Morgunblaðið - 18.02.1994, Qupperneq 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994
B 15
4-
REYKJAVÍK
Fossvogur
Skansinn
KÓPAVOGUR
fsastaði
Lambhúsatjörn
-Arnames-
l vogur
Skógtjöm.
Hliðsnes
HAFNAI
NÚ er hafin úthlutun á lóðum í nýju hverfi í Bessastaðahreppi.
Hverfið hefur hlotið nafnið Vesturtún og á gatnagerð þar að hefjast
1. apríl, en byggingarframkvæmdir ættu að geta hafizt um miðjan
maí. í fyrsta áfanga verður úthlutað lóðum undir 11 einbýlishús og
10 raðhús, en alls er þarna gert ráð fyrir 23 raðhúsaíbúðum og 34
einbýlishúsum en engum hefðbundnum fjölbýlishúsum. Landinu hall-
ar þarna til suðvesturs og því er gott útsýni út yfir sjóinn til Reykja-
nesfjallgarðsins og svo til norðvesturs til Snæfellsjökuls. Áhugi á
þessu svæði er mikill og hefur fjórum lóðum þegar verið úthlutað.
eftir Magnús
Sigurðsson
Þetta kom fram í viðtali við þá
Guðna Pálsson arkitekt, sem
skipulagt hefur svæðið og Gunnar
Val Gíslason, sveitarstjóra í Bessa-
staðahreppi, sem báðir eru búsettir
hhhbb á Álftanesi. Bæði
einbýlishús og rað-
hús verða á einni
hæð án kjallara,
en í raðhúsunum
er gert ráð fyrir,
að nýta megi risið.
Húsin verða á bil-
inu 100-150 ferm
fyrir utan bílskúr,
en lóðirnar 750 - 1.000 ferm. —
Það er samt ekkert því til fyrirstöðu
að byggja þarna stærri hús, segir
Guðni. — Skipulagið tekur samt
mið af ástandinu í þjóðfélaginu, en
nú er meiri eftirspurn eftir minni
húsum en verið hefur.
— Sérkenni Bessastaðahrepps
eru náttúran og friðsældin. segir
Guðni ennfremur. — Tjarnir eins
og Kasthúsatjörn, Bessastaða-tjörn
og Skógtjörn með öllu sínu fuglalífi
á sumrin gefa þessu svæði mjög
sérstakt yfirbragð. Hér er mjög
mikið af opnum svæðum. Nesið er
lágt og byggðin lágreist og því er
þar ekkert sem skyggir á útsýnið
nánast hvar sem er. Hér eru engin
háhýsi og ekki gert ráð fyrir þeim
í framtíðinni.
— Það er ekki því ofsagt, að
Álftanes sé líkast sveit í nágrenni
höfuborgarinnar og skipulag þessa
nýja svæðis tekur mið af því. Út
frá öllum lóðunum er beinn aðgang-
ur að opnu svæði og göturnar eru
ekki beinar, heldur hlykkjast þær
lítillega líkt og góðir sveitavegir hér
áður fyrr. Göturnar enda allar í
hringtorgi, sem verða þá eins og
sameiginleg torg fyrir þetta nýja
hverfi. Á góðum sumardögum gætu
íbúarnir komið þar saman fyrir
sameiginlegt útigrill _ eða eitthvað
annað af því tagi. Á svæðinu er
einnig gert ráð fyn'r leikvelli.
Gömul kennileiti, sem eru á
staðnum frá því áður, eru látin
halda sér. Þarna er t. d. gamall
gijótgarður, sem liggur þvert í
gegnum hverfið. Þessi grjótgarður
var áður landamerki á milli Landa-
kots og Akurgerðis. Gamall hóll,
sem ber heitið Sauðhúshóll, er einn-
ig látinn standa.
Mikil áherzla er lögð á náttúru
vernd á Álftanesi. Allt skólp er gróf-
hreinsað og sett í rotþrær, áður en
því er veitt út í sjó og því er meng-
un við strendurnar lítil. Nánast
hvergi er byggt fram í sjó, bæði
Hrakhólmar
Vesturtún
BESSASTAÐA-
HREPPUR
Kort af Bessastaðahreppi. Hringurinn sýnir, hvar á Álftanesi hið
nýja hverfi, Vesturtún, á að rísa.
