Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 4

Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 4
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 4 J SÆLUDAL Myndin af Málfríði Sveinsdóttur í Reylqavík, íklæddri Myndin af Fríðu í faldbúningnum í litum eins og faldbúningi, eins og hún er birt í „Islandsmyndum Mayer lýsir þeim í nýframkomnu handriti, treyjan Mayers 1838“, íslensku útgáfunni frá 1986. græn með gylltum borðum og pilsið fjólublátt með rauðum leggingum. SÍÐASTIKOSSINN TIL FRÍÐU Nú tóku við eilíf trúarbragðastríð og stríð gegn konungsvaldinu. Blóðbað mikið í héraðinu. 1705 brenndu kalvínistar allt klaustrið og sagt að þeir hafi haft bjölluna á brott með sér. Síðasti kanúkinn flúði 19 árum síðar og er jarðsett- ur í kirkjunni. *Nú var öllu lokað. Klaustrinu var breytt í bóndabæ, allt selt nema kirkjan sjálf, en hún var gerð að fjósi. Fornminjum bjargað Ekkert gerðist í aldir. Þar til Giselle Jónsson kom til sögunnar. Hún hafði séð þetta klaustur á korti og lesið bók frá síðustu öld eftir landfræðinginn Martell, sem sagði að þarna væri ein af elstu kirkjum Frakklands, sem nú væri fjós. Fyrir 40 árum fór Giselle svo þangað með vinkonu sinni. „Allir sem sjá rústirnar verða frá sér numdir,“ segir Giselle. Hún kveðst oft hafa hugsað um þetta, en þá var hún mjög upptekin í starfi sínu. „Þegar um hægðist fann ég til meiri þarfar fyrir að teikna og mála, eins og ég hafði raunar allt- af gert. Þegar ég komst á bragðið varð ég allt að teikna. Ég hafði alltaf haft áhuga á fornleifafræði. Var í sex ár með ritstjórn á forn- leifafræðiriti á vísindastofnuninni, sem nefnist Gallia. Tók við því um 1980. Það var mitt síðasta starf á rannsóknastofnuninni. Ég tók að teikna með kínversku bleki upp nákvæmlega allar klausturrústim- ar. Fyrstu teikningamar sýndi ég vinkonu í College de France, sem fæst við þessháttar fyrir franska menntamálaráðuneytið. Hún hvatti mig til að senda þær til varðveislunefndarinnar Monument Historia í Monpellier. Þar hitti ég fólk sem ég hafði þekkt úr fyrri störfum, sem sagði mér að fá þess- ar rústir strax flokkaðar sem þjóð- minjar og þær voru settar á þann lista. Þá var ráðist í að hafa sýn- ingu á teikningunum í París, þijár sýningar í Sevennafjöllum og eina í Beaucaire. Þetta vakti mikla at- hygli og var skrifað um það í blöð- in. Og vorið 1992 var ég beðin um að hafa forgöngu um að stofna um málið samtök, sem var gert á þessu ári. Þau nefnast Association Prieure Notre Dame de Bonheur. Þau eru stofnuð í þeim tilgangi að varðveita og jafnvel síðar að byggja upp rústimar í Notre Dame de Bonheur. Málið hefur hlotið blessun og stuðning úr Friðunar- sjóði og næsta sumar mun 15 manna hópur ungmenna frá sjálf- boðaliðasamtökunum um slík við- fangsefni á aldrinum 18-30 ára hefja verkið þarna undir umsjón arkitekts og fornleifafræðings. Byijað verður á að veija rústirnar sem eftir eru.“ Þetta framtak hefur vakið mikla athygli og Giselle Jónsson var á sl. sumri gerð heiðursfélagi á há- tíð sem haldin var í nýstofnaða félaginu. En áhuginn er mikill. Þegar hafa gengið í félagið til varðveislu klaustursins 150 manns, auk þess sem sveitar- stjómin í Valleraugue og fleiri styðja málið. Áhugann má glöggt sjá í ritinu Cevennes Magazine, þar sem forsíðan og margar síður eru lagðar undir málið og myndir birtar af teikningum Giselle, fyrir- lestur hennar, nokkrar teikninga af plöntum héraðsins, sem Giselle hefur líka safnað og teiknað, og frásögn af stofnun samtakanna. Þar segir m.a. að með gífurlegri elju hafi þessi kona frá Rann- sóknastofnuninni CNRS lyft Grettistaki. Ein síns liðs