Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 8

Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 iM)V8i;8UU0ltBI8l£ Lllt W Tökur hefjast á Frankenstein ■ Sjón varpsþættirnir um kúrekann Maverick, sem James Garner lék svo eftirminnilega, verða að bíómynd á næstu mánuðum. Munu flestir helstu sjónvarpsþættirn- ir úr gamla Kananum þá vera komnir á hvíta tjaldið. Maverick er fyrsti sjónvarpsvestrinn sem bíómynd er unnin uppúr og kemur í kjölfar Hinna vægðarlausu eftir Clint Eastwood en sá hefur löngum getað hleypt nýju blóði í vestr- ann þegar allir aðrir hafa misst trúna á hann. Leikstjóri Mavericks er Richard Donner sem í seinni tíð er þekktastur fyrir „Lethal Weapon“ myndirnar. Fer aðalleik- ari þeirra, Mel Gibson, með titilhlutverkið en aðalkvenhlutverkið er í höndum Jodie Foster. Það fylgir sögunni að Garner muni koma fram í litlu hlutverki í mynd- inni. ■Quentin Tarantino, sem gerði hina ofbeldis- fullu mynd „Reservoir Dogs“, er byijaður á nýrri með Bruce Willis í aðalhlutverki. Hún heitir „Pulp Fiction“ (Draslbókmenntir), en með önnur hlutverk fara m.a. John Travolta og að líkindum Uma Thur- man, Holly Hunter og breski Ieikarinn úr „Dogs“, Tim Roth. Myndin er byggð upp af þremur sögum sem tengjast í lokin. Travolta mun leika leigumorð- ingja og heróínneyt- anda, Willis boxara sem drepur andstæðing sinn í stað þess að láta hann vinna og Roth mun leika mann sem rænir veit- ingastað. Tvær stórmyndir gerð- ar eftir þekktum metsölubókum banda- rískum eru nú sýndar í kvikmyndahúsum borg- arinnar og líta sjálfsagt ókunnuglega út þeim sem lesið hafa bækurnar. Önnur er Fyrirtækið með Tom Cruise undir leik- stjórn Sidney Pollacks sem er af gamla hasar- myndaskólanum. Hinum ágæta söguþræði bókar- innar er breytt mjög til hins verra svo örlög lög- fræðingsins verða allt önnur og lausnin miklu líkari „góðum“ Holly- wood-endi en rökréttri niðurstöðu bókarinnar. Hin myndin er Rísandi sól með Sean Connery undir leikstjórn Philip Kaufmans. Þar er einnig vikið í mjög veigamiklum atriðum frá góðri spennu- sogu þannig að úr verður næstum alveg nýtt og lakara efni, önnur aðal- persónan er látin vera svört og morðinginn er ekki sá sami. Breytingar á sögum geta verið af hinu góða þegar þær eru færðar yfir á tjaldið en ekki í þessum tilvikum. Hér hefðu menn átt að kvik- mynda eftir bókinni. í keppninni; Guðný Halldórsdóttir leikstýrir Karlakórn- um Heklu. Karlakórinn keppir í Lubeck Karlakórinn Hekla eftir Guðnýju Halldórs- dóttur er í keppninni um bestu mynd síðasta árs á 35. norrænu kvikmyndahá- tíðinni í Lubeck í Þýska- landi. Hún er ein af átta myndum sem taka þátt í keppninni en hátíðin í Lubeck er ásamt þeirri í Rúðuborg stærsta norræna kvikmy ndahátíðin. Hátíðin stendur yfir dag- ana 4. til 7. nóvember og taka tvær danskar myndir þátt í keppninni; tvær frá Finnlandi, ein íslensk, ein frá Litháen og tvær frá Noregi. A meðal mynda sem keppa eru Jarðýtan eftir Mariu Sodahl frá Dan- mörku, Týndi soriurinn eftir Veikko Aaltonen frá Finn- landi, Síðasti liðsforinginn frá Noregi og Loftskeyta- maðurinn, einnig frá Nor- egi, en hún hefur verið sýnd í marga mánuði í Regnbog- anum. Þess má einnig geta að Týndi sonurinn var ein af betri myndunum á Nor- rænu kvikmyndahátíðinni í Háskólabíói sl. vor. Tökur á bandarísku bíó- myndinni „Mary Shel- ley’s Frankenstein“ hófust 21. október í Shepperton- kvikmyndaverinu á Bret- landi, en leikstjóri hennar er Bretinn Kenneth Bra- nagh, sem einnig leikur vís- indamanninn Franken- stein. Robert De Niro leikur skrímslið sem hann vekur til lífsins. Aðrir leikarar eru Hel- ena Bonham Carter, Tom Hulce, Aidan Quinn, John Cleese, Ian Holm og Cherie Lunghi. Francis Coppola og James V. Hart, sem gerðu „Bram Stoker’s Dracula", eru framleiðendur Fran- kensteins og eins og Drak- úla er þessi tekin að öllu leyti í upptökuveri og er búist við að myndin verði tilbúin til sýninga næsta haust. Fjöldi mynda hefur verið gerður um Frankenstein, bæði í gamni og alvöru, sem lýsa tilraunum hans til að kveikja líf. Það líf hefur yfirleitt verið hávaxið með ferkantaðan haus og skrúfu í hálsinum en nú þegar kameljón kvikmynd- anna, Robert De Niro, hef- ur tekið hlutverkið að sér er aldrei að vita hvað verð- ÞAÐ LIFIR; hvernig skyldi Robert De Niro taka sig út sem skrímsli Frankensteins? ur. De Niro er frægur fyrir geysilega nákvæman und- irbúning - hann fitar sig og grennir að vild - en hvert hann leitar að inn- blæstri fyrir skrímslið er mönnum hulin ráðgáta. 