Morgunblaðið - 07.11.1993, Side 5

Morgunblaðið - 07.11.1993, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 B 5 orti líka ljóð þegar hann gekk á Heklu með Gaimard 30. júní 1836, á undan Jónasi. Upphafið er svona: „Du haut du Mont Hecla sur ce sommet glacé.“ Victor Hugo fær ljóð um Geysi. Konurnar fá sín ljóð. í ljóði Til annarra ástkvenna 7. ágúst kemur fyrir Helga „ma belle“. En ljóðið til Fríðu 16. júní nefnir hann hann Melancolie: „Je connais une vierge, une vierge du Nord/Son front est pale, hélas! mais douee son image“... Og hann talar um kirkju- garðinn, þar sem þau virðast hafa hist. Grínfígúra Jónasar og Gröndals í gamansögu Jónasar Hallgríms- sonar, jafnaldra Marmiers, Þegar drottningin á Englandi fór í orlof sitt, lætur hann Marmier vera skutil- svein Frakklandsdrottningar, sem segir: „Marmier minn!“ (því það er Marmier sem inn kom; hann er nú orðinn jarl) „farðu“, segir hún, „út og láttu hann Guðmund litla hlaupa á næsta bæ eftir ijóma“. Þegar Marmier heimsækir Bessa- staðaskóla, sér hann 10 ára son rekt- ors, Benedikt Gröndal, sem um 1850 notar hann í Heljarslóðarorustu sinni. „í liði Napóleons var maðr einn er Marmier hét, hann var spekingr að viti... Við hestaatið á Marengsvöllum er hann Loðvík Napóleon til ráðgjaf- ar. Napóleon mælti: „Það vil eg gera Marmier og hefur þú lengi heilráðr verið. Þá var hesturinn leiddr fram á völlinn og gekk Marmier fram með; hann hafði broddstaf í hendi; þann broddstaf hafði Kristján í Stóradal gefið Marmier, og hrút feit- an lét hann fylgja stafnum og kvað hann eigi mundu hrútlausan meðan hann ætti hrútinn, og eigi staflausan meðan hann ætti stafinn. En þá var Marmier búinn að lóga hrútnum fyr- ir laungu, því hann gaf Lamartine hrútinn í sumargjöf.“ Seinna er Marnier svo kominn frá Ítalíu og lendir í heilmiklum bardúsi með kú eina í París, þar sem koma fyrir Alexander Dumas og Lamartine, Pelissier o.fl.“ Giselle finnst mjög ósanngjarnt hvernig Xavier Marmier hefur af þessum gamansögum orðið eins og hálfgerð grínfígúra í augum Islend- inga. Hún segir að nú sé litið á hann í Frakklandi sem frumkvöðul í sam- anburðarmálfræði, enda talinn sér- fræðingur í germönskum tungumál- um á fyrri hluta 18. aldar. Hann var líka skáldsagnahöfundur og bók- menntaverk hans komu út í 80 bind- um. Lettre sur Islande var fyrsta verk hans af fjölmörgum um lönd og þjóðir. Marmier dó 1890, meðlim- ur akademíunnar og hlaðinn marg- víslegum heiðri. Hún telur síðari hluti ævi hans merkastan. Eftir að hafa misst konu sína eftir eins árs hjóna- band og son sinn, lætur hann alger- lega af þessu lífi rómantíska elskhug- ans og kvennamannsins. Aður hafði hann trúlofast og yfirgefið dóttur danska skáldsins Ohlenslagers og átt sömu ástkonu og Victor Hugo, Leonie. Hann hafði unnið með Ge- orge Sand, Musset, Hugo, Ste Be- uve, Lamartine, Alexander Dumas við ritið Revue des 2 Monde, þar sem íslandsbréfin hans voru fyrst birt. Hann var konungssinni og átti ekki eins upp á pallborðið eftir að Napo- leon III var velt úr sessi. Hann dreg- ur sig því ungur í hlé og eyðir því sem eftir er ævinnar við skriftir. „Journal" hans, sem er samtímasag- an frá 1848-1890, 3.000 síðna rit, þykir ómetanlegur vitnisburður um stjórnmál og félagsmál þessa um- brotatíma. Hann umgekkst líka skáldin frægu. Andlát hans og útför var því stórviðburður meðal bók- mennta- og hefðarfólks í París. 20. nóvember 1892 var í salar- kynnum Grand Véfour efnt til glað- værrar erfidrykkju. Xavier Marmier hafði látið eftir sig fyrirmæli: „Til minningar um þær hamingjustundir sem ég hefi átt meðal bókasalanna á vinstri bakka Signu, sem ég tel vera einhveijar ánægjulegustu stundirnar í lífi mínu, eftirlæt ég þessum ágætu götusölum 1.000 franka. Ég óska eftir því að þessi upphæð verði notuð handa þessum um það bil 50 sölumönnum, til að greiða fyrir fjörugt kvöldverðarboð, þár sem þeir eyða um klukkutíma í að minnast mín.