Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 C 7 Á PÍSLARVOTTATORGINU sem einu sinni var miðpunktur Beir- út var lítill strákur að selja stækkaðar litmyndir af torginu eins og það var. Fyrir borgarastyrjöld og óáran og skelfingarárin mörgu. Píslarvottatorgið þekkti ég ekki þá. Nú blöstu við mér gapandi rústir dáinna húsa, haugar af múrsteinum, fusli og drasli, stöku tijábútar mynduðu áður tijágöng við breiðgötuna sem lá frá torginu. En styttan sem torgið dregur nafn sitt af stendur óskemmd innan um hrunin stórhýsin. Samt er Beir- út að lifna við, ég sá stóran mun frá því um svipað leyti fyrir ári og enn meiri ef ég bar saman við ástandið þegar ég kom fyrst rétt eftir að Sýrlendingar höfðu gengist i því að koma loks á friði. Og þó nöturlegt sé í dána miðbæn- um hefur verið hreinsað ótrú- lega mikið. Þar voru menn á stórum vinnuvélum að störfum frá morgni til kvölds við að rífa hverja ömurlegu, gegn- umskotnu eða niðursprengdu húsarústina af annarri og síðan er öllu ekið í brottu. Áður höfðust hér við flækingshundar, stöku leyniskyttur og útigangsmenn, núna var meira að segja húið að setja upp frumstæð kaffihús. Þar sátu menn í makindum og riíjuðu upp gamla tímann. Þegar Beirút var paradís Miðausturlanda, var líkt við París eða aðrar eðalborgir. Þeir tímar koma aldrei aftur en það er léttir flestum að það er byijað fyrir alvöru að rífa mið- borgina. Hariri forsætisráðherra segir að ekki verið látið staðar numið fyrr en risin er ný miðborg á rústum hinnar fyrri. En hún á ekki að vera eftirlíking af því sem var. Menn eru líka fegnir því. „Þó svo að miðborgin verði ný er líka stefnan að byggja upp og græða ýms önnur hverfi sem urðu hart úti,“ sagði starfsmaður í for- sætisráðuneytinu. „Beirút með sína stórbrotnu sjávarsíðu hefur sem betur fer haldið sínum svip og mun gera það. íbúarnir komast ekki út úr stríðshugarástandinu fyrr en ný miðborg hefur risið. Þeir vilja ekki eftirlíkingu af því sem var.“ Ég er sammála því eft- ir rabb við ýmsa líbanska kunn- ingja og alls konar fólk sem ég hitti á strætum og torgum og gaf Sjórinn var blár og rólegur núna. mig á tal við. Frú Bouchra hjá Ferðamálaráðinu sagði að eftir 10 ár yrði Beirút á ný orðinn mesti og eftirsóknarverðasti staður þessa heimshluta. í Hamrahverfinu er miðstöð við- skipta, þar eru allir bankarnir og glæsilegar verslanir spretta upp eins og gorkúlur. Allmörg hótel þar í grennd hafá verið gerð upp og bisniss- menn eru farnir að leggja leið sína til Líban- on aftur. Lí- banski gjaldmiðill- inn hefur styrkst tölu- vert en verðlag er enn mjög hagstætt. Enn eru ferðamenn sjaldséðir. Nema burt- fluttir Líbanar, þeir komu sl. sum- ar svo þúsundum skipti og voru í margar vikur. En vonir Hariris forsætisráðherra um að þeir flytji heim eða fjárfesti í landinu hafa enn ekki ræst. Margir þeirra sem flýðu var fólk með sæmileg og allt upp í mjög góð fjárráð. Þetta e- fólk vill ekki hætta á neitt enn- þá með fjármuni sína og finnst ekki að Líbanon sé staður sem það hefur skyldur við. Úti við ströndina hreiðraði ég um mig á Hótel Carlton í því sem áður var Vestur-Beirút eftir að ég kom frá Beit Eddine uppi í fjöllun- Píslarvottatorgið sem var Lítill strákur að selja myndir í gömlu miðborginni. um. Carlton hefur líka tekið breyt- ingum á stuttum tíma. í mars 1991 var það á mörkunum að vera boðlegt en var eitt fárra hótela sem hafði opnað eftir stríðið. Þá vantaði handrið á svalir og máln- ing var flögnuð af veggjum. Rúm- ið var hrörlegt og ekki annar hús- búnaður en einn stóll. Klósettið var bilað og sjaldan vatn í krönum og enn sjaldnar rafmagn lengur en klukkutíma í einu. Nú er annar og betri bragur yfir öllu, hefur verið málað í hólf og gólf, end- urnýjuð húsgögn í herbergjum og sjónvarp í sumum þeirra, meira að segja sturtan var í lagi. Morg- unverðinn þarf ekki lengur að sækja í kaffistofu handan götunn- ar. Þegar ég settist út á svalirnar með morgunkaffið í sólskininu — Morgunblaðið/JK Og menn eru að setja upp frum- stæð kaffihús í miðbænum gamla. því nú er komið handrið á þær — og horfði yfir ægissíðuna sá ég að það var vatn í sundlauginni. Stundum virkaði síminn en oftast ekki og það er erfitt að hringja til útlanda og tekst bara stundum. Rafmagnið fór af öðru hveiju en stutta stund í hvert skipti. Á leið í lyftunni upp á 7. hæð með tösk- una mína fór rafmagnið af. Ég hringdi neyðarbjöllinni þó ég vissi það þýddi ekki en vildi láta vita af mér. Svo settist ég á gólfið og dró andann djúpt. Svona er nú að lokast inn í lyftu, Jóhanna mín, sagði ég og fiskaði sígarettu upp úr veskinu. Rafmagnið kom aftur korteri seinna. Það voru langar fimmtán mínútur, en karlarnir mínir í móttökunni voru miður sín og buðu í kvöldmat í veitingasaln- um. Ég þakkaði kærlega fyrir mig og kunni ekki við að segja að mér fyndist þeir ættu að endurnýja kokkinn. Annars úir og grúir af frábær- um veitingastöðum í Beirút og enginn maður með viti borðar á hótelunum — nema hann hafí lok- ast inn í lyftu og fengið ókeypis kvöldverð í sárabætur. Mestar breytingar á Beirút fannst mér þó vera hve Sýrlend- ingar eru sjaldséðir þar. Þeir voru með varðstöðvar á hveiju strái, stöðvuðu bíla og voru herraþjóðin uppmáluð. Þeir hafa fært sig með mestallt liðið inn í Beqaadal en koma til Beirút að skemmta sér. Enda er næturlífið að færast í hið líflegasta horf aftur. Þegar ég sat á kvöldin á svölun- um og andaði að mér Beirút sá ég hvað sjórinn var blárri og ró- legri núna en meðan allt var í al- gerri rúst. ■ Jóhanna Krístjónsdóttir Næsta Kínaklubbs- ferð með vorinu EFTIR 30 ár mun Japan verða með hæstu prósentutölu aldraðs fólks í heiminum. Árið 2093 mun Japönum hafa fækkað í 60 milljónir eða um helming frá því sem nú er og eftir 1000 ár verður enginn Japani eftir ef svo heldur áfram sem horfir. Þetta kemur m.a. fram í viðtali við Naohiro Ogawa prófessor í grein í nýjasta hefti Scanorama, flugblaðs SAS. Sé gluggað nánar í staðhæfing- ar prófessprins segir hann að væru haldnir Ólympíuleikar aldraðra mundu Japanir fá sæg af gullverð- launum. Nú eru 12% þjóðarinnar 65 ára og eldri sem er ekki óeðli- legt. En eftir þijátíu ár verður þessi hópur fólks um 26% íbú- anna. Ef þetta er t.d. borið saman við Svíþjóð fjölgar öldruðum í Jap- an þrisvar sinnum hraðar en í Svíþjóð. Umönnun aldraðra verður mesta vandamál Japana á nýrri öld, ekki framleiðni eða efnahag- sundur og hagvöxtur. Prófessorinn segir að eftir styij- aldir hafi venjulega hlaupið mikið fjör í barneignir og í flestum lönd: um hafi það staðið í 10-15 ár. í Japan stóð þetta aðeins í þijú ár. Eftir það lækkaði fæðingartíðnin og hefur lækkað um 50% á einum áratug eða úr því meðaltali að japanskar konur ættu fjögur börn í tvö börn. Samkvæmt tölfræðinni verður hver kona að eiga 2,08 börn til að íbúatalan standi í stað. I Japan á kona nú aðeins 1,53 börn og eru aðeins tvö lönd, Ítalía og Þýskaland, eða sá hluti sem áður var Vestur-Þýskaland, með lægri tíðni. Haldi þessi þróun áfram mun íbúatala í Japan auk- ast úr 126 millj. í 130 millj. árið 2011 en síðan byija að dragast saman og eftir eina öld verður aðeins helmingur af Japönum eft- ir. Og haldi svo fram sem horfir verða engir Japanir til árið 2993. NÆSTA ferð Kinaklúbbs Unnar verður með vorinu, nánar tiltekið hefst hún 13. maí og stendur til 3. júní. Klúbburinn stóð fyrir Kínaferð í októbermánuði sl. og var þá með- fylgjandi mynd tekin. Á henni eru Sveinbjörg Égilsdóttir og Kristbjörg Oddgeirsdóttir með styttu af Kon- fúsíusi á milli sín. Myndin var tekin í Peking. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.