Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 1
beirOt Meira en helmingi betri árangur í reykbindindi ef tvær gerðir nikótínlyfja eru notaðar saman ÍSLENSKAR rannsóknir hafa sýnt fram á að mun betri árangur næst í reykbindindi þegar notaður er nikó- tín-nefúði samhliða nikótínplástri, en þegar nikótínplástur er notaður einn og sér. Þorsteinn Blöndal yfirlæknir lungna-og berklavarnadeildar Heilsu- verndarstöðvarinnar í Reykjavík hef- ur á undanförnum árum rannsakað hinar ýmsu leiðir til að hætta reyk- ingum. Samhliða rannsóknum sínum hefur Þorsteinn skipulagt og haldið námskeið fyrir þá sem vilja hætta reykingum. „Hugmyndin með notkun nikótínlyfja er að líkja eftir því sem gerist við reykingar og sýnt hefur verið fram á betri árangur með notkun þeirra,“ segir hann. Þátttakendum í síðustu rannsókn Þor- steins var skipt í tvo hópa og fengu báð- ir virkan nikótínplástur. Annar hópurinn fékk jafnframt virkan nikótín-nefúða og samanburðarhópurinn fékk lyfleysu-nef- úða sem ekki innihélt virk efni. 28% reyktu ekki eftir 1 ár „Fólk vissi náttúrlega ekki hvort það hafði fengið virkan eða óvirkan nefúða en að ári liðnu voru 28% þeirra sem not- uðu bæði lyfin enn reyklausir, en 13% þeirra sem eingöngu notuðu plástur. Er þá miðað við algert reykbindindi allan tímann og alls engar reykingar leyfðar. Við vitum ekki enn hvort viðbótaráhrifin stafa af auknum nikótínskammti eða Þegar bæði plástur og nefúði með nikótíni er notaður, næst betri árangur í reykbindindi. Nanogromm i millilitra Ur 2 mg nikótíntyggjoi 40 minutur 60 hvort þau tengjast því að notuð eru tvö lyfjaform.“ Þorsteinn kynnti niðurstöður sínar á alþjóðlegu læknaþingi í Frakklandi þar sem fjallað var um leiðir til lausnar frá nikótínfíkn. Þar kom fram það almenna álit þeirra sem að þessum málum vinna, að nauðsynlegt er að huga í auknum mæli að einstaklings- bundinni meðferð. „Mynstur reyk- ingarmanna er misjafnt og til að ná sem bestum árangri í reykbind- indi, þarf að taka tillit til ólíkra þarfa hvers og eins.“ Nikótínlyf á meðgöngu A læknaþinginu í Frakklandi kom einnig fram það álit að bams- hafandi konur ættu frekar að nota nikótínlyf en halda áfram reyking- um. Að sögn Þorsteins hafði þetta álit ekki farið hátt fram að þessu. Neal Benowitz prófessor við Kali- forníuháskóla hélt því fram á þinginu að nikótínlyf hefðu ekki jafn slæm áhrif á móður og fóstur eins og reykingar. Hann kvaðst jafnframt ráðleggja þeim sem hefðu fengið hjartaáfall að hætta Ris nikótíns í blóði, eins og hér er sýnt, segir til um áhrif sem hver nikótíngjafi hefur. reykingum og nota nikótínlyf í staðinn. Ástæða þess að fólk heldur áfram að reykja þrátt fyrir vitn- eskju um skaðsemi reykinga er ósköp einföld: nikótín er ávanabind- andi. „Fráhvarfseinkenni koma fram vegna þess að við reykbind- indi minnkar nikótín í heilafrumum, en svæsið fráhvarf spillir vel heppn- uðu reykingabindindi," segir Þor- steinn og heldur áfram: „3-4 vikum eftir að reykingum er hætt, eru lík- amleg fráhvarfseinkenni oftast horfin. Hins vegar geta andleg frá- hvarfseinkenni, sem kannski mætti kalia söknuð eftir tóbaksreyking- um, staðið mislengi. Ekki er útilok- að að leitað verði leiða til að vinna á þeim þætti í næstu rannsókn." Morgunblaðið/Björn Blöndal Unnið við uppsetningu sjónvarpsskjánna í Fann- dísi einni af þrem Boeing 757 þotum Flugleiða. Níu sjónvamsskjáir í vélar Flugleiða „Við verðum með nýjar myndir í hverjum mánuði og þau viðbrögð sem við höfum feng- ið hjá farþegum hafa verið ákaflega lofsam- leg,“ sagði Margrét Hauksdóttir deildarsljóri upplýsingadeildar Flugleiða sem framvegis bjóða farþegum sínum í Ameríkuflugi uppá kvikmyndasýningu á flugleiðinni. Sjónvarpsskjáir hafa nú verið settir í tvær Boeing 757 vélar félagsins, þær Svandísi og Hafdísi og eru flugvirkjar nú að setja tæki í þriðju vélina, Fanndísi. Margrét sagði að í vélunum yrðu átta 14 tommu skjá- ir í lofti og á Saga Class farrýminu yrði einn 6 tommu skjár í þili. Mar- grét sagði að þjónustudeild félagsins sæi um val á myndum og yrði kapp- kostað að hafa það nýjasta á mark- hveiju sinni. Skipt er um myndir þessa skjái en myndir í litlu tækin Skipt er um myndir mónaðar- legaóþessa skjói aðinum í boði mánaðarlega á sem Saga Class farþegum er boðið til láns er skipt út á fjögurra mánað fresti. Flugtíminn til Baltimore og New York er 5-6 tímar en um 8 tímar til Flórída og sagði Margrét að á þeirri leið yrði boðið uppá tvær sýningar og þá gjarn- an aukamynd fyrir börn. B BB BACKGROUND Nýr herrailmur frá JIL SANDER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.