Morgunblaðið - 09.10.1993, Síða 8

Morgunblaðið - 09.10.1993, Síða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 Norrænir arkitektar Sverre Fehn, Noregur: Villa Carl Sejersted Bodtker. Knud Holscher, Danmörk: Danski skálinn á heimssýningunni í Sevilla ________Myndlist Bragi Ásgeirsson Undanfarið hefur staðið yfir sýning á verkum fimm nor- rænna arkitekta í Kjarvalssal og stendur hún til 17. október. Er hér um að ræða þau Peter Celsing frá Svíþjóð, Sverre Fehn frá Noregi, Knud Holscher frá Danmörku, Arno Ruusuvuori frá Finnlandi, Högnu Sigurðardóttur-Anspach frá íslandi. Allt eru þetta nafnkenndir arki- tektar og eru verk sem þeir hafa gert á heimaslóðum kynnt sérstak- lega nema hvað Högnu snertir, en hún hefur alla tíð verið starfandi í Frakklandi, þótt hún hafi einnig teiknað hús á íslandi. Hlutur henn- ar skiptist milli viðamikilla verk- efna í Frakklandi og einbýlishúsa, sundlaugar og óbyggðrar kapellu á íslandi. Sýningin kemur frá Arkitekta- safni Finnlands í Helsingfors, og var það forstöðumaður þess Maija Rítta Norri, sem setti hana saman. Um er að ræða farandsýningu, sem vafalítið gistir öll Norðurlöndin, en ekki veit ég hvort hún fari víðar. Þetta er rnikil sýning og næsta yfirþyrmandi í salnum vegna hinna ábúðamiklu svörtu fleka, og ein- hvem veginn hefur maður á tilfinn- ingunni, að hún sé frekar sett upp með fagmenn í huga, og til að gista arkitektúrsöfn, en almenna sýning- arsali. Sem slík er hún vafalítið prýðis kynning á hverjum og einum arkitektinum, en fyrir almenning er hún nokkuð þung í vöfum og ekki hjálpar uppsetning hennar til að gera hana auðmeltari. Auk þess eru textar á finnsku og ensku, en hægt er að fá lánaðar vélritaðar þýðingar sem liggja frammi, en engan veginn gerir það sama gagn og að lesa textana jafnóðum og skoðað er. Þetta er annars að verða tauga- trekkjandi vandamál, að þurfa nær alltaf að lesa texta á svipuðum sýningum hér í borg á ensku eða einhvetju Norðurlandamálanna, því það ætti að vera næsta lítið mál að þýða þá yfir á íslensku og láta þá fylgja með útlendu textunum. Iðulega er þýðingin þó til, en látin fylgja á lausblöðungum svo hér er einungis um lítið framkvæmdaratr- iði að ræða. Finnst mér þetta óvirð- ing við móðurmálið og sýningar- gestinn um leið. Þó sá sem hér rit- ar hafi skoðað margar arkitektúr- sýningar eriendis og þar á meðal Arkitektasafn Finnlands, var það ekki fyrr en í annarri skoðunarferð að hann fékk nokkum veginn skýra heildarmynd af sýningunni. Engin sýningarskrá yfir heildina fylgir, en hins vegar hafa verið gefin út ítarleg kynningarrit um alla arkitektana á ensku og móður- máli hvers fyrir sig nema hvað rit- ið um Högnu snertir, en þar eru allir textar á ensku(!) iyrir utan viðtal við hana í viðauka aftast. Fyrir hvern þann sem vill kynn- ast arkitektunum eru þessi rit ómissandi, því að þau kynna þá mun betur en sjálf sýningin, nema auðvitað að hinum þrívíðu módelum undanskildum. Þau eru mun betur sett upp en sjálf sýningin og ljós- myndirnar í þeim öllu skilvirkari, því að á sýningunni er of mikið af flottum smáatriðum og hluta bygg- inganna, sem getur verið erfitt að lesa í. Ljósmyndirnar og teikningarnar vilja bera sjálf módelin ofurliði, en þau eru að mínu viti merkasti hluti sýningarinnar og hefði verið far- sælast að leggja meiri áherslu á þau. Slíkt hef ég séð gert á þrem stórsýningum í röð á sl. ári, í Lond- on, París og Kaupmannahöfn og í öllum tilvikum bar hlutur arkitekt- anna af öðru sem til sýnis var að mínu áliti. Það sem vakti mesta athygli mína á sýningunni, er eðlilega það sem ég þekki best til sjálfur í sjón og raun, þótt það sé kannski ekki alltaf það athyglisverðasta, en ég treysti mér síður til að fjalla um annað á sýningunni þótt því sé gerð góð skil í ritunum. En ég er að skrifa um sýninguna, en ekki ritin, og þannig tók best eftir List- amiðstöðinni (Kulturhuset) við Sergelstorg eftir Peter Celsing, en það er mjög vel hönnuð bygging. Danska skálanum í Sevilía eftir Knud Holscher, en hann var glæsi- legur og vakti mikla athygli sýning- argesta. Skála Norðurlanda á Feneyjatvíæringnum eftir Sverre Fehn, svo og einbýlishús fyrir Carl Sejersted Bödker II, í Ósló, sem ég hef áð vísu ekki séð, en með því minnisstæðasta frá námsdvöl minni í Ósló 1952-53, var heimsókn í hús skipamiðlarans föður hans, Sej- ersted Bödker I, sem jafnframt var víðfrægt einkasafn og andrúmið í kringum nýja húsið benti til þess að það værí á sömu slóðum. Megin- ásarnir við hönnun hússins voru athyglisverðir: 1) Lóð með einstöku útsýni, 2) Stórkostlegt málverka- safn, 3) Falleg eiginkona. Hug- myndin sem fæddist var „þríhyrn- ingsgrunnur“ Þegar eigandi þess- ara lífsgæða situr í sófanum getur hann horft á málverk sín og birtu- skilin og séð fallegu konuna sína ganga framhjá án þess að snúa til höfðinu! Líkan af viðbyggingu við Þjóð- minjasafnið í Helsingfors eftir Aarno Ruusovuori. Upprunalega byggingin markaði tímamót í finns- kri arkitektúr, en hún var eftir þá Saarinen, Gesellius og Lindgren, en þeir lögðu áherslu á að treysta grunn hefðbundinnar finnskrar húsagerðarlistar og sækja bygging- arefnið í finnska náttúru. Fyrir það er byggingin einstæð og líkist raun- ar ekki hefðbundnum safnabygg- ingum, en býr yfir mikilli nánd og hlýleika. Ruusovuori gengur út frá því að tengja þessa gömlu byggingu nútímanum, en halda þó svipmóti gömlu byggingarinnar og virðist mér þetta hafa tekist mjög vel. Er mjög lærdómsríkt fyrir Islendinga, sem virðast elska samsull stílteg- unda, þar sem enginn tekur tillit til þess sem fyrir er né innbyrðis mælikvarða og stærðarhlutfalla. í einbýlishús við Bakkaflöt í Garða- bæ (Hafsteinshús) eftir Högnu Sig- urðardóttur, hef ég oft komið og kann vel að meta það, þó mér þyki það nokkuð þungt og hrátt hið innra. Byggingarnar sem Högna hefur teiknað í Frakklandi eru mjög skýrt og vel hannaðar og bera mjög vönduðum arkitekt vitni. Hlutur hennar á sýningunni er síst minni en hinna og að auk hefur yfirbragð framlags hennar mesta persónu- lega nánd. Dregið saman í hnotskurn, er þetta mikil sýning en þung í vöfum og full margbrotin. Teikningamar og frumrissin eru eitthvað svo ut- angarna og falla ekki inn í heildar- myndina, trufla hana mun frekar. Aberandi er hve slík riss falla betur að byggingunum í ritunum um arki- tektana, en þar hafa þau mikinn tilgang. Þrátt fyrir glompurnar á sýning- unni skal fólk sem áhuga hefur á byggingarlist eindregið hvatt til að skoða hana og helst kaupa ritin líka þó dýr séu. Loks þykir mér rétt að benda á að vikulega em fyrirlestrar tengdir sýningunni og sá næsti er þriðjudaginn 12. október og þá tal- ar Pétur H. Ármannson. Þorvaldur Þorsteinsson Myndlist Eiríkur Þorláksson að er nokk sama hvað lista- menn eru að fást við í sinni list, þeir hljóta stöðugt að vera að líta um öxl og skoða hvað listasag- an hefur fram að færa sem snertir þeirra eigin listsköpun. Það verður engin list til í tómarúmi, og meðvit- uð ■ eða ómeðvituð reynsla hlýtur alltaf að móta hvern einstakling og athafnir hans. Þorvaldur Þorsteinsson hefur í allri list sinni leitast við að vinna úr eigin reynslu og sjónreynslu sög- unnar. Honum er Ijóst að sú mynd- list. sem einn aðili nær að skapa nærist í flestum tilvikum á framlagi annarra í gegnum tíðina; reynslan af því er það safn ímynda, sém lista- maðurinn hefur til að vinna úr sem fóður eigin hugmynda. Nú fer senn að ljúka á Mokka- kaffi við Skólavörðustíg sýningu, sem Þorvaldur hefur unnið og nefn- ir „Svipmyndir úr safni ímyndaðrar heildar". Hér nýtir listamaðurinn ekki aðeins sjónreynslu listasög- unnar, heldur einnig eigin verk, en í kynningu segir hann að þessar sjö Ijósmyndir, sem hér eru á veggj- um, hafi orðið til við samruna teikn- inga og ljósmynda, sem hann hefur unnið á undanförnum