A i '
Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri í Bessastaðahreppi og Guðni
Pálsson arkitekt, en hann hefur skipulagt nýbyggingasvæðið við
Vesturtún. Nýbyggingasvæðið er í baksýn.
Tölvuteikning af fyrirhuguðu hverfi við Vesturtún. Aðkoma inn í hverfið er frá vestri. Gatnagerð þar á að hefjast 1. apríl, en byggingarframkvæmdir
ættu að geta hafizt um miðjan maí. í fyrsta áfanga verður úthlutað Ióðum undir 11 einbýlishús og 10 raðhús. Gert er ráð fyrir, að húsin verði á einni
hæð, aðallega á bilinu 100-150 ferm fyrir utan bílskúr en lóðirnar 750 - 1.000 ferm.
vegna hættu á landbroti af völdum
sjávar og til þess að greiðfært sé
fyrir gangandi fólk hringinn í kring-
um nesið. — Opnu svæðin á Álfta-
nesi heilla fleiri en þá, sem þar
búa, segir Guðni. — Það er mjög
algengt, að fólk annars staðar að
aki hingað til þess að taka sér
göngutúr og njóta útivistarinnar.
Hér er aðgangur að góðri strönd
langt umfram það, sem gengur og
gerist og íjörur mjög skemmtilegar
og fullar af fuglalífi á sumrin.
Þess má geta hér, að út við sjó-
inn á Breiðabólseyri í norðanveðum
hreppnum er gert ráð fyrir smá-
bátahöfn fyrir sigiingar. Þar er
mjög aðdjúpt og siglingasvæðið í
Skeijafirðinum beint úti fyrir. I
framtíðinni er gert ráð fyrir, að það
rísi byggð við þessa höfn.
í Bessastaðahreppi er ennfremur
ágæt aðstaða fyrir hestamenn. Það
eru góðir reiðleiðir um allt og í
framtíðinni er gert ráð fyrir, að
reiðstígakerfið geti tengzt reið-
stígakerfi alls höfuðborgarsvæðis-
ins.
Mörg lögbýli
Bessastaðahreppur varð til
árið 1878. Fram að þeim tíma náði
Álftaneshreppur yfir þau sveitarfé-
lög, sem nú í dag heita Garðabær,
Hafnarfjörður og Bessastaðahrepp-
ur. Árið 1878 klofnaði Álftanes-
hreppur í Garðahrepp og Bessa-
staðahrepp og síðan klofnaði Hafn-
arfjörður út frá Garðahreppi 1907
og loks varð Garðahreppur að
Garðabæ 1976.
íbúar í Bessastaðahreppi voru
1172 hinn 1. desember sl. Þeim
fjölgaði um fimmtíu manns eða um
4% á síðasta ári og á næstu árum
er gert ráð fyrir svipaðri fólksfjölg-
un. í hreppnum býr nær eingöngu
fólk, sem sækir vinnu út fyrir
hreppinn. Atvinna á staðnum er við
skólann og þjónustu hreppsins.
Samkvæmt aðalskipulagi er þó gert
ráð fyrir verzlun, þjónustu og ein-
hveijum léttum iðnaði á Álftanesi
í framtíðinni.
í Bessastaðahreppi eru mörg lög-
býli, en hefðbundinn búskapur er
samt aðeins stundaður á einu
þeirra, Sviðholti. Gömu jarðirnar
halda sér hins vegar all vel og sum-
ar þeirra eru enn í eigu sömu fjöl-
skyldna og átt hafa þær mann fram
af manni í marga ættliði.
Til þessa hafa lóðir í Bessastaða-
heppi verið nær eingöngu eignarlóð-
ir. - Þetta er fyrsta hverfið, þar sem
lóðunum er úthlutað sem leigulóð-
um, eftir að hreppurinn hefur keypt
þær af landeigendum, segir Gunnar
Valur. — Markmiðið er, að sveitar-
félagið hafi algera yfirumsjón með
lóðaaúthlutun og skipulagi í fram-
tíðinni. Sveitarstjórnin ákveður,
hvaða byggingarsvæði eru tekin
fyrir næst og sér síðan um að skipu-
leggja landið.
Gatnagerðargjöld eru á svipuðu
róli og í öðrum sveitarfélögum í
kring eða um 2 millj. kr. á lóð. Þar
er gert ráð fyrir tveimur valkostum,
annars vegar staðgreiðslu en hins
vegar skuldabréfi til 2ja ára. — Það
er sérstök ástæða fyrir því, að við
viljum ekki lána gatnagerðargjöldin
til lengri tíma, segir Gunnar Valur.
