Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 6
-* 6 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Ferðir með Air Nestalgia-DC-3 Vetrarafsláttur á Mandarinhötelum Á áninum upp úr 1940 og lengi á eftir fluttu DC-3-flugvéIamar svo marga farþega að vélin fékk viðurnefnið „vængjaði vinnu- hesturinn“. Vélamar þóttu ákaf- lega ömggar og flugmenn vom hrifnir af að fljúga þeim. En síðan gekk önqur flug- vélaöld í garð og örfáar af þessum tveggja hreyfla Douglas-vélum hafa ver- ið í notkun nema á afskekktum flugleiðum ' í löndum þriðja heimsins. En minningarljóminn leikur enn um Þristinn og fyrirtæki í Flórída, Vintage Air Tours, býður nú ferð til Key West og aftur til Flórída með DC-3. Vélin tekur 30 farþega í rúmgóðum sætum. Flugfreyjur eru klæddar búningum sem voru í tísku fyrir 30 árum og blöð frá 1940-50 liggja frammi sem lestrar- efni. Leikin er tónlist Gienn Miller á leiðinni til að ná réttri stemmn- ingu. líka og til minningar um að 50 ár eru senn liðin frá innrás Banda- ríkjamanna í Frakkland í síðari heimsstyijöldinni hyggst það láta DC fljúga milli London og Dover. SJO MANDARIN Oriental hótel í Austurlöndum fjær sem þykja einhver þau glæsilegustu af mörgum glæsilegum í þessum hluta heimsins bjóða gest- um sérstök vildar- kjör næstu mánuði. Nefna má að frá því í de- Vélin flýg- ur á 150 mflna hraða og hvor leið tekur klst. og 48 mínútur. Ferðin kostar 302 dollara eða rösklega 21 þús. kr. fram og til baka. Mat- ur er borinn fram á leiðinni og menn geta stoppað í Key West og stundað köfun eða siglingar og er það líka innifalið í verði. Fyrirtæk- ið Vfntage hugsar sér að innleiða gamla tímann á öðrum flugleiðum sember og fram í mars býður Mandarin í Manilla á Filippseyjum lúxusherbergi fyrir 150 dollara, rösklega tíu þúsund krónur, og svítur fyrir 220 dollara. Innifalið er amerískur morgunverð- ur, gestir þurfa ekki að rýma her- bergi fyrr en kl. 18 og þeir geta verið ókeypis í heilsuklúbbum hót- elsins. Svipuð kjör en þó breytileg eftir stöðum eru einnig í boði í Mandarin- hótelunum í Hong Kong, Singapúr og Jakarta. ■ Frá Amman til Amstentam meö Rnyal Jordanian Þ AÐ var ólýsanlegt kraðak á Ammanflugvelli enda aðeins önnur flugstöðin í notkun. Samt gekk þetta vonum framar og Tristarvélin var að hálfum þriðja full á Y-farrými. Vélin bakkaði út frá rananum en svo slokknaði skyndilega á öllum hreyflum en vélin rann áfram aftur á bak. Nokkrum brá í brún en allt fór vel og engin skýring var gefin. Á vellinum taxaði vélin svo fram- hjá nokkrum Iraqi Airways-far- þegavélum sem hafa ekki flogið síðan í Flóastríði og bersýnilega ekkert að gerast þar þó öðru hveiju Hvað búa margir þar? milljónir íbúa Hong Kong 5,9 Japan 124,9 Tævan 20,9 Ástralía 17,8 Bretland 58,1 Kanada 27,8 Frakkland 57,6 Nýja Sjáland 3,5 Sviss 7,0 Þýskaland 80,7 Malasía 18,9 Sri Lanka 17,7 Kína 1.184,4 Saudi Arabfa 17,7 Mexíkó 84,9 Víetnam 72,0 íran 59,0 Brasilía 160,0 Indónesta 189,0 Tyrkland 59,9 Pakistan 123,4 Bangladesh 124,0 Laos 4,3 Kenýa 28,2 heyrist fréttir um að leyfa eigi far- þegaflug frá Amman til Bagdad. Altjent horfði ég angurvær á þessar grænu harðlokuðu vélar. Flugblaðið Royal Wings var að- eins fáanlegt á arabísku og það þótti mér klén þjónusta m.a. með hliðsjón af því að Jórdanir eru að gera átak í að laða ferðamenn til sín og sannað þykir að fólk lesi flug- blöð af kostgæfni. Ekki síst þegar nú mátti hafa í huga að við tók hátt í fimm tíma flug. Eg bað um verð- lista yfir vörur fyrst annað var ekki að hafa, þó ég skilji arabískar tölu- stafi dugði það hins vegar ekki til að veruleg viðskipti ættu sér stað. Það var rúllað drykkjarvagni klukkustund eftir flugtak. Svo var sýnd grínmynd og þar næst kynn- ingarmynd um flugfélagið og um landið og var það allt til fyrirmynd- ar. Loks einum og hálfum tíma seinna var matur, bragðdauft salat og val stóð á milli kálfagúllas og fískiréttar. Þegar að okkur í reykn- um kom var fiskurinn löngu búinn en gúllasið var vel ætt. „Arabískt sælgæti" í eftirrétt stóð ekki undir nafni. Að svo búnu var sýnd mynd með Jeff Daniels „Pay Dirt“ og þegar henni var lokið var loks komið að lendingu á Skiphól í Amsterdam. Þjónustan var mun hægari en ég hef áður kynnst í Roayl Jordanian og hafði áhöfnin sér það ekki til afsökunar að mörgum farþegum væri að sinna. Við lendingu var kunngert að áður en vélin héldi áram til New York yrðu áhafnar- skipti og hafa farþegar því kannski fengið viðkunnanlegri og notalegri þjónustu á þeim hluta flugleiðar. ■ Jóhanna Kristjónsdóttir Köld sturta í heilsubótarskyni REKSTUR hótelsins Rickatschwende fyrir ofan bæinn Dornbim í vestur hluta Austurríkis var farinn að ganga illa og nýir eigendur þess sáu ekki annað vænna en breyta rekstri þess á síðast- liðnu ári. Þeir ákváðu að gera hluta aði áfram hægt jiJ þess að heilsuhóteli þar sem og rólega. Mér ‘ þreytt og stressað fólk getur varð ískalt en ‘^2 leitað sér rósemdar og friðar beit á jaxlinn. Á 35 undir læknishendi og jafnvel eftir vafði hún breytt um lífsstíl svo að það geti mig inn í þijú tekist á við hversdagsamstrið. Rick- teppi og ég atschwende er eitt nýjasta af mörg- hvíldi mig í um slíkum hótelum í sambandsrík- nokkrar mínút- inu Vorarlberg, vestast í Austur- ur. ríki. Mér gafst kostur á að skoða Það er ekkert nokkur þeirra í haust og myndi sjálf annað að gera í kjósa að taka það rólega í Rossbad Rossbad en að Oase. Rossbad (hestabað) stendur út af fyrir sig í friðaðri, grasigróinni mýri skammt frá fögrum skógi. Þar var áður uppspretta sem var þekkt heilsulind þegar á 17. öld. Nútíma mælingar sýna að vætan á svæðinu er ríkt af alkalí og súlfati og getur dregið úr maga-, þarma- og blöðrukvillum. Uppsprettan dró nafn sitt af sögu sem segir að hest- ur einn hafi meiðst við skógarhögg fyrir langa löngu og haltrað að lind- inni. Hann baðaði sig í henni og var alheill þegar hann steig upp úr henni aftur. Hjónin Anni og Wolfgang Schwárzler hafa rekið hótelið síðan 1984. Þau bjóða upp á heilsufæði fyrir þá sem vilja og reykingar eru bannaðar á hótelinu. Heilsumeð- ferðin felst fyrst og fremst í Kneipp- meðferðinni. Kneipp var austurrísk- ur presur og fékk hugmyndina í vesöldinni á síðustu öld. Hann hvatti fátæk sóknarböm sín til að baða sig reglulega upp úr köldu vatni til að hressa sig, auka blóðrásina og halda kvefpestum frá. Svipuð vatnsmeðferð hefur síðan orðið vin- sæl og er boðið upp á hana víða. Hún felst í köldum og heitum fóta- og handleggjaböðum og Kneipp- skvettunni sem ég fékk að prófa. Mér var stillt upp við vegg í sturtu og stúlka sprautaði heitu vatni á mig úr um tveggja metra fjarlægð. Hún sprautaði fyrst á hælana, upp fótleggina, á rasskinnar, bakið og niður eftir handleggjunum. Líkam- inn varð heitur og þetta var bara gott. Ég sneri mér aftur við og hún stillti vatnið á 12 gráður og spraut- Gönguferðir og um eru þáttur í grænni. taka það rólega. Það em fallegar gönguleiðir þar í kring og hægt að fara á gönguskíði. Hótelið tekur 60 gesti og Schwárzler sagði að þeir sem gefi sér tíma til að vera þar í þijár vikur fari heim sem nýir menn. Ifen-hótelið í Kleinwalsertal er einnig heilsuhótel en dýrara og með öðru sniði. Þar er meira lagt upp úr fegurð, nuddi og leikfimi en ró og friði. Bílamir fyrir utan báru það með sér, flestir Audi, BMW eða Benzar. Ung stúlka sem nuddaði á mér tæmar virtist kunna sitt fag. Ég var gleraugnalaus en hún fann strax að sjónin var ekki í lagi. Hún sagði að það væri einnig eitthvað að skjaldkirtlinum, lifrinni og blöðr- unni. Ég ætti kannski að láta at- huga það. Það eru læknar til ráðgjafar á öllum almennilegum heilsuhótelum. Flestir skoða á gestina þegar þeir koma, ráðleggja meðferð og fylgj- ast með þeim eftir þörfum. Dr. Wolfgang Moosburger á Rick- atschwende tekur hlutverk sínu al- varlegar en flestir aðrir læknar. Hann talar við gestina daglega og fylgist með hvemig þeim gengur í meðferð Dr. Franz Xaver Mayrs sem er boðið upp á á hótelinu. Hún felst í að koma meltingarfærunum aftur í lag með breyttu mataræði og nýjum matarhætti en Mayr taldi ólag á meltingarfærunum ástæðuna fyrir flestum nútíma kvillum. Moos- burger predikar meðal annars að maginn eigi að fá að tæmast á milli mála og best sé áð borða aldr- ei neitt eftir íjögur á daginn. Það var ekki laust við að ég hefði sam- viskubit þegar ég fór beint frá hon- æfingar á stuttum leikfimistig- hvíld og afslöppum úti í guðs- Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Kneipp-vatnsmeðferðin er vin- sæl á heilsuhótelum í Austur- ríki. um í kvöldmat á veitingastað hótels- ins fyrir „venjulega" gesti. Ljóm- andi fisk-, kjöt og eftirréttir voru bomir fyrir mig með viðeigandi víni. Heilsugestirnir borðuðu hollari fæðu eða sötruðu safa og te í öðrum sal á hótelinu. Vika á heilsuhóteli í Vorarlberg kostar 60 til 70.000 ísl. kr. Landes- verband fiir Tourismus, A-6901 Bregenz, Austurriki getur veitt frekari upplýsingar. Sambandsríkið liggur að Sviss og Þýskalandi og auðvelt að komast þangað frá Zurich eða Múnchen. ■ Anna Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.