Morgunblaðið - 18.02.1994, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.02.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÓSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1994 B 19 Daiunörk í leit aó húsmunum Þar kennir margra grasa... Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, Kaupmannahöfn. Þeir sem stöku sinnum eða oftar glugga í dönsk híbýla- eða kvennablöð hafa örugglega einhvern tímann rekist á ljósmyndir af dúndur fallega búinni íbúð, þar sem leðurhúsgögn eða önnur stásshúsgögn standa í röð- um, ásamt skemmtilega máluðum eða útbúnum húsgögnum og allt á þetta rætur að rekja til ruslagáma. Með öðrum orðum þá hafa húsráðendur hirt húsgögnin í misgóðu ástandi í ruslagámum, eða hugsanlega komið að þar sem var verið að tæma gamla hárgreiðslustofu, eða hreinsa út eftir dán- arbú og fengið dýrindið fyrir ekki neitt, en auðvitað í miggóðu ástandi. Og þar sem húsgögnin standa svona fín og falleg í íbúðinni, þá lítur þetta allt svo fyrirhafnarlaust út. Bara að ganga út í næsta gám og finna dýr- indis leðursófa, dýran hannaðan lampa eða eitthvað í þá áttina. En raunin er öll önnur. Þetta er mest puð og það er langt á milli feitu dráttanna. En mikið rétt, þeir eru þarna, það er mesta furða hvað fólki getur dottið í hug að henda, en það tekur bara langan tíma að safna þessu saman. Með hugviti, smá handlagni, þolinmæði og góðum skammti af hugmyndaflugi verður hið mesta glæsidót úr því, sem í gámunum sýndist hið argasta drasl. Fyrsta spurningin er auðvitað hvar gámana sé að finna. Það er nú einmitt fyrsta vandamálið, því þeir eru hingað og þangað. Þannig er að þegar verið er að gera upp hús, gera stórtiltektir, gera upp dán- arbú, eða eitthvað annað, þá er hægt að panta ruslagám til að henda því, sem þarf að losna við. Gámurinn stendur yfirleitt stutt við áður en hann er keyrður burt og innihaldið með á ótiltekinn ruslahaug. Eina leiðin til að finna gám er því að fara í gámaleit upp á von og óvon. Mest- ar líkur á gámum með forvitnilegu innihaldi eru auðviðað í eldri og grónari hverfum borganna. Þeir sem gera út á gámaleit, eða hafa þær sér að tómstundagamni eyða þá gjarnan helgunum í gönguferðir um borgina. Bannað að hirða Þegar gámur finnst er ekki þar með sagt að allt sé fengið. Innihld gámanna er nefnilega formlega séð ennþá eign þeirra, sem eru að losa sig við það. Því er í raun stranglega bannað að hirða úr gámunum, hvursu óréttlátt sem það nú kann að virðast. Það er lögmætur réttur hvers og eins að fleygja dóti, án þess að aðrir hirði það. En sannar gámarottur láta sér slík lög í léttu rúmi liggja og láta ekki hafa af sér gamanið, nema þær séu dregnar burtu með valdi. Forhert gámarotta getur auðvitað alltaf byrjað á að setja upp sakleysissvip og láta sem hún viti ekkert um þessar fáránlegu reglur. Um daginn kom ég að gám þar sem verið var að gera stórtiltekt á skrifstofu búðar, sem selur hljóm- flutningstæki, sjónvörp og annað slíkt. Eg krækti mér í loftnetssnúru og aðrar nýtilegar rafmagnssnúrur, um leið og verið að var læsa gámin- um. Um kvöldið átti ég leið framhjá gámnum. Stendur þá ekk lögreglu- bíll þar og við hlið hans opinn bíll, með sjónvarpi í og við hann tveir ungir menn í yfirheyrslu. Svo virtist sem þeir hefðu farið í læstan