Morgunblaðið - 24.10.1993, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Á TÓNLEIKUM sem Kammersveit Reykjavíkur heldur klukkan 17
í dag í Áskirkju verða flutt kammerverk eftir Beethoven, Mozart
og Schönberg. Meðal flytjenda eru hjónin Svava Bernharðsdóttir
víóluleikari og Matej Sarc óbóleikari. Svava var í haust ráðin til
Sinfóníuhljómsveitar Islands, en ráðgerir flytja að ári til Ljublijana
ásamt hinum slóvenska eiginmanni sínum. „Okkur báðum hafa verið
boðnar góðar stöður við sinfóníuhljómsveit þar,“ sagði Svava í sam-
tali við blaðamann Morgunblaðsins.
vava Bernharðsdóttir út-
skrifaðist úr Tónlistar-
skóla Reykjavíkur árið
1982 en hefur ekki fyrr
en nú verið í föstu starfi
hér á íslandi. „Ég tók
þá próf á víólu og sem
fiðlukennari. Síðan fór
ég til Hollands og hóf
nám hjá japanskri konu,
Nobuko Inmai, sem er stórkostlegur
víóluleikari," segir Svava. „Hún var
raunar svo stórkostleg að hún gat
aldrei verið viðstödd kennsluna, hún
var alltaf að spila með hljómsveitum
út um allan heim. Ég sá fram á
það að ég fengi sjaldan tíma og fór
því til New York og var þar í fimm
ár. Ég var í Juilliard-skólanum, þar
sem var „hár standard“ á stengja-
leikurum. Ég tók þar þijár gráður.
Meðan ég var í New York fékk ég
mikinn áhuga á gamalli tónlist,
spilaðri á upprunaleg hljóðfæri.
Þess vegna dreif ég mig að loknu
námi í Juilliard til Sviss og fór að
læra á barokfíðlu, gömbu, víólu
d’amore og miðaldafiðlu. Við þetta
opnaðist fyrir mér
tónlist endurreisnar
og miðalda og barok-
tímans á nýjan hátt.
Kannski að New York
með öllum sínum ys
og þys og taktmælum,
við spiluðum hátt og
hratt í Juilliard, hafi
kallað fram þrá til
þeirrar friðsældar sem
oft er í gömiu tónlist-
inni. Mér fannst tilval-
ið, úr því að ég átti kost á styrk í
eitt ár, að vera við nám í Basil.
Seinna vann ég fyrir mér sem víólu-
leikari í sinfóníuhljómsveitum í Bas-
il og annars staðar í Sviss og iék
einnig á barokfiðlur og barokvíólu
hér og þar í Evrópu. Ég ferðaðist
gífurlega mikið þau ár og fór í flest-
ar heimsálfur svo þetta var mikil
lífsreynsla, auk þess sem ég lærði
vel þýsku og þjálfaðist í frönsku.
Þegar ég kom til New York hafði
ég þegar búið víða um heim, bæði
í Afríku og Ameríku og einnig ver-
ið hér og þar á íslandi, bæðn' sveit
og borg. Þegar ég kom til íslands
til þess að stunda nám í Mennta-
skólanum í Hamrahlíð, þaðan sem
ég tók stúdentspróf, fannst mér að
ég mætti ekki vera öll sú sem ég
var heldur yrði vera eins og hinir.
Þetta er hægt, en veldur vissri inni-
lokunarkennd. í New York hitti ég
fólk sem var eins og ég, annað-
hvort frá þeim löndum sem ég hafði
búið í og skildi hvað ég var að tala
um eða hafði ferðast mikið og átti
heima alls staðar og hvergi. Ég
græddi mikið á þessu og þá ekki
síður því að eiga aðgang að stórri
borg með fólki hvaðanæva að úr
heiminum."
