Morgunblaðið - 11.09.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 11.09.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 C 7 sem á sér stað fyrir sköpun verka sinna. Með vissum blæbrigðum fjallar hugtakið um hina eilífu tog- streitu milli minninga og gleymsku, og jafnframt val og tilviljun á því sviði; það sem situr eftir hefur far- ið í gegnum margháttaðar síur, en örlítil sjónræn tilvísun getur samt dugað til að endurskapa heilán heim og miklar atburðarásir í huga þess sem nemur hana. Ögrun slíkrar sýningar fyrir hinn almenna sýningargest felst í því hvort hann nær að mynda tengsl við þessar tilvísanir listamannsins; eru þær svo sértækar, að hann einn fær notið þeirra, eða nægilega margræðar til að þær nái að kveikja hughrif persónulegra minninga hjá hverjum áhorfanda fyrir sig? Það hlýtur að vera hin viðvarandi spurn- ing í huga listamannsins í starfi hans. í salnum hefur Daníel komið fyr- ir sex verkum, sem eru í sjálfum sér lítillætið uppmálað, bera jafnvel vott um feimni í þessum stóra sal; þetta eru einfaldar, samhverfar línuteikningar á gráan pappa, eða uppsetningar úr fáfengilegum efn- um, m.a. gardínuvírum og grá- móskulegum svart-hvítum ljós- myndum. Við nánari skoðun koma hins vegar í ljós ýmis blæbrigði, sem efla verkin; engir tveir rammar eru eins litaðir, það er ákveðin spenna í sumum verkanna milli rammans og annarra hluta verksins og á ein- um stað er dulúðin tryggð með því að setja hluta verksins nokkru hærra en sjónsvið meðaljónsins nær. Titlar verkanna eru virkur hluti þeirra og bijóta að mestu nið- ur þá alvöru, sem umhverfið bíður upp á, eins og sést í „Angurværð“ (nr. 2) og „Samtal um skipasmíði" (nr. 5), þar sem stutt er í kímnina. Sú „hugsanaveðrun“ sem er bak- grunnur einstakra verka er afar persónuleg og árangurinn er Ijóð- ræn útfærsla lifandi hugmyndalist- ar. Tilvisun í myndsköpun Hreins Friðfinnssonar eru nærtæk, þar sem stutt er síðan haldin var ágæt yfirlitssýning yfir verk hans, en í henni felst ekki að Daníel leiti til eldri listamanna um fyrirmyndir; á sama hátt og hjá Hreini er hér um að ræða afar persónulega mynd- sköpun, sem byggir fyrst og fremst á viðhorfum listamannsins til um- hverfisins og hvernig hann telur sig best ná að nýta það í sinni myndlist. Sýningin á verkum Daníels Magnússonar í austursal Kjarvals- staða stendur til sunnudagsins 12. septembér. Krislbergur Ó. Pétursson mjúka stígandi. Lífrænastar þóttu mér myndimar 20-25, sem búa yfir mun fjölþættari tilbrigðum en hin- ar. Kolteikningarnar eru formrænt í svipuðum dúr og málverkin en maður saknar hinnar litrænu hrynj- andi, sem grátónarnir ná ekki að bæta upp að fullu. Það eru önnur gildi sem ráða í myndum Kristbergs en fólk er vant á sýningum og þær láta lítið yfir sér, en í þeim er tvímælalaust eitt- hvað sem er í ætt við innri lífæðar myndflatarins. Þetta eru fyrst og fremst mynd- verk og ekkert umfram það. Thor Barðdal ví hefur verið haldið fram, að höggmyndalistin sé að verða ein öflugasta grein myndlistar hér á landi, og er þá einkum vísað til fjölbreytts sýningarhalds á þessum vettvangi undanfarin ár. Síðustu vikur hafa staðið yfir og skarast í tíma nokkrar höggmyndasýningar, þar sem fínna má staðfestingu þessa; listamenn hafa hver um sig tekist á við sjálfstæða mynd- gerð, og valið til þess afar ólíkan efnivið, allt frá vaxi, gúmmí, járni, og bílahlutum til hraungrýtis