— Ástandið í þjóðfélaginu hefur
breyzt verulega. Nú hyggur fólk
miklu betur að því en áður, hvað
hlutirnir kosta og ég held það sé
reynsla flestra, sem ráðizt hafa í
byggingar, að skuldabréf til lengri
tíma vegna gatnagerðargjaldanna
séu þungur baggi, eftir að fólk er
flutt inn.
— Um tíu ára skeið á árunum
1960-1970 ríkti hér algjört bygg-
ingabann og það var ekki fyrr en
1971, sem aftur var leyft að byggja
hús í hreppnum, segir Gunnar Val-
ur ennfremur. — Fram að þeim tíma
var alltaf ætlunin að reisa hér flug-
völl, sem átti að leysa af hólmi
Reykjavíkurflugvöll.
Að sögn Gunnars Vals var fjár-
hagstaða Bessastaðahrepps oft erf-
Sumarmynd frá Álftanesi. Fjörur og Ijarnir setja mikinn svip á umhverfið.
Samverli á Hellu 25 ára
280 þústincl lernietrar
af gleri á starfstímanum
Selfossi.
Á 25 ÁRUM hefur Glerverksmiðjan Samverk á Hellu framleitt 280
þúsund fermetra af gleri í hin ýmsu mannvirki á íslandi. Fyrirtæk-
ið var stofnað 18. janúar 1969 af mönnum úr Rangárvallahreppi.
„Það hefur mikil þróun átt sér stað á þessum árum bæði varðandi
efni í samsetningum og glerið sjálft. Það er tærara og sterkara en
áður,“ sagði Páll Björnsson, framkvæmdasljóri Samverks á Hellu.
Samverk framleiðir einangrun-
argler og selur ýmsar vörur
en hjá fyrirtækinu er mikið úrval
af speglum í mörgum litum. Um
tíma var mikið selt af hleðslugleri
en sala á því hefur minnkað. Þá
er innrömmunardeild hjá fyrirtæk-
inu og glerslípun, en eini lærlingur-
inn í glerslipun og speglagerð á
landinu, Sigurður Ragnar, starfar
hjá fyrirtækinu.
í byijun unnu hjá fyrirtækinu 7
menn við glerframleiðslu. Fyrstu 5
til 6 árin voru frekar erfið en í
kringum 1980 náði fyrirtækið sér
á strik og starfsmannafjöldinn fór
upp í 25 manns og gróska var góð
í starfseminni fram til 1985. Síðan
hefur að að sögn Páls fram-
kvæmdastjóra slegið úr og í eins
og gengur og nú eru starfsmenn
13 og fjórir þeirra hafa unnið hjá
fyrirtækinu í 20 ár. Meðalstarfsald-
urinn er 14 ár.
„Staðan núna er eins og alltaf á
þessum tíma árs. Framleiðslumagn
síðasta árs dróst saman um 12%
en verkefnin dreifðust á allt árið
þannig að við vorum ekki með neina
álagstoppa. Það eru ekki nein merki
um uppsveiflu á þessu ári en við
vonumst til að framleiðslan verði
svipuð og á síðasta ári,“ sagði Páll
Björnsson.
Páll sagði að borið hefði á inn-
flutningi á gleri og hann sagði að
þeir sem störfuðu í gleriðnaðinum
væru óhressir með það því gæða-
kröfur væru minni í erlendum verk-
smiðjum. Kröfur um vindálag væru
meiri á íslandi, 200 kg á hvem
fermetra en það innflutta væri með
150 kg á hvern fermetra. „Rann-
sóknarstofnun byggingariðnaðarins
fylgist með okkar framleiðslu og
við fáum gæðastimpil þaðan. Glerið
er síðan prófað í Noregi," sagði Páll.
Okkur glerframleiðendum fínnst
einnig að ríki og Reykjavíkurborg
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Starfsfólk Samverks hf. á Hellu. Aftari röð frá vinstri: Sigurður
Ragnar, nemi í glerslípun og speglagerð, Gunnar Siguijónsson, Ólaf-
ía Oddsdóttir, Sigríður Hannesdóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir og Sig-
urþór Árnason. Fremri röð frá vinstri: Páll Björnsson, framkvæmda-
sljóri.
stuðli að innflutningi með því að
krefjast meiri ábyrgðarskilmála en
gerist almennt í Evrópu. Við hér í
Samverki gefum 5 ára ábyrgð og
stöndum við hana en ábyrgðinni
fylgir einnig að farið sé eftir þeim
ísetningarreglum sem við setjum,"
sagði Páll Björnsson hjá Samverki
hf. á Hellu.