“ KAUPMANNAHAFNARBRÉF Dekurkynslóðin KynslóðabH er alþekkt hugtak í Danmörku, rétt eins og á íslandi og þýðir það sama, nefni- lega að hinir eldri skilji ekki þá yngri og öfugt. En athyglin er líka smám saman að beintast að annars konar bili, sem skiptir kynslóðunum. Það er bilið milli þeirra, sem fengu allt og að mestu fyrirhafnarlaust og svo hinna sem fá lítið og þá aðeins með ærinni fyrirhöfn. Til kynslóðarinnar, sem fékk allt, dekurkynslóðar- innar, teljast þeir, sem fæddust skömmu fyr- ir, á eða rétt eftir stríðsárin. Börn þeirra þurfa hins vegar að hafa ærlega fyrir lífinu, miðað við foreldrana. Þau ólust upp við að allt batn- aði, en þegar kom að þeim, var batinn á enda og samdráttur kominn í staðinn. Að vissu leyti eru þau týnda kynslóðin. Kynslóðin, sem komst ekki almennilega að. Steiktar gæsir á flugi með rauðvínsglasi Þeir Danir sem fæddust um miðja öldina, fæddust inn í velmektarskeið og uppsveiflu- tíma. Skólakerfið var að verða fyrir alla, ekki aðeins þá sem komu af efnaheimilum. Margir langskólagengnir af þessari kynslóð voru fyrsta menntafólkið í íjölskyldunni. Menntun- artækifæri fyrir alla hafði ekki þekkst áður. Fólki í háskólanámi fjölgaði gífurlega og flest- ir komust í það nám, sem hugurinn stóð til og vilji fylgdi máli. Inntökupróf, háar einkunn- ir til inngöngu, eða próf til að fella fólk eftir fyrsta árið, voru óþekkt hugtök. Námslánin komu líka í tæka tíð, enginn átti að þurfa að hverfa frá námi vegna efnaleysis. Þegar strákarnir fóru að draga sig eftir stelpunum og öfugt var líka hægt að njóta þess. Getnaðarvarnir gerðu samdráttinn ekki eins varasaman og hann hafði verið áður. Ef afleiðingarnar urðu aðrar en ætlaðar, þá voru fóstureyðingar fijálsar. Ef barnið fékk að fæðast þrátt fyrir allt, þá voru galopnar stofn- anir til að sjá um börnin. Þegar þessir stóru árgangar komu í há- skóla og aðrar æðri menntastofnanir hrikti í, en aðeins um tíma, því þá var bara byggt og bætt og einmitt þegar skólarnir tóku að æla þessu fólki fullnuma út vantaði alls staðar fólk í vinnu. Þeir sem vildu komast að í skólun- um komust líka að þar. Þeir voru í gifurlegri þenslu og því alætur á fólk, svo þessi kynslóð raðaði sér á garðann og hefur setið þar síðan. Þegar kom að því að finna sér húsnæði var það heldur ekki torvelt og úr ýmsu að velja. Það var hægt að fara í einbýlishúsahverfin, sem alls staðar spruttu upp eins og gorkúlur, til að hýsa allar þessar nýju fjölskyldur. Svo var hægt að verða sér úti um hús og íbúðir í bæjum og borgum og allt var þetta í dýrð- legu boði húsnæðislánastofnanna, sem buðu löng og hagstæð lán. Svo bættist verðbólgan við, ekki nein ósköp svo hún gerði lífið erfitt, heldur bara svona tíu prósent, sem dugði til að gera lánin léttbær. Bæði húsnæðis- og námslánin gufuðu upp. Tökum sem dæmi kennarahjón, sem eru að verða sextug, en líta út fyrir að vera miklu yngri. Strax og þau útskrifuðust beið vinnan þeirra og líka barnaheimilisplássin, þegar börnin þijú fæddust. Fyrir uttugu árum keyptu þau raðhús í gömlu verkamannahverfi við vötnin í Kaupmannahöfn. Húsið kostaði þá um 4,5 milljónir íslenskra króna. Nú skulda þau um 2,5 milljónir í húsinu. Hverfið hefur síðan orðið mjög vinsælt og ef þau seldu hús- ið fengju þau líklega um þrettán milljónir fyr- ir það, svo fjárfestingin var góð. Sumarbústað- inn úti á Sjálandi hugsuðu þau ekki sem neina fjárfestingu þegar þau keyptu hann fyrir 25 árum á um milljón, en ekki hafa þau tapað á honum, því hann myndi nú seljast á um þijár milljónir og í honum skulda þau sama sem ekkert. Með léttbærum lánum og kaupi, sem hækk- aði jafnt og þétt, og vinnuviku sem varð æ styttri var líka tími