gáminn og fundið þar sjónvarp. Samúð nn'n var öll með piltunum, fyrst henda átti sjónvarpinu, en var líka fegin að enginn hafði neitt við snúrufund minn að athuga. Þar sem gámarnir eru yfirleitt fremur háir, getur verið betra að vera með einhveijum til að fá aðstoð við að klifra upp á gáminn. Krakkar eru bestu leiðsögumennirnir, liprir og léttir og snöggir að vinda sér upp. Síðan er að skoða og athuga innihaldið og ekki síst að kveikja á hugmyndafluginu til að geta séð fyrir sér hvernig gamall og brotinn skápur gæti hugsanlega umbreyst, hvernig borðplata færi best ofan á gamla borðfætur, hvaða áklæði gæti lyft stólnum upp á boðlegt svið og svo framvegis. Ef eitthvað nýtilegt finnst, þá er næsta skref að ná því upp. Þar sem öllu hefur verið hrúgað hugsunar- laust ofan í gáminn, þá vill það oft vera svo að hið nýtilega er undir öðru drasli eða skorðað fast af öllu hinu. Það getur því verið nokkur kúnst að ná því útvalda upp og hefst nú hinn stritsami þáttur gámaveið- anna. Mín reynsla er hins vegar sú að vegfarendur, sem eiga leið um, séu oft fúsir til að rétta hjálpar- hönd. Þannig var það að minnsta kosti þegar ég fann bob-borðið, sem var svo blýfast undir öðru drasli. Ef engir slíkir eiga leið um, þá er ekkert annað að gera en að kalla út liðsafla að heiman, eða senda sveit heimilismanna síðar meir á staðinn að sækja góssið. Viturlegt er að gera það innan fárra klukku- stunda, því eins og áður sagði þá hafa gámarnir ekki langa viðstöðu. Og ef hið útvalda er eitthvað stórt, er auðvitað einnig nauðsynlegt að kalla út aðstoð til heimflutninganna. Þó gámarotturnar láti ekki mikið yfir sér, þegar litið er yfir götur Kaupmannahafnar, þá má iðulega sjá tilvist þeirra í því hvernig rusla- haugar á götunum hreyfast. Ef ver- ið er að hreinsa út óverulegan skammt af dóti, er oft borið út dót, sem síðan er bara sótt af gámabíl. Fyrir skömmu var skipt um nokkra glugga í íbúðinni minni. Smiðirnir báru gömlu gluggana út á götu og ætluðu að sækja þá skömmu seinna. Fyrsta daginn hurfu stærri glugga- rnir, annan daginn hafði einhver notað tækifærið og hent þarna nokkrum brotnum og skældum borð- stofustólum úr tré, í þeirri fullvissu að þessu yrði öllu hent. Þriðja dag- inn voru stólarnir horfnir, svo þegar smiðirnir sóttu leifarnar var aðeins smá spýtnarusl eftir. Hvers er að vænta Og hvað er svo hægt að bera úr býtum á veiðunum, fyrir utan það sem er að sjá í glæsidæmum blað- anna? Sjaldgæft er að finna raun- verulega fornmuni, því flestir hafa víst vit á að koma þeim í verð, þó dæmi muni um slíka fundi. Mest er þetta dót frá því á þriðja áratugnum og fram á okkar tíma. Við hliðina á tölvunni minni stendur fyrirtaks borð, fremur lítð með tréplötu, einni skúffu og hliðarplötu á sterklegum svörtum járnfótum með hjólum, ein- mitt það sem þarf fyrir símann, símaskrán og aðra hluti, sem gott er að hafa við hendina. Borðið var Frá Kaupmannahöfn. Þar er það orðið vinsæl tómstundaiðja að leita að nýtilegum munum og húsgögnum í ruslagámum. Stundum má finna þar jafnvel sérstæða og verðmæta fornmuni. dregið upp úr gámi hér í nágrenninu fyrir skömmu og þótti meiriháttar fundur. Undir skrifborðinu mínu er borðgrind á hjólum, án borðplötu, sem er gott að nota undir skjala- möppur, sem stundum þarf að grípa til. Grindin átti upphaflega að verða stofuborð, en var ekki komin lengra, þegar stofuborðið fannst. Það er vænt hjólaborð, sem hægt er að keyra um, líklega ættað úr verksmiðu eða einhveiju verkstæði, en stóð hér úti á götu um daginn, þegar verið var að henda dóti úr kjallara hússins. Einhver tímann verður það málað og skipt um borð- plötuna og hilluna undir, en þangað til hefur sjöáringurin í fjölskyldunni fengið útrás fyrir hugmyndaflugið með því að hnýta á það gamalt dót af hjóli, gíra, standara og annað í þeim stíl og það verður að segjast eins og er að viðbótin klæðir borðið fjarska vel. í loftinu yfir borðinu hangir þó líklega það merkilegasta sem við höfum fundið, en það er kringlótt textíllistaverk. Myndefnið er nokk- urs konar hringiða í svörtu og hvítu, sem er prentað á bómullarefni og spennt á ramma. Sjöáringurinn á heiðurinn af þessum fundi, en hann fann verkið í göngutúr með vini sín- um og móður hans, sem einnig er gámarotta. Þegar þau komu að gám nokkrum og fóru að gaumgæfa1 hann, fann sjöáringurinn listaverkið og kom með það heim. A rammann er skrifað fjölskyldunafn þekktrar listamannaíjölskyldu, svo helst virt- ist að dýrindið væri eftir einhvern úr henni. Um daginn kom hins veg- ar Dani í heimsókn og greip heldur betur andann á lofti, þegar hann sá verkið, ekki bara hversu skemmti- legt það væri heldur af því að frænka hans hafði gert það fyrir mörgum árum. Þar með var upphaf þess fund- ið. Allt þetta hefur fundist fyrir til- viljun, því þó ég sé gámarotta í and- anum, hef ég aldrei gefið mér tíma til að stunda þessa áráttu skipulega, ~ heldur einungis með höppum og glöppum. Og þá er auðvelt að ímynda sér hvað hægt sé að fmna fyrir þá sem í raun stunda gámaveið- arnar. LAUFÁSl \STEIGNASAU SÍÐUMÚLA 17 812744 iHíE^ié ( j|| V ||p iHpfe „ aír ' Jfp ' ' * . Y, éLlæ Magnús Axeisson, fasteignasali Auöur Guðmundsdóttir, sölumaður Anna Friða Garðarsdóttir, Daniel Eriingsson, sölumaður. sölumaður. Fax: 814419 SAMTENGD SÖLUSKRÁ ÁSBYRGI EIGNASALAIM Opið mán.-fös. kl. 9-18. Símatími laugardag kl. 1-3. Einbýlis- og raðhús HNJUKASEL V. 17,7 M. Vandað ca 235 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Hús og lóð í sér- flokki. Áhv. ca 2,2 millj. hagstætt lán. + * * MELABRAUT V.17.5M. Ca 215 fm einbýlishús á einni hæð á Seltjarnarnesi m/tvöföldum bilskúr. + + * ♦ Hjallasel V. 14,0 m. ♦ Réttarholtsvegur V. 8,8 m. 4ra herb. og stærri ALFHEIMAR 6 herbergja ca 150 fm neðri sér- hæð í fjórbýlishúsi ásamt bilskúr. Öll íbúðin ér nýmáluð og snyrtileg. Laus strax. 444 ESPIGERÐI V.10.8M. Ca 110 fm íbúð á 4. hæð í lyftu- blokk. Suður- og austursvalir. Geysilegt útsýni. Stæði í bílskýli. Góð íbúð á þessum vinsæla stað. »44 KAPLASKJÓL V. 8,5 M. Ca 90 fm 4ra herbergja íbúð. á 3. hæð í KR-blokkinni. Parket á her- bergjum. Vandaðar eldhúsrinnrétt- ingar. Svalir í suð-austur og norð- vestur. Áhvílandi f hagstæðum lánum ca 400 þús. 444 NÝI MIÐBÆRINN Ca 130 fm 4ra herbergja íbúð. Vandaðar innréttingar. Suðursvalir. Bílskýli. Áhvílandi ca 6,2 millj. í hagstæðum lánurn. ♦ ♦ ♦ SEUABRAUT V. 7,8 M. Ca 114 fm 5 herbergja íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýli. Innangengt milli bílskýlis og stigagangs. Áhvílandi ca 2,0 millj. í hagstæðum lánum. + * + SELTJARNARNES Ca 125 fm 5 herbergja efri sérhæð með sérinngangi. Nýtt gler. 32 fm bílskúr fylgir. Ýmis skipti á minni íbúðum koma til álita. 