Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 13

Morgunblaðið - 07.11.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 B 13 sjaldheyrt í poppheiminum, og freistandi er að skrifa snara þætti í tónlist hljómsveitarinnar, til að mynda fjölbreytnina, á þann bak- grunn. Þau segjast reyndar ekki gera sér beint grein fyrir því hvað megi kenna klassísku námi þeirra, en eftir nokkra vangaveltur segir Eyþór að fyrir vikið séu þau minna „bílskúrsband". „Við getum unnið meira sjálfstætt, en venjuleg bísk- úrsbönd vinna mestallt saman. Við getur aftur á móti komið með lög sem eru tilbúin með útsetningum og tilheyrandi. „Við getum líka unnið tónlistina alla leið,“ bætir Andrea við. „Það eru svo margar sveitir sem þurfa mikla aðstoð þegar þær eiga að fara að taka upp.“ Sú spurning verður áleitin af hverju Todmobile sé að hætta í bili og hvað þau þijú hyggist taka sér fyrir hendur. Eyþór vekur athygli á því að þau hafi öll unnið við margt utan við Todmobile á síðustu árum og muni vinna áfram. „Þar kemur okkur líka til góða að hafa klassíska þjálfun. Líf popparans er mjög hverfult og stutt, það er best að deyja ungur, og það er takmark- að sem hægt er að vinna við þegar þú er fallinn. Er ekki betra að gera vel og hætta þegar hæst stendur frekar en að vera eins og íslensk fyrirtæki og hætta ekki fyrr en allt er komið í þrot?“ „Við erum eiginlega að efna lof- orð,“ bætir Þorvaldur við með áherslu. „Við lofuðum okkur sjálf- um að taka ekki upp fleiri en þijár til fjórar plötur, því við vildum ekki festast í því að gera plötu á ári í Lögin af væntanlegri plötu vísa og til þess að Todmobile er við sama heygarðshorn- ið, því þau spanna allt f rá hægfara tónaljóði í grimmt keyrslurokk. ætluðum aldrei út í þetta og ég man eftir því þegar fyrsta platan kom út var ég að nöldra í Eyþóri yfir því að þurfa að vera að fylgja plötunni eftir. Það er í raun mjög spaugileg atburðarás hvernig við komumst hingað.“ „Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég hélt að sveitarböll væru ekki lengur til,“ segir Eyþór, „ég hélt að allir væru hættir að segja eru’ ekki allir í stuði? Það er ótrúlegt hvað þessi orð virka, þú getur farið fram á svið og sagt „líður ykkur vel?“ og færð engin viðbrögð og sagt „eruð þið í góðu skapi?“ og þá kastar fólk flöskum í þig, en ef þú segir töfraorðin „eru’ ekki allir í stuði?“ hleypur berserksgangur á fólkið. Þetta orð stuð, er einstakt fyrir verkan sína og á sér líklega ekki samsvörun í neinu tungumáli," bætir hann við og hlær. sagt að síðasta hljómsveit sem hélt tónleika í þessu húsi,“ segir Eyþór og gefur til kynna með glæsilegri handasveiflu að hann sé að tala um Leikhús Akureyrar, „hafi verið Þursaflokkurinn. Hljómsveitir gera þetta ekki í dag, það eru bara allir í sveitarballamarkaðnum. Þessi tónleikaferð og þetta ár reyndar er pottþétt hápunkturinn á okkar ferli. Við erum búin að vera að spila á böllum í tvö ár, vera tvisv- ar á Þjóðhátíð, taka upp grúa laga, gekk vel í sumar og erum samt enn fersk hljómsveit." „Það er gaman að spila í fullri Njálsbúð,“ bætir Þorvaldur við, „og ekki síður er geggjað að spila á Þjóðhátíð." Platan nýja, sem verður lokaplata Todmobile í bili, heitir Spillt og þau velta upp ýmsum skýringum á því, fáum alvarlegum, og hlæja mikið. Á endanum segir Eyþór að heiti plötunnar megi rekja til þess að þau hafi notað orðið spillt sem góðlát- legt áminningarorð sín á milli og sagt þegar sérdeilis vel hefur geng- ið: „Nú erum við orðin svolítið spillt." „Það má ekki skilja heiti plötunnar sem svo að Todmobile sé orðin spillt, frekar áminning að hætta skuli leik óspilltur." Spilling? Við svo búið er ekki tími fyrir meira hljóðskraf, því hljómsveitin á að vera komin inn á svið eftir fimm mínútur. Seinni tónleikarnir hefjast og á tilsettum tíma og eru um margt skemmtilegri en þeir fyrri, dagskráin rennur ljúflegar í gegn, og greinilegt að í mörgum laganna