Morgunblaðið - 05.11.1993, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 05.11.1993, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 C 5 4 Þeir taka að sér að fægja silfur Brott- nám felst í 1-2 tíma rann- sókn i fram- andi far- artæki. „Fómar- dýr hafa lýst fyr- irbærinu í dá- leiðslu, ma.aá þann hátt sem myndin sýnir. ilutir rirbæri áður er þurrkað út úr minni þeirra allt um atburðinn með þeim afieið- ingum að fólkið upplifír einhvers konar tímamissi. „Seinni tíma brott- nám virðast benda til þess að þeir, sem lenda í slíku, séu ekki bara tekn- ir einu sinni heldur er hér um að ræða samfellt fyrirbæri, sem bytjar yfirleitt á unga aldri og ekki er óal- gengt að börn og foreldrar viðkom- andi hafí lent í því sama.“ I kennslugögnum HMI er m.a. minnst á nokkur íslensk UFO-fyrir- bæri, eins og það er orðað: „í maí 1973 sást glampandi hlut- ur á lofti frá nokkrum kauptúnum á Austfjörðum. Samdægurs tók sjálfvirk kvikmyndavél, sem beint var að eldgosinu í Vestmannaeyjum, mynd af ókenndum hlut yfír eldfjall- inu. Filma þessi mun vera í eigu Jarðfræðideildar Háskólans. í júlí 1974 sáu þrír menn glampandi hlut yfir Reykjavík. Þá sáust fljúgandi ljós í Svarfaðardal sama haust. í október 1975 sáust ljósfyrirbrigði í Hvalfirði. í júlí 1975 sáu sex manns einkennilegan hlut á flugi við Bol- ungarvík og í september 1976 sá fjöldi manns UFO-fyrirbæri á svæð- inu milli Laugardalsfjalla og Eyrar- bakka og allt til Reykjavíkur." ■ Jóhanna Ingvarsdóttir hvað smálegt, einn bolla, fáeinar bækur, tvær kartöflur og einn gam- all maður vildi selja okkur vettling- ana sína.“ Skortur á skólabókum Kirsten segir kennarana ekki hafa áttað sig strax á því hvernig ástandið var í skólunum. „Mér gekk til dæmis illa að skilja það að það var ekki hægt að setja krökkunum fyrir að lesa skólabækurnar heima því ekki eru til nægar skólabækur fyrir alla. Bekkirnir skiptast á um að nota þær í skólanum. Þar er ennfremur skortur á pappír og myndvarpar eru nánast óþekkt fyr- irbæri. Hins vegar þekktu kennar- arnir ágætlega til nýrri kennsluað- ferða, þrátt fyrir að gömlu ítroðslu- aðferðinni sé víðast beitt. Það sem kom Lettunum mest á óvart var jafnræðið sem _er með kennurum og nemendum. í Lettlandi, eins og víðast hvar í Evrópu utan Norður- landanna, ræður kennarinn ríkjum í kennslustofunni. Margir nemendur voru ánægðir með að fá að vinna meira með efnið eins og okkar kennsla byggir mikið á en mörgum kennurum fannst við ekki fara nógu hratt yfir. Agavandamál eru ekki neitt í líkingu við það sem gerist á Norðurlöndunum, nemendur hneigðu sig til dæmis fyrir okkur á göngun- um og lettneskur kennari sem hafði komið til Svíþjóð lýsti því hneyksl- aður þegar hann hafði séð tvo nem- endur slást á skólagöngunum." ■ • Urður Gunnarsdóttir Þeir félagar Guðbrandur V. Guðgeirsson og Steindór Hall- dórsson, sem eru liðlega tvítugir að aldri, bjóða upp á nýstárlega þjónustu. Þeir taka nefnilega að sér að fægja silfur fyrir fólk, sem annaðhvort getur það ekki sjálft eða nennir því hreinlega ekki. „Steindór, sem verið hefur í heimilishjálp á vegum Reykjavíkur- borgar undanfarna mánuði, fékk þessa hugmynd í starfí sínu. Þar umgengst hann gamalt fólk, sem hefur verið að kvarta yfir því að þurfa að fægja silfrið og biður hann gjarnan um að inna þetta vanda- sama verk af hendi,“ segir Guð- brandur, sem tók hugmynd vinar síns fegins hendi þar sem hann hefur búið við atvinnuleysi að und- anförnu. „Það má segja að við séum að reyna að bjarga okkur á eigin vegum.“ Þeir segjast hafa haft töluvert að gera síðan þeir byrjuðu þrátt fyrir að hafa ekkert auglýst þjón- ustuna, en starfsemin fer fram á heimili þeirra, Sólheimum 34, þar sem þeir leigja saman stóra íbúð. „Við sækjum og sendum og skiljum eftir tryggingavíxil hjá eigendum silfursins svo fólkið sé með ein- hveija tryggingu í höndunum þegar Guðbrandur V. Guðgeirsson og Steindór Halldórsson búa saman ásamt kærustum og hafa tekið eitt herbergið í íbúðinni undir nýstárlega atvinnustarfsemi. við förum með allt silfrið í burtu. Það má segja að við tökum um það bil 400 króna jafnaðarkaup á tím- ann. Innifalið er efni, akstur og annað sem til þarf. Við bjuggum Silfurskeið fægð og gerð sem ný. til hálfgerðan slípirokk og létum sníða svamp á hann hjá Lystadún. Hann notum við á stóra fleti. En á mynstraða fleti notum við tann- bursta og handsvampa.“ ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.