Morgunblaðið - 07.11.1993, Síða 11

Morgunblaðið - 07.11.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 B 11 Tveir af aðalleikurum myndarinnar í hlutverkum sínum, þau Miike Myers og Nancy Travis. Stjömubíó sýnir Ég giftist axarmorðingja STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á bandarísku gamanmyndinni Eg giftist axarmorðinga eða „So I Married an Axe Murderer“ með Mike Myers (Wayne’s World) og Nancy Travis (Three Men and a Baby). Leikstjóri er Thomas Schlamme og framleiðandi er Robert N. Fried. lærði af þessu að í viðskiptum eiga menn að treysta hveijir öðrum.“ Fleiri á ferli en að jafnaði sáust Á hlaðinu í Bæ eru mörg íbúðar- hús. í einu þeirra búa Olafur og Auður kona hans. Þar inni í eld- húsi er mér boðið uppá góðgerðir. Auður segir mér að þau hafi byij- að búskapinn í gamla íbúðarhúsinu í Bæ og þar hafí böm þeirra fjög- ur fæðst. Eitt þeirra dó ungt og annað á fullorðinsárum. Meðan Auður gekk með tvö yngri börnin átti hún ónæðisama daga í gamla húsinu í Bæ. „Ég varð fljótlega vör við að fleirj voru í húsinu en þeir sem að jafnaði sáust,“ segir hún. „Einkum varð ég mikið vör við gamla konu sem lengi hafði verið þar í heimilinu en var látin áður en ég kom í Bæ. Ég heyrði í henni jafnt á nóttu sem á degi. Hún hafði verið mikil utan um sig og þung í spori, ég heyrði hana iðulega mása og blása mæðinni þegar hún settist á bekk, sem hún hafði í lifandi lífí oft setið á. Ég hætti að verða vör við hana eftir að barnið fæddist og fékk nafn hennar. Kona þessi hafði átt dóttur sem dó skömmu síðar. Hana sá ég oft og heyrði og litla dóttir mín líka. Ég kunni þessu illa þótt ég væri frá barnæsku vön að sjá og heyra ýmislegt sem öðrum er hul- ið, svo sem huldufólk, sem ég sé enn í dag í klettunum hér fyrir neðan túnið.“ Það kemur fram í máli Auðar að hún hafi verið fegin þegar gamla íbúðarhúsið var jafn- að við jörðu og nýtt hús byggt. „Ég kærði mig ekki um neitt úr því húsi inn í nýja húsið,“ segir hún fastmælt um leið og við kveðj- umst. Jarðarför aðkomustúlkunnar Við Ólafur göngum aftur út í kirkju, mig langar að skoða gömlu klukkuna betur. „Mér finnst klukk- an ekki svipur hjá sjón síðan hún sprakk," segir Olafur og bendir mér á sprunguna í gömlu kopar- klukkunni. „Ef gert væri við hana myndi hún verða sett á ramböld og hengd upp í turninn svo hljóm- ur hennar heyrðist um sveitina," bætir hann við meðan við göngum fram kirkjugólfið. „Þú skrifar nú í gestabókina,“ segir hann svo og réttir mér skinninnbundna bók með silfurskildi framan á. „Óskaplega er þetta vegleg gestabók," segi ég og munda pennann. „Já hún á sér líka sérkennilega forsögu," svarar Ólafur. „Þannig var að síðla sum- ars árið 1941 var aðkomustúlka borin til grafar hér í Bæ. Hún kom hér sem kaupakona í nágrennið og dó eftir skamma veru í vist- inni. Húsbóndi hennar kom með kistuna og óskaði eftir því að ung- ir menn væru látnir bera hana til grafar, fannst það við hæfí því hún hafði verið rétt tvítug þegar hún lést. Stúlkan var svo jarðsungin og ég var einn líkmannanna. Nokkru seinna kom í ljós að hús- bónda hennar hafði láðst að láta skyldulið stúlkunnar vita af frá- falli hennar og jarðarför. Þegar