Sig. Jóns.
ið áður fyrr, líkt og gerist gjarnan
hjá litlum sveitarfélögum, sem
byggjast hratt upp. Fjárhagsstaðan
hefur hins vegar batnað mjög á
undanförnum fjórum árum og nú
stendur sveitarsjóður Bessastaða-
hrepps styrkum fótum. Á síðasta
ári voru skuldir hreppsins greiddar
mjög mikið niður.
— Hvað framkvæmdir snertir,
stendur hreppurinn einnig vel, því
að þjónustuþættir eins og grunn-
skóli, leikskóli og íþróttamannvirki
eru hér þegar fyrir hendi, segir
Gunnar Valur. — Nú erum við því
vel undir það búin að taka við fleiri
íbúum án þess að það þurfi að
leggja í stórar fjárfestingar að und-
anskijinni gatnagerð.
í Álftanesskóla eru börn í 1.-7.
bekk grunnskóla. Þrír efstu bekk-
irnir sækja grunnskóla í Garðabæ
og fara þangað með skólastrætis-
vagni. — Þetta fyrirkomulag®hefur
gefizt vel, segir Gunnar Valur. —
I Garðabæ er einnig fyrirhugað að
byggja nýjan framhaldsskóla í sam-
vinnu við okkur hér, sem á að þjóna
báðum þessum sveitarfélögum. Nú
er unnið að hönnun þessarar bygg-
ingar og er vonazt til, að fram-
kvæmdir við hana hefjist sem fyrst.
Hér í Bessastaðahreppi er enn-
fremur unnið að betri útiaðstöðu
fyrir íþróttastarfsemi unglinga.
Þegar þeir verða eldri, taka margir
þeirra virkan þátt í starfsemi
íþróttafélaganna í sveitarfélögun-
um hér í kring. Þau gerast þá gjarn-
an félagar í FH eða Haukum í
Hafnarfirði og Stjörnunni 1
Garðabæ. Þetta þyrfti þó að breyt-
ast smátt og smátt.
Mikil samkennd
Á Álftanesi ríkir mikil samkennd
eins og í litlum bæjarfélögum úti á
landi. Fólk þekkist gjarnan mjög
vel. Fasteignamarkaðurinn þar hef-
ur nær eingöngu miðast við einbýl-
ishús, því að fjölbýlishúsum hefur
ekki verið til að dreifa í sveitarfélag-
inu og hefur verð á einbýlishúsum
þar verið um 10% lægra en á sam-
bærilegum einbýlishúsum í Reykja-
vík. Segja má, að skort hafi á, að
unga fólkið, sem er að byija, hafi
getað keypt litlar íbúðir í upphafi
með það í huga að flytja síðan í
stærra húsnæði innan sveitarfé-
lagsins.
Nú eru fyrstu fjölbýlishúsin að
rísa, en þau eru lítil, því að þar er
um eitt fimm íbúða og annað sjö
íbúða hús að ræða við Skólatún 3-5
og verða þau ekki háreistari en
önnur hús í nágrenninu. í þeim eru
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir, en
byggingaraðili er Eðvarð Hall-
grímsson byggingameistari. íbúðir
þessar eru á mjög svipuðu verði og
nýjar íbúðir annars staðar á höfuð-
borgarsvæðinu. Að auki hefur Bú-
seti þegar byggt þijú fiórbýlishús
í Bessastaðahreppi og hyggur nú á
byggingu sjö íbúða þar til viðbótar
á þessu og næsta ári.
— Bessastaðahrepppur býr yfir
mikilli sögu, sem við erum mjög
stolt af og viljum leggja mikla rækt
við, segir Gunnar Valur. — Hér var
mikið mannlíf fyrr á öldum og út-
ræði nánast fyá hverri jörð. Nú
hefur Anna Ólafsdóttir Björnsson
alþingismaður verið fengin til þess
að skrá sögu Bessastaðahrepps og
er gert ráð fyrir, að hún komi út
1996.