til að njóta lífsins og skoða sig um í heiminum. Ferðalög urðu viðráðanleg fyrir flesta og bjórnum var skipt út fyrir vín á notalegum stundum, sem geta verið marg- ar, ef vel er að gáð. Þetta var betra en í ævintýrunum, því það var ekki aðeins að steiktar gæsar flygju um, heldur kom rauð- vínsglasið með. Kennarahjónin, sem minnst var á áður, hafa líka náð að njóta þessa og hafa ferðast töluvert. Nú fer að eygja í eftirlaunaaldurinn hjá þessari kynslóð og hún er þegar farin að und- irbúa hann. Til eru ýmiss konar aðferðir við lífeyrissparnað, sem skatturinn lítur mildum augum og lætur vera að klípa af, þar til hann er tekinn út. Baráttukynslóðin frá götuvígjun- um á sjöunda áratugnum er nú farin að mót- mæla aðbúnaði aldraðra og hefur stofnað baráttuhópa í því skyni. Rauðsokkurnar eru komnar á breytingarskeiðið og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fræða alla hina um hvernig það gangi fyrir sig. Aldurinn það eina sem kemur fyrirhafnarlaust Hvernig líður þá börnum þessarar kynslóð- ar? Þau eru reyndar engin börn lengur, eru komin á fertugsaldurinn þau elstu, en aldurinn er um það bil það eina, sem þau hafa ekki þurft að hafa fyrir að ná. Þegar þau byijuðu á langskólanámi var orðið offramboð á nokk- urn veginn öllu. Hér eru gefnar einkunnir á þrettán-skalanum. Til að komast í vinsælar greinar eins og læknisfræði og bókmenntir þarf að hafa níu eða tíu í meðaleinkun í fyrstu umferð. Nú er talað um að taka upp hörð próf eftir fyrsta ár, til að saxa enn á hjörð- ina. Svo er mýgrútur af reglum fyrir þá sem ekki eru nýstúdentar, heldur eru eldri, hafa reynslu eða annað og fara inn á sérstaka kvóta, sem ekki eru alltaf auðskiljanlegir. í haust var sagt frá ungum manni, sem hafði tekið stúdentspróf fyrir fimm árum. Hann var ekki viss hvað hann vildi, svo hann gerði hitt og þetta, en sá svo að hugur hans stóð til bókmenntanáms. Einkunnirnar stóðu hins vegar ekki nógu hátt, svo hann dreif sig í öldungadeild og tók súper stúdentspróf upp á tíu, á þeim tveimur árum, sem námið tek- ur, sé það tekið af fullri hörku. Nú sótti hann glaðhlakkalega um. Hann gat þá sótt um sem eldri stúdent með reynslu, en einnig sem ný- stúdent og eftir góð ráð valdi hann þá leið. Það hefði hann þó betur látið ógert, því viti menn! Reglumar höfðu hnikast til og tíu dugðu honum ekki til inngöngu. Kannski kemst hann inn seinna í vetur, annars er bara að halda húmornum og sækja næst og þá á réttum forsendum. En erfiðast er þó að komast í ljós- móðurnám virðist vera. Biðin eftir því getur tekið tíu ár. Það hefur heldur ekki verið heigl- um hent að komast í hjúkrun, þar sem frekar hefur verið spurt um einkunnir en hjarta- gæsku. Nú vantar hjúkmnarkonur, svo þær eru fluttaer inn frá Svíþjóð og Noregi. Það stefnir í stórfelldan skort í þeirri stétt' eftir nokkur ár, líka meðal lækna og svo mætti lengi telja. Húsnæðismál ungu kynslóðarinnar eru raunarolla. Þeir, sem trúðu því að það yrði hjá þeim eins og mömmu og pabba að verð- bólgan æti upp skuldirnar, svo óhætt væri að kaupa heldur dýrar en þau réðu við, hafa far- ið flatt á því. Fasteignaverð hefur lækkað undanfarin ár og verðbólgan er horfin. Tökum sem dæmi kennarafjölskyldu um þrítugt. Þau keyptu hús 1985, sama ár og maðurinn út- skrifaðist sem kennari. Konan var þegar farin að kenna. Einmitt um þetta leyti var fasteigna- verð í hámarki, en hefur fallið síðan. Húsið er utan við Kaupmannahöfn, í skikkanlegu hverfi og kostaði tæpar sex milljónir. Þau endurbættu það fyrir um milljón, en ef þau seldu nú, mættu þau teljast heppin að ná sölu- verðinu. Lánabyrði þeirra hefur ekki lést og nautasteik og rauðvín sést sjaldan á borðum á því heimili. Námslánin bætast við fasteigna- lánin og hvorugt sýnir nokkur merki þess að ætla að gufa upp. Þau koma til að