og marmara. A þessu sviði vinnur því hver listamaður eftir sínu höfði, og notar til þess þau efni, sem hann telur henta sinni myndgerð best. í miðrými Listhússins í Laugardal stendur nú sýning á níu höggmyndum Thors Barðdal, en hann hefur und- anfarin ár vakið nokkra at- hygli fyrir fágaða myndgerð í hið klassíska efni, marmara. Thor sýndi síðast á Kjarvals- stöðum fyrir tæpu ári, og má segja að viðfangsefni hans þar fjölluðu fyrst og fremst um huglæg tengsl, hlutgerð hugtaka og fágaða ímynd þeirra. Hér heldur Thor áfram á sömu braut, og gengur jafnvel skrefinu lengra í að finna abstrakt ímynd fyrir það sem ekki verður tjáð endanlega með orðum, eins og titlar verkanna bera vitni um; jafnvel hið raunverulega verð- ur hér huglægt tákn fyrir langanir og vonir, eins og verkið „Snæfell- sjökull“ (nr. 5) ber með sér. Marmarinn hentar vel í verk af þessu tagi, vegna þeirra sögulegu tilvísana sem hann ber með sér til fyrri tíma, hvort sem um er að ræða fornsögulega tíma, listasög- una eða stórvirki trúarlegrar listar, þar sem marmarinn er ávallt helsti efniviðurinn. Brancusi notaði efnið á svipaðan hátt fyrr á öldinni, og fleiri hafa fetað í þá slóð. Thor nær í verkum sínum að tengja vel saman notkun mismun- andi litbrigða efnisins, fágaða úr- vinnslu og táknræn gildi formana, þannig að áhorfandinn á auðvelt með að skynja þann styrk eða þá viðkvæmni, sem býr að baki verk- unum. Verk eins og „Hringrás" (nr. 8) og „Flæði“ (nr. 3) sýna þetta á einfaldan hátt, þar sem hvítur marmarinn er höggvinn og pússaður, þannig að aflið skín út úr hinu fyrrnefnda, en frelsi andar- taksins úr því síðara. Þessi fágun og myndgerð hugsunarinnar er aðall þeirra vinnubragða, sem lista- maðurinn leggur mesta áherslu á. Hins vegar hvílir ákveðin dulúð og kraftur yfir verkum eins og „Moon Force“ (nr. 1) og „Snæfells- jökull“ (nr. 5), en í síðarnefnda verkinu verður jökullinn í heild að rismiklu tákni, og nær gegnsæ egg skálarinnar efst á jöklinum er afar virkur hluti þess. Fágunin getur hins vegar átt sér máttlausari hlið, þar sem kraftur og spenna eru horfin á kostnað hvíldar, kyrrstöðu og skreytni. Bilið þarna á milli er örmjótt, og undir áhorfanda komið hvorum megin hann telur einstök verk lenda; t.d. telur undirritaður að skreytigildi „Faraó“ (nr. 7) fari nálægt því að yfirgnæfa hin táknrænu gildi forn- manna, sem þarna eru óneitanlega til staðar. Thor hefur með sýningum sínum greinilega haslað sér völl á sviði höggmyndarinnar, og sérstaða marmarans í nútímaverkum er mikil. Hann leggur mesta áherslu á mýkt formanna og fágun efnisins í flestum verka sinna, og á stundum er spurning, hvort grófari vinnsla hefði ef til vill ekki skilað jafngóð- um eða betri árangri; marmarinn hefur ótrúlega aðlögunarmögu- leika, sem væri full ástæða fyrir listamanninn að kanna nánar í framtíðinni. Sýningu Thors Barðdal í mið- rými Listhússins í Laugardal lýkur sunnudaginn 12. september, og eru listunnendur hvattir til að líta við. __________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Líklega var sáð til meiri breytinga á sviði tónlistar með tilkomu óperunnar, rétt fyrir aldamótin 1600, en í nokkurn annan tíma. Það var ekki aðeins um að ræða að tón- setja leikrit, heldur varð hljómsveit- in öflugt túlkunartæki og nýr tónst- íll og tónform blómstruðu þar. Orfeo, eftir Monteverdi,. er oft kölluð fyrsta óperan en söngvararn- ir