— Álftanesið hefur mikið að-
dráttarafl fyrir marga og þeir, sem
setjast hér að, binda mikla tryggð
við það og margir þeirra eiga erfitt
með að slíta sig héðan, segir Gunn-
ar Valur Gíslason, sveitarstjóri í
Bessastaðahreppi að lokum. — En
það er ekkert kapphlaup um að fá
hingað sem flest fólk. Hér er ekki
ætlunin að byggja stórar blokkir.
Það verður lögð áherzla á það í
framtíðinni eins og hingað til, að
byggðin á Álftanesi haldi því yfir-
bragði, sem hún hefur haft yfir sér
til þessa.
Að auki má ekki gleyma því, að
forsetasetrið Bessastaðir er í sveit-
arfélaginu og það hlýtur ávallt að
setja sinn svip á Bessastaðahrepp.
Lódaúttilutun lialin í
nýju liveiii á Alftanesi
Espigerði - 2ja herb.
Til sölu falleg 2ja herb. 60 fm íb. á 8. hæð í húsinu nr.
4 við Espigerði í Reykjavík. Parket. Fallegt útsýni. Sval-
ir. Lyfta. Góð sameign. Laus fljótlega. Verð 6,4 millj.
Áhv. 2,2 millj. langtímal. Upplýsingar í síma 91 -689299.
' \
Sölusýning
Laufengi 12-14
Til sölu 3ja og 4ra herb. íbúðir á jarðhæð, 2. hæð og
3. hæð. Ibúðirnar eru í dag tilb. u. trév. og málningu
og sameign verður fullfrágengin þ.m.t. lóð. Fallegur
útsýnisstaður. Stutt í væntanlega þjónustumiðstöð sem
reist verður í hverfinu. íbúðirnar verða til sýnis í dag
og laugardag frá kl. 13-16.
<f ÁSBYRGI f
Suöurlandsbraut 54, 108 Reykjavik,
simi 682444, fax: 682446.
INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali.
SÖLUMENN: Þórður Ingvarsson og Lárus Hauksson.
J
Lækjarberg - við lækinn - Hf.
Til sölu þetta glæsil. einb.hús á einni og hálfri hæð. Húsið sk. í
forstofu, stofu, borðstofu, arinstofu, garðstofu, 3 barnaherb.,
hjónaherb., baðherb., þvottaherb. og eldh. auk 60 fm bílsk. og
25 fm geymslu. Parket og flísar á gólfum. Fallegar innr. Hús f sérfl.
Selvogsgrunn
Glæsilegt einbhús á einni hæð, 171 fm, auk 28 fm bílskúrs. Hús-
ið skiptist í stofu, borðstofu, forstofu, 3-4 barnaherb., hjóna-
herb., þvottaherb., eldhús og baðherb. Fallegur suðurgarður. Ar-
inn í stofu. Makaskipti möguleg á góðri sérhæð.
Mánagata. Glæsil. einb. á tveimur hæðum auk kj. 172 fm auk 18 fm
bílsk. Nýl. gler og gluggar. Mögul. á séríb. í kj. Stór suðurgarður. Laust.
Lyklar á skrifst.
Stuðlasel. Gt8ð8fl. einbhús á elnni hœff 195 fm með innb. bílskúr.
Fallegar innr. Fallegur rœktaður garður. Makaskipti mögul. á sérh.
Rituhólar. Glæsil. einb. á 2 hæðum, 250 fm, auk 50 fm bílsk. Arinn
bæði úti og inni. Glæsil. útsýni.
Álfheimar. Glæsil. einb. á 2 hseðum. m. tvöf. bdsk, 225 fm. Gróður-
hús. Verölaunagarður m. gosbrunni. Verð 17,5 millj.
Fáfnisnes. Til sölu byggingarlóð v. Fáfnisnes í Skerjafirði, 700 fm.
Gott verð.
Bfldshöfði. HÖfum til sölu verslunar- og Iðnaðarhúsnæði. Verslunar-
húan. m. góðum legerpléssi og skrifstofuaðstööu er 177 fm. Iðnaðarhúsn.
m. stórum innkeyrslud. 174 fm. Einnlg fðnaðarhúsn. m. góðum innkeyrslud.
336 fm. Hagstaett verð. Góð lán áhv.
Gunnar Gunnarsson,
lögg. fasteignasall, hs. 77410.
FÉLAG
FASTEIGNASALA
FA5T6IGNASALA
VITASTIG IB
+