og án sérstakrar þekkingar á arkitektúr unnið þetta verk af einstakri ná- kvæmni. Fyrsta sýningin í París hafi vakið undrun og aðdáun gesta, og hún eigi gullpálma skil- inn. Teikningar hennar hafí vakið löngun allra til að fara á staðinn. „Síðasti kossinn til A. og annar til F. (Fríðu). Það er ekki nema ein kona sem ég get ekki haft þá ánægju að faðma og það er sú sem hefur grátið í allan dag, ef til vill sú eina þeirra sem raunverulega elskaði mig. Ég kveð með góðar minningar RJK (Reykjavík) og stúlkumar tvær sem ég elskaði þar. Við erum að sigla út úr flóanum á réttum tíma. Reykja- vík er horfin. Far vel!“ Þannig kveð- ur Xavier Marmier ísland og konurn- ar þar 31. október 1836. Þetta skrif- ar í einkadagbók sína franski mál- fræðingurinn Marmier, sem var í vísindaleiðangri Páls Gaimars og varð frægur á íslandi fyrir að skrifa um sögu okkar og bókmenntir, en ekki kannski síður fyrir það að bæði Jónas Hallgrímsson og Benedikt Gröndal notuðu hann í gamansögum sínum. Og í munnmælum hafa í meira en 150 ár lifað sögumar um ástamál Xaviers Marmiers og hinnar fögru Fríðu, sem eftir brottför hans ól hún honum sveinbam, Svein Marmier. Af þessari einkadagbók, sem Giselle Jónsson hefur afrit af í París, má ráða að þær hafa verið fleiri Reykjavíkurkonurnar en Fríða og fleiri en tvær sem vísindamaður- inn frægi lagði lag sitt við í Reykja- vík þetta sumar. Búningurinn í röngum lit Þessi fræga mynd úr safni Aug- usts Mayers, sem til er af Málfríði Sveinsdóttur í faldbúningi með spaðafald á höfði, er ekki rétt, eins og hún birtist í „íslandsmyndabók Mayers frá 1986“. Gisselle Jónsson hefur fundið í Archive Nationale lýs- ingu Augusts Mayers sem hann skrifar í lista með myndunum og sýnir að búningurinn var í allt öðrum litum (Dessins Contenue dans Album de Voyage nr. 18. nr. 19 er líka af sama). í lista yfir teikningamar seg- ir að treyjan hafí verið græn með gylltum borðum, pilsið fjólublátt með rauðum leggingum, belti og hálsmen úr silfri. Eða eins og þar stendur í myndartexta á frönsku: „Costume de Jeune fílle de Reykjavik — Frida. Corset vert avex galon d’or, jupon violet bordé de rouge, collier et ceint- ure en argent." Þegar að er gáð í eftirmála að íslandsmyndabók May- ers 1836, sem út kom hjá Erni og Örlygi, kemur fram að myndimar í frumútgáfunni eru svart/hvítar, en hafa verið handlitaðar hér á landi svo hægt væri að birta þær í lit í þessari útgáfu og mikið lagt í heim- ildasöfnun til að giska á litina sem réttasta. Hefur fagfólk verið haft til að leiðbeina um litaval á klæða- burði. Segir þar réttilega að mesta áhættan sé varðandi fólk og fatnað. Það hefur vissulega reynst svo um búninginn sem Fríða sat fyrir í á mynd Mayers. Á umræddri mynd situr Fríða á steini. Fullu nafni hét hún Málfríður Sveinsdóttir, dóttir Sveins Ólafsson- ar bónda á Amarhóli og var um þetta leyti frammistöðustúlka í Klúbbnum. Fór orð af fríðleika hennar. íslenski búningurinn sem Fríða er í á myndinni fór utan með leiðangurs- mönnum. Einn þeirra, Eugen Rob- ert, fékk hann, en ekki silfrið með. Giselle segir að af textanum verði ekki úr því skorið hvort hann fékk hann gefíns eða keyptan, því franska orðið geti þýtt hvort sem er. Af einkadagbókinni má sjá að Xavier Marmier hefur tekið eftir Fríðu frá fyrsta degi. Segir Giselle að svo virðist sem hún hafi skrifað nafnið fyrst með blýanti í dagbók hans og hann svo farið ofan í það með penna. Xavier Marmier var ung- ur maður, fæddur 1808. Faðir hans var tollvörður og móðir hans aðals- kona og hann var annar af 6 bömum þeirra. Og það skrýtna er að af þeim öllum er enginn erfingi til nema ef vera skyldi Sveinn litli Marmier, sem fæddur var og skírður á Islandi. Pétur Pétursson, sem gert hefur leit að honum, telur að hann hafí dáið ungur. En Fríða fór til Danmerkur og giftist dönskum skósmið. 