tveimur árum. Þessar grámóskulegu svart/hvítu ljósmyndir eru einfaldar að gerð, en á þeim getur að líta kvenlíkama í ýmsum stellingum á pöllum, líkt og myndastyttur; hið óvænta í myndunum er hins vegar að á líkamana vantar ýmist höfuð, fætur, hendur, fótleggi, eða jafnvel aðeins staka fingur eða fremsta lið á tá. Það er óvenjuiegt að sjá slíka „vöntun“ í Ijósmyndum, og því verð- ur tilvísunin í hugtökun „heild" og „hluti“ áberandi. Þessi myndgerð vísar einnig sterklega til höggmynda fornaldar, en menn hafa alla tíð dáðst að högg- myndum, þar sem ímyndunin verð- ur að taka þátt í endanlegri sköpun verksins, og er skemmst að minn- ast hinnar handleggjalausu Venus- ar frá Míló. Áhorfandanum er hins vegar fijálst að ljúka verkinu hér á tvennan hátt, þ.e. annað hvort með því að bæta því við sem upp á vantar, eða þá taka fleira af; þar verður ímyndunin að ráða. Með þetta í huga er heiti sýning- arinnar, „Svipmyndir úr safni ímyndaðrar heildar", markviss þáttur hennar. Verk Þorvaldar eru oftar en ekki þess eðlis, að um þau sjálf er ekki mikið að segja; hins vegar kunna verkin að bjóða áhorf- andanum upp á virkt framhald, þar sem fijótt ímyndunaraflið getur skapað eða endurskapað myndverk listamannins á alla þá vegu sem færir eru. Hin endanlegu verk geta þannig orðið óendanlega fjölbreytt hjá hveijum og einum. Sýningunní „Svipmyndir úr safni ímyndaðrar heildar", sem Þorvaldur Þorsteinsson hefur sett upp á Mokka við Skólavörðustíg, lýkur sunnudaginn 10. október. P.s.: I menningarmiðstöðinni Þorvaldur Þorsteinsson Gerðubergi í Breiðholti hefur nú staðið um nokkurt skeið sýning sem ber heitið „Samtal". Hér er um að ræða að eintal valdra listamanna (Þorvalds Þorsteinssonar þar á meðal) er sýnt á nokkrum mynd- bandstækjum. Þetta eru fróðleg innlegg í listumræðuna fyrir þá sem hafa þolinmæði og tíma til að hlusta á útlistanir listafólksins, sem eru í flestum tilvikum greinagóðar og skýrar. Um leið hlýtur þó sú spum- ing að vakna, hvort myndlistin sé komin á það stig, að hún þurfi að byggja á slíkri fræðslu, til að fólk fái notið hennar. Er listafólkið orð- ið mikilvægara en listin? Það væru ekki síður fróðleg umræðuefni en aðföng og efni listamannanna, sem hér eru rædd. Ljóðasýning Myndlist Bragi Ásgeirsson r Avegg tengibyggingar hefur verið komið fyrir ljóðum eft- ir hið ágæta skáld Hannes Péturs- son. Að þessu sinni hafa menn horf- ið frá öllum tilraunum við upp- setningu ljóðanna, sem voru satt að segja komnar út í nokkra öfga og gátu misst marks. Ljóðin eru einfaldlega á svört- um og hvítum grunni og í mörk- uðu skipulagi eftir endilöngum ganginum og hæfir það þeim mjög vel, þvi mikilvægt er að hafa fullt- ingi formrænnar rökvísi og kyrrð- ar við lestur þeirra. Hér er nefnilega um svo meitl- aðar setningar og orðrænar vísan- ir að ræða að annað kom vart til greina. Rýmið j tengibyggingunni er einmitt svo opið og bjart með ljóð- unum einum, og eins og vinnur með þeim og eykur hrifamátt þeirra þar sem ekkert beinir at- hygli lesandans frá lestrinum. Um leið er rýmið líkast hæfilegri þögn á milli stórsýninganna tveggja í aðalsölunum, og sagði ekki Beet- hoven að þögnin væri mikilvæg- asti tónn hljóðfærisins? í þögninni býr rósemi og einbeiting hugans og þannig er hvert ljóð sem upp- spretta djúprar visku. Hvert ein- asta ljóð höfðar á einhvern hátt til lesandans og syrpan endar fag- Hannes Pétursson. urlega með hendingum úr Heim- kynnum við sjó: „Sem dropi tindr- andi/ tæki sig út úr regni/ hætti við að falla/ héldist í loftinu kyrr/ - þannig fer unaðsömum/ augna- blikum hins liðna./ Þau taka sig út úr/ tímanum og ljóma/ kyrr- stæð, meðan hrynur/ gegnum hjartað stund eftir stund.“ En kannski hefði þetta ljóð notið sín enn betur á glerinu and- spænis, með magnaða sinfón haustlitanna í bakgrunninum svo og haustregnið í bland.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.