4 + 4 ♦ Áiftamýri ♦ Ástún + Bólstaðarhlíð ♦ Dalsel ♦ Klettaberg ♦ Ljósheimar V. 8,3 m. V. 7,8 m. 7,9 m. 8,0 m. 8,3 m. 8,1 m. V. V. V. V. 3ja herb. FROSTAFOLD V. 9,0 M. Ca 90 fm falleg endaíbúð á 3. hæð. Sérsmíðaðar innréttingar. Suðursvalir. Þvottahús og geymsla er í íbúðinni. Bílskúr. Áhvflandi í hagstæðum lánum ca 4,7 millj. * ♦ * ♦ ♦ ♦ SKIPASUND V. 7,3 M. Ca 90 fm rúmgóð sérhæð í þríbýli á 2. hæð. Nýlega búið að taka húsið í gegn að utan. íbúðin er laus strax. ♦ ♦ ♦ VESTURBÆR BESTA ÚTSÝNIÐ í BÆNUM Glæsileg piparsveinaíbúð á efstu hæð í KR-blokkinni. Sérsmíðaðar innréttingar. Laus strax. ♦ ♦ ♦ ♦ Hellisgata V. 5,2 m. ♦ Langholtsvegur V. 6,3 m. ♦ Miðvangur V. 6,5 m. 2ja herb. BLONDUBAKKI V. 5,3 M. Óvenju stór ca 74 fm 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Ný eldhúsinnrétting. Nýgólfefni. Svalir og mjög rúmgóð geymsla. Áhvfl- andi ca 2,8 millj. í hagstæðum lánum. ♦ ♦ ♦ ♦ Þangbakki V. 5,5 m. HÁALEITI V. 7,9 M. Ca 100 fm endaíbúð á 2. hæð. Nýstandsett að utan. Ein íbúð á hæð. Skuldlaus. Laus strax. ♦ ♦ ♦ HRAUNBÆR V. 6,5 M. Ca 65 fm glæsileg íbúð á 3. hæð. Parket á stofu og herbergjum. Granít á baði og forstofu. Áhvflandi f hagstæðum lánum ca 4 millj. ♦ ♦ ♦ NEÐSTALEITI V.11,3M. Stórglæsileg 117 fm íbúð á þessum vinsæla stað. Vandaðar innrétting- ar. Suðursvalir. Mikið útsýni. Stór og góð sameign. Bflskýli. Ahvflandi ca 1,6 millj. f hagstæðum lánum. I smíðum HEIÐARHJALLI V. 9,5 M. 110 fm sérhæð ásamt ca 25 fm bílskúr í fjórbýli. Getur afhenst til- búin undir tréverk fljótlega. Áhvfl- andi 3,6 millj. f húsbréfum. ♦ ♦ ♦ LAUFENGI V. 7,8 M. 3ja herbergja 95 fm íbúð í ný- byggðu húsi. (búðin afhendist 1. mai með öllum innréttingum en án gólfefna. Sumarbústaður HÚSAFELL Ca 40 fm sumarbústaður í Húsa- fellsskógi. Verð 2,1 millj. Má greið- ast með verðtryggðu skuldabréfi til langs tíma. LAUFÁSl FASTEIGNASALA SÍÐUMÚLA 17 812744 Fax: 814419 Iðnaðarhúsnæði ARMULI Ca 120 fm verslunar- og lagerhús- næði. Malbikað plan og upphitað að hluta. Götulína 8 metrar. ♦ ♦ ♦ ÁRTÚNSHÖFÐI Ca 450 fm stórgott iðnaðarhús- næði. Grunnflötur ca 240 fm, milli- loft 210 m. Mjög snyrtileg aðstaða s.s. skrifstofur, kaffistofa og bún- ingsherbergi. Stórar innkeyrsludyr (4x4 m). Mikil lofthæð í hluta húss- ins. ♦ ♦ ♦ ENGJATEIGUR V. 70,0 M. Stórglæsilegt ca 1500 fm verslun- ar-, skrifstofu- og lagerhúsnæði, auk þess er glæsileg íbúð á 3. hæð hússins. Snyrtileg lóð. Staðsetning og húsnæði er tilvalið fyrir fyrirtæki sem leggur mikið uppúr snyrtilegu umhverfi. ♦ ♦ ♦ LÁGMÚLI TILSÖLU EÐA LEIGU Tæplega 400 fm skrifstofuhúsnæði í lyftuhúsi. Mjög góðar innréttingar sem henta fyrir margskonar starf- semi sem skiptist í 8 skrifstofuher- bergi, fundarherbergi, almenning (stórt fjölnotarými), kaffistofu, skjalageymslur og snyrtingar. Frá- gangur til fyrirmyndar. Frábært út- sýni. Möguleiki á áberandi stað- setningu skilta. Laust 1. mars nk. ♦ ♦ ♦ TANGARHÖFÐI V.17M. Ca 480 fm iönaðarhúsnæði á tveimur hæðum með þremur inn- keyrsludyrum. Sérinngangur er á aðra hæð hússins. Verð 35 þús. pr. fm. Félag fasteignasala *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.