Morgunblaðið - 07.01.1994, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.01.1994, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 C 7 í borginni Hue - bar stðð TET-bardaginn í Víetnam MEKONGfljótið á upptök sín í Tíbet en fell- ur í Suður-Kínahaf suður af Saigon. A fenjasvæðunum býr gestrisið fólk. Hópur af fólki fylgdi okkur hvert fótmál og ekk- ert var sjálfsagðara en að bjóða okkur í nokkurs konar erfiveislu ættingja. Þarna hittum við mann sem hafði unnið með bandaríska hernum í stríðinu. Hann kunni ágæta ensku og vildi æfa sig með því að tala við okkur. Bananasölukonur í Danang Ljósmyndir/Dagný H. Bjarnadóttir Hann sagði frá sínu lífi og sinni reynslu á stríðstímanum og eftir stríðið. Það voru reyndar margir sem við hittum á ferð okkar sem sögðu okkur svipaðar sögur frá þessum tima og þá aðallega frá endurmenntunarbúðunum svoköll- uðu. Þangað voru þeir sendir eftir að Víet Cong náði Saigon á sitt vald. Þetta voru ekki fagrar sögur. Til að halda lífi í búðunum átu þeir skordýr. Dagskammturinn af mat var skál af hrísgijónum sem nægði ekki við þá þrælkunarvinnu sem þeim bar að gera. Tilgangur búð- anna var að fræða þá um komm- únismann. Á fenjasvæðinu heimsóttum við eyju sem er kölluð Kókóshnetueyj- an. Kókóshnetumunkar eins og þeir kölluðu sig lifðu þarna einangruðu lífi og lifðu á kókóshnetum. Þeir bjuggu saman á þessari einangruðu 'eyju vegna þess að þeir vildu ekki viðurkenna kommúnismann. Nú er aðeins einn eftir og hefur hann í um 20 ár verið ofsóttur af stjórn- inni. Hann hefur lifað á eilífum flótta í sínu eigin landi í öll þessi ár og ætlar að eigin sögn aldrei að gefast upp. Kaþólskt daghelmili og blóðugustu bardagar Víetnams Frá Saigon flugum við til Danang í Mið-Víetnam. Það tekur um 3 daga að komast landleiðina þar sem vegir eru mjög slæmir, umferð hæg og ökutækin varla ökufær. í Danang er mjög lítið um ferða- menn og hótel eða gistihús varla finnanleg. Það var áberandi hve verðið á gistingu og mat var hærra í Danang en Saigon og áttum við eftir að sjá enn hærra verð þegar við komum norður til Hanoi. einnig var það áberandi hvað fólkið var alvarlegra eftir því sem norðar dró. Á Mekongfljótinu Kaþólska kirkjan í Danang var byggð 1923 fyrir franska íbúa í hverfinu en Frakkar voru við völd á árunum 1887-1954. Enn þann dag í dag sjást merki byssukúlna á myndskreyttum gluggunum. Prest- urinn tók á móti okkur og sýndi okkur kirkjuna og talaði um stríðið. Framhjá okkur gekk gamall blindur maður. Sá er stríðshetjan þeirra, hann var besta skyttan. Kirkjan rekur dagheimili fyrir fatlaða og öll önnur börn í Danang. Nunnurnar reka heimilið sem er fábrotið en einstaklega hlýlegt. Aginn var áberandi. Með engum fyrirvara var brugðið á leik fyrir útlendingana. Allur þessi fjöldi af börnum og hópurinn var sem einn. Nunnan sem sýndi okkur heimilið sagði okkur að stjórnvöld vildu eng- in afskipti hafa af heimilinu. Þær hafa beðið um að fá að stofna nokk- urs konar sambýli fyrir fatlaða og þroskahefta. Þeim var neitað á þeim forsendum að nunnurnar hafí slæm áhrif á börnin með því að ala þau upp í kristinni trú. Þeir vilja að börnin alist upp við boðskap komm- únismans. Það var í Danang þann 8. maí 1965 sem bandaríski herinn kom að landi en það var ekki fyrr en nær þremur árum síðar að þeir mættu á vígvöllinn. í Hue, 100 km frá Danang, áttu sér stað blóðugustu bardagar stríðsins. Innrás Víet Cong á Hue hefur verið kölluð „Tet“ vegna þess að hún var gerð þegar haldið er upp á fæðingardag Búdda og nýtt ár gengur í gárð. Mörg hundruð hermanna féllu úr báðum liðum og um 2.800 íbúar Hue voru líflátnir og settir í fjöldagrafir. Bardaginn stóð aðeins yfir í 26 daga eða þar til 25. febr. 1968. Afleiðingar stríðsins