Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Hormónið frá Hel er testósterón nú kallað LOÐIN bringa og stæltir vöðvar karlmanns gætu verið viðvörun um árásargirni eða fjöllyndi. Karlar sem framleiða mikið af hormóninu testósterón eiga erf- iðara með að láta sér lynda við maka sína en þeir sem fram- leiða minna. Þetta eru helstu niðurstöður bandarískrar rann- sóknar sem gerð var nýlega á tengslum milli hormónafram- leiðslu karla og ástarsambanda þeirra. Testósterón myndast einkum í eistum karla og er annað tveggja megin karlhormóna. Alan Booth sem er bandarískur félags- fræðingur hafði umsjón með rann- sókninni og er greint frá niður- stöðum hennar í sálfræðitímarit- inu Psychology Today. Tæplega 4.500 karlmenn tóku þátt í rann- sóknini. Slíta frekar sambúð Að sögn Alans Booth ganga testósterón-ríkir karlmenn oft ungir í hjónaband eða hefja sam- búð fyrr en aðrir. „Hins vegar slitnar fyrr upp úr ástarsambönd- um þeirra en hinna sem ekki fram- leiða jafn mikið testósterón. Þeim lyndir ekki vel við maka sína og oft eru þeir fjöllyndir," er haft eftir honum. Hann kallar test- ósterón „hormónið frá helvíti“ þar sem honum þykja áhrifin geta verið býsna neikvæð. Hann bendir á að á unga aldri sé ljóst hvort testósterónframleiðsla pilta verði mikil í framtíðinni. Foreldrar geti hjálpað sonum sínum sem glíma við of mikla testósterón-fram- leiðslu og besta leiðin sé að veita þeim bæði þolinmæði og umburð- arlyndi. Alan Booth komst að því að framleiðsla testósterón jókst skömmu áður en karlar tóku þátt í keppni og hið sama gerðist hjá þeim sem nýlega höfðu sigrað í keppni. „Skyndileg aukning á framleiðslu þessa hormóns er já- Testósterón- ríkir karlmenn ganga oft ung- ir í hjónaband eöa hefja sam- búö fyrr en aörir. Meiri testóst- erón-framleiðsla: meiri líkur á framhjáhaldi Minni testósterón-framleiðsla: meiri líkur á jafnvægi í sambúð kvæð og hjálpar mönnum að mikil er hætta á samskiptaerfið- bregðast við áreiti í umhverfinu. leikum.“ ■ Sé framleiðslan hins vegar alltaf BT Raf komið aftur í tísku í kjölfar myndarinnar Jurassic Park KONAN í steinabúð í Ziirich var með margfalda rafhálsfesti, rafeyrnalokka og rafarmband. „Amma mín gekk með skartgripi úr rafi. Hennar kynslóð trúði að steinninn hefði góð áhrif á gigt. Ég geng með þá af því að mér finnast þeir falleg- ir. Ekki er verra ef það reynist rétt að þeir hafi róandi áhrif.“ Raf er aftur að ryðja sér til rúms. Eigendur verslun- arinnar Cobra and Bellamy í London opnuðu til dæm- is sýningu á rafi 11. nóvember. Þeir segja raf vera stein ársins, ef ekki áratugarins, og vita víst hvaðan vindurinn blæs í steinatískunni. Eftirspurnin er kannski að aukast af því að barnaböm kvennanna sem báru raf eru farin að kaupa skartgripi. Raf-steinar eru m.a. seldir í versluninni Betra lif í Reykjavík. Þar fengust þær upplýsingar að steinarnir væru litlir og seldir í lausasölu á 190 krónur stykkið. Hvað er raf? Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir Tómas Númi Sigurðsson hefur verið með raffesti síðanskömmu eftir fæðingu eins og algengt er í Sviss. Festin á að sefa -hann og lina tanntökuverki. Aðalástæðan fyrir auknum, almennum áhuga á rafi er líklega sú að vísindamennirnir í kvikmyndinni Ju- rassic Park taka blóð úr 65 milljón ára gamalli pöddu sem hefur varðveist í rafi og búa risaeðlurnar til úr því. Raf er kristölluð trjákvoða. Það er gul- til rauð- brúnn, léttur steinn. Það verður gagnsætt við pússun og þá koma oft skordýraleifar, barrnálar eða lauf í ljós í steininum. Fræðilega er mögulegt að í einhveijum rafsteini leynist erfðaefni risaeðlu. Hafi moskítófluga fyrir nokkrum tugmilljónum ára til dæmis verið nýbú- in að fá sér blóðsopa úr risaeðlu og síðan fest í trják- voðu. Möguleikarnir eru vitaskuld litlir og ekki því ekki mikið vit í að leita að slíku. Rafherbergið bráðnaði Helstu rafabelti heims eru við Eystrasaltið. Steinam- ir þar eru 35 til 50 milljón ára. Þeir mynduðust úr tijákvoðu barrtijáa sem eru orðin að brúnkolum. Oft fer fólk að leita að rafi á Eystrasaltsströnd eftir mik- inn sjógang. Raf frá Dóminíkanska lýðveldinu er einn- ig vinsælt en ekki eins útbreitt. Steinarnir þaðan eru um 30 milljón ára. Þeir eru úr tijákvoðu belgjurtar og oft ljósari og tærari en evrópskir steinar. Rafs er getið í Odysseifskviðu Hómers og steinninn hefur verið vinsæll skartgripur alla tíð síðan. Hann er mjúkur og auðveldur viðfangs. Margir fagrir munir hafa verið gerðir úr honum, en rafherbergi Friðriks I Prússlandskonungs er líklega þekktasta raflistaverk heims. Það var í smíðum í Chariottenburgar-höll í Berlín frá 1701 til 1713. Nýtt rafherbergi hefur verið reist í St. Pétursborg í stað hins gamla sem brann. Raf er ein af sárafáum steinategundum sem brenn- ur. Það gefur þá frá sér góðan ilm og var lengi vel malað niður í reykelsi. Fólk trúði að það héldi illum öndum í burtu, læknaði flest mein og það er enn notað í pakkningar fyrir gigtveika í Póllandi. Það er útbreidd skoðun að það hafi róandi áhrif og litlar rafhálsfestar eru vinsælar vöggugjafir í Sviss. Þær eiga að sefa börnin og lina sársauka við tanntöku. ■ Anna Bjamadóttir Býr til skartgripi og dreymir þá einnig SKART- GRIPIR úr leir, steinbíts- roði, skeljum, íslenskum steinum og hrosshári. Hún blandar þessu stund- um saman en oft eru djásn- in líka ein- föld. Skart- gripirnir eru grófir, fín- gerðir, stórir og litlir og hún notar galdrarúnir sem mynst- ur. Eitt er víst,- hún er með skartgripi á heilanum. Ekki nóg með að hún búi til skart- gripi, hana dreymir þá Iíka á nóttunni og hugmyndirnar eru víða. „Ég sé þetta allstaðar úti í náttúrunni og í kringum mig.“ Það er Inga Björnsdóttir sem við erum að heimsækja, en hún opnaði fyrir stuttu Gallerí Náttúru við Hafnargötuna í Keflavík. Tröllkerllng er hún stundum kölluð Galleríið er líka vinnustofan hennar og hún einskorðar sig ekki við að skapa skartgripi, sköp- unarþörf hennar fær útrás í ýmsu. Inga málar tröll á fjörugijót, mótar tröllkonur í leir líka og hún viðurkennir að fyrir bragðið hafi fest við hana nafnið tröllkerlingin. Á vinnustofunni eru kertastj- akar og vasar úr leir sem hún er að vinna við og í kollinum er hugmyndin þegar komin að lömp- um. „Ég er mjög upptekin af leimum núna.“ Inga málar samt líka, hún not- ar vatnsliti á enduranninn pappír og viðfangsefnið er sjávar- og sveitalíf eins og það var á síldar- árunum. „Pappírinn er skemmti- lega grófur og þetta era öðruvísi vatnslitamyndir." Vinnustofa og gallerí Auk muna hennar sjálfrar er Inga með í umboðssölu íslenska handunna gripi sem koma hvað- anæva af landinu. Þar á meðal era jólasveinar, askar, bretti með brenndu mynstri og leðurvörur. Þetta er handunnið og íslenskt og núna fyrir jólin bætist margt nýtt við til dæmis beinvörar og útskurð- ur. Fyrir fjórum árum flutti Inga til íslands eftir að hafa verið bú- sett í Noregi í sjö ár. Þar var hún við myndlistarnám í þijú ár. En hversvegna gallerí í Keflavík? „Ég er búsett í Höfnum og hef lengi verið að velta þessum mögu- leika fyrir mér. Fyrstu árin eftir að ég kom heim fóru í barneignir en fyrir nokkru fór ég að kíkja í kringum mig eftir vinnustofu því þá var ég farin að fikta með leir og búa til skartgripi.“ Eldri dóttir hennar fjögurra ára virðist hafa erft sköpunarþrá frá móður sinni því hún er þegar farin að láta til sín taka á vinnustofunni, mótar snjókarla og svín úr leimum. Staðinn fann Inga á Hafnargöt- unni í Keflavík, húsnæði sem er tilvalið sem verslun líka. „Ég tók það á leigu og ákvað að hafa vinnustofu og taka í umboðssölu fyrir aðra. Mér hefur verið tekið vel það sem, af er svo ég held að þetta eigi alveg að geta gengið.“ ■ grg Yfir 20% barna í Gulu-héraði í Úganda eru talin vera munaðarlaus ABC hjálparstarf verður með basar næstkomandi laugardag, auk þess sem hafin er sala á dagatölum fyrir ar hjálparstarfinu. Guðrún Margrét Pálsdóttir hjá ABC-hjálparstarfi fór til Gulu-hér- aðs í Uganda í haust, meðal annars tjl að kynna sér aðstæður. Þar tók hún hluta ljósmynda sem prýða da- gatalið. „Yfir 20% barna þarna eru talin munaðarlaus. Hjálparstarfið gengur í megindráttum út á að gefa þeim kost á að ganga í skóla og búa þau þannig undir lífíð. ABC hjálparstarf styrkir um 500 börn í Uganda núna auk þess sem sambærilegt hjálpar- starf er í öðrum þróunarlöndum." árið 1994 og jólakortum, til styrkt- 500 krónur á mánuði Kostnaður við að styrkja barn í skóla í Úganda er 500 kr. á mánuði og að sögn Guðrúnar Margrétar nægir sú upphæð fyrir skólagjöldum, búningum, bókum og öðra sem barn þarf til skólagöngu. „Um 600 aðilar á íslandi hafa tekið að sér styrktar- börn í gegnum hjálparstarfið, en öll framlög fara óskert til hjálparstarfs erlendis." Að sögn Guðrúnar Margrétar er ætlunin að byggja heimili og for-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.