þurfa að borga hvern einn og einasta eyri til baka og dtjúga vexti með. Mamma og pabbi gátu allt- af dregið vextina frá skattinum, en börnin geta það ekki nema að hluta og allt stefnir í minnkandi vaxtafrádrátt. En þau prísa sig þó sæla að hafa vinnu, sem þau geta lifað af, þó þau lifi ekki neinu lúxuslífí. Kennaralaunin eru ekki eins há og þau voru fyrir tuttugu árum. Það er ekki eitt, heldur allt... Ef unga kynslóðin ætlar að skvetta úr klaufunum, eins og foreldrakynslóðin og iðka það sem kallað- ist fijálsar ástir, þá hringir viðvörunarbjalla í hauspum á þeim. Slík léttúð gengur ekki leng- ur. Ástin á tímum eyðninnar verður að lúta öðrum lögmálum. En það er alla vega ljóst að þegar börn og barnabörn dekurkynslóðar- innar koma í heimsókn, þá skortir varla um- ræðuefnið, þegar þá og nú er annar vegar. Efnið dygði í þykka bók, en er kannski nokk- uð beiskt meðlæti með ijómakökunum .. . Sigrún Davíðsdóttir Mótettukór Hallgrímskirkju Sálumessa og Ottusöngvar á vori Hörður Áskelsson ásamt einsöngvurum. VERK eftir Maurice Duruflé og Jón Nordal eru viðfangsefni fyrstu tónleika Mótettukórs Hall- grímskirkju í vetur. Tónleikarnir verða haldnir sunnudagskvöldið 7. nóvember og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru Ottusöngvar á vori eftir Jón Nordal sem frumfluttir voru í Skálholti sl. sumar og Sálu- messa Duruflé sem flutt var á Kirkju- listahátíð sl. sumar. Flytjendur auk Mótettukórsins eru þau Rannveig Fríða Bragadóttir messósópransöngkona, sem kemur sérstaklega frá Vínarborg vegna þessara tónleika, Þóra Einarsdóttir, sem er við söngnám í London, Sverr- ir Guðjónsson kontratenór, Michaele Jón Clarke barítónsöngvari frá Akur- eyri, þýski organistinn Hannfried Lucke, Inga Rós Ingólfsdóttir selló- leikari og Eggert Pálsson slagverks- leikari. Kórinn vinnur nú að upptökum fyrir breska útgáfufyrirtækið Chand- os, en ætlunin er að gefa út geisla- disk með Sálumessu Duruflé og Messu fyrir tvo kóra eftir Frank Martin. Mótettukór Hallgrímskirkju var stofnaður af stjórnanda hans, Herði Áskelssyni, haustið 1982. Kórinn telur um 60 konur og karla á aldrin- um 20-45 ára. Þessir tónleikar eru fyrstu tónleik- ar kórsins á 12. starfsári hans. Rannveig Fríða Bragadóttir messósópran lauk einsöngvaraprófí frá Tónlistarskólanum í Vínarborg með sérstakri viðurkenningu frá austurríska menntamálaráðuneyt- inu. 1987 varð hún félagi í Óperu- stúdíói Ríkisóperunnar í Vínarborg og 1989 var hún ráðin einsöngvari við óperuna. Michael Jón Clarke stundaði söng- og fíðlunám við Trinity College of Music í Lundúnum og lauk þaðan Graduate-prófi árið 1973. Hann stundaði framhaldsnám í sömu grein- um við Illinois University 1981 og lauk Postgradute-námi í óperusöng við Konunglega tónlistarháskólann í Manchester. Hann hefur komið fram sem einsöngvari með kórum og á sjálfstæðum tónleikum hérlendis og erlendis. Þóra Einarsdóttir hóf hún söng- nám við Guildhall School og Music and Drama í Lundúnum haustið 1992 og stundar nú nám í óperudeild skól- ans. Sverrir Guðjónsson stundaði fram- haldsnám sem kontratenórsöngvari um þriggja ára skeið í Lundúnum. Sverrir var einsöngvari í flutningi Mótettukórsins' á Jóhannesarpass- íunni á síðasfa ári. Hannfried Lucke hefur verið dós- ent á orgelleik við tónlistarskólann Rheinbergerhaus í Vaduz í Liechten- stein frá 1990 og stjórnað Liecht- ensteiner Kantorei. Hannfried Lucke lék á tónleikum í Hallgrímskirkju í sumar auk þess sem leikur hans var hljóðritaður vegna útgáfu á geisla- disk með orgelverkum frá róman- tíska tímabilinu. Hörður Áskelsson var ráðinn org- anisti og kantor við Hallgrímskirkju í Reykjavík sumarið 1982 og frá 1985 hefur hann verið lektor í litúrg- ískum söngfræðum við guðfræðideild Háskóla Islands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.