Morgunblaðið - 07.11.1993, Síða 22

Morgunblaðið - 07.11.1993, Síða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 L i’i.l.ífilíii.i.l'náa DRAUMALAND mitt er Kína, þess vegna hef ég gengið með kínverskt skott í tvö ár. Mig dreymir raunar Iíka um að kom- ast til Indlands, en ég hef samt ekki farið út í að fá mér demant í nefið, enda er Kína í fyrsta sæti hjá mér,“ segir Ásdís Kvar- an lögfræðingur. að er engin sérstök ástæða fyr- ir því að mig dreymir um að komast til Kína, ég las ekki mikið af bókum um það land í æsku eða neitt þess háttar, bara einhveijar Gulafljótsbækur. Ég fer til Kína til þess að sjá það sem ég óttast mest og það er múg- ur. Ég ætla að komast að því hvern- ig mér líður með tuttugu öðrum mönnum á einum fermetra. Svo ætla ég að sjá Kínamúrinn og menningu Kínveija, áður en Mac- donald’s og hin vestræna menning ná að skjóta þar rótum. Ég fór á námskeið um Kína sem Endurmenntunardeild Háskóla ís- lands stóð fyrir. Þar var þátttakend- um bent á einar 15 til 30 bækur sem ágætt væri að lesa áður en lagt væri upp í Kínaferð. Það getur verið að ég lesi eitthvað af þeim, aftur á móti líst mér ekki á að ég læri málið áður en ég legg upp, þetta mál sem byggt er á tónfall- inu, allt sungið gegnum höfuðtón- ana - ég er hins vegar kontra-alt. Ég hugsaði stundum um hvernig mér myndi famast ef ég væri skilin eftir ein í miðju Kína en komst jafn- an að þeirri niðurstöðu að ég myndi bjarga mér. Ég hef trú á að mér sé gefinn sá máttur að geta bjargað mér í Kína. „Ég ætla að tala við kónginn í Kína og kannski við páfann í Róm. En hvort sem það verður til falls eða frægðar, þá fer ég á íslenskum skóm,“ sagði Halldór Laxness. Með þessu hugarfari mun ég fara til Kína og ætla ekki að skerða skott mitt fram til þess tíma.“ ^ Morgunblaðið/Kristinn Ásdís Kvaran ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Endurmsn Skálholtsstaðar Arið 1956 voru 900 ár liðin frá því að ísleifur Gissurarson var vígður biskup yfir íslandi. ísleifur settist að á föðurleið sinni, Skál- holti, sem síðan varð biskupssetur. Skálholt í Biskupstungum varð miðstöð kirkju og guðs- kristni á þessu landi. Þar sátu biskupar fram til 1796. Á 19. öld og frameftir þeirri 20. setti staðurinn heldur niður. Þar stóðu ekki lengur veglegar stórar dóm- kirkjur og var þar aðeins lítil kirkja og stundum hrörleg. Félag til endurreisnar Skálholts- stað var stofnað árið 1949 og fyrir tilstilli þess var síðar reist vegleg • kirkja, einnig vönduð íbúðarhús og útihús. Þegar Ólafur K. Magnússon kom á staðinn árið 1956 var bygging embættisbústaðar kom- in nokkuð áleiðis en þá var fyrirhugað að byggja nýja kirku eftir teikningu Harðar Bjarnasonar húsameist- ara ríkisins. Kirkjan skyldi byggð á hinu forna kirkjustæði en áður urðu fornleifarann- sóknir að fara fram í kirkjugrunninum. Gamla kirkjan hafði því verið flutt' spölkorn til norðvesturs en hún var tekin niður þetta ár en smíði nýrrar kirkju hófst einnig árið 1956. Gömul útihús urðu að víkja fyrir öðrum veglegri byggingum. ÉG HEITI ESTIKA EINARSDÓTT/R ESTIVA Einarsdóttir heitir kona sem býr í Njarðvík. Nafnið minnir á suðlæg lönd enda er það talið dregið af karlmannsnafninu Stefán sem á sér grískan stofn. Samkvæmt bókinni Nöfn ís- lendingá báru tvær konur í Húnavatnssýslu nafnið árið 1845 en það var skráð Æstíva í manntalinu frá 1855. Nafnið virðist hafa notið einhverrrar hylli í Húnaþingi því í manntali 1910 hétu fjórar konur Estífa, þar af bjuggu tvær í Húnavatns- sýslu. Uppruni nafnsins er óviss en líklegast er nafnið leitt af karlmannsnafninu Stefán. Stef- ánsnafnið á sér grískan stofn og þýðir kóróna eða höfuðsveig- ur. Spænsk mynd Stefánsnafns- ins er Esteban og erum við þá komin