Morgunblaðið - 07.11.1993, Síða 23

Morgunblaðið - 07.11.1993, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNB A3IAP|I|!A9 f~nt SUNNUDAGUR 7. NÖVEMBER 1993 É Mj Aðkoman að Skálholti 1956. Skálholt 1956. Til vinstri er nýr prestbústaður að rísa, þar var seinna bústaður rektors lýðháskólans í Skálholti og nú býr þar vígslubiskup. Fyrir miðju eru útihús en lengst til hægri er íbúðarhús sem var rifið þetta ár. MEISTARAKOIiKARNIR ÓSKAR OGINGVAR Innpökkuðýsa ogfléttubmuð MEISTARAKOKKARNIR eru á þjóðlegum nótum að þessu sinni og bjóða upp á rammíslenska ýsu í umslagi. Þessi réttur gæti sem best heitið Ýsa að hætti rítarans eða Ýsa póstmannsins. Mælt er með hrísgxjónum og nýbökuðu brauði í meðlæti og þvi tilvalið að skella fléttu- brauði í ofninn. Hann er þá orðinn hæfilega heitur fyrir ýsuna þegar brauðið er fullbak- að. Ýsa i umslagi fyrir 4 800 g ýsa (flök)^ 1 stk. rauð paprika, lítil 1 msk. rósapipar !4 stk. laukur, lítill 50 g smjör 1 tsk. tímían 4 arkir af ólpappír ögn af salti og pipar Ýsan er skorin í hæfilega bita. Laukurinn og paprikan er saxað. Álpappírinn er lagður á borð með möttu hliðina upp og ýsan lögð ofan á. Lauk og papriku er dreift ofan á fiskinn ásamt, rósapipar, tímían, salti og pipar. Smjörklípa sett ofan á, umslögunum lokað og endarnir brotnir saman, þann- ig að umslagið verði þétt. Sett í 200° C heitan ofn í u.þ.b. 10 mínútur. Borið fram í umslaginu sem er opnað að ofan og borðað upp úr því. Meðlæti: Hrísgrjón og e.t.v. nýbakað brauð. Heilhveitiflétta (fléttubrauó) 300 g hveiti 200 g heilhveiti 1 tsk. salt 1 msk. smjörlíki 1 bréf þurrger 2Vi dl volgt vatn (mó vero rúmlega 2)4 dl) I stk. egg Hveiti, heilhveiti og salti bland- að saman og smjörlíkið mulið saman við. Gerið er leyst upp í volgu vatninu og blandað saman við þurrefnin og hnoðað vel. Deiginu skipt í 3 hluta og mótað- ar lengjur sem eru fléttaðar sam- an og settar á plötu. Penslað með egginu og látið hefast á volgum stað undir röku stykki í u.þ.b. 1 klst. Bakað við 200° C í 15-20 mínútur. FRÉTTALJÓS úrfortIð Heilbrigðislögreglan gegn óþrijhaði Blaðamannafundur 1944 Ljósmyndasafn Reykjavíkur Heilbrigðislögreglan taldi rottur þrífast á hæsnafóðri í reykvísk- um alifuglahúsum. |Heilbíigðislögreglunni heíir orðið vel ngengt Yfir ZÖ veitingastiiðum liefir verii) lokai) VIKU fyrir stofnun íslenska lýð- veldisins boðaði Agnar Koefoed- Hansen lögreglusljóri Reyk- javíkur blaðamenn til fundar. Lögreglustjórinn gerði grein fyrir starfi sérstakrar deildar innan lögregluliðsins, „heil- brigðislögreglunnar.“ 11. júní 1944 er aðalfrétt á síðu 2 í Morgunblaðinu: „Heilbrigðis- lögreglunni hefir orðið vel ágengt. Yfir 20 yeitingastöðum hefir verið Iokað.“ í fréttinni kemur fram að heilbrigðislögregla var stofnuð vorið 1942 og þessi sérdeild lög- gæsluliðsins væri skipuð þremur mönnum, Agústi Jósefssyni, Sig- ríði Erlendsdóttur og Pjetri Krist- inssyni. Þess má geta að Ágúst Jósefsson var ennfremur heil- brigðisfulltrúi Reykjavíkur og gegndi því starfi í 32 ár, 1918-50. Lokið ruslatunnum „Heilbrigðislögreglunni hefir orðið vel ágengt í starfi sín, en jeg vil þó taka það fram, að við slíkt starf er ekki hægt að hugsa í dögum heldur árum,“ sagði lög- reglustjóri. Lögreglustjóri greindi frá því að undirstaðan í starfi heilbrigðislögreglunnar væri eftir- lit með sorphreinsuninni en til þess i að koma betra lagi á þau mál þyrfti að fjölga sorphreinsun- arílátum sem væru tunnur. Lög- reglustjóri lagði áherslu á: „Frum- skilyrði er að tunnurnar sjeu með loki, því að öðrum kosti getur varla verið um að ræða neinn verulegan árangur. Þá er tunnan gróðrarstía fyrir rottur.“ Fj'ölmiðlum var síðan gerð nán- ari grein fyrir árangrinum af starfi _ heilbrigðislögreglunnar, m.a: „Ástand veitingastaða var afarslæmt. Yfir 20 veitingastaðir fullnægðu alls ekki settum reglum heilbrigðislögreglunnar og var þeim lokað.“ Umgengni í mjólkursölubúðum og brauðgerðarhúsum hafði tekið nokkrum framförum. Heilbrigðis- lögreglan var þess mjög hvetj- andi: „Að komið verði upp að nýju, sem allra fyrst, að mjólk verði afgreidd í flöskum. Þá var umgengni í brauðgerðarhúsum mjög ábótavant, og var nokkrum lokað, en bakarar hafa sýnt mik- inn skilning á starfi lögreglunnar og er samvinna hennar við bakara mjög ákjósanleg.“ Á blaðamannafundinum var upplýst að margar verksmiðjur stóðust kröfur heilbrigðislögregl- unnar fullkomlega og voru eftir- farandi verksmiðjur tilgreindar sérstaklega: Sælgætisverksmiðj- urnar Nói, Síríus og Freyja, Kex- verksmiðjan Frón og Sápuverk- smiðjan Hreinn. Rottufóður En lögreglustjóri vildi ekki dylja fréttamenn þess að: „Mestur óþrifnaður, hjer í bæ er af hinum mörgu alifuglahúsum, fjósum og svínahúsum." Lögreglustjóri benti Ljósmyndasafn Reykjavikur Lögbrot í matvælavinnslu. Ág- ústi Jósefssyni heilbrigðislög- reglumanni og heilbrigðisfull- trúa í Reykjavík þótti miður: „Vinnsluherbergi. Myglaðar og skemmdar citronur eru skorn- ar sundur og skemmdunum kastað í kassa undir borðinu, það sem talið er óskemmt er látið í pressuna." á: „Þessir staðir eru ekki síður gróðrarstía fyrir rottur. Flest munu alifuglahúsin vera. Hvers- konar matarleifar og korn er látið í fuglastíurnar, en á nóttinni fjöl- menna rotturnar og eta þar sem hænurnar hafa skilið eftir.“ I lok fréttarinnar kvaddi Morg- unblaðið Reykvíkinga til að færa sinn bæ í hátíðarskrúða og fagn- aði því að: „Áhugi fólks fyrir auknum þrifnaði og heilbrigðis- málum fer vaxandi.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.