Morgunblaðið - 24.10.1993, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MEIMNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993
B 13
UMARGIR hafa beðið
fyrstu breiðskífu Súkk-
ats og geta tekið gleði
sína, _því sú er væntan-
leg. Utgáfa KK Bands,
Bein leið, gefur út.
TÓNLEIKAR Megasar
og Sjálfsmorðssveitar-
innar, Drög að sjálfs-
morði, í MH fyrir fimmt-
án árum eru víðfrægir.
Það vekur því eðlilega
athygi að Megas stígur
á svið í MH 5. og 7.
nóvember næstkom-
andi með Nýdanskri
undir yfirskriftinni
Drög að upprisu og
verða þeir tónleikar
einnig hljóðritaðir.
RAPtfOKK
ROKKRAPP
ÞAÐ sjá allir sem vilja
að stutt er á milli rapps-
ins og rokksins. Sú sam-
steypa sem finna má
disknum Judgement
Night, og vakið hefur
mikla athygli, sannar
það einkar vel, enda
skínandi dæmi um sam-
starf rokksveita og
rappara.
Judgement Night er
heiti kvikmyndar, sem
frumsýnd var vestan hafs
á föstudag, og segir frá
litum uppum sem villast í
bófahverfi þar sem bleik-
nefjafól ráða ríkjum. Þann-
ig söguþráður er að vissu
leyti úr takti við bófahasar-
myndir síðustu missera, og
því viðeigandi að tónlistin
í myndinni væri álíka á
skjön við viðtekna háttu.
Því leituðu aðstandendur
myndarinnar tii nokkurra
frammárappara og frum-
legra rokksveita um
samkrull. Útkoman varð
svo áðurnefnd piata, sem
er með merkustu útgáfum
ársins.
Sumt samstarfið kemur
meira á óvart en annað; til
að mynda reka vísast fáir
upp stór augu yfir sam-
vinnu Ice-T og Slayer, en
annað kemur skemmtilega
á óvart, til að mynda Sonic
Youth og Cypress Hill,
Faith No More og Boo-Yaa
T.R.I.B.E., Mudhoney og
Sir Mix-a-lot, Del tha
Rappropp Nýrokksveitin Sonic Youth og hassrappararnir
í Cypress Hill.
Funky Homosapien og
Dinosaur Jr., Living Colour
og Run-D.M.C., Helmet og
House of Pain, De La Soul
og Teenage Fanclub og
Pearl Jam og Cypress Hill.
Allt samstarfið byggist
á samvinnu, þó niðurstað-
an sé oft ólík því sem
margur hefði spáð fyrir;
ýmist rapprokk eða
rokkrapp. Það ætti þó eng-
um að koma á óvart að
rapparar eigi létt með að
starfa með rokkurum, því
allir eiga þeir sameiginleg-
an bakgrunn, ef farið er
nógu langt aftur.
Tappi Meðal þeirra
sveita sem mikið bar á
í Rokk í Reykjavík var
Tappi Tíkarrass, en
meðal annarra í
sveitinni var Björk
Guðmundsdóttir.
DÆGURTÓNLIST
Hefur trúbadúrinn sigrabf
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Grensusveit seinni Dos Pilas. Uösmynd/Björs Svei'isd6ttír
ROKK í REYKJAVÍK
VETURINN 1981-82 er uppspretta fjölmargi-a goð-
sagna sem tengjast íslenskri rokksögu. Þá hljóð-
og myndritaði Friðrik Þór Friðriksson rokktón-
leika víða um Reykjavík og skráði íslenska
rokkbyltingu, sem enn eimir af.
Kvikmyndin Rokk í Reykjavík
og einnig tvöföld plata sem
gefin var út undir sama nafni um
svipað leyti varð að vissu leyti til
að ýta undir enn frekari grósku
og efla tónlistarmenn í niðurrifs-
og uppbyggingariðjunni. Títtnefnd
bylting átti sér vissulega fordæmi
erlendis en var fyrst og fremst
þjóðernissinnuð uppreisn gegn
steingeldu iðnaðarpoppi sem alla
jafna var flutt á ensku.
Því er þetta gert að umtalsefni
hér að fyrir skemmstu kom út á
tveimur geisladiskum platan Rokk
í Reykjavík, sem á er tónlistin úr
nefndri mynd, og myndin er svo
sýnd í kvikmyndahúsi. Þar eru lög
með Purrki Pillnikk, Egói,
Fræbbblunum, Þey, Vonbrigð-
um, Bodies, Q4U, Tappa tíkar-
rassi, Spilafíflum, Þursaflokkn-
um, Start, Grýlunum, Friðryki,
Mogo Homo, Jonee Jonee, Sjálfs-
fróun og Bruna BB og Svein-
björn Beinteinsson kveður rímur.