19 ára gamall lagðist Xavier Marmier í ferðalög og tvítugur var hann virkur þátttakandi í ritinu Revues des Deux Monde með skáldunum Georges Sand, Saint Beuve, Alfred Musset. Hann var fræðimaður um þýskar bókmenntir og þýddi Goethe og fleiri og gaf 1934 út bók. Hann var valinn af Frönsku akademíunni til að taka þátt í leiðangri Gaimars til að sinna íslenskum-þýskum samanburðarbók- menntum. „Þá kvaðst hann kunna dönsku, en það hefur verið eitthvað orðum áukið, því á skipinu á leiðinni til íslands kveðst hann vera að læra dönsku," segir Giselle. Hún er með afrit af þessum texta einkadagbókar- innar, sem hann skrifar á blöndu af frönsku og vondri dönsku, líklega til að fela fyrir öðrum. Skip leiðangursins Recherche kemur til Reykjavíkur mánudaginn 30. maí kl. 6 að morgni. Hann segir að þeir hafí fundið tvö hús. Sjálfur býr hann í húsi sem er bamaskóli þar sem Hjaltested er skólastjóri, en það er ekki fyrr en 6. júlí að hann kveðst vera að taka hjá honum fyrstu kennslustundina í íslensku. Marmier skrifar: „Karlmennirnir eru óhreinir og ilia búnir, en stúlkurnar ferskar og fallegar." Hann borðar í Klúbbn- um. Þar hittir hann frammistöðu- stúlkuna Fríðu fyrsta kvöldið. „Rein gut — Frida.“ I texta leiðangurs- manna segir um hana, að Fríða sé mjög falleg og jafn kókett og hún er falleg. Skjótt takast ástir Annan júní skrifar Marmier: „Fyrsti kossinn á varir Fríðu. Draum- ar mínir eru heitari eftir fyrsta ljúfa íslenska kossinn. Ástin flæðir hvar- vetna um Norðurlönd engu síður en suðræna dali.“ Viku síðar, mánudag- inn 6. júní, segist hann þreyttur á lestri Islendingasagna og kveðst spjalla við Fr. meðan Mayer teiknar af henni myndina. „Ástarþrá af beggja hálfu. Ómögulegt að fínna tækifæri,“ skrifar hann. En strax daginn eftir, þriðjudag kl. 6 að morgni, skrifar hann :„Bait Frida,“ svaf hjá Fríðu. Og á eftir fylgir á dönsku: „Það eru ekki miklar höml- ur. Þær þekkja þessa dægradvöl." 26. júní skrifar Marmier á frönsku: „Aumingja konumar eru alls staðar eins. Þær sem ég hélt svo saklausar og fákunnandi hafa lengi þekkt vissa hluti." Xavier Marmier hefur greinilega verið í sambandi við margar fjöl- skyldur á íslandi. í bókina hans hef- ur Katrín Elísabet Jónassen skrifað Faðirvorið á íslensku. Hann er ekki aldeilis við eina fjölina felldur. 25. júlí skrifar hann að hann hafi hafið samband við þijár aðrar. Ekki er Fríða þó alveg úr sögunni, þvi 2. ágúst hefur hann verið á balli í Klúbbnum og skrifar að hann sé kominn í rúmið með íslenska orðabók um miðnættið. Þá kemur Fríða hon- um að óvöram og truflar frá lestrin- um. Á ballinu höfðu verið Madame Jörgen, Madame Sievertsen, Ma- dame Jónsson og hann segir að An- ika Holter, kona af eskimóaættum, hafí verið drottning dansleiksins. Almennt segir hann: „Konurnar eru illa til fara, sumar snotrar, þar sem karlamir hanga aftur á móti úti í tjaldi yfir púnsi og vindlum." Ýmislegt gerir Xavier Marmier í Reykjavík. Hann hitti t.d. Tómas Sæmundsson skáld, sem kom frá Breiðabólstað og þeir töluðu saman á frönsku og skrifuðust á. í bréfí kveðst Tómas vilja skrifa í leiðang- ursbók Gaimars Ferðabókina og Sögu íslands, sem hann er með. En ekkert hefur orðið úr því. Sjálfur yrkir Marmier ljóð í ferðinni, sem eru í dagbókinni. Hann þýddi t.d. Eldgamla ísafold á frönsku og hann Giselle og Sigurður Jónsson á heimili sínu í París.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.