'KVIKMYNDIR^ Hvad vard um Leni Riefenstahlf Sýnd á næstunni; Matt Dillon í „Mr. Wonderful." 6.000 hafa séð Hina óæskilegu Alls höfðu um 6.000 manns séð svertirfgja- myndina Hina óæskilegu um síðustu helgi í Laugarásbíói. Þá höfðu um 3.000 manns séð gamanmyndina Prinsa í LA og 3.500 manns höfðu séð Tvo ruglaða. Á meðal næstu mynda Laugarásbíós er franska myndin Max og Jeremie með Christopher Lambert og Philippe Noiret. Jean- Claude' van Damme-myndin „Hard Target“ í leikstjórn John Woos verður frumsýnd í Laugarásbíói og Háskóla- bíói 12. nóvember. Síðan kemur hin umtalaða mynd „The Program" í Laugarás- bíó með James Caan í aðal- hlutverki. Leikstjóri er David S. Ward („The Sting“), en í Bandaríkjunum var atriði klippt úr myndinni sem unglingar hermdu mjög eftir með hryllilegum afleið- ingum, þ.e. lögðust niður á hraðbrautir til að sýna kari- mennsku sína. Laugarásbíó sýnir einn- ig„„Mr. Wonderful" með Matt Dillon og vestrann „The Last Outlaw“ með Mickey Rourke. Sýningum á myndinni „Even Cowgirls Get the Blues“ eftir Gus Van Sant hefur verið frestað vestra og því er útlit fyrir að hún komi ekki í Lauga- rásbíó fyrr en eftir áramót. Sigur viljans „Ég grét og þeir kvikmynduðu það,“ segir Leni Rie- fenstahl níutíu og eins árs um nýja heimildarmynd um sig sem heitir Hið dásamlega hryllilega líf Leni Rief- enstahl. Hún var heimildarmyndasmiður Adolfs Hitlers og gerði tvær myndir um miðjan fjórða áratuginn sem margir vilja meina að skipi henni á bekk með fremstu kvikmyndagerðarmönnum aldarinnar. En samstarfið við nasistana olli því að hún fékk aldrei tækifæri til að gera fleiri myndir. Nú hefur verið gerð um hana héimildarmynd og hún hefur sent frá sér endurminning- ar í hárri elli. eftir Arnold Indriðoson Margir hafa eflaust talið hana látna. í hálfa öld hefur hún legið í e.k. Þyrni- rósarsvefni stungin af snældu nasismans þar til mmm^m^mmm nú á tí- ræðisaldri að hún vekur aft- ur á sér athygli og kveikir umræður um mynd- ir sínar, samskiptin við Hitler og áróðursmeistarann Jósef Göbbels og tengslin við nas- ismann. „Hitler lék ekki svo stórt hlutverk í mínu lífí,“ sagði hún í viðtali við blaða- mann bandaríska vikurits- ins „Time“ fyrir skemmstu. „Ég gerði eina mynd fyrir hann í þremur þáttum og úr því spunnu fjölmiðlarnir goðsögn.“ Goðsögn svo sannarlega. Riefenstahl hóf feril sinn í kvikmyndunum sem leik- kona í þýskum fjallamynd- um (slíkum sem Guy Madd- in skopaðist að í mynd sinni Varlega). Hún leikstýrðí sinni fyrstu mynd árið 1932, Bláa Ijósinu, og Hitler veitti henni athygli. Hann valdi hana til að. gera heimildar- mynd í fullri lengd um sjötta flokksþing Nasistaflokksins I Numberg árið 1935 og með aðstoð 36 kvikmynda- tökumanna gerði hún Sigur viljans, líklega alræmdustu og frægustu heimildarmynd sem gerð hefur verið. Hún vann fyrir nasista og mynd- in er dýrðaróður til flokks- ins og foringjans, en á það er bent að hún var gerð ári áður en kynþáttalög flokks- ins urðu að veruleika, fjór- um árum fyrir Kristalsnótt- ina, fimm árum fyrir innrás- ina í Pólland og áratug áður en uppvíst varð um útrým- ingarbúðir nasistanna. Hin myndin sem heldur nafni hennar á loffci er Ólympía, heimildarmynd um ólympíuleikana í Berlín árið 1936. Myndin ertækni- legt undur síns tíma. Rie- fenstahl lét menn halda á myndavélunum, sendi þær upp í belgjum, setti þær oní skurði, setti þær á hlaupa- brautimar og undir vatnsyf- Ástkona? Riefenstahl með Göbbels og Hitler árið 1937. irborð sundlauganna - allt sem við eigum að venjast úr sjónvarpinu í dag. Sögureru til af því hversu bamaleg hún var í pólitík. Hún var sökuð um að vera ástkona Hitlers eða Göb- bels. „Þú verður að vera ástkona mín,“ segir Göbbels í ævisögu hennar.„Ég þarfnasl þín. Án þín er líf mitt kvöl.“ Síðasta myndin sem hún gerði var „Tiefland", leikin mynd sem hún byijaði á árið 1942 en tókst ekki að klára fyrr en árið 1954. Frakkar settu hana í fanga- búðir eftir stríð þar sem hún sat í fjögur ár og gerðist síðar ljÓ8myndari m.a. í Afr- íku. Fortíðin hefur ætíð fyigt henni eins og dimmur skuggi. Þegar hún var heiðruð á kvikmyndahátíð- ínni í Teiluride árið 1974 var farið í mótmælagöngu gegn henni. „í 50 ár hef ég ekki getað gert það sem mig hefur svo hjartanlega langað til að gera og það eru kvikmynd- ir,“ segir hún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.