Morgunblaðið - 07.11.1993, Side 2
2 B
fjQOf y WGIGAJ8MU05I0M
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
f SÆLUDAL
fl&h. eftir Elínu Pálmadóttur
í SÆLUDAL í fjalllendi í Suður-Frakklandi eru þúsund ára
gamlar klausturrústir. Giselle Jónsson tók að veita þeim at-
hygli, en hún og Sigurður Jónsson sjávarlíffræðingur maður
hennar eiga þar skammt frá gamlan „kastala“. Hún tók að
teikna upp rústimar, hélt sýningu á teikningunum í París og
vakti fólk í nágrenninu til vitundar um þessi menningarverð-
mæti, svo að nú er búið að stofna félagsskap-um varðveislu
þeirra. Og Giselle hefur komið þeim á opinbera skrá yfir frið-
uð þjóðarverðmæti í Frakklandi og fenginn er styrkur úr
Friðunarsjóði til að heíja í vor varðveislu rústanna. Giselle er
mikill grúskari engu síður en Sigurður maður hennar og hefur
í söfnum leitað og fundið ýmislegt sem viðkemur íslenskri
sögu. Á nýlegri ráðstefnu um franska ferðalanga á Norðurlönd-
um á 19. öld flutti hún fyrirlestur um Xavier Marmier, þann
sem ferðaðist um ísland í leiðangri Gaimards og sem Jónas
Hallgrímsson og Benedikt Gröndal notuðu í skopsögum sínum.
Hún er m.a. með einkadagbók hans, þar sem m.a. kemur
ýmislegt fram um konumar í lífi þessa kvennamanns í Reykja-
vík, en sögur af því lifa enn á íslandi. Og hún hefur fundið
lýsingu á faldbúningi þeim sem ein þeirra og bamsmóðir hans,
Fríða, ber á frægri mynd eftir August Mayer. Þar kemur í
ljós að búningurinn er í kolvitlausum litum í nýútkominni
bók, „íslandsmyndir Mayers 1836“.
Sjá má
hvernig all
ar dyr eru
hlaðnar án
stoða og
lykilsteinn
lokar bog-
anum.
Úr kiausturrústum Notre Dame de de Bonheur. Giselle teiknaði þær eins og þær eru nú. Sést vel
þessi fallega hleðsla á húsum kanúkanna.
Hús þeirra Gisellu og Sigurðar í kastaníuskóginum í Sevennafjöll-
um. Elsti hlutinn er frá 12. öld en sá yngsti frá 1801.
iselle Jóns-
son segir
mér frá
þessu forna
klaustri og
aðdrag-
anda þess
að það
verður nú varðveitt, í íbúð þeirra
Sigurðar í aldagömlu húsi í fimmta
hverfi Parísar, sem með öllum sín-
um gömlu bókum og fomu munum
sem þau hafa safnað, er út af fyr-
ir sig safngripur.
Klausturrústirnar em í Vallé du
Bonheur, eða Sæludal á íslensku,
í 1.200 metra hæð í Savennafjöll-
um norðvestur af Monpelier. I 25
km fjarlægð í sama sveitarfélagi
keyptu þau hjónin um 1956 gam-
alt illa farið hús, sem að stofni til
er frá 12. öld, með kastaníuskógi
allt um kring. Þá lá enginn vegur
þangað, ein rafmagnspera var til
lýsingar og vatn sótt í læk skammt
frá. I fyrstu bjuggu þau í smáhýsi
skammt frá þegar þau komu þang-
að og horfðu bara á nýja húsið.
Þá var hafist handa, allt styrkt
án þess að breyta nokkm. Yngsti
hluti hússins er frá 1801. Efri
hæðirnar vom þá mest notaðar
fyrir silkiormarækt, en íbúðarhlut-
inn er þar undir. Þá er í bygging-
unni hnetukjallari, þar sem reykt-
ar vom hnetur, enda ekki skortur
á þeim í kastaníuskóginum í kring.
Þar eru líka villisvín, sem þau leyfa
veiðiklúbbi staðarins að njóta og
fá í staðinn villisvínakjöt. Áð auki
eiga þau beitiland upp í fjöllin. Á
þennan stað leituðu þau Giselle
og Sigurður í öllum sínum fríum
með Sólveigu dóttur sína meðan
hún var að vaxa úr grasi og nú
oft með sonarsyninum Sveini, sem
er 13 ára. Nú em þarna öll þæg-
indi, meira að segja gríðarstórt
baðherbergi, en öllum nútímaþæg-
indum er þannig fyrir komið að
þau eru auganu falin. Húsið heldur
sínu gamla yfirbragði.
