Morgunblaðið - 07.11.1993, Síða 14

Morgunblaðið - 07.11.1993, Síða 14
14 B H MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn sungu nokkur lög til heiðurs afmælisbarn- inu og sér og öðrum gestum til ánægju. AFMÆLI Sungið fyrir Þorgerði Þorgerður Ingólfsdóttir kór- stjóri varð fímmtug s.l. föstudag. Af því tilefni tók hún ásamt eig- inmanni sínum Knut Odegárd á móti gestum í Perlunni. Margt var um manninn enda Þorgerður búin að stjóma kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórnum í rúman aldarfjórðung. Sungur kóramir nokkur lög af þessu til- efni og gamlir kórffélagar tóku hraustlega undir. Knut Odegárd og Þorgerður Ingólfsdóttir ásamt foreldrum hennar, Ingu Þorgeirsdóttur og Ingólfi Guðbrandssyni. GLENS Uppákoma í Hard Rock SVOKALLAÐIR „Halloween- dagar“ voru haldnir í Hard Rock Café í Kringlunni um síðustu helgi. Fékk starfsfólkið senda bún- inga frá Bandaríkjunum, þaðan sem siðurinn er upprann- inn. Starfsfólkið ásamt förðunar- meistaranum. F.v. Margrét Valdimarsdóttir, Ásta Haf- þórsdóttir, Margrét Jónsdótt- ir, Nicola Gerber, Ingvar Þór Geirsson, Jóhanna Karlsdóttir. Morgunnblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Alfons Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir „söngkona“ tekur hér við hijóð- nemanum úr hendi Sigríðar Beinteinsdóttur söngkonu Stjómarinnar. MANNFAGNAÐUR Gaman að syngja með Siggu Beinteins HLJÓMSVEITIN Stjórnin hélt fyrir skömmu tvo dansleiki í félagsheimilinu Klifi á Ólafsvík. Var fyrri dansleikurinn haldinn fyrir bömin í bænum og var hann mjög vel sóttur, enda er Sig- ríður Beinteinsdóttir söngkona hljómsveitarinnar í miklu uppá- haldi hjá börnunum. Nokkur börn fengu að syngja með hljómsveit- inni og þótti þeim það mikil lífs- reynsla. ÆSKA Atta ára og býr til myndasögur ÞRÁTT fyrir að Sigurður Hólm sé aðeins tælplega níu ára segist hann ætla að gefa út teiknimyndasögu fyrir jólin. Hann hefur samt ekki ákveðið hvað á að prenta hana í mörgum eintökum. „Það verður alla vega ekki eins mörg blöð og Andrésblöðin," sagði hann þegar blaðamaður heimsótti hann á Hjallaveginn. Sagan íjallar um Lúlla, sem fer að leita að Paradís og lendir í hinum ýmsu ævintýrum. Leið hans liggur til útlanda, þar sem hann fer meðal annars inn í pýr- amída og í höll, svo eitthvað sé nefnt. Sigurður segist ekki ákveða fyrirfram hvernig sagan á að vera heldur semur hann um leið og hann teiknar. Þegar hann er spurður hvort vinir hans hafí séð söguna svarar hann: „Kannski bara Hlynur, en mér finnst best að teikna einn á kvöldin áður en ég fer að sofa.“ Sigurður er í 4VÓ í Langholts- skóla en var áður í ísaksskóla. Hann byijaði á sögunni um Lúlla í september og er að vísu bara kominn á þriðja kafla, en hefur hugsað sér að þeir verði töluvert fleiri, þannig að hann verður að láta hendur standa fram úr ermum ef markmiðið á að nást. — Hvernig datt þér í hug að búa til söguna? „Mér datt hún í hug þegar ég var að lesa Andrésblað.“ — Hefurðu teiknað fleiri sögur? „Já, ég hef teiknað sögur eins og Hvar er Valli? nema mín saga heitir Hvar er Skralli núna?“ Og Sigurður sýnir blaðamanni stór blöð, sem hann hefur teiknað fullt af köllum inn á ásamt mörgum öðrum hlutum. Síðan á að finna Skralla innan um alla hina kallana. Sigurður hefur ekki bara gaman af að teikna heldur á hann heilt Legokubbaþorp, sem hann hefur byggt á mörgum árum. „Mér fínnst líka gaman að horfa á myndbönd og svo æfí ég fótbolta með 6. flokki í Þrótti,“ segir hann pg bætir við með stolti: „Þeir urðu íslandsmeistarar í öllum flokkum í sumar.“ F.v. Karen, Helga og Birta belgja sig út og blása. TILVIUUN Þrjár bekkjarsystur eiga afmæli sama dag HELDUR óveiýuleg afmælisveisla var haldin í Reykjavík um síð- ustu helgi, þrjár bekkjarsystur, þær Helga Harðardóttir, Karen Sif Kristjánsdóttir og Birta Benónýsdóttir eiga allar afmæli sama dag- inn, 31. október, og héldu sameiginlega veislu fyrir bekkjarsystkini sín heima hjá Helgu. Stúlkurnar urðu allar sjö ára. að gekk ekki lítið á, enda á þriðja tug barna í bekknum 2EH í Austurbæjarskóla. Ekki kom annað til greina en að öllum yrði boðið. Það voru því slegnar þrjár flugur í einu höggi og veisl- an haldin þar sem húsrúm var mest. Borðhaldið var líflegt sem vænta mátti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.