Morgunblaðið - 07.11.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 07.11.1993, Síða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 ,, Suo þe-tix^ -ejntOajr Stijka.n~þln. C LeiloJti/£-irLu/ Ekki vill svo vel til séra minn að þú vitir um íbúð til leign? Hvað er að þér. Það varst ÞÚ sem baðst um að húsið yrði málað HÖGNI IIREKKVISI „ HAMUI ÖOFUSAUP FÁE/NAR SKEU3AR A AAEE>AKí HANN ÖPNAE>I FÖSTIMN ÞíMM-“ BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Opið bréf til Morgunblaðsins Frá Nemendafélagi MH: í grein Mbl. fimmtudaginn 28. október síðastliðinn segir m.a. að ölvun hafi verið á skóladansleik MH í Stapanum, Keflavík. Mikil umræða hefur spunnist upp í kringum þessa frétt og aðra sambærilega í DV. Þessi umræða hefur verið afar nei- kvæð og virðast margir hafa fengið ranga mynd af umræddum dansleik svo og öllu skipulagi og undirbún- ingi í kringum hann. Það sætir held- ur ekki undrun þegar þessar greinar eru skoðaðar nánar. Vissulega var ölvun á dansleiknum, enda ríkir sú einkennilega hefð á Islandi að fara ölvaður á skemmtikvöld sem þessi. Þessi hefð er ekkert bundin við ung- menni, síður en svo. Börnin hafa þetta frá foreldrunum, en það er svo allt annar handleggur. Það er því ekki fréttnæmt að ölvun skuli hafa verið á umræddum dansleik. Flest sem fram kemur í þessum greinum er úr lausu lofti gripið og beinlínis rangt. DV segir orðrétt: „Ölvun og ólæti menntaskólanema á skóladansleik í nótt“. Þetta er ein- faldlega ekki rétt. Ólætin áttu sér stað utan veggja skemmtistaðarins, en allir nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð voru þar innandyra að skemmta sér, engum var hleypt út með það fyrir augum að koma inn aftur. Þessi ólæti eru okkur því óvið- komandi, og þarna hafa væntanlega einkum heimamenn átt hlut að máli. Ennfremur segir í fyrirsögn hjá DV: „Ölvaðir námsmenn fylltu fanga- geymslur“. Fimm námsmenn á okk- ar vegum urðu þess heiðurs aðnjót- andi að lenda í keflvíska steininum, hvorki fleiri né færri. Því ætti þessi undraverða fyrirsögn að segja okkur öllu meira um geymslurými kefi- vískra fangageymslna en ölvun á dansleiknum margumrædda. Af þessum fimm voru þrír ólánsamir drykkjumenn sem fengu að sofa úr sér áfengisvímuna. Þarna á ég við þá sem voru áfengisdauðir á dans- leiknum, en slíkir svartir sauðir eru alltaf óhjákvæmilega fylgifiskar skemmtanahalds af þessum toga. Þeir voru of drukknir til að vera með ólæti. Þá eru tveir eftir. Ég sé fyrir mér endurbætta fyrirsögn á baksíðu DV: „Tveir menn með ólæti í Keflavík, báðir fangaklefarnir full- ir“. Morgunblaðsgreinin var á sama plani, og raunar finnst okkur þessi blaðamennska ekki sóma sér í svo virtum og víðlesnum blöðum. Það ætti raunar að segja okkur margt um gæði Morgunblaðsgreinarinnar og um það hversu mikla vinnu ónefndur blaðamaður lagði í greinina að hann skyldi nefna okkar ástkæru menntastofnun Menntaskólann í Hamrahlíð. Það er álíka gáfulegt og Menntaskólinn • á Reykjavík eða Frá Rannveigu Tryggvadóttur: Öll fylgdumst við með fréttum af einstaklega vel heppnaðri veiðiferð togarans Hólmadrangs frá Eskifirði í Smuguna. í gærkvöldi var í fréttum Ríkissjónvarpsins sagt frá þeirri ákvörðun skipstjórans að láta gott heita og fara ekki fleiri veiðiferðir þangað nú er vetur gengur í garð. I hjarta mínu fagnaði ég þessari ákvörðun því aldrei er of varlega farið á fjarlægum og hættulegum hafsvæðum. Líf áhafnanna er marg- falt meira virði en svo að því megi fyrir nokkurn mun hætta. Ég hringdi til Sturlaugs Stefáns- sonar skipstjóra, óskaði honum til hamingju með velgengnina og þakk- Verzlunarskólinn við ísland. Skólinn okkar heitir Menntaskólinn við Hamrahlíð og okkur þætti vænt um að það yrði framvegis virt. Við nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð vonumst til þess að flest- ir átti sig á þeim misskilningi sem hér er á ferðinni. Skóladansleikurinn umræddi fór ágætlega fram og þeier sem að honum stóðu og sáu um gæslu eiga hrós skilið fyrir ágæta skipulagningu og góðan undirbún- ing. Vilji menn svo setja út á skóla- dansleiki almennt, þá er það allt annað mál. Hins vegar ættum við að gera okkur það ljóst að það er ekki bara unga fólkið sem sækir dansleiki, og það eru ekki síður hin- ir eldri sem eru með ólæti á slíkum uppákomum. NEMENDAFÉLAG MENNTA- SKÓLANS VIÐ HAMRAHLÍÐ. aði honum jafnframt fyrir að hafa tekið þessa skynsamlegu ákvörðun. Sagði Sturlaugur mér að ákvörðunin hefði ekki síður verið Aðalsteins Jónssonar forstjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar og eiganda skipsins en sín, þeir hefðu tekið hana í samein- ingu en ekki hann einn eins og ráða hefði mátt af sjónvarpsfréttinni. Sturlaugur lét þess jafnframt getr ið að Aðalsteinn hugsaði vel um sína sjómenn og fylgdist vel með þeim á sjónum, ekki síst þegar veður væru válynd. RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, Bjarmalandi 7, Reykjavík. Um ákvörðun skip- stjórans á Hólmatindi Víkveiji skrífar Við íslendingar erum fiskveiði- og fiskvinnsluþjóð. Sjávarvör- ur eru lang stærsti hluti útflutnings okkar, gjaldeyrisöflunar og lífs- kjara. Árið 1992 voru sjávarvörur 79,6% vöruútflutnings okkar, iðn- aðarvörur 17,2%, landbúnaðarvörur 1,9% og annað 1,4%. Auðlindir sjávar eru ekki ótæm- andi. Ef gengið er freklega yfir nýtingarmörk nytjastofna jafngildir það því að slátra lang beztu mjólk- urkúm þjóðarbúsins. Það þótti því góð íslenzka þegar fiskeldi kom til sögunnar, laxeldi, silungseldi og jafvel sjávarfiskaeldi. Hvers vegna ekki að stunda fiskibúskap á sama hátt og þjóðin hefur um aldir stund- að búskap með nautgripi og sauðfé? Síðan var sezt upp í tryllitækið, benzínið stigið í botn og lítt skeytt um umferðarreglur arðsemi og markaðar,. Víkingar fara ekki að lögum. Þeir höggva mann og ann- ann. Verst er þó þegar þessi „ann- ar“ höggni er víkingurinn sjálfur, það er sá sem hjó með kapps án forsjár sverðinu. XXX Víkur þá sögunni að skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkis- reikning 1992. Þar segir svo um Ábyrgðardeild fiskeldislána: „I ljós hefur komið að verðtryggingar sem deildinni voru ætlaðar samkvæmt iögum hafa reynzt haidlausar. Því fer fjarri að iðgjaldatekjur sem ætlað var að standa undir töpum vegna innleystra ábyrgða nái því marki sem lög gerðu ráð fyrir. Kostnaður ríkisins vegna innleystra ábyrgða á lánum til fiskeldisfyrir- tækja nemur yfir hálfum milljarði króna frá því deildin tók til starfa. Það má tii sanns vegar færa að ríkissjóður hafi verið búinn áð taka á sig flestar skuldbindingar vegna fiskeldisfyrirtækja áður en Ábyrgð- ardeild fiskeldislána var stofnuð." í sömu skýrslu segir um Fram- kvæmdasjóð Islands: „Á undanförn- um árum hefur Framkvæmdasjóður íslands orðið fyrir þungum fjár- hagslegum áföllum, ekki sízt vegna gjaldþrota fiskeldisfyrirtækja. Vegna slæmrar stöðu sjóðsins yfir- tók ríkissjóður 1.633 milljónir króna af skuldum hans á árinu 1991 og jafnframt var lögum um sjóðinn breytt á þá lund að hann skyldi framvegis ekki stunda lánastarf- semi. Staða sjóðsins hefur síðan versnað enda nam rekstrartap hans á árinu 1992 um 834 milljónum króna. Eigið fé var neikvætt um 830 milljónir króna í árslok 1992 og mun ríkissjóður fyrr eða síðar verða að veita framlag til sjóðsins vegna þess. Bein útlánatöp námu um 205 m.kr., að stærstum hluta vegna fiskeldislána. Framlag á af- skriftarreikning nam tæpum 409 milljónum krónum og hafa þá eign- ir verið færðar niður um 1.306 m.kr. vegna fyrirsjáanlegra útlána- tapa.“ xxx Víkveiji sneiðir hjá Byggða- stofnun og bönkum, sem ekki fóru varhluta af ósköpunum, skattatapi ríkis og sveitarfélaga og eigna- og fjármunamissi einstakl- inga. Ekki tjáir að fást um orðinn hlut, en máli skiptir að draga rétta lærdóma af mistökunum og að hafa vítin til varnaðar. Þrátt fyrir allt hyggur Víkveiji að eldi vatna- og sjávarfiska verði gild búgrein hér á landi er tímar líða. Þar þarf á hinn bóginn að huga vel að lögmálum arðsemi og markaðar og leyfa starfseminni að taka út vöxt á eðlilegum vaxtar- tíma. X X X Síldin var áratugaskeið þunga- vigtarfiskur í þjóðarbúskapn- um. Máske kemur aftur vor í dal. Á síldveiðiárinu 1992-93 bárust á land um 100-110 þúsund lestir. Þar af fóru aðeins um 28.000 lestir í söltun og frystingu, það er til manneldis, en 78.000 lestir í bræðslu (mél og lýsi). Þetta er íhug- unarefni. Það er af hinu góða að þrír þingmenn hafa flutt tillögu um mótun stefnu um nýtingu síldar- stofna við Island. Það skiptir máli hvern veg við vinnum takmarkaðan sjávarafla þann veg að hann gefi sem mest til heildar og einstaklinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.