Sigurður Jónsson var til
skamms tíma rannsóknastjóri á
Rannsóknastöð franska ríkisins.
Giselle vann margvísleg störf við
sömu stofnun, sá þar í mörg ár
um útgáfustarfsemi um fornleifa-
rannsóknir. Sigurður er doktor í
sjávarlíffræði en hún í grasafræði.
Þúsund ára saga
í Sæludal í héraðinu Languedoc
em þessar merku rústir af klaustr-
inu Notre Dame de Bonheur. Á
þeim slóðum er sem kunnugt er
Nú eru öll nútímaþægindi í hús-
inu, en falin svo að hið.gamla
útlit njóti sín.
mikið af merkum minjum frá tím-
um Grikkja og Rómveija og á
klaustrið rætur í þeirri sögu allri.
Þetta var mjög fjölbýlt svæði,
Gallar vom þar á 2. og 3. öld f.
Kr., settust að í Monpelier, fóm
að hafa kindur og búa í þorpum.
Þeir tóku að leita upp í fjöllin
undan hitunum á lágsléttunni, á
þær slóðir þar sem hús Sigurðar
og Giselle er, og mynduðust fjár-
götur. Þessar steinlögðu fjárgötur,
„des drailles“, em enn notaðar,
ein slík liggur um lóð þeirra. Þeg-
ar Rómveijar komu fóru þeir með
tæki sín eftir þeim. Nokkrum kíló-
metrum frá húsinu má sjá hjólför-
in eftir leiðangra Cesars. Trúbad-
orarnir fóru þarna um og þetta
urðu verslunarleiðir milli norðurs
og suðurs. Um árið 1000 varð
þessi leið yfir Sevennafjöllin sem-
sagt að þjóðleið og héraðið-
blómstraði. Aðalsmenn byggðu
fjölda kastala á hæðum til að
vernda leiðirnar og tóku gjöld af
vegfarendum. Einn þeirra, Henry
de Roquefeuil, hefur eflaust viljað
fá syndaaflausn, því hann lagði
svo fyrir í erfðaskrá sinni árið
1002 að stofnað yrði sjúkraskýli
fyrir fátæka á landi sem nefnist
Bonheur, þar skyldi komið fyrir
stórri klukku sem spítalahaldarinn
léti hringja nótt og dag til að leið-
beina ferðamönnum og fátækum
um fjöllin. Lagði hann til digran
sjóð og 400 ferkílómetra lands.
Segir Giselle að vel hafi verið val-
inn staðurinn, því þetta var við
verslunarleið og skattar greiddir
til héraðsins. Sonur Henrys stofn-
aði klaustrið 1143 með samþykki
biskups.
í Frakklandi er sjaldgæft að
klaustur eigi sér skráða máldaga.
Giselle hefur tekið saman sögu
Notre Dame de Bonheur. Úttektir
eru til frá 10. og allt fram á 15.
öld og á 16. og 17. er á hvorri
öld til ein úttekt á klaustrinu.JSein-
asta úttektin er þegar klaustrið
er selt í frönsku stjórnarbylting-
unni. Frá um 1000 og fram um
1300 er gullöld í héraðinu. Þá eru
6 kanúkar við klaustrið, sem þá
hefur stórkostlega rómverska
kirkju úr stórum steinum og
klausturhúsin umlukin glæsilegum
múrum. Þar eru hús kanúkanna
með stórkostlegum hlöðnum boga-
dyrum. Giselle hefur teiknað allt
klaustrið upp, eins og rústirnar
eru nú. Kirkjan er krosskirkja með
metraþykkum hlöðnum veggjum
og án stuðningsstoða. Lykilsteinn
lokar bogunum í dyrunum. Frá
1300 og fram að stjórnarbyltign-
unni er saga Sevennahéraðs undir-
lögð ránum og eyðileggingu, rib-
baldaflokkar rændu ferðamenn.
Um 1560 komu mótmælendur til
sögunnar. Þá eyðileggja Huge-
nottar kirkjuna. Af henni standa
eftir rústirnar, langskipið farið en
þverskipið er þarna. Sama var að
segja um klausturbyggingarnar.
En hnignunin hélt áfram. Friðsam-
legt var um sinn og var þverskipið
og kórinn þá viðgert og reistur
varnarmúr til hlífðar. 1610 voru
kanúkarnir svo reknir úr klaustr-
inu og hnignunin varð varanleg.
Sjá síðu 4