Jacopo Peri og Guilio Caccini höfðu tónsett fjögur leikrit og þar á meðal hvor sína gerð af Orfeosög- unni. Markmið þeirra var að endur- vekja Gríska harmleikinn. Þeir sem einnig tóku þátt í þessu, voru tón- skáldið Vincenzo Galilei (faðir stjörnufræðingsins Galileo), skáldið Ottavio Rinuccini og lærdómsmað- urinn Giolamo Mei, sem taldi að Grikkir hefðu tónað leiktextann, þ.e. sungið og dansað (Kór) leikrit- ið. Leiktextinn var upphaflega flutt- ur með tónlesaðferðinni og það var í raun ekki fyrr en næstu kynslóð á eftir Monteverdi, að arían verður til. Milliþættir fyrir hljómsveit, sem ýmist voru kallaðir ritornello eða sinfonia, votu notaðir til að skapa mótvægi við tilbreytingarleysi tón- lesins og auk þess notaði Monte- verdi kóra og tvísöngsatriði, til að lífga upp á verkið. Að öðru leyti var framsetning textans sérlega yfirveguð og jafnvel köld og leik- gerðin öll mjög kyrrstæð. Það að flytja Orefo, eftir Monte- verdi, verður að teljast merkur við- burður, bæði frá sögulegu sjónar- miði fyrir okkur íslendinga og einn- ig, að mjög vel tókst til varðandi alla útfærslu verksins. Hljómsveit- arstjórinn, Gunnsteinn Ólafsson, hefur sannað hæfni sína, með því að safna saman fólki og stefna því til átaka við viðfangsefni, sem ann- ars hefði legið óunnið. Hann stjórn- aði verkinu af öryggi og líklegt er, að í Gunnsteini megum við íslend- ingar eiga von í góðum hljómsveit- arstjóra. Þeir sem tóku þátt í flutningnum voru Bachsveitin í Skálholti, Hljóm- eyki og Voces Thules, sjö manna þýsk lúðrasveit, Cornetti con crema og undirleikssveit, sem var bæði mönnuð íslenskum og erlendum strengjasláttumönnum. Átján ein- söngshlutverk, voru flutt af 11 söngvurum, öllum íslenskum utan eins, Hans Jörg Mammel, er söng hlutverk Orfeusar. Mammel er mjög góður söngvari og flutti þetta erfiða söngverk með glæsibrag. Aðrir sem vöktu athygli fyrir góðan söng voru Rannveig Sif Sig- urðardóttir í tveimur hlutverkum, sem tónlistargyðjan og Próserpína, eiginkona Plutons undirheimakon- ungs, Þórunn Guðmundsdóttir í hlutverki sendiboða, Ragnar Davíðsson í hlutverki Apollo og bassasöngvararnir Magnús Torfa- son (Karon) og Tómas Tómasson (Pluton) en báðir sungu svolítið burt frá hlutverkunum og stíl verks- ins en eru stórefnilegir söngvarar, sem fellur trúlega betur að fást við dramatísk hlutverk. Erna Guðmundsdóttir söng mjög fallega „dísarsönginn", Margrét Óðinsdóttir fór smekklega með hlutverk Evridísar og Anna Sigríður Helgadóttir var góð í hlutverki von- arinnar. Guðlaugur Viktorsson, Sverrir Guðjónsson og Ragnar Davíðsson, úr Voces Thules, sungu fjárhirða og anda úr undirheimum, en sum samsöngsatriði fjárhirðanna eru meðal þess besta í verkinu og mæddi þar einna mest á Guðlaugi, sem ásamt félögum sínum söng mjög vel, en einn félagi hans var Einar Clausen, ungur og efnilegur söngnemi. Allir sem tóku þátt í þessum eftir- minnilegum tónflutningi léku og sungu vel en mesta nýnæmið var þó að heyra í lútuflokknum, lúðra- sveitinni og regal-orgelinu, sem notað var til að magna undirheima- stemmninguna í fjórða þætti. Gunn- steinn Ólafsson er að stiga sín fyrstu spor sem hljómsveitarstjóri og fer vel af stað. Hér hefur hann stefnt saman ólíkum hópum, bæði íslensku og erlendu tónlistarfólki og það er einmitt einn af eiginleik- um góðs hljómsveitarstjóra, að laða til sín fólk og takast að stýra því til samvirkra listrænna