Dýrmætt að kynnast
ólíkri menningu
„Það er dýrmæt lífsreynsla að
kynnast svo ólíkri menningu sem
ég gerði á uppvaxtarárunum. Ég
mæli þó ekki með því að böm flytji
eins mikið og ég gerði sem barn
og unglingur. Það getur skapað
visst rótleysi. Erfiðustu umskiptin
voru að flytja úr sveit í borg. Mér
hafði liðið vel í sveitaskóla og fannst
erfitt að fóta mig í stórum bama-
skóla í Reykjavík, þótt þar væru
elskulegir krakkar. Ég saknaði
þeirrar nánu „fjöl-
skyldutilfínningar“
sem við áttum í sveit-
inni, að allir væra á
sama báti. Kannski hef
ég leitað þeirrar tilfinn-
ingar í tónlistinni, hún
er alþjóðlegt tungumál,
í henni getur fólk sam-
einast. Af þessum toga
er líka ef til vill sú gleði
sem ég finn í gömlu
tónlistinni og hljóðfær-
um hennar.“
Svava er dóttir séra Bernharðs
Guðmundssonar og Rannveigar
Sigurbjörnsdóttur, en þau hjón
hafa, eins og fram hefur komið,
víða farið með fjölskyldu sína.“
Kynntist eiginmanninum
í Sviss
„Ég kynntist manninum mínum
í Sviss. Hann er óbóieikari og við
unnum saman aukavinnu í „spilirí-
inu“. Hann sagðist vanta víóluleik-
ara í lokaprófinu sínu. Það var nú
reyndar fyrirsláttur, afsökun fyrir
því að hafa samband við mig. Hann
er frá Slóveníu, sem er eitt af nýju
löndunum í heiminum. Ég hef oft
komið í heimsókn þangað, tengda-
Svava Bernharðs-
dóttir víóluleikari
og eiginmnóur
hennar, Matej Sarc
óbóleikari, róðgera
að fara að óri til
starfa í Slóveníu.
LÍTUR BJÖRTUM AUGUM
TIL FLUTNINGANNA
„ÉG HEF tvisvar heimsótt Island áður og jafnan verið mjög
vel tekið,“ sagði slavneski óbóleikarinn Matej Sarc, eiginmaður
Svövu Bernharðsdóttur, í samtali við blaðamann Morgunblaðs-
ins. „Nú er ég byrjaður að starfa dálítið með Kammersveit
Reykjavíkur og er hrifinn af því góða andrúmslofti og hjálp-
semi sem þar ríkir. Það er mikill munur frá því sem gerist í
Mið-Evrópu, þar er fólk tortryggið og ekki eins opið fyrir hlut-
unum og hér. Ég hef einnig farið hér á nokkra tónleika og
verð að segja að það er mikil Iyftistöng fyrir tónlistarlíf hér
að eiga svo ágæta sinfóníuhljómsveit sem raun ber vitni. Það
er ekki mjög mikill munur á tónlistarverkefnum hér og í Slóve-
níu. Þar ríkja raunar talsverð áhrif frá Austurríki, einkum Vín.
ísland er kannski nær Englandi og áhrif þaðan ríkari. Auðvitað
er líka einhver blæbrigðamunur á því milli landa hvernig leikið
er á hin ýmsu hljóðfæri. Hljómur blásturshljóðfæranna er t.d.
bjartari hér en í Slóveníu."
Slóvenía var eins og kunnugt
er áður hluti af Júgóslavíu en
hefur nú fengið sjálfstæði.
„Land mitt var svo lánsamt
að öðlast sjálfstæði án teljandi
stríðsátaka, öfugt við ýmis ná-
grannalönd," segir Matej Sarc.
„Mér er ofarlega í huga þakklæti
til íslenskra stjómmálamanna sem
tóku þá ákvörðun að láta ísland
viðurkenna sjálfstæði Slóveníu
fyrst allra þjóða ef undan era
skilin Eystrasaltslöndin. Nú ríkir
allgott jafnvægi í pólitísku lífi í
Slóveníu og engin hætta virðist á
stríði. Nágrannalöndin Austurríki,
Ítalía og Ungverjaland era reiðu-
búin til að hjálpa Slóveníu sem
hefur góð tengsl við þessi lönd
og raunar fleiri. Slóvenir eru orðn-
ir nánari Evrópu en áður. Við eig-
um auðvitað við viss vandamál
að etja, einkum efnahagsleg af
því að breytingin til hins fijálsa
markaðar reyndist okkur örðug.
Slóvenir eru hins vegar ekki óvan-
ir að hugsa fyrir sjálfa sig, þeir
lutu aldrei eins mikilli miðstýringu
og íbúar ýmissa annarra kommún-
istaríkja.
Hvað sjálfan mig snertir þá
fékk ég góða tónlistarmenntun í
mínu heimalandi. Slík menntun
er þar ekki mikið öðruvísi en hér.
Böm fara í tónlistarskóla og læra
þar svipuð fög og kennd eru í
tónlistarskólum hér á íslandi. Ég
var nítján ára þegar ég lauk tón-
listarnámi í Slóveníu og fór þá til
Freiburg í Þýskalandi. Ég valdi
þann stað af því að ég vildi nema
hjá Heinz Holliger, sem er frægur
óbóleikari og góður kennari, einn
sá allra besti í dag.
Það er gömul tónlistarhefð í
Slóveníu, einkum frá Habsborg-
aratímunum. Við eigum góðar sin-
fóníuhljómsveitir. I Ljubljana eru
t.d. starfandi íjórar hljómsveitir.
