Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Til hægðarauka á ferðalðgum? í BANDARISKA ferðablaðinu Travel & Leisure voru birtar þessar teikningar í síðasta hefti til að sýna hugrnyndir um hvernig megi auðvelda eitt og annað ' bandi við ferðalög. Þama má sjá teikningu af tösku á hjólum með eins konar sæti svo ferðamaðurinn getur setið og lesið blaðið sitt og rennt sér eftir löng- um og þreytandi flughafnar- göngum. Ennfremur er þarna fjöl- penni til að flýta fyrir þegar menn eru að skrifa nöfn á bunka af ferðatékkum. ■ M H 1 ÞEGAR harðnar í ári og samdráttur verður í undirstöðu at- vinnugreinum þjóða kemur oft upp umræða um nauðsyn þess að stuðla að nýsköpun. Oft gerist þó að meira fer fyrir harm- kvælum og svartsýnistali en markvissum aðgerðum til nýrra verkefna. A 50 ára afmælisþingi Sambands ísl. rafveitna í Háskólabíói 16. okt. sl. tók Jón Ásbergsson frkvstj. Út- flutningsráðs, Glasgow sem gott dæmi um nýsköpun í atvinnulífi og uppbyggingu. Undirrituð hefur búið í Glasgow um nokkurt skeið og vill því í þessu sambandi fjalla nánar um þá framþróun sem orðið hefur þar. Á ekki lengra tímabili en 10 árum hefur Glasgow breyst úr skít- ugri iðnaðarborg í stórborg menn- ingar, verslunar og ferðaþjónustu. Ástæða þessara breytinga má rekja til að borgaryfírvöld og frumkvöðlar í atvinnulífi tóku höndum saman um að endurreisa borgina, breyta ímynd Glasgow og markaðssetja hana sem ákvörðunarstað fyrir ferðamenn. Með sannfæringarkrafti og þraut- seigju tókst ferðaþjónustuaðilum að sýna fram á og sannfæra borgaryfir- völd um að ferðaþjónusta væri væn- leg leið til velferðar. Mikilvægur þáttur var að sannfæra Glasgowbúa sjálfa um ágæti þeirra eigins og hlut þeirra í að skapa hina nýju Glasgow. Skipulagðir atburðir og uppákomur léku þar eitt aðalhluterkið. Af þessu má álykta að með breyttum hugs- unarhætti og þrautseigju geti hvaða þjóð sem er skapað sér þá ímynd sem hún helst kýs og notað til þess þá auðlind, sem býr í fólkinu. Til að mynda má færa rök fyrir því að íslendingar geti skapað sér ímynd sem miðli ekki eingöngu hreinleika og óvenjulegri náttúru og að hér séu heimkynni íslendingasagna heldur ímynd sterkrar þjóðar sem saman- standi af íjölbreyttu mannlífi og menningu. Geta má að á ráðstefnu sem var á vegum Stofnunar Sigurð- ar Nordal 30. okt. sl. og fjallaði um ímynd Islands, voru flestir fyrirlesar- ar sammála um að mikið skorti á að landkynningarefni um ísland tæki mið af lífi og starfi nútíma ís- lendings. Endurreisnarsaga Giasgow Hnignun og.samdráttur í iðnaði í Evrópu leiddi til mikils atvinnuleys- is í hefðbundnum. atvinnugreinum í Glasgow. Aukið atvinnuleysi jók fá- tækt og húsakostur fór versnandi. Lífsbaráttan var því hörð og birtist m.a. í auknu ofbeldi og afbrotum. Mikið var um að fólk flyttist búferl- um til annarra héraða Skotlands. Kolareykur og sót sat þó eftir og átti þátt í að viðhalda ímynd að Glasgow væri borg óhreininda og glæpa. Upp úr 1980 hrundu borgar- yfírvöld af stað átaki til betri lífs- hátta. Það má orða það svo að borg- arbúar hafi náð einskonar þjóðarsátt um að reisa Glasgow upp úr hnign- andi veldi iðnaðar og lágdeyðu. Aðil- ar frá öllum þáttum þjóðlífs og at- vinnulífsins komu saman og settu af stað áætlun til endurreisnar Glasgow. Það var fyrir atbeina aðila í ferðaþjónustu sem borgaryfirvöld tóku þá ákvörðun að efling ferða- þjónustu væri sá vaxtarbroddur sem UM HELGINA Ferðafélag íslands FÖSTUD. 26. nóv. kl. 20 verð- ur Aðventuferð til Þórsmerk- ur. Gist er í Skagfjörðs skála. Skipulagðar göngu- ferðir meðan birtu nýtur við. Aðventunnar minnst á viðeig- andi hátt. Kvöldvaka, óbyggðastemmning. Laugard. 27. nóv á 66 ára af- mælisdegi FÍ verður stutt göngu- ferð um Laugardalinn og Lauga- rásinn kl. 14. Lagt af stað frá Mörkinni 6. Opið hús verður í Mörkinni kl. 15-16 í nýja sam- komusalnum og ^kaffiveitingar í boði Ferða- % fé- lags- tins. Sunn— di-28. nóv kl. 11 er Aðventu- ganga. Nefna má loks að mánudag 29. nóv kl. 20 verður vættagangaí fullu tungli og hefst kl. 20. ■ Asni vann Ferrari í Lissabon reyndu nýlega með sér asni og Ferrari. Keppnin var skipulögð af Sós- ialistaflokknum til að vekja at- hygli á umferðaröngþveiti borgar- innar. Asninn bar sigur af hólmi enda skokkaði hann ótrauður eftir götunum og lét umferðarljós hvergi stöðva för sína. ■ Farvfs í 5 ár FARVÍS-Áfangar er nýkomið út og um þessar mundir eru liðin fimm ár frá útgáfu fyrsta tölublaðs Farvíss. Fyrir tveim- ur árum keypti útgáfufyrir- tæki þess, Farvegur hf. útgáfu- rétt Afanga og kom fyrsta sameinaða blaðið út 1990 undir nafninu Farvís-Áfangar. í nýjasta blaðinu er ítar- leg grein m.a. um Hafnarfjörð og segir í frétta- tilkynningu frá Farvís-Áföng- um að markvisst hafi verið unnið að því að vekja athygli á bænum í hrauninu sem hafi álfa og vini, brandara og vík- inga auk lista- og menningarlífs. í tilefni umfjöllunarinnar var bæj- arstjórn Hafnarfjarðar færð að gjöf 100 eintök af ritinu til dreif- ingar á bæjarstofnanir. Ritstjóri Farvís-Áfanga hefur frá upphafi verið Þórunn Gestsdóttir. Meðal annars efnis í nýjasta ein- takinu er ferðagetraun, greinar um N-Ástralíu, Sýrland og Chile o.fl. helst ætti að rækta sem síðan gæti leitt til eflingar annarra atvinnu- greina. Fram að þeim tíma hafði Edinborg verið sú borg í Skotlandi sem flestir ferðamenn sóttu. Ferða- málaráð Glasgowborgar var sett á fót 1983 en áður fór engin skipulögð markaðssetning né uppbygging ■ ferðaþjónustu fram enda var Glasgow ekki álitin ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn. Þeir ferða- menn sem komu þangað voru eink- um að heimsækja vini og ættingja en sú tegund ferðamennsku er aí- geng í Bretlandi. Hótelnýting var um 35% á ári og sú íjárfesting sem bundin var í aðstöðu fyrir ferðampnn hafði engan veginn skilað sér. Árs- tíðabundinn ferðamannatími var ekki vandamál í Glasgow, borgin var meira eða minna tóm árið um kring. Til að hægt væri að framfylgja þeirri stefnu að ferðaþjónusta yrði vaxtarbroddur endurreisnarinnar var hafist handa við að hreinsa borg- ina og nánasta umhverfi með því að þvo kolarykið af mörgum bygg- ingum sem báru fagurt vitni arki- tekta Viktoríutímabilsins. Fjöldi garða í Glasgow gaf einnig tilefni til að gera útivistarsvæði. Mikilvægt var að fá liðsinni borgarbúa til að sýna að það væri ekki síst skoskt mannlíf sem ferðamenn hefðu áhuga á. Með því að sannfæra borgarbúa um eigin ágæti jókst sjálfstraust þeirra og þar með möguleikar Glasgow að taka vel á móti ferða- mönnum. Skipuleggjendur ferða- þjónustu vissu að ekkert land eða borg verður vinsæil ferðamanna- staður ef íbúar hafa neikvæð viðhorf til ferðaþjónustu og veita því ekki þá þjónustu er til þarf. Má nefna að ferðamálayfirvöld í þeirri frægu borg York í Yorkshire eiga í stríði við íbúa sem telja að átroðningur ferðamanna sé alltof mikill og stefni sögulegum stöðum og sérkennum borgarinnar í hættu. Markaðssettu uppákomur í stað mannvirkja Það sem helst skorti á að hægt væri að markaðssetja Glasgow sem ferðamannastað var að það var skortur á afþreyingu fyrir ferða- menn. í stað þess að ráðast í miklar mannvirkjasmíðar var ákveðið að kynna það sem fyrir var með því að hrinda af stað herferðum um hvað borgin hafði upp á að bjóða og var sú fyrsta til að breyta ímynd Glasgow út á við og átti sér stað 1983. Bar hún nafnið Welcome home to Glasgow og beindist að Glasgowbúum sem flutt höfðu í burtu. Ári síðar hófst Glasgow’s miles better herferðin og var mark- hópurinn núverandi Glasgowbúar sem margir höfðust við á strætum hennar eða í fátækrahreysum og höfðu ofan af fyrir sér með innbrot- um, slagsmálum og morðum. Tak- markið var að bæta lífskjörin draga úr atvinnuleysi og endurbyggja íbúa- hverfi og hjálpa íbúunum að hjálpa sér sjálfir. Hugmyndin á bak við slagorðið Glasgow’s miles better var margþætt en kannski fyrst og fremst ætlað að styrkja borgarbúa í þeirri trú að Glasgow væri nú á góðri leið til batnaðar. Það spillti ekki fyrir að Edinborgarbúar litu á slagorðið sem merki um að Glasgow hefði skotið höfuðborginni ref fyrir rass og nú væri Glasgow ekki eingöngu „rnílum" betri en hún var áður, held- ur mun betri en Edinborg. Þetta þótti Glasgowbúum ágætt og styrkti þá í þeirri trú að það væri ekki síst þeir sjálfir sem ferðamenn kæmu til að hitta. Árangurinn lét ekki á sér standa: 1982 komu 700 þús. ferðamenn þangað en 1988 voru ferðamenn yfir 2 milljónir. Það ár var einnig The Glasgow Garden Festival. Hug- myndin að henni á rætur að rekja til Þýskalands en Glasgowhátíðin var sú þriðja í Bretlandi. Garden Festiv- al stendur í 6 mánuði og er valinn staður á svæðum er vænleg þykja til uppbyggingar. í Þýskalandi var tilgangur að bæta umhverfi bæja og borga eftir seinni heimsstyijöld- ina en í Glasgow standa nú fallegar íbúðablokkir á því svæði sem hátíðin fór fram. Árið 1990 var Glasgow útnefnd sem menningarborg Evrópu sem ekki síst má rekja til þess að borgaryfírvöld, ferðamálaráð, ráð- stefnuskrifstofa og aðrir hagsmuna- aðilar jafnt einkaaðilar sem ríki sam- einuðust um að kynna Glasgow sem verðugan fulltrúa evrópskrar menn- ingar. Glasgow is Alive er það sem lögð er áhersla á 1993. Ráðstefnu- skrifstofa Glasgow tók til starfa 1985 og frá 1990 hafa 100 ráðstefn- ur árlega skilað yfir 25 millj. punda tii borgarinnar. Stærsta ráðstefna sem vitað er um að verði í Skotlandi verður í Glasgow og Strathclyde- sýslunni 1997. Það er 10 daga al- þjóðleg ráðstefna Rotary með 25 þús. þátttakendum og er talið að afrakstur hennar muni borga rekst- ur Ráðstefnuskrifstofu Glasgow fram yfir árið 2000. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Höf- undur er ferðamálafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.