Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 Barátta við aukakílóin Fjölbreytt og skemmtilegt námskeiö að hefjast fyr- ir unglinga og fullorðna, er berjast við aukakílóin. Upplýsingar og innritun alla daga í síma 41011. Leiðbeinandi Þorsteinn Geirsson, íþróttafræðingur. FARANDI ATRIÐI UH VERSLUNARMANNA- HELGINA 29.JÚLÍ- I.ÁGÚST: Æk 1. Dansleikir á palli ætlaðir öllum aldurshópum: föstudagur - sunnudags (spilað 3x5 klst.) aðstoð eftir þörfum við annan flutning skemmtidagskrár Barnadansleikir á palli: laugardagur - sunnudags (spilað í 2x1 klst.) Söngvarakeppni barna og unglinga: laugardagur (spilað í 2 klst.) JÉÉi, 2. Unglingadansleikir í kúlu: föstudagur - sunnudags (spilatlmi breytilegur) M 3. Skemmtidagskrá .::áÉi: 4. Hljóðkerfi fyrir unglingahljómsveitir og pall. Tilboðin innihaldi alian kostnað, þar með talið vinnu.ferðir, flutning og uppihald á staðnum. Heimilisföng og símanúmer þurfa einnig að fylgja tilboðum. Mótshaldarar áskilja sér rétt til að taka tilboðum sem berast í heild eða að hluta eða hafna þeim öllum. Tilboð sendist til: GALTALÆKJARMÓTIÐ 1994 Grensásvegi 16 108 Reykjavík fax 91-811819 fyrir 15. aprfl Betri ríkisrekstur Samningsstjórnun - markmiðasetning og mat á árangri Fjármálaráðherra boðar til ráðstefnu um breytt vinnu- brögð innan ríkiskerfisins, sem eiga að auka skilvirkni og bæta þjónustu. