Morgunblaðið - 24.10.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUU 24. OKTÓBER 1993
B 21
Eg- hef áhyggjur af systur minni!
Frá Jóni Baldri Þorbjörnssyni:
ÞÁ SEM til fjölskyldu minnar
þekkja mun sjálfsagt undra þessi
fyrirsögn, vitandi að systkinahópur
minn samanstendur eingöngu af
bræðrum. Enda eru mínar áhyggjur
ekki af persónulegum toga spunn-
ar, heldur málfarslegum.
Það veldur mér áhyggjum hve
margir fjölmiðlamenn eru famir að
tala rángt íslenskt mál, en þessir
menn ráða miklu um málfar þjóðar-
innar og hvernig það þróast. Fyrir
utan rangar beygingar á þessum
algengu en vandmeðförnu fjöl-
skyldunafnorðum, móðir, faðir,
systir, bróðir, eru eftirfarandi dæmi
tiltölulega algeng og benda til hugs-
anaskekkju eða hugsunarleysis hjá
viðkomandi fjölmiðlamanni:
Vitlaus í stað rangur; rangur
maður þarf ekki endilega að vera
vitlaus.
Eyða í stað þess að verja; maður
ver en eyðir ekki kvöldinu í lestur
góðrar bókar.
Helmingi meira í stað tvöfalt
meira; ef Nonni á helmingi meiri
peninga en Bjössi og Bjössi á 100
krónur, þá á Nonni 150 krónur en
ekki 200.
Fara erlendis í stað þess að fara
utan; ef ég fer utan í dag þá verð
ég væntanlega erlendis á morgun.
Snjósleði í stað vélsleða; vélsleðar
hafa það umfram venjulega (snjó-
)sleða að þeir eru með vél.
Hurð í stað dyra; á sama hátt
og þú opnar dyrnar en ekki hurðina
gengur þú í gegnum dyrnar en
ekki hurðina.
Hvorki — eða, í stað hvorki —
né; á sama hátt og annaðhvort —
eða en ekki annaðhvort — né!
I fjölmiðlum ber einnig nokkuð á
óþarfa orðum eins og „snjóstormur"
í stað byls og „árhundrað" í stað
aldar, væntanlega tilkomið vegna
erlendra áhrifa; „snowstorm“ og
„árhundred".
Til viðbótar þessu eru aðrar am-
bögur tiltölulega algengar, eins og
að detta til hugar í stað þess að
detta í hug (eða koma til hugar),
meter í stað metra, talva í stað
tölvu. Og þá má heldur ekki gleyma
orðasambandinu „ungur aldur“. Ef
aldur getur verið ungur, en hvorki
lágur né hár, hljóta gæði að geta
verið góð og verð að geta verið
ódýr. Einnig ber talsvert á ofnotkun
orðasambandsins „að helgast af“.
Nú helgast hlutimir af hinu og
þessu í stað þess að orsakast af.
Eins og t.d. „Bilun í lensidælu báts-
ins helgaðist af þéttum grútarkekki
sem hafði ...“
í sambandi við önnur atriði og
orðasambönd eru orsakir málfars-
villnanna ekki jafn augljósar. Það
á t.d. við um þegar „ekki neinn"
er notað í stað „ekki nokkur“. Mál-
vitund mín segir mér að rangt sé
að nota tvöfalda neitun í orðasam-
bandinu og því nær að segja „það
kom ekki nokkur maður“ heldur en
Frá Eiríki Ingólfssyni:
Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveð-
ið að árið 1994 verði ár fjölskyld-
unnar. íslensk stjómvöld hafa skip-
að samstarfsnefnd til að sjá um að
vakin verði athygli á málefnum fjöl-
skyldunnar á því ári. En um leið
og fréttir berast af ýmsum hug-
myndum stjórnvalda til að bæta hag
fjölskyldunnar, kynna stjórnvöld
aðgerðir sem beint er gegn hags-
munum hóps af fjölskyldum. Hér
ber hæst áform heilbrigðisráðherra
að leggja niður leikskólarekstur rík-
isspítala. ,
Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt
að umsjón með rekstri leikskóla sé
á hendi sveitarfélaga. Hins vegar
er reyndin sú að mörg þeirra eiga
langt í land með að fullnægja þörf-
inni fýrir slíka þjónustu. Það hefur
leitt til þess að ýmsir aðilar s.s. rík-
isspítalar hafa farið þá leið að bjóða
starfsfólki sínu hlunnindi í formi
niðurgreiðslna á dagvist. eða hrein-
lega rekstri á leikskólum fyrir börn
starfsmanna.
Leikskólarekstur spítalanna ein-
„það kom ekki neinn maður“. Sama
er að segja um þágufalls-i nafn-
orða. Er „bát bjargað til hafnar",
eins og nýlega mátti lesa í fyrirsögn
dagblaðs, eða er báti bjargað? Sit
ég á stól eða á stóli? Er ákvæðið
að finna í lið d. eða i liði d.? Heyrð-
ir þú í honum Hauk eða Hauki?
Svo útbreidd er þessi sérstaka
tegund af latmælgi orðin að annað-
hvort þarf að koma til opinber
breyting á íslenskri málfræði eða
átak til þess að spoma við þessari
hraðfara þróun í átt til útflatnings
á sérkennum íslenskrar tungu.
í lokin kveð ég greinarlesendur
með orðinu blessaðir, á sama hátt
og ég hefði heilsað þeim með orðinu
sælir, en ekki blessaðir!
JÓN BALDUR ÞORBJÖRNSSON,
Fögrubrekku við Vatnsenda.
kennist nokkuð af því að vera
stjórntæki spítalanna og miðast því
reksturinn fýrst og fremst við hags-
muni þeirra. Hagsmunir barnanna
mæta hins vegar afgangi eins og
best sést nú, þegar ráðherra ákveð-
ur að leggja þennan rekstur niður
á miðjum vetri. Umræðan um þetta
mál hefur fyrst og fremst verið á
þeim nótum að hér sé um að ræða
uppsögn á starfskjörum fjölda
starfsmanna ríkisspítalanna, en
ákaflega lítið fer fyrir umræðu um
það hver réttur bamanna sé í þessu
máli.
í flest allri umræðu um bama-
uppeldi er lögð áhersla á að börn
hafi þörf fyrir festu og öryggi. Það
verklag sem ráðherra hefur kosið í
þessu máli gengur þvert á þessi
sjónarmið, þar sem málum er
skyndilega hleypt í mikla óvissu.
Það er nokkuð víst að óöryggi for-
eldra og starfsmanna leikskólanna
um framtíðina bitnar á börnunum,
hvernig svo sem tekst að leysa þetta
mál.
Ráðherra fullyrðir að málið verði
leyst farsællega og auðvitað verður
að vona að það takist. Hins vegar
hljóta menn að spyrja hvort ekki
hefði verið skynsamlegra að gefa
sér aðeins betri tíma til að finna
lausn á þessu máli áður en öllu
væri stefnt í fullkomna óvissu.
Hugmyndin um-svo róttæka breyt-
ingu á miðju starfsári leikskólanna
veldur óhjákvæmilega röskun sem
líklega hefði mátt komast hjá ef
málið hefði verið betur undirbúið.
Hver svo sem niðurstaðan verður
í þessu máli, hljóta foreldrar að
gera þær kröfur til stjómvalda að
þannig sé tekið á málefnum fjöl-
skyldna að þær búi við vaxandi
öryggi um framtíð sína og geti
treyst því að börn séu ekki með-
höndluð sem afgangsstærð þegar
farið er af stað með aðgerðir af
þessu tagi.
EIRÍKUR INGÓLFSSON,
formaður Foreldrasamtakanna.
Pennavinir
Frá Frakklandi hefur borist bréf
frá pennavinaklúbbi:
Worldwide Revue,
28, rue de l’independance,
95330 Domont,
France.
Frá Bandaríkjunum skrifar 25
ára stúlka sem starfar hjá Disney-
land í flórída. Með mikinn áhuga á
íslandi:
Pamela Mathues,
4104 Enchanted Oaks Cr.,
Apt. 1509,
Kissimmee,
Florida,
U.S.A. 34741.
Sautján ára norsk stúlka með
áhuga á íslenskum hestum, en hún
á einn slíkan, hundum, bréfaskrift-
um. Safnar frímerkjum og póstkort-
um. Býr á búgarði utan við Sta-
vangur:
Kirsti Hesby,
Tordenskjoldsgata 5,
4009 Stavanger,
Norge.
VELVAKANDI
Kottonfílds og
kartöflugarðarnir
(Gengist við glæpnum!)
Djei Bí Blúsbandi:
SKYNDILEGA hefur Árna
Johnsen skotið upp á stjömu-
himininn með aðstoð „óskiljan-
legs texta sem fjallar um my-
glaðar kartöflur" (G.H., Press-
unni 14. október 1993). Því mið-
ur var heiðri kórs Menntaskól-
ans við Hamrahlíð ógnað með
því að kenna textann við hann.
