Morgunblaðið - 24.10.1993, Page 10

Morgunblaðið - 24.10.1993, Page 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTOBER 1993 eftir Árna Matthíasson Myndir Björg Sveinsdóttir EKKI er gott að segja hvað það er sem gerir Kristján Kristjánsson, KK, að vinsæl- asta tónlistarmanni landsins í dag, tónlistin og textarriir hafa eðlilega mikið að segja, en kannski ekki síst ímynd hans; eitthvað óáþreifanlegt sem ekki verður skilgreint, en gerir að verkum að fáir ef nokkur tónlistarmaður nýtur annarrar eins velvildar og hann fyrir það eitt að vera hann sjálfur. hann ristján Kristjánsson hefur víða farið í sínu tónlistar- stússi og meðal annars haft í sig og á með götu- • spilamennsku og kráagíamri um þvera Evrópu, meðal annars með hljómsveit sinni Grinders, sem ’ hingað til tónleika- halds. 1990 flutti Kristján hingað til lands frá Svíþjóð sem hálfgerð- ur utangarðsmaður í íslenskum tónlistarheimi og tók til við tón- listariðkan. Liður í því var platan Lucky One, sem seldist gríðarvel þó textar væru á ensku og platan að nokkru samtíningur frá fyrri árum. Fyrir ýmsar sakir, sem ekki verða raktar hér, fékk Kristján lít- ið fyrir sinn snúð og gerði reynsla hans af plötuútgefendum hann fráhverfan frekara samstarfi við þá. Hann gaf því út á eigin spýtur næstu plötu, Beina leið, sem var með alla texta á íslensku, og varð söluhæsta plata síðasta árs og selst enn, því hún hefur selst í rúmum 3.000 eintökum á þessu ári; mun meira en flest það sem látið var hvað mest með í sumar. Fyrirfram búast því margir við að næsta plata KK Band, Hótel Færeyjar, sem kemur út á næstu vikum, seljist ekki síður, sem setur hann undir nokkra smásjá. Spóavell á spólu Fyrir stuttu fór undirrit- I aður með ljósmyndara utan I til fundar við Kristján og I félaga í KK Band, Þorleif I Guðjónsson bassaleikara, I Kormák Geirharðsson trommuleikara og Björgvin I Gíslason gítarleikara, í Llan- I hennock í Wales þar sem I þeir voru að taka upp plötu. “ Upptökustjórinn var líka íslenskur, Tómas Tómasson, og svo var á staðnum umboðsmaður Kristjáns og allshetjar reddari Pétur Gísla- son. I farteskinu voru gríðarlega þung segulbönd af síðustu plötu Kristjáns, því þar var einhver hug- mynd sem ákveðið var að geyma á sínum tíma, og svo dýrmæt spóla með spóavel.li, því ekki varð lokið við plötuna án þess. Kannski við- eigandi í Ijósi þjóðtrúarinnar; þeg- ar hann spói vellir graut, þá er úti vetrarþraut. Þeir KK-Iiðar tóku einnig upp síðustu plötu hans, Bein leið, í Wales og þá var Tómas líka við takkana. Nýr maður í sveitinni síðan þá er hins vegar Björgvin Gíslason, sem gekk til liðs við þá félaga í sumar. / Fyrsta lagið búið Pétur Gíslason tekur á móti okkur á Heathrow-flugvelli í VW- rútu þeirra KK-liða, sem reyndar bræðir úr sér á leiðinni vestur til Wales, en það er önnur saga. Okkur er vel tekið þegar komið er til Loco hljóðversins, þar sem þeir félagar hafa komið sér vel fyrir, og svo hittist vel á að það er verið að undirbúa fögnuð, því fyrsta lagið er tilbúið og ekkert vantar í annað lagið en spóahljóð- ið góða. Upptökur fara fram í forðum sveitarbýli í útjaðri Llanhennock, sem er austast í Wales, í grósku- legu og friðsælu umhverfi. Þegar hér var komið sögu í upptökunum