjár- hagslegs bolmagns til að annast aksturinn. Það sé aðeins 2,4% yfir tilboði lægstbjóðanda eða um 350.217 krónur á ári. „Þegar Vélamiðstöðin leggur til að tekið verði fjórða lægsta tilboði og ganga framhjá þeim sem eru lægri þá var farið að skoða hvaða kröfur Vélamiðstöðin gerir,“ sagði Magnús L. Sveinsson. „Það má segja að embættismenn séu að tryggja að þeir taki enga áhættu. En til hvers er verið að bjóða út ef ekki á að taka lægsta tilboði ef við trúum því að viðkomandi geti skilað verkinu." Athugasemdir Magnús sagði að ákvörðun um að taka lægsta boðinu hefði verið tekin að vel athuguðu máli. Athuga- semd var gerð við fjarskiptabúnað bifreiðanna en einfalt væri að koma þeim málum í lag og er gengið út frá að svo verði þegar samningar verða undirritaðir. í útboðsgögnum er gert ráð fyrir sex bílum en fyrir- tækið á fimm. Sagði Magnús að ekki hefði verið hægt að ganga framhjá tilboðinu, þar sem til standi að kaupa einn bíl. „Auðvitað líta bílar misvel út en það þýðir ekki að þeir séu ekki nothæfir. Þeir eru í vinnu hjá íþrótta- og tómstundaráði og hafa staðið sig mjög vel,“ sagði hann. Vegna athugasemdar sem gerð var um fjármál fyrirtækisins sagði Magnús að viðskiptabanki fyrir- tæksins teldi að ástæðulaust að dæma fyrirtækið úr leik. Verið sé að byggja upp fyrirtækið. en það hafi átti í erfiðleikum. „Það er ekk- ert nýtt að borgin taki tilboði hjá fyrirtæki, þar sem fjármálin eru ekki upp á það besta,“ sagði hann. „Þegar á allt er litið þá teljum við áhætluna ekki óskaplega rnikla."

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 199. tölublað (04.09.1993)
https://timarit.is/issue/125791

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

199. tölublað (04.09.1993)

Aðgerðir: