Morgunblaðið - 05.01.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
B 7
ÁRAMÓT í GRUIMDARFJARÐARHÖFN
Morgunblaðið/Guölaugur Albcrtsson
Hlutdeild hinna stóru óbreytt
BOTNFISKKVÓTI fjögurra
stærstu útgerdarfyrirtækjanna
var skertur um 4.000 þíg. tonn
milli fiskveiðiáranna 1992-93 og
1993-4. Að stærstum hluta er
þessi skerðing sökum samdráttar
í þorskveiðum. Fyrirtækin fjög-
ur, Grandi hf., Útgerðarfélag
Akureyringa hf., Samheiji hf. og
Vinnslustöðin hf. héldu hlutdeild
sinni í heildarkvótanum á milli
áranna, voru með um 13% og eru
það áfram á þessu fiskveiðaári.
Samtals hafa þessi fjögur útgerð-
arfyrirtæki rétt rúm 42.000 þíg.
tonn af botnfiskkvóta í ár á móti
46.000 tonnum á síðasta fiskveiði-
ári. Mest er skerðingin hjá Granda
en botnfiskkvóti þess fyrirtækis
minnkar úr tæpum 14.900 tonnum
niður í 13.000 tonn, hjá ÚA minnk-
ar kvótinn úr 13.850 tonnum niður
í rúm 12.300 tonn, hjá Samherja
minnkar kvótinn úr 10.500 tonnum
niður í tæp 9.000 tonn en Vinnslu-
stöðin stendur í stað með 7.850
tonn í ár á móti 7.750 á síðasta
fiskveiðiári.
Hlutdeildin óbreytt
Sem fyrr segir halda þessi fyrir-
tæki hlutdeild sinni í heildarkvótan-
um á milli áranna og þegar skoðað-
ar eru tölur yfir heildarkvóta þess-
ara fyrirtækja er skerðingin er nán-
ast öll í botnfiski. Heildarkvóti þess-
ara fyrirtækja nam 53.000 þíg.
tonnum á síðasta fiskveiðiári en er
í ár rétt rúm 49.000 tonn.
Fundað um veiðaiferí
HELGI Geirharðsson, verkfræð-
ingur, hefur verið ráðinn vérkefn-
isstjóri Samstarfsvettvangs sjáv-
arútvegs og iðnaðar og tók hann
formlega til starfa nú um áramót-
in. Samstarfsvettvangurinn snýst
um aukið vinnsluvirði og tækni-
þróun fyrir útgerð og fiskvinnslu.
Helgi Geirharðsson er 33 ára, véla-
verkfræðingur frá Háskóla Islands
og lauk mastersgráðu í iðnaðarverk-
fræði frá háskólanum LUtah í Banda-
ríkjunum árið 1987. Hann hefur
starfað sem verkefnastjóri hjá Is-
lenzka járnblendifélaginu, sem fram-
kvæmdastjóri Norm-X, fram-
kvæmdastjóri Norðurfisks, við hönn-
un hjá Traust hf og rekið eigin verk-
fræðistofu, Rögg hf. með öðrum.
Samstarfsvettvangurinn mun
fylgjast með og
taka þátt í fram-
gangi verkefna á
sviði sjávarútvegs
og leita eftir styrkj-
um úr innlendum
og erlendum sjóð-
um. Einkum verður
leitað eftir hug- Helg' Geirharðs-
myndum meðan son
sjávarútveg- og iðnfyrirtækja. Til að
byija með verður sótt um styrk úr
Rannsóknasjóði ríksins vegna þeirra
verkefna sem teljast vænlegust, en
umsóknarfrestur vegna styrkja á
þessu áfi rennur út í febrúar.
Samstarfsvettvangurinn hefur nú
boðað til fundar mánudaginn 10. jan-
úar til að ræða hugmyndir um verk-
efni sem tengjast veiðarfærum.
VOGIR sem VIT erí.A
Sölu- og þjónustuumboð:
' SÍÐUMÚIA13.108 REYKJAVÍK (91) 672122
:
... Stórar og smáar vogir í úrvali. PÓLS RafeindaP/öruii frí., IssfiriSi
Höfum fyrirliggjandi á lager
kassa fyrír lausfrystan fisk,
10 Ibs, 20 Ibs og 20 kg.
Einnig öskjur og kassa
fyrir 5 Ibs og 6 kg.
Framleiðum öskjur og kassa
skv. óskum kaupenda.
Leitið tilboða.
UMBOOAMiaSTÖaiN HF.____
Héðinsgötu 2 - sími 813511
ÁRLEG SVIÐAVEIZLA NETS HF.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónaason
SVIÐAVÉISLA sem eigendur Net hf. í Vestmannaeyjum efna
árlega til milli jóla og nýjárs var haldinn 30. desember síðastlið-
inn. Til veislunnar er boðið starfsmönnum fyrirtækisins og útgerð-
armönnum og skipstjórum þeirra báta sem eiga viðskipti við fyrir-
tækið. Mikil gleði er ríkjandi í sviðaveislunni enda veitingar ekki
nögl skornar. Veislan er haldin í vinnusalnum í Neti þar sem
skellt, er upp hlaðborði og og borin fram svið og hangikjöt. Að
sjálfsögðu er eitthvað í glösum til að skola niður matnum og er
það ríkjandi regla í sviðaveislunni að áður en menn komast í
hálft glas er komið með könnur og fyllt upp á ný. Þegar matur-
inn hefur verið snæddur er tekið til við söng og gleði sem oft
stendur langt fram á nótt.
^GMGOTO
SLÓGDÆLUR
Margar stærðir.
l\IORGREI\l
MARTONAIR
gæsiutiug tf-syn 1980-92
1.400 -- TF-Sýr var einnig í notkun árið 1980.
Árið 1986 var
1980 '81 '82 '83 '84 '85
'87 '88 '89 '90 '91 '92
HLUTAR I LOFTKERFI
Rakaskiljur,
þrýstijafnarar,
smurglös, rör, tengi
og a&rir hlutar í
loftkerfi. Hönnun
kerfa, rá&gjöf og
varahlutaþjónusta.
LANDVEiARHF
SMIÐJUVEGI 66, KÓPAVOGI
SÍMI 91-76600 FAX 91-78500
BAKVAKT 985-22424
Báta vantar íföst viðskipti
Frystihús á Austurlandi óskar eftir bátum í
föst viðskipti. Kvóti getur verið með í dæminu.
Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast skili
upplýsingum á auglýsingadeild Mbl., merkt-
um: „Aust - 6249.“
Til sölu m/b GEIR ÞH-150
Báturinn er 70 brl. eikarbátur með 426 hest-
afla Caterpillar aðalvél. Búnaður bátsins hef-
ur verið endurnýjaður verulega. Báturinn
selst án aflahlutdeilda en með veiðileyfi.
Upplýsingar veitir Friðrik J. Arngrímsson
hdl., löggiltur skipasali, Ingólfsstræti 3,
Reykjavík. Sími 625654, telefax 621959.
KVfl»TABANI<INN
Vantar þorskkvóta til leigu
Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson.