Morgunblaðið - 18.02.1994, Qupperneq 1
HEIMILI
c—l
FOSTUDAGUR18. FEBRUAR1994
BLAÐ
B
Húsbréf
Ávöxtun-
arkrafan
hækkar
lítinega
Avöxtunarkrafa húsbréfa og
þar með afföll af þeim hafa
verið að lækka frá því í haust. í
byrjun nóvember sl., eftir að til-
kynnt var um aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar til lækkunar á
vöxtum, var ávöxtunarkrafan
5,90%. Eftir það tók hún að
lækka jafnt og þétt og og fyrstu
vikuna í febrúar fór hún niður í
5,08%. Nú hefur hún hækkað lítil-
Iega á ný eða í 5,12%. Skýringin
felst aðallega í heldur meira
framboði nú.
Skýringar á hinni lágu ávöxt-
unarkröfu húsbréfa að undan-
förnu er m. a. að leita í þvi, að
eftir áramótin var mjög lítið
framboð á húsbréfum um tíma.
Að undanförnu hefur Seðlabank-
inn keypt húsbréf fyrir um 250
millj. kr. miðað við 5,08% ávöxt-
unarkröfu, en hann flýtti fyrir
lækkun á ávöxtunarkröfunni,
þegar hann hóf að gera tilboð i
húsbréf á Verðbréfaþingi. Ekki
er gert ráð fyrir neinum veruleg-
um breytingum á ávöxtunar-
kröfu húsbréfa á næstunni.
Hús alda-
mótanna
ÆT
Asíðari árum hefur verið gert
stórátak í viðgerð á gömi-
um húsum. Timburhús, sem
byggð voru snemma á þessari
öld, hafa notið þess að þykja
falleg og eiguleg til íbúðar.
Segja má, að þau hafi komizt
aftur ítízku. Sennilega eru
gömlu húsin þó fleiri, sem hafa
orðið að víkja fyrir öðrum nýrri
húsum, stærri og nýtízkulegri.
Þannig kemst Bjarni Ólafsson
m. a. að orði íþætti sfnum
Smiðjan í dag, þar sem hann
fjallar um eitt af húsum alda-
mótanna, sem Iftið finnst um f
skjölum nú, en nefndist upphaf-
lega Hlíð.
Bessastaóahreppnr
í'llilutuii
lóóa í nýju
Iiverli
NÚ er hafin úthlutun á lóðum
f nýju hverfi f Bessastaða-
hreppi. Hverfið hefur hlotið
nafnið Vesturtún og á gatna-
gerð þar að hefjast 1. aprfl, en
byggingarframkvæmdir ættu að
geta hafizt um miðjan maí. í
fyrsta áfanga verður úthlutað
lóðum undir 11 einbýlishús og
10 raðhús, en alls er þarna gert
ráð fyrir 23 raðhúsaíbúðum og
34 einbýlishúsum en engum
hefðbundnum fjölbýlishúsum.
Landinu hallar þarna til suð-
vesturs og því er gott útsýni út
yfir sjóinn til Reykjanesfjall-
garðsins og svo til nprðvesturs
til Snæfellsjökuls. Áhugi á
þessu svæði er mikill og
hefur fjórum lóðum þegar
verið úthlutað. í viðtali
við þá Guðna Pálsson
arkitekt, sem skipu-
lagt hefur svæðið og
Gunnar Val Gfsla-
son, sveitarstjóra í
Bessastaðahreppi
er fjallað um þetta
nýja byggingar-
svæði.