stúlkan ekki skilaði sér heim eftir sumarvinnuna var farið að grennslast fyrir um hana. Fólkinu hennar brá mjög þegar það frétti að hún væri dáin og grafin og reyndi að fá líkið flutt á hennar heimaslóðir, en kirkjuyfirvöld neit- uðu því. Hljótt var síðan um þetta mál til ársins 1967 er nýja kirkjan var vígð í Bæ. Þá kom full rúta af fólki til þess að leita uppi leiði þessarar skammlífu aðkomu- stúlku. Þegar í ljós kom að leiði hennar var merkt og hirt gladdi það fólkið svo mjög að það sendi kirkjunni þessa glæsilegu gestabók innbundna í skinn. Fólkið sem kom í rútunni sagði mér að stúlkan hefði verið búin að ráða sig í vist í heimahögum sínum en snúist hugur á síðustu stundu og sagst endilega vilja komast í Borgar- fjörðinn. Og hér hvílir hún,“ bætir hann við og bendir mér á leiði með hvítum krossi um leið og við göngum frá kirkjunni. Altari í fjárhúsi Ég enda heimsóknina að Bæ úti í fjárhúsi, þar geymir Ólafur gam- alt altari. „Fyrir löngu var það í kirkju hér, en var tekið þaðan þeg- ar kirkjunni var breytt og þá sett inn í gamla íbúðarhúsið. Konur höfðu í því bollapör og því líkt. Þegar það hús var rifið kærði kon- an mín sig ekki um að fá neitt úr gamla húsinu inn í nýja húsið, eins og hún sagði þér áðan. Ég vildi hins vegar ekki farga altarinu og gerði það þess vegna að meðala- skáp fyrir lömbin." Umrætt altari hangir innst í kró fyrir miðju fjár- hússins. Málningin á því er orðin mjög máð en smíðin „á því hefur ekkert gefið sig“. „Sjáðu hvemig það er neglt, með eintómum tré- nöglum,“ segir Ólafur og strýkur mjúklega vinstri hlið altarisins. „Hurðin fellur enn í falsið eins og á fyrsta degi. Ég vildi ekki brenna þessu, þetta er helgur skápur og auk þess a.m.k. tvö hundruð ára gamall," bætir hann við og opnar altarið svo meðalaglös lambanna blasa við. „Þeim ætti ekki að verða misdægurt hjá þér lömbunum," segi ég út í hálfrokkið fjárhúsið. „Eg vona ekki, ég er sjálfsagt tal- inn óskaplega vitlaus í dag, en ég hef gaman af kindum. Ég byija á að tala við þær þegar ég tek þær á gjöf, sest á hækjur mínar í miðja króna og þá koma þær forvitnustu til mín. Eg klappa þeim með einum fíngri á snoppuna. Svo fara að koma fleiri og um jól em þær farn- ar að rífast um að komast að til að fá klapp, á vorin get ég klappað hverri einustu og nefni þær allar með nafni. Við bændur vinnum mikið og höfum sumir haft lítið til hnífs og skeiðar, en það er þetta sem bætir það upp. Það dásamleg- asta sem hægt, er að upplifa er að fara á fætur um sólarupprás um sauðburðinn og fara að hyggja að ungviðinu sem er að fæðast en það versta sem ég veit er að fylgja þessum vinuin mínum í sláturhús- ið. Myndin segir frá Charlie Mac- Kenzie sem til þessa hefur verið ákaflega óheppinn með kvenfólk. Sherri vinkona hans var stelsjúk, Jill var í mafíunni og Pam angaði eins og kjötsúpa. Dag einn bregður Charlie sér inn í kjötbúð til að kaupa blóðmörskepp og hittir þar fyrir siátrarann Harriet. Ekki líður á löngu þar til Charlie fellur kylliflat- ur fyrir Harriet og þrátt fyrir að honum fínnist ýmislegt vera dular- fullt í fari hennar ætlar hann að ____________Brids_______________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridskvöld byrjenda Sl. sunnudagskvöld 31. október var að venju bridskvöld byrjenda. Spilaður var Mitchell tvímenningur og urðu úrslit kvöldsins eftirfarandi: N/S-riðill Anna Guðlaug Nielsen - Guðlaugur Nielsen 117 Karl Zóphaníasson - Unnar Jóhannesson 106 PéturAstbjartsson-GylfiÁstbjartsson 105 A/V-riðill Álfheiður Gísladóttir—Pálmi Gunnarsson 130 ElínBjamadóttir-ÓfeigurFreysson 97 Magni Þórðarson—Ingþór Kristjánsson 97 Á hverju sunnudagskvöldi er spila- kvöld byijenda í húsi BSÍ í Sigtúni 9. Ávallt er spilaður einskvölds tví- menningur og hefst spilamennskan kl. 19.30. Bridsfélag Akureyrar Nú er lokið 17 umferðum af 27 í Akureyrarmótinu í tvímenningi. Staða efstu para er nú sem hér segir: MagnúsMagnússon-JakobKristinsson 220 Pétur Guðjónsson - Anton Haraldsson 164 Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson 132 PállPálsson-ÞórarinnB.Jónsson 104 Reynir Helgason - Siprbjöm Haraldsson 99 Skúli Skúlason - Stefán Stefánsson 94 í Sunnuhlíð er nú spilað á vegum bridsfélagsins á hverju sunnudags- kvöldi. Síðastliðið sunnudagskvöld urðu þeir Ormar Snæbjörnsson og láta slag standa þar til mamma hans sýnir honum blaðagrein um axarmorðingjann dularfulla sem drepur eiginmenn sína, skiptir um nafn og giftist svo þeim næsta. Charlie fær besta vin sinn Tony, sem starfar í lögreglunni, til að grenslast fyrir um axarmorðin og ekki líður á löngu þar til Tony kemst á sporið. En það er of seint í rass- inn gripið því Charlie og Harriet eru í brúðkaupsferð á afskekktu hóteli uppi í sveit. Sveinn Pálsson efstir með 134 stig. í öðru til þriðja sæti urðu Jakob Krist- insson og Kristján Guðjónsson annars vegar og Reynir Helgason og Sigur- björn Haraldsson hins vegar. Eins og þegar hefur komið fram í bridsdálkum dagbiaðanna þá heldur Soffía Guðmundsdóttir opðið afmælis- mót dagana 27. og 28. nóvember. Skráning í mótið stendur nú yfír og henni lýkur laugardaginn 20. nóvem- ber. Hægt er að skrá sig á skrifstofu BSÍ og á Akureyri hjá Frímanni Frí- mannssyni, Hermanni Tómassyni eða Páli Jónssyni. Bridsfélag Suðurnesja Lokið er tveimur kvöldum af fjórum í hraðsveitakeppni, sem er minningar- mót um Guðmund Ingólfsson. Sveit Þorgeirs Vers Halldórssonar tók af- gerandi forystu í mótinu sl. mánudag en þá fékk sveitin risaskor eða 663 en meðalskor ,er 540. Efstu sveitir eftir tvö kvöld: Þorgeir VerHalldórsson 1.281 Jóhannes Sigurðsson 1.232 V alur Símonarson 1.181 Gunnar Guðbjörnsson 1.179 Eins og fyrr sagði var sveit Þor- geirs með langhæstu skorina sl. mánu- dag. Sveit Jóhannesar Sigurðssonar var með 607 stig og sveit Gunnars Guðbjörnssonar var með 593 stig. Athygli vakti skor Sigfúsar Ingvason- ar sem var með 550 en þar fara óreyndir keppnisspilarar og er þetta reyndar fyrsta keppnin sem a.m.k. sumir þeirra taka þátt í. Þriðja umferð verður spiluð nk. Sigrún Harpa átti vænsta diikinn Höfn. SLÁTRUN lauk hjá Kaupfé- lagi Austur-Skaftfellinga á Höfn í síðustu viku. Það fækkaði í fjárstofninum um 25.586 einstaklinga sem að meðaltali vógu 14,93 kg. Besta meðalvigt þeirra er lögðu til yfir 100 dilka kom frá Múla III í Álftafirði en hún mældist 17,27 kg. Sláturfé fyrir utan kvóta var gott, 2200 talsins og þau 34 tonn sem þar lögðust til fara til útflutnings. Tekjur bænda af þeirri framleiðslu eru ekki umtalsverðar því í fyrra fengu þeir um 160 krónur fyrir kílóg- rammið. 4 Vænsti dilkurinn sem komið var með til slátrunar reyndist vera í eigu Sigrúnar Hörpu Baldursdóttur í Bjarnanesi en hann vóg 29,7 kg. Slátrun stjórnaði Einar Karlsson á Höfn. - JGG. ■ SJÁLFSBJÖRG, landssam- band fatlaðra, heldur námskeið um kynlíf og hreyfihömlun dagana 27. og 28. nóvember nk. Fjallað verður um tengsl fötlunar við til- fínningalíf og sjálfsmynd, samlífs- vandamál, líkamleg áhrif fötlunar í á kynlíf, getnaðarvamir og kyn- sjúkdóma, hjálpartæki kynlífsins o.fl. Einnig verður boðið upp á hóp- efli. Námskeiðið skiptist í fyrirlestra og hópstarf. Námskeiðið er ætlað hreyfíhömluðu fólki. Makar/sam- býlisfólk er einnig velkomið. Meðal fyrirlesara eru Einar Hjörleifsson sálfræðingur, Erla Jónsdóttir fé- lagsráðgjafí, Jóna Ingibjörg Jóns- dóttir hjúkrunar- og kynfræðingur og Rannveig Pálsdóttir læknir. Hreyfihamlaðir einstaklingar fjalla um viðhorf til náinna samskipta og kynlífs. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal i Mosfellssveit. Námskeiðsgjaldi verður stillt í hóf og þátttakendur utan Stór-Reykja- víkursvæðisins eru styrktir til þátt- töku. Tilkynna þarf þátttöku fyrir mánudaginn 15. nóvember til Lilju Þorgeirsdóttur félagsmálafulltrúa Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra. Þar fást einnig nánari upplýs- ingar um námskeiðið. mánudagskvöld í Kristínu og hefst spilamennskan kl. 19.45. Fjórða og síðasta umferðin verður mánudaginn 15. nóvember en þá verða spiluð 20 spil og aðalfundur félagsins haldinn í miðjum klíðum. Bridsdeild Rangæinga Hraðsveitakeppni félagsins er hafm og er staða efstu sveita þessi eftir ?. fyrsta kvöld: Baldur Guðmundsson 462 Pálmi Steinþórsson 458 Lilja Halldórsdóttir 456 IngólfurJónsson 441 Norðurlandsmót eystra í tvímenningi Norðurlandsmót eystra í tvímenn- ingi 1993 verður haldið í Hamri, Akur- eyri (Félagsheimili Þórs), laugardag- inn 13. nóvember og hefst kl. 10. Spilaður verður barómeter með forg- jöf. Þátttökugjald er 3.000 kr. fyrir parið og greiðist á staðnum. Keppnis- stjóri verður Páll H. Jónsson. Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 20 fimmtudaginn 11. nóvembertil: Hauks Jónssonar, hs. 25134, vs. 11710, fax 11148, eða Jakobs Kristinssonar, hs. 24171. Jón Ben - Jón Bjarki I frétt af hraðsveitakeppni BSA í blaðinu sl. fimmtudag var rangt farið með nafn á sveit. Sveit Jóns Ben frá Egilsstöðum varð í 5. sæti með 974 . stig. Sveitin var rangfeðruð - sögð sveit Jóns Bjarka. Morgunblaðið/Kristinn Afram Hafnarfjörður BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfírði stóðu að eins dags ráðstefnu um at- vinnu- og byggðir í Hafnarfirði fyrir skömmu. Tilgangur ráðstefnunnar var að efla umræður meðal fyrirtækja og annarra aðila í atvinnurekstri í bænum. Var meðal annars rætt um atvinnumál frá sjónarhóli bæjaryfír- valda, atvinnulífíð og möguleikar til sóknar, nýsköpun í atvinulífinu, fyrir- tækjanet og viðhorf atvinnurekenda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.