átaka, eins og t.d. að flytja óperuna Orfeo, eft- ir Monteverdi. Óperan verður flutt aftur í Lang- holtskirkju í kvöld, laugardag, klukkan 20.30 MENNING/LISTIR ÍNÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Louisa Matthíasd. og Daníel Magn- ússon. Sýningunum lýkur á morgun. Listasafn íslands Verk úr eigu safnsins og Markúsar H. ívarssonar. Norræna húsið Margrét Jónsdóttir sýnir til 19. sept. Nýlistasafnið Ragnhildur Stefánsdótir og Situation- istasýning lýkur á morgun. Safn Ásgríms Jónssonar Vatnslitamyndir til febr.loka. Gallerí 11 Kaisu Koivisto sýnir til 14. sept. Listasalurinn Portið Pétur G. Svavarsson. Sýningunni lýkur á morgun. Gallerí Sævars Karls Stefán Geir Karlsson sýnir til 22. sept. Hulduhólar Arngunnur Yr. Sýningunni lýkur á morgun. Hafnarborg Kristbergur Ó. Pétursson og Níels Árnason sýna til 13. sept. Götugrillið Húbert Nói sýnir til 20. sept. SPRON Álfabakka Ingiberg Magnússon sýnir til 19. nóv. Gallerí Úmbra Laszek Golínski og Maiej Deja sýna til 22. sept. Mokka Ljóðasýning 5 skálda lýkur á morgun. Stöðlakot Jón Reykdal sýnir til 19. sept. Gallerí Sólon íslandus Þorfinnur Sigurgeirsson sýnir til 15. sept. Onnur hæð Roni Horn sýnir út okt.mán. Listhúsið Laugardal Thor Barðdal, Skarphóðinn Haralds- son, Garðar Jökulsson. Sýningunni lýk- ur á morgun. Afmælishátíð kl. 14 sunnudag. Hótel Örk 22 myndhöggvarar. Sýningunni lýkur á morgun. Eden Hveragerði Markús Sigurðsson sýnir til 13. sept. Menningarmiðst./Eyrarbakka Harry Schemm. Sýningunni lýkur á morgun. TONLIST Lau. 11. sept. Oddakirkja Rangárvöll- um, orgelleikarinn Wolfgang Tretzsch kl. 15. Ljóðatónleikar Gerðubergs, Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Jónas Ingimundar- son píanó og Sigurður Ingi Snorrason klarinett, kl. 17. Langholtskirkja, óp- eran Orfeo kl. 20.30. Sun. 12. sept. Dómkirkjan, orgelleik- arinn Wolfgang Tretzsch kl. 17. Hafn- arborg, Þuríður Baxter og David Knowles Játvarðsson píanóleikari kl. 20.30. Laugarneskirkja, samleikur á gítara, Lárus Sigurðsson og Amgeir H. Hauksson kl. 20. Mán. 13. sept. Ljóðatónleikar Gerðu- bergs með Diddú endurteknir kl. 20.30. Þri. 14. sept. Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Kvikmyndatónleikar. Stjórnandi Carl Davis. LEIKLIST Borgarleikhúsið Spanskílugan eftir Arnold og Bach, frums. fös. 17. sept. kl. 20., 2. sýn. laug. 18. sept. kl. 20. Þjóðleikhúsið Ferðalok eftir Steinunni Jóhannesdótt- ur, frums. laug. 18. sept. kl. 20.30., önnur sýn. sun. 19. sept. kl. 20.30. Júlía og Mánafólkið Barnaleikrit í Héðinshúsinu. „Fiskar á þurru landi“ Pé-leikhópurinn í Islensku óperunni, fös. 10. sept. kl. 20.30., laug. 11. sept. kl. 20.30. fid. 16. sept. kl. 20.30. Leiklistarklúbbur Tónabæjar „Fullorðinssagan um Lísu í Undra- landi“, laug. 11. sept. kl. 20.30., sun. 12. sept. kl. 20.30. þri. 14. sept. kl. 20.30., mið. 15. sept. kl. 20.30., fös. 17. sept. kl. 20.30. KVIKMYNDIR MÍR „Tsjajkovskíj" sun. 12. sept. kl. 16. Hreyfimyndafélagið Sýn. á þrd. kl. 9, fid. ki. 5 og helgar- sýn. á föst. kl. 9. Umsjónarmenn listastofnana og sýn- ingarsala! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birta í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum. Merkt: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlan 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-691222. Thor Barddal: Hringrás.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.