nærri Estivunafninu. Nafnið Stefán hefur verið mun algengara hér á landi en þessi kvenkynsmynd þess og 1989 voru 2321 karlar sem báru nafn- ið Stefán, þar af 299 sem báru það sem síðara nafn af tveimur. Samkvæmt þjóðskrá eru að- eins þijár konur á Islandi sem nú bera nafnið Estiva eða Estífa. Ein þeirra er Estiva Jóhanna Einarsdóttir sem býr í Njarðvík. Hún segist hæstánægð með nafnið og að hún hafi ekki fyrir nokkra muni viljað breyta því. Morgunblaðið/Björn Blöndal Estiva Einarsdóttir Um tilurð nafngiftarinnar segir Estiva að hún sé skírð í höfuð ömmu sinnar sem var frá Ólafs- vík. Estiva sem vinnur á launa- skrifstofu varnarliðsins kannast ekki við að fleiri í fjölskyldunni heiti sjaldgæfum nöfnum. ÞANNIG___ HEFNDISTHONUM FYRIR UM SÍÐIR Parodísin neðan girðingarínnar TIL ER saga um mann nokkurn sem var dálítið siðblindur i við- skiptum. Hann óð yfir menn, prettaði, laug og stal ef hann kom því við. Náungi þessi hafði enn fremur mikið dálæti á stang- veiði. Fluguveiði. Og paradís á jörðu samkvæmt kokkabókum hans var urriðasvæðið í Laxá í Þingeyjarsýslu. Þangað fór hann eins oft á hverju sumri og hann gat viðkomið. Svo kom að hinu óumflýjanlega, dauðanum. Nokkrum misserum áður hafði hann breytt nokkuð háttum sín- um, látið af svikum og prettum og freistað þess að lagfæra ýms- ar misgjörðir. En það leit ekki út fyrir að dauðinn yrði neitt vandamál, skyndilega var karlinn staddur við undurfagra elfu. Hann kannaðist ekki við staðinn, en umhverfið allt var hið sama og við Laxá. Skyndilega gerði hann sér einnig grein fyrir því, að hann var búinn til veiða frá toppi til táar. Hann Ieit ána, hún kraumaði og sauð af fiski. Hann var að spekúlera í að hefja veiðar er hann varð þess var að maður stóð við hlið hans. Sá var reffilegur og sportlega klæddur. Hann sagðist vera veiði- vörður við þessa á og kominn til að sýna honum veiðisvæðið. Það næði niður að girðingarstaurnum þarna fyrir neðan. „Það er harðbannað að fara yfir girðinguna, þar er annað svæði og annar veiðimaður á það. Annars gilda hér sömu reglur og þú þekkir“ sagði vörðurinn og horfði fjarrænn niður með á. Veiðimaður- inn ætlaði að spyija hann nánar út í skiptingar, en þá var vörðurinn skyndilega horfínn. Þá var að byrja. Og hann var á í fyrsta kasti! Fallegur urriði, en 1 til 2 sentimetrum undir máli. Hann sleppti því urriðanum og hélt áfram. Er skemmst frá að segja, að það var fískur á í hveiju kasti, en allir voru þeir undirmáls. Er hann nálg- aðist girðingarendann sá hann að gríðarlegir boltar voru að bylta sér á hinu svæðinu, fyrir neðan girð- ingu. Þar var enginn sjáanlegur á veiðum, en minnugur orða veiði- varðarins fór hann ekki yfír girðing- una. Hann fór hins vegar fast að henni og mikið óskaplega var freist- andi að kasta niður fyrir. Hann raunar reyndi það, eðli hans lét ekki að sér hæða. En einhverra hluta vegna virtist hann aldrei ná að kasta nógu langt. Enginn tók fiskurinn og veiðimaður fór nú að velta fyrir sér hvenær ætti að skipta á svæð- um. Gerðist hann nú verulega pirr- aður. Leið nú drykklöng stund og um síðir var veiðimaður hættur að kasta og sestur niður við girðinguna. Allt í einu stóð veiðivörðurinn við hlið hans með glott á vör. „Jæja, hvernig gengur?“ spurði hann. „Það er nóg af fiski, það vantar ekki, en þetta er allt smátt. Stóri fískurinn er allur þarna á breiðunni fyrir neð- an girðinguna. Það er enginn að veiða þar, hvenær verður eiginlega skipt á veiðisvæðum? Ég vil fara að prófa nýja staði,“ sagði þá veiði- maðurinn. „Skipta á svæðum? Held- urðu að þú sért í himnaríki?" svar- aði þá veiðivörðurinn og djöfullegt glottið magnaðist um allan helming. H

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.