Fílharmoníusveitin sem við ráð-
gerum að starfa við tr t.d. eldri
en Fílharmoníusveitin í London
og lék sinfóníur Beethovens að-
eins 2 vikum eftir frumflutning.
Mahler stjórnaði þessari sveit í tvö
ár og Fritz Reiner stjórnaði henni
líka.
I dag á Slóvenía marga góða
unga tónlistarmenn og einnig góð
tónskáld. Þótt ísland og Slóvenía
séu langt hvort frá öðru vonum
við Svava að við getum unnið hér
líka ef ráðagerðir okkar ganga
eftir. Okkur langar til að reyna
að leggja okkar af mörkum til að
gera samstarf þessara landa nán-
ara. Ég vona að ég geti t.d. flutt
íslenska óbótónlist í Sóveníu og
kynnt þannig ykkar ágætu tón-
skáld. Foreldrar mínir búa í Ljublj-
ana og gleðjast mikið yfir áætlun-
um okkar Svövu að setjast að í
Slóveníu. Ég er einkabarn, það
segir sína sögu. Við vonumst til
að hafa það gott í Slóveníu, ég á
þar marga vini og hef haldið góð-
um tengslum með því að koma
þangað af og til og spila. Þótt
launin í Slóveníu séu lægri en hér
er að sama skapi ódýrara að lifa
þar en hér. Ástandið í Slóveníu
er miklu betra en það var svo
full ástæða er til að líta á þessar
ráðagerðir björtum augum.“
Morgunblaðið/Þorkell
Svava Bernharðsdóttir og Matej
Sarc.
foreldrar mínir búa í litlum útbæ
frá Ljubljana. Þau hafa eytt ævinni
í sinni heimabyggð og maðurinn
minn átti ekki rétt á neinum styrkj-
um af því þau voru ekki kommúnist-
ar. Ég hef fylgst með þeirri miklu
breytingu sem'orðið hefur á samfé-
laginu í Ljubljana síðan landið fékk
sjálfstæði. Fólkið í landinu hefur
verið ótrúlega samtaka, m.a. var
samþykkt að frysta öll laun í eitt
ár tii að sporna gegn verðbólgu.
Það var gaman að sjá hvað allir
fylltust miklum áhuga á umhverfi
sínu þegar landið fékk sjálfstæði."
Þau Svava og Matej giftu sig í
haust. „Þá komum við öll saman,
mamma og pabbi, sem búa í Genf
í Sviss núna, og bræður mínir tveir
sem báðir eru í námi erlendis og
eiga orðið kærustur. Fjarlægðin
veldur því að við getum ekki beinlín-
is verið í sunnudagskaffi hvert hjá
öðru, en tenglsin milli okkar líða
ekki fyrir það, þau eru mjög sterk.
Það er betri kostur fyrir okkur
en vera í Slóveníu en hér af því að
þar fáum við bæði starf við okkar
hæfi en hér er markaðurinn mettað-
ur hvað óbóleikara snertir. Okkur
finnst þetta líka betri kostur en búa
í þriðja landinu, víða í Evrópu er
farið á bera á því að útlendingar
séu litnir meira hornauga en áður.
Jafnvel þótt okkur tækist að fá
vinnu er óvíst að við værum svo
heppin að fá bæði stöðu í sömu
borg. Vegna alls þessa höfum við
sett stefnuna á Ljubljana. Við von-
um hins vegar að geta unnið eitt-
hvað hér líka, því við munum eiga
góð frí inn á milli.
Hér heima hefur mér verið vel
tekið í tónlistarlífinu, það er góð
tilfínning eftir að hafa verið tólf ár
í burtu. Við Islendingar eigum topp-
fólk í ýmsum listgreinum, ekki síst
í tónlistinni, þar sem ríkir mikil
gróska. Það er ungu fólki nauðsyn-
legt að fara utan til náms og starfa
og Islendingar hafa verið duglegir
við það og farið víða. Fólk þarf
fara burt og fá viðmiðanir, þannig
fer því fram. Lánasjóður íslenskra
námsmanna er mikilvæg stofnun
og honum eigum við það m.a. að
þakka að hér ríkir ákveðin heims-
borgarbragur í listum. Ungu fólki
hefur verið gert fært að flytja hing-
að margt af því sem best er og efst
á baugi í listgreinum hinna ýmsu
landa. Ég vona að starfsemi þeirrar
stofnunar verði ekki skert meira
en orðið er, það væri stórt spor
afturábak og hættulegt fyrir menn-
ingu okkar.