Morgunblaðið - 16.12.1993, Page 12

Morgunblaðið - 16.12.1993, Page 12
12 C dagskrá MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 Margar útgáfur af Jólasögu Á ÞEIM 150 árum sem liðin eru síðan Charles Dickens skrifaði Jóla- sögu, eitt vinsælasta jólaævintýri síðari tíma, hafa ótal útgáfur verið gerðar af því bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Dickens skrifaði leikritið árið 1843, gerði sjálfur leikkgerð af sögunni og en fyrst birt- ist hún á hvíta tjaldinu árið 1908. Síðan hafa verið búnir til söngleik- ir, teiknimyndir, sjónvarpsmyndir, kvikmyndir og jafn vel kúreka- mynd með James Stewart í aðalhlutverki, byggðar á sögunni. í ný- legu hefti blaðsins People var gerð úttekt á nokkrum þessara mynda. 150 ár eru síðan Charles Dickens skrifaði eitt vinsælasta jólaævintýri seinni tíma, Jólasögu, sem fjallar um nirfilinn Skrögg I myndinni Jólasögu sem gerð var árið 1951 er nískupúkinn Skröggur af gamla skólanum, hvorki syngjandi né dansandi. Það er Alastair Sim sem leikur Skrögg og þykir hann mjög breskur í meðförum hans. Er þetta talin vera ein besta end- urgerðin á sögunni sem gerð hefur verið. Árið 1979 lék Henry Winkler í bandarískri útgáfu af Jólasögunni og hét hún þá Bandarísk jólasaga. Sagan var látin gerast í Nýja Englandi á árum kreppunnar miklu og segir í tímaritinu að ekki sé mikið varið í þessa útgáfu. Fyrsta tónlistarútgáfan af Jólasögu var sýnd á NBC sjónvarpsstöðinni í Band- aríkjunum árið 1956. Það var Basil Rathbone sem söng hlutverk nirfils- ins. Teiknimyndin Jólasaga hr. Mago- os var upphaflega gerð fyrir sjónvarp árið 1962. Þessi klukkustundar langa mynd breytir verulega út af sög- unni, en tónlist Jules Stynes og Bobs Merrills gerir hana að einni bestu teiknimyndaútgáfunni. en Brúðulelkur - Kermit frosk- ur og Michael Caine í hlut- verkum sín- um í Jólasögu prúðuleikar- anna. Brúðuút- gáfa af Jóia- sögu hefur auðvitað verið gerð og þar er Prúðu- leikur- unum blandað saman við leik- ara af holdi og blóði. Myndin var gerð árið 1992 og ber nafnið Jólasaga prúðuleikaranna og var aðalhlutverkið í höndum Michaels Caines. Kvikmynd var gerð eftir sögunni árið 1988 og hét hún einfaldlega Skröggur. Gamanleikarinn Bill Murray lék titilhlutverkið en með aukahlutverk fóru ýmsir þekktir leik- arar, svo sem Lee Majors og fímleika- drottningin Mary Lou Retton. hr- sogunni «S"“ð áðUr 8“' Sígild - Jólasaga sem gerð var árið 1951 þykir sígild. Kreppa - Henry Winkler í hlut- verki sínu í Bandarískri jólasögu. FÓLK ■ Richard Dysart, leikarinn góðkunni út þáttunum Lagakrók- um, segir að fólk leiti oft til sín með lögfræðileg vandamál, þótt hann sé ekki lög- fræðingur að mennt. Hann segir fólk gera lítinn greinarmun á sér og persónu sinni í þáttunum, en þar leikur hann Leland McKenzie, einn eigenda lög- mannastofunnar. Dysart, sem er 64 ára, segir að eitt sinn hafi meira að segja nágrannakona hans leitað eftir ráðum til að losna við leigj- anda. Þegar Dysart benti henni á að hann væri ekki lögfræðingur og gæti því ekki ráðlagt henni svaraði hún að bragði: „Ég veit það vel, en þú umgengst lögfræðinga.“ Jafnvel lögfræðingar eiga það til að ruglast í ríminu, segir hann. „Alltaf þegar ég er að tala við lög- fræðinga tala þeir við mig eins og ég skilji hvað þeir eru að ræða um.“ ■ Andy Garcia keypt sér nýtt hús. Hingað til hefur hann búið í rúm- góðu húsi í San Fernando dalnum rétt utan við Los Angeles en hann festi kaup á villu fyrir litlar tvær milljónir dollara, eða um 140 millj- ónir króna. Matt Roth og Laurie Metcalf ■ Systir Roseanne í samnefnd- um þáttum, leikkonan Laurie Metcalf, eignaðist son nýlega. Fað- ir drengsins, sem hefur hlotið nafn- ið Will Theron, er sambýlismaður hennar og fyrrum kærasti í þáttun- um, leikarinn Matt Roth. ■ Meira um Roseanne. Ný leik- kona hefur verið valin til að leika Becky, elstu dótturina í þáttunum, og hefur ekki mikið farið fyrir skipt- unum. Lecy Goranson hætti í þátt- unum á síðasta ári til þess að fara í háskóla. Hún gafst upp á því og hefur nýlega Garcia Lecy Goranson og Sarah Chalke er flutt aftur til Los Angeles. Hin nýja Becky heitir Sarah Chalke. Hún er 17 ára gömul og býr í Vancouver í Kanada. Hún flýgur á milli heimaborgar sinnar og Los Angeles, þar sem þættirnir eru teknir upp, og hingað til hafa for- eldrar hennar ekki viljað að hún baðaði sig í sviðsljósinu vegna anna við ferðalög. ■ Sean Penn leikari, handrita- höfundur, leik- stjóri og fyrrum eiginmaður Ma- donnu, segist hafa snúið baki við leik- listinni. Talsmaður Penns segir að ákörðunin hafi verið erfið, hann hafí bara meira gaman af því að skrifa og leikstýra. Næsta verkefni sem liggur fyrir kappanum er að leikstýra Robin Wright og Jack Nicholson í mynd- inni „The Crossing Guard.“ Penn ■ Það þurfti talsverða skipu- lagningu til þess að farða tvíbur- ana, sem skiptu á milli sín hlut- verki Puberts litla í nýjustu myndinni um Addams-§ö- skylduna, en hún var frumsýnd ný- lega hér á landi. Kaitlyn og Krist- en voru rétt fimm mánaða gamlar þegar þær léku myndinni. Móðir þeirra segir förð- Kristen unina hafa verið skipulagða af vís- indalegri nákvæmni en í myndinni var sett svart gel í hárið og auga- brúnir á börnunum, þau förðuð með hvítum farða og lokst límt á þau yfírvaraskegg. „Fyrst var hárið greitt,“ segir móðirin. „Þá lögðu börnin sig. Á meðan þau voru sof- andi var farðinn settur á, augnbrún- irnar málaðar og loks skeggið límt á.“ En þrátt fyrir torkennilegt út- lit, slógu litlu leikararnir í gegn hjá aðstandendum myndarinnar og vöktu mikla athygli á meðan á upp- tökum stóð. BIOIIM I BORGINIMI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Fanturinn ★★Vi Hið illa og góða togast á í tveimur drengjum með voveiflegum afleiðing- um. Góð afþreying þótt hún risti grunnt. Tveir á vaktinni ★ ★ V2 Um flest lík fyrri myndinni um lögg- urpar seinheppnu. Engu að síður fram- bærileg afþreying. Rísandi sól ★ ★ V2 Philip Kaufman breytir metsölubók Michaels Crichtons í of veigamiklum atriðum til að myndin hans verði spennandi en ekkert er til sparað og hún er ágætlega kvikmynduð og leik- urinn er góður. Tina ★ ★ ★ Vi Stormasamri sambúð Tinu og Ike Tumers gerð glimrandi góð skil í þess- ari frábæru ævisögulegu mynd um „ömmu rokksins“. Leikararnir góðir en Laurence Fishbume er stórkostleg- ur sem karlrembusvínið Ike. BÍÓHÖLLIN Nýliði ársins ★ ★V2 Lítil og notaleg fjölskyldumynd um dáðadreng í hafnabolta. Líkamsþjófar ★★ Ný útgáfa „The Invasion of the Body Snatchers“ hefur engu við að bæta sína frægu forvera. Flóttamaðurinn ★ ★ ★ Dr. Kimble, flóttamaðurinn frægi frá árdögum sjónvarpsins, mættur til leiks í nýjum búningi. Tekst enn á ný eink- ar vel að hafa ofanaf fyrir áhorfend- um. Fyrirtækið ★ ★ V2 Ungur lögfræðingur blindast af gróða- von um sinn. Langdregin, brokkgeng en óaðfinnanleg útlits. Betri skemmt- un þeim sem enn hafa ekki lesið bók- ina. Strákapör ★ ★ V2 Skemmtileg drengjamynd um stráka sem leika hornabolta allan liðlangan daginn og lenda í ævintýrum þegar boltinn fer inn í garð nágrannanns. Einu sinni var skógur ★ ★ Falleg teiknimynd með umhverfis- vænu yfírbragði um lítil skógardýr sem takast á hendur langt ferðalag. Skógarlíf ★★★ Ein af gömlu Disneyperlunum segir frá ævintýraferð drengsins Mógla úr frumskóginum til mannabyggða. Gamansemi og íjör allan tímann. Tveir á vaktinni: Sjá Bíóborgina HÁSKÓLABÍÓ Addamsfjölskyldugildin ★ ★ ★ Addamsfjölskyldan er engri lík. Frum- leg, kolrugluð en umfram allt bráð- skemmtileg. Framhaldið er betra en fyrri myndin. Ungu Ameríkanarnir ★★ Nýir og verri tímar í undirheimaveröld Lundúnaborgar aðallega vegna áhrifa frá Bandaríkjunum. Einfeldningsleg heimsmynd í stílfærðri breskri hasar- mynd með lagi Bjarkar Guðmunds- dóttur. Hetjan ★V2 Basinger misráðin í bankaræningja- hlutverk í linkulegri hasar- og spennu- mynd. Terence Stamp og Val Kilmer bjarga engu. Indókina ★ ★ ★ Falleg, hádramatísk, frönsk stórmynd um miklar ástir og umbrot í Indókína undir Frökkum. Catherine Deneuve ógleymanleg. Rauði lampinn ★★★ Fínleg, döpur en minnisstæð mynd um tilgangslitla jafnréttisbaráttu kvenna gegn karlaveldinu í Kína. Jurassic Park ★ ★ ★ V2 Ein af eftirminnilegu myndunum hans Stevens Spielbergs hefur átt geysileg- um vinsældum að fagna erlendis og byijaði með látum hér heima. Stór- kostleg ævintýramynd og ein af fáum í seinni tíð sem er virkilega nauðsyn- legt að sjá. LAUGARÁSBÍÓ Fullkomin áætlun ★ ★ Ef ekki hefði verið fyrir margumtalað „hraðbrautaratriði" hefði þessi meðal- unglingamynd um félaga í háskólaliði í ruðningi fljótlega fallið í gleymskunn- ar dá. Þriðji þátturinn ágætur og Caan er góður sem þjálfarinn. Launráð ★★ Heldur daufleg frönsk mynd um tvo leigumorðingja með tveimur af þekkt- ustu leikurum Frakka í aðalhlutverk- um. Philippe Noiret ber ægishjálm ■yfir Christopher Lambert. Hættulegt skotmark ★ ★ V2 Ofbeldið er sett ofar öllu í andstyggi- legri en spennandi drápsmynd. Prinsar í L.A. ★★ Oft skopleg endaleysa um bræður tvo sem komast að því að þeir eru í raun- inni prinsar í fjarlægu ríki. REGNBOGINN Spilaborg ★★ Ung stúlka bregst undarlega við ári eftir að hún missir föður sinn. Athygl- isvert efni fær alvöruþrungna með- höndlun en máttlitla. Svik ★ Áströlsk della um tryggingasvik og vafasama karaktera. Myndin er nán- ast svik við kröfuharða áhorfendur. Hin helgu vé ★ ★ V2 Lítil og ljúf mynd um fyrstu reynslu sjö ára drengs af ástinni og afbrýð- inni. Yngstu leikararnir fara á kostum. Óvenjuleg mynd frá Hrafni. Píanóið ★★★ Einkar vel gerð og leikin nýsjálensk verðlaunamynd um mállausa konu sem kynnist ástinni í óbyggðum og píanóið sem verður örlagavaldurinn í lífi hennar. Gott mál. SAGABÍÓ Addamsfjölskyldugildin ★ ★ ★ Addamsfjölskyldan er engri lík. Frum- leg, kolrugluð en umfram allt bráð- skemmtileg. Framhaldið er betra en fyrri myndin. Dave ★ ★ ★ Tvífari forsetans gerist umsvifamikill í Hvíta húsinu. Lengst af vel skrifuð, bráðfyndin gamanmynd með ádeilu- broddi. Kevin Kline og Frank Langella í toppformi. STJÖRNUBÍÓ Hrói höttur: Karlmenn í sokkabux- um ★★ Mel Brooks virðist fallinn fyrir ofur- borð meðalmennskunnar en hér tekur hann á goðsögninni um Hróa hött, sem vissulega á það skilið. Eg giftist axarmorðingja ★★ Rómantísk gamanmynd sem tekur undarlega beygju í lokin og lendir mjög utan vegar. Ágætir aukaleikarar gera meira fyrir myndina en myndin fyrir þá. Svefnlaus í Seattle ★★★ Einkar aðlaðandi rómantísk gaman- mynd um samdrátt manns og konu sem teygir sig þvert yfír Bandaríkin. Full af húmor og skemmtiiegheiturn varðandi ástina og hjónalífíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.