sjást mest í Hue. Við fengum tvo herramenn til þess að keyra okkur á mótorhjólum til Hue og sýna okkur hina mörgu og sögufrægu staði bæjarins. Önn- ur leiðin tók 3-4 klst. um fjöll og firnindi og var þetta hinn skemmti- legasti ferðamáti þátt fyrir auð- fengið rasssæri. Á leiðinni voru áberandi skilti sem bönnuðu fólki að fara út fyrir alfaraleið. „HÆTTA JARÐ- SPRENGJUR" stóð á þessum skilt- um sem er óhugnanleg sönnun þess að enn deyr fólk vegna falinna jarð- sprengja. Hue hefur sérstakt aðdráttarafl vegna fegurðar, kyrrðar og sögu- legra atburða sem þar hafa átt sér stað. Þarna eru margar gamlar keisarahallir sem lagðar voru í rúst í bardaganum 1968 sem er nú ver- ið að gera upp að nýju. Perfume River liggur í gegnum bæinn eins og lifandi listaverk. Það er ómögu- legt að ímynda sér að fyrir 25 árum var kyrrðin rofin og saklaust fólk myrt á hrottalegan hátt. Tæplega 30 km suður af Danang eru hin svokölluðu Marmarafjöll og hin fræga Kínaströnd. Marmara- fjöllin eru fimm. Stærsta fjallið heitir Thuy Son og hellirinn í því heitir Huyen Khong. í þessum helli hafði norður-víetnamski herinn aðsetur og rak þar spítala. Hellirinn er á hæsta tindi fjallsins sem gerði Víet Cong kleift að fylgjast með öllum aðgerðum Bandaríkjahersins á Kínaströndinni sem er í um 2 km fjarlægð frá fjallinu. Bandaríkjaher skipti liði á ströndinni og þaðan skipulögðu þeir árásir. Því vissi norður-víetnamski herinn og Víet Cong nákvæmlega hvenær næsta árás skylli á. ■ Dagný H. Bjarnadóttir Air Turkmenistan lenti í Brussel EFTIR að Sovetríkin liðuðust i sundur hafa sprottið upp fjölda- mörg flugfélög í hinum nýju ríkjum innan samveldisins. Langflest þeirra verða að láta sér nægja að nota gamlar Aeroflotflugvélar. Nokkur hafa þó tekið á leigu vélar frá Evrópy einkum Boing sem notaðar eru þegar fljúga þarf með tigna gesti. Eitt þessara nýju flugfélaga er Air Turkmenistan eftir samnefndu lýðveldi sem á landamæri að Iran og Afganistan. Það flýgur einkum á leiðum þar á svæðinu. Vélarnar eru sjaldséðir hvítir hrafnar í Evrópu enn sem komið er en þessi mynd var tekin á Za- ventemvelli við Brussel nýlega þegar vél lenti þar með nokkra áhrifamenn flugfélagsins innan- borðs sem hafa hug á að færa út kvíarnar og telja að Belgía gæti orðið heppilegur aðalstaður félags- ins í Evrópu ef af verður. Skíðafeiö til Vail FERÐASKRIFSTOFA Guð- mundar Jónassonar skipu- leggur nú þriðja veturinn hóp- ferð með skíðafólk til Vail í Bandaríkjunum og er farið héðan þann 17. febrúar til Baltimore og gist yfir nótt. Morguninn eftir er flogið með United Airlines til Denver og ekið þaðan til Vail. Þar er gist á Park Meadows Lodge íbúðahótelinu til 3. mars að haldið er heim á leið. Bærinn Vail er í 2500 m hæð og skíðað er úr 3400 m hæð og er svæðið hið stærsta í Bandaríkj- unum að sögn talsmanna ferða- skrifstofunnar. Verðið er 139 þús. kr. á mann miðað við tvo í íbúð og innifalið í verði er flug, akstur, gisting í 13 nætur og í nótt í Baltimore. Flugvallarskattur er ekki innifalinn. Auk ferðarinnar til Vail verður ferðaskrifstofan að venju með skíðaferð til Crans Montana í Sviss um páskana. ■ Hvað heitir fl'jgvöliurinn? Land Borg Flugvöllur Alsfr Algeirsborg Houari Boumedienne Angóla LKuanda Belas Bahrein Manama Muharraq Bermuda St. Georges Kindley Field Costa Rica San Jose El Coco Fflabeinsströndin Abidjan Port Bouet Danmörk Kaupmannahöfn Kastrup Ecuador Quito Marlscal Sucre Gambia Banjul Yundum fsrael Tel Aviv/Jerúsalem Ben Gurion Iran Teheran Mehrabad Kenya Nairobi Jomo Kenyatta Kúba Havana Jose Martin Óman Múskat Seeb Paraguay Ascuncion Gen.Stroessner Rwanda Kigali Kanombe Singapore Singapore Changi Zaire Kinshasa N'DjilÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.