Morgunblaðið - 07.11.1993, Side 12

Morgunblaðið - 07.11.1993, Side 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 TODMOBILE E R Á TÓNLEIKAFERÐ UM LANDIÐ OG MÆTTI KALLA HINSTU HRINGFERÐ SVEITARINNAR HAPINRTMM eftir Árna Matthíasson, myndir Björg Sveinsdóttir TODMOBILE hefur verið ein helsta dægurhljómsveit landsins allt frá því hún kvaddi sér hljóðs með breið- skífunni Betra en nokkuð annað fyrir fjórum árum og varð eiginlega til sem hljómsveit í kjölfarið. Síðan eru liðin fjögur ár, ekki langur tími en löng ævi hljóm- sveitar, sem þar að auki hugðist ekki vera eiginleg hljómsveit, hvorki gefa út nema þrjár plötur né starfa lengur en í tvö til þrjú ár hið mesta. Todmobile er nú á fjögurra vikna tónleikaferð um landið og telja má þá ferð nokkur konar kveðjuför, því sveitin hættir störfum um næstu áramót, hvort sem það verður fyrir fullt og allt eða í nokkurn tíma. inn verða þau hugsi og Þorvaldur segir að þau hugsi kannski ekki um ferðina sem lokaferð og kynni hana ekki sem slíka. „Það er þó á hreinu að við erum að taka okkur langt frí og þó við byijum kannski aftur einhvern tímann seinna er alls óljóst hvort það verði á þessum nótum.“ „Við erum ekki æviráðin í svona eins og Seðlabankastjórar,“ segir Eyþór, „þetta er frá ári til árs. Það væri reyndar alls ekki gaman að vera æviráðinn í þetta starf.“ Eins og áður segir tala þau öll um að hljómsveitin sé að hætta fyrst um sinn, og vilja ekki tala um að þessu sé endanlega lokið, eins og Þorvald- ur segir: „Við viljum ekki útiloka þann möguleika að við myndum \ vilja vinna saman aftur, þó það verði ekki í bráð.“ Þar sem ég sat og hlustaði á ykkur velti ég fyrir mér fyrsta við- talinu sem ég tók við ykkur fyrir fjórum árum; hvað þið virtust taka ykkur alvarlega, en á tónleikunum áðan var ríkulega til staðar sú tón- gamansemi sem hefur verið aðal sveitarinnar undanfarin ár. „Mér finnst allt í lagi að taka sig að sumu leyti alvarlega," svarar Þorvaldur, „ef þú ert að gera eitt- hvað sem þú meinar. Ég held bara að við höfum breyst svo mikið á því að spila. Ef við hefðum bara haldið okkur inni í stúdíóinu hefðum við kannski fests í þessu grafalvar- lega.“ „Fyrst ætluðum við bara að gera eina plötu,“ skýtur Eyþór inní og kímir, „og svo þegar hún kom út spurðum við hvert annað hvernig við ættum eiginlega að spila þessi lög.“ Spilamennskan hefur kannski skilað inn í sveitina íjölbreytninni. „Það er merkilegt hvað við höfum komist upp með,“ segir Þorvaldur hugsi, „því hún er svo sterk þessi krafa að menn haldi sig við einn stíl.“ „Við leyfðum okkur þetta í upp- hafi,“ bætir Andrea við „og það var bara viðurkennt; það þykir sjálf- sagður hlutur að plata frá Todmo- bile sé nokkuð fjölbreytt." „Þetta myndi sennilega ekki ganga erlendis," heldur Þorvaldur áfram og bætir við eftir smá hlé, „nema þegar hljómsveit er orðin risi.“ „A Islandi geta margir verið risar," skýtur Eyþór inní „og það er mikill lúxus að búa á íslandi. ! Það eru vissir annmarkar, toppur- inn er flatneskja, en það er svo mikið frelsi.“ Klassískur bakgrunnur Eins og áður segir hafa þau Andrea, Eyþór og Þorvaldur klass- ískan bakgrunn, þ.e. þau eru öll menntaðir tónlistarmenn, sem er lega um landið með tónleikadag- skrá, þá hafa hljómsveitir varla lagt í annað eins úthald í áraráðir. Reyndar hefur Todmobile áður far- ið í viðlíka ferð, fyrir tveimur árum, þegar hljómsveitin fór í frækna þriggja vikna tónleikaferð um svip- að leyti árs, en þá voru veður öllu vályndari. Ferðin núna, sem er eins- konar kveðjuferð eins og áður seg- ir, er öllu lengri, því hljómsveitin leikur á sextán stöðum á tæpum mánuði. Það var þó enga þreytu að sjá á Todmobileliðum, en með þeim Andreu, Eyþóri og Þorvaldi hafa starfað síðustu misseri Eiður Arnarson bassaleikari, Matthías Hemstock trommuleikari og Kjart- an Valdimarsson hljómborðsleikari. Hljómsveitin er og geysi þétt á fyrri tónleikunum í Leikhúsinu og geislar af henni spilagleðin og gamanið, þó hún sé í raun að troða upp í þriðja sinn þennan dag, eftir að hafa farið í skóla og leikið óraf- magnað fyrr um daginn. Dagskrá tónleikanna er blanda af gömlu og nýju, allt frá Betra en nokkuð ann- að í nýju plötuna, Spillt, sem kemur út á næstu dögum, og eins og hljóm- sveitarinnar er von og vísa veit áheyrandinn sjaldnast hvaðan á hann stendur veðrið, en skemmtir sér ævinlega vel. Lögin af væntan- legri plötu vísa og til þess að Todmobile er við sama heygarðs- hornið, því þau spanna allt frá hægfara tónaljóði um Móður Jörð í grimmt keyrslurokk í laginu Mannhundur og svo grimm er keyrslan að þegar laginu lýkur heyrast stunur víða úr salnum og rödd segir fyrir aftan mig: „Þetta var rosalegt." Eftir tónleika eru Todmobileliðar afslappaðir og kasta mæðinni áður en seinni tónleikarnir, fjórða uppá- koman þennan dag, eiga að hefj- ast, en hljómsveitin fær tæplega klukkutíma pásu. Þau Eyþór, Andrea og Þorvaldur leika á als oddi og gera að gamni sínu, en aðspurð hvort þau séu þetta létt vegna þess að þetta sé síðasti túr- Todmobile er í raun tríó þeirra Eyþórs Arnalds, Andreu Gylfa- dóttur og Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar, sem hófu samstarf að dægurtónlist eftir að hafa lokið námi í klassík, Eyþór sem sellóleik- ari, Þorvaldur sem gítarleikari og Andrea sem söngkona. Sá bak- grunnur gerði hljómsveitina strax sérstaka og er snar þáttur í tónlist hennar, sem er torlýst, en hefur frá upphafi verið óvenju fjölbreytt, því á Todmobileplötu má búast við rokki, poppi, danstónlist, epískum tónaljóðum og laglegum ballöðum. Todmobiletónleikar eru ekki síður margbreytilegir og fjölbreyttir og í vikunni brá blaðamaður sér norður í land til að sjá Todmobile á kveðju- tónleikaferð sinni; tvenna tónleika á einum degi í Leikhúsi Akureyrar. Einskonar kveðjuferð Tónleikaferðir eins og Todmobile er að fara um landið eru eiginlega aflagðar, því þó stöku listamenn, eins og Bubbi Morthens, fari reglu-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.