Flestir þeir sem við sögu koma
á plötunni eru hættir spila-
mennsku af viðlíka krafti og
var, sem vonlegt er, er furðu
margir enn að og enn að skapa
eitthvað nýtt.
Þeir sem festa sér diskana
tvo, sem eru skyldueign allra
sem á annað borð hafa gaman
af rokktónlist, geta svo velt því
fyrir sér hvers vegna glatkistan
gleypti alla þá sem tjáðu sig á
ensku; sérstaklega í ljósi þess
hve íslenskir rokkarar eiga orðið
erfitt með að syngja á móðurmál-
inu.
Óraf-
magn-
aður
Bubbi.
GREIMSUTEITI
FYRIR nokkru kom út
safnplatan Grensan frá
Spori hf. Þar kenndi
margra grasa, en hæst bar
fjögur _ lög íslenskra
sveita. I tilefni útgáf-
unnar héldu sveitirn-
ar útgáfutónleika á
Tveimur vinum.
as. Báðar eru þær að hasla
sér völl, enda vart af bams-
aldri, þó áður hafi þær átt
lög á safnplötu frá Spori.
Tveir vinir voru troðnir
veitirnar
'tvær, sem
áttu tvi
hvor
Grensu-
disknum,
eru
Bone
China
og Dos Pil-
log
Grensusveít fyrri
Bone China.
Ufiðerljúft
Trúður Hluti af myndskreytingu disksins sem er eftir Bubba.
sem var á allt öðrum nótum,
mjög mjúk plata. Á þessum
árum vildi ég hinsvegar
ekki vera trúbadúr, ég vildi
bara dópa og rokka. í dag
er ég ekkert fráhverfur
rokkinu, alls ekki, en hin
hliðin hefur orðið sterkari
með árunum, líklega vegna
þess að hún er erfiðari, hún
krefst meira.“
Til að kynna plötuna hef-
ur Bubbi hóað saman í
hljómsveit, sem í eru þeir
sömu og unnu með honum
plötuna, Eyþór Gunnarsson
píanóleikari, Guðmundur
Pétursson gítarleikari,
Gunnlaugur Briem
trommuleikari og Jakob
Magnússon bassaleikari. Sú
verður með margt eldri laga
á dagskránni og ekki segir
hann rokkfreistinguna
sterka. „Nei, nei, af og frá.
Þetta er mjög órafmögnuð
hljómsveit og það eru meira
að segja jasslög á pró-
gramminu."
BUBBI Morthens heldur sama vinnuþreki og hingað
til; í vor kom út rokkplata með CGD, þar sem hann
er annar leiðtoga sveitarinnar, og í kjölfarið fylgdi
stíft tónleikahald um land allt. Samtímis því vann
hann að órafmagnaðri plötu sem væntanieg er á
næstu dögum undir nafninu Lífið er ljúft.
Bubbi segir að platan
nýja hafi verið nánast
tilbúin til upptöku áður en
GCD-platan kom út og það
megi líta á hana ekki sem
móteitur við GCD-rokkinu,
heldur sem
móteitur
gegn lífs-
leiða al-
mennt.
Nánast öll
lögin urðu
til í jan-
úar/mars,
eitt var þó
eldra og eitt var samið á
síðustu dögum upptaka.
Bubbi segir að þó platan
virðist kannski áferðarmjúk
í fyrstu kraumi margt undir
niðri og ekki megi taka titil-
inn of bókstaflega.
Bubbi segir að það hafi
tekið tíma að finna rétta
augnablikið til að taka plöt-
una upp, enda hafi hann
viljað ná jákvæðum blæ á
eftir Árna
Matthiasson
hana og það hafi tekist vel.
„Það var mjög ljúft að taka
upp þessa plötu og í stað
þess að vera þreyttur eftir
dag í hljóðveri kom ég heim
fullur af orku.“ Bubbi segir
að fyrir sér sé hann að loka
ákveðnum hring og hann
sé mjög ánægður með
hvemig til tókst. „Hvað
hljóm varðar er þetta mín
besta plata og mér finnst
laglínurnar afskaplega vel
heppnaðar."
Bubbi hefur oft lýst dá-
læti sínu á rokkinu, ekki
síður en trúbadúrnum, og
með tímanum hefur trúbad-
úrinn náð yfirhöndinni.
„Mér finnst gaman að
rokka og mér finnst gaman
að spila órafmagrtað og
hefur alltaf fundist. Það
má ekki gleyma því að á
meðan ég var að vinna með
Egóinu, eins og sjá má á
Rokki í Reykjavík, þá var
ég.að taka upp Fingraför,