var ekkert eftir annað en að setja saman textana og í matarveislu á veitingahúsi í nærliggjandi þorpi kemur úr kafinu að það er einmitt erfiðasti hjallinn. Grunnarnir að lögunum voru spilaðir inn á skammri stundu, flestir í einni töku, eins og það kallast, þ.e. ekki þurfti að taka upp aftur einhveija gítara eða eiga við bassa og trommur, en textafæðingin er erf- ið. Það er þó létt yfir hópnum og greinilegt að áfanga er náð. Dag- inn eftir gefst tækifæri til að spjalla við Kristján í hljóðverinu þar sem verið er að velja rétt spóa- hljóð, hæfilega angurvært og milt fyrir lagið. „Spóalagið varð til þegar við vorum á Hóteli Færeyjar að vinna að plötunni. Fyrir utan gluggann sat spói eitt kvöldið þegar ég var að spá eitthvað í lagið sem var nýsamið. Þegar ég byijaði að spila það byijaði hann að vella með,“ segir Kristján og hermir svo hörmulega eftir spóa að hann fær ekki varist hlátri. „Það var svo gaman að spila lagið með þessari rödd, að mér fannst ekki hægt að taka það upp án þess að hafa spó- ann með.“ Kristján segist enga stjórn hafa á því hvernig lögin verði til, hann kunni enga form- úlu. „Það verða engin lög til allt í einu. Þau eru búin að vera að veltast í mér og vaxa eins og fræ og í raun eru þessi lög afsprengi allrar þeirrar tónlistar sem ég hef verið að hlusta á frá því ég var barn.“ Textarnir eru aftur á móti erfiðari viðureignar og Kristján segir að fyrir hveija textalínu sem hann sé sáttur við fari fjölmargar blaðsíður í ruslið. „Það eina sem ég get gert er að skrifa allt niður. Þessir textar eru orð sem ég á eftir að heyra sjálfan mig syngja í útvarpi eftir tvö ár, eða fjögur ár eða lengri tíma og þá líður mér kannski illa fyrir að hafa sagt slíka vitleysu. Ég verð að geta lifað með þeim og það gerir þetta erf- itt.“ í heimsókn hjó Kristjáni Kristjánssyni í Wales, þar sem hann hljóóritaói þrióju breióskífu sína, sem væntanleg er á næstu vikum Plataður „Ég vildi óska þess að lögin kæmu eins og Besti vinur á Beinni leið. Ég var á Búðum, sat og horfði á Snæfellsjökul og glamraði á gítarinn og allt í einu kom allur textinn í einni bunu. Svoleiðis ger- ist sjaldan, kannski sem betur fer vegna þess að hann spannst úr frá því að ég var að velta því fyrir mér hvernig ég hefði verið platað- ur. Ég lenti í rimmu við útgef- anda, var plataður og út úr því kom gott lag, en það er ekki hægt að fara um og leita að rimmum til að semja lög uppúr. Það má þó kannski segja að þessi rimma við útgefandann sem Besti vinur spratt úr skilaði góðu lagi, þannig að ég fekk eitthvað til baka. Ann- ars eru kveikjurnar að lögunum og andrúmsloftinu sem ég reyni svo að ná í textunum jafn ólíkar og þær eru margar. Til að mynda hefur Árni Johnsen gefið okkur mikinn innblástur, bara af því að við hittum hann á flugvellinum þegar við vorum að fara út og meira að segja köllum við eitt lag- ið Árna Johnsenlagið. Um tíma vorum við að hugsa um að fá hann til að syngja með í því, en það er ekki víst hvernig hann hefði tekið því,“ segir Kristján hugsi. Músíkantar vilja bara pæla í músík I kjölfarið á þeirri rimmu sem gaf af sér Besti vinur ákvað Krist- ján að gefa sjálfur út sínar plötur FOLKINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.