Þótt kórinn hafi vegna náinna
tengsla alloft sungið með Blús-
bandinu á sokkabandsárum þess
1973-1975, em meðlimir Blús-
bandsins að öllu leyti ábyrgir
fyrir tilurð textans.
Það gleður hins vegar marg-
nefnt Blúsband ósegjanlega, að
núna, nítján áram eftir að text-
inn varð til og frumfluttur í
votri viðurvist í útskriftarpartíi
stúdentsefna MH í Oddfellow-
húsinu, skuli þjóðin loks hafa
lært að meta hann að verðleik-
um. Blúsbandið hefur lengi
reynt í Merkurferðum, einka-
samkvæmum og á aðalfundum
sínum að koma .honum á fram-
færi, en hér sannast hið forn-
kveðna, að aðeins þingmenn ná
til þjóðarinnar. Áð vísu eru
nokkrar ambögur í flutningi
háttvirts þingmanns, sem leið-
réttast hér að neðan auk þess
sem dönsk þýðing Blúsbandsins
fylgir með og Árni alþingismað-
ur gæti sem best bætt við á
næstu plötu (með leyfi höf.).
Kartöflugarðarnir
Upphaflegur texti (þýddur og stað-
færður úr Vesturheimsku);
Þegar ég var pínulítill patti
var mamma vön að rugga mér í vöggu.
I þeim gömlu, kartöflugörðunum heima.
Það var í miðjum Þykkvabænum;
um það bil einn komma sex kílómetra
frá sænum.
í þeim gömlu, kartöflugörðunum heima.
Og þegar kartöflumar far' að mygla
hætta þær að far’ í 1. flokk
Úr þeim gömlu, kartöflugörðunum
heima.
Það var í miðjum Þykkvabænum;
um það bil einn komma sex kílómetra
frá sænum.
í þeim gömlu, kartöflugörðunum heima.
Da jeg var en lille bitte dreng
min mor plejede at synge mig i sövn.
1 de gamle, kartoffelgárdene hjemme.
Det var jo næst ved byen Næstved,
kun én komma seks kilometer fra havet.
I de gamle, kartoffelgárdene hjemme.
Og nár kartoffleme bliver gamle,
falder prisene med det samme.
Fra de gamle, kartoffelgárdene
hjemme.
Det var næst ved byen Næstved,
kun én komma seks kilometer fra havet.
I de gamle, kartoffelgárdene hjemme.
Blúsbandið starfar við
erfiðar aðstæður og held-
ur aðalfundi reglulega.
O-ár fjölskyldunnar?
T
• Frjálsi leikhópurinn
Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12, sími 610280.
„Standandi pína"
„Kraftmikil, fjörug og skemmtil." Mbl. Súsanna S.
Aukasýningar eru að seljast upp. Pantið strax. Sýn.
sun. 24. okt. kl. 20.00, örfá sæti laus, mán. 1. nóv. og þrið;
2. nóv. kl. 20.00, uppselt. Miðasala frá kl. 17-19.
Símsvari allan sólarhíringinn. Pantanir óskast sóttar sem fyrst.
eftir Áma Ibsen.
Sýnt í íslensku
Óperunni
' Miðasaian er opin daglega frá kl. 17- ! 9 og
sýningardaga 17 - 20:30. MlSapanlanlr í s: 11475
og 650190. II
* 8 LEIKHÓPUR4NN
Lau. 23. okt. kl. 20.30
- fáein sxti Iaus.
Fira. 28. okt. kl. 20.30
Fös. 29. okt. kl. 20.30
Fim. 4. nóv. kl. 20.30
Allra síó. sýn. í Rvík
Vopnafjðrður:
6. og 7. nóv.
Uikur Mkm Pg?
Hún gerir þab ef þú verslar vib Eldhús og bab.
í október getur þú dottið í lukkupottinn og fengiö
eldhúsinnréttinguna þína eða Scholtes- heimilistækin frítt.
Þeir sem staðfesta pöntun í október fara í pott og einn
heppinn viðskiptavinur veröur dreginn út.
Hluti af ánægðum viðskiptavinum Eldhúss og baðs á matreiðslunámskeiði.
Ab auki fá allir 5% afslátt og frítt matreiöslunámskeiö
hjá meistarakokkinum Siguröi L. Hall, sem kennir réttu
handtökin á frábærum kvöldum í Eldhúsi og babi.
Viö tökum við pöntunum
allt til áramóta, en fyrstu
afhendingar meö pöntun
nú geta orbib um mibjan
nóvember.
Hjá okkur
eru gæöin í öndvegi.
Funahöfða 19, sími 685680.