eru liðsmenn Todmobile enn að leita Stund milli stríða. Slakað á milli tónleika. Það er loksins að hljóm- sveitin kemst I almennilega búningsklefa. Baksviðs í Leikhúsinu. Veijum fslenskt! Leikur lukkan við þig? Hún gerir það ef þú verslar við Eldhús og bað Hluti af ánæg&um vibskiptavinum Eldhúss og babs á matreibslunámskei&i. í nóvember getur þú dottið í lukkupottinn og fengið innréttingarnar þínar eða Schoites heimilistækin frítt. Þeir sem staðfesta pöntun í nóvember fara í pott og einn heppinn viðskiptavinur verður dreginn út. A& auki fá allir 5% afslátt og frítt matrei&slunámskei& hjá meistarakokkinum Sigurði L. Hall, sem kennir réttu handtökin á frábærum kvöldum í Eldhúsi og baði. Hjá okkur eru gæðin í öndvegi. fimmtán ár. Að vissu leyti er það okkur ekkert ljúft að vera að hætta, því við erum ekki þreytt á Todmo- bile.“ „Böllin okkar eru vel «ótt og hafa verið undanfarin tvö ár,“ skýt- ur Eyþór inn í og Þorvaldur bætir við: „Sennilega hefur okkur aldrei gengið betur. Við erum þó sátt við þessa staðreynd.“ Eyþór heldur áfram: „Við höfum líka gert svo mikið i tilefni af því að við séum að hætta. Við erum að fara mikinn tónleikatúr, höfum spilað mikið á böllum og höfum aldrei gefið út eins mikið af lögurn." Spaugileg atburðárás Eins og áður segir átti Todmo- bile ekki að vera nema hljóðvers- sveit og þau rifja upp að draumur- inn hafi verið að taka upp plötu, halda eina tónleika og byija svo á næstu plötu; halda sig í hljóðveri og safna hári og nöglum. Allt fór þó á annan veg og Þorvaldur segir að þessi ár hafi verið mikið ævin- týri, „sérstaklega vegna þess að við Það hefur vafist fyrir mörgum að leggja inn á sveitarballamarkað- inn, enda þarf hljómsveit að vera vel ákveðin og verulega góð ef hún hyggst ná árangri á þeim blóðvelli. Þar hefur Todmobile gengið allt í haginn, þó það hafi eðlilega verið á brattann að sækja til að byija með. „Við ákváðum snemma á síð- asta ári að halda úti atvinnuhljóm- sveit," segir Eyþór, „og þá var ekki annað að gera en taka þessu af fullri alvöru. Það stóð því ekkert í okkur þegar við vorum búin að taka þessa ákvörðun." „Það gekk þó á ýmsu þegar við vorum að byija,“ rifjar Þorvaldur úpp, „og fyrsta ballið hjá Todmobile var í Firðinum í Hafnarfirði fyrir 15-20 roskin pör, sem var ekki skemmt. En það hefur gengið betur upp frá því.“ Á ferð sinni um landið að þessu sinni er Todmobile ekki sem ball- sveit, heldur er hún að halda tón- leika, öðrum þræði til að kynna væntanlega plötu, og slíkar ferðir eru nánast af lagðar. „Okkur var eftir dýpri túlkun og nýjum flötum. Þannig er Eldlagið, sem Eyþór söng glimrandi fyrr um kvöldið, enn bet- ur flutt í seinna skiptið og hljómar eins og glænýtt lag, en ekki eitt- hvað sem hann er búinn að syngja ótal sinnum. Liðsmenn sveitarinnar fyrir utan Andreu, Eyþór og Þor- vald, eru ekki síður í fullu fjöri og sýna á sér allar sínar bestu hliðar; frábær trommuleikur Matthíasar Hemstock er eins og rauður þráður í gegnum prógrammið, Eiður þræð- ir allt saman með fyrsta flokks bassaleik og Kjartan Valdimarsson á innblásin innskot á milli þess að hann fyllir upp bakgrunninn með liprum hljómborðsleik. Ekki er að sjá á hljómsveitinni að þetta séu fjórðu tónleikarnir þennan daginn. Éftir tónleikana má spyija hvort blaðamaður sé ekki búinn að fá nóg af Todmobile eftir tvenna tónleika sama kvöldið, en það eru reyndar nokkur lög sem gaman væri að heyra strax aftur ... flokkast kannski undir spillingu. Óháð rannsókn leiddi í ljós, að djúpi sveíninn var 10% lengri á DUX-dýnu en öðrum dýnum. Djúpi sveíninn er því 45 mínúmm lengri á Dux dýnu. DUX rúmdýnan er ekki bara það besta sem hægt er að bjóða baki þínu, - hún endumærir bæði sál og líkama. Þú liggur ekki á henni - hún umvefur þig Það er stundum dým verði keypt að kaupa ódýrt. 10% staðgreiðsluafsláttur á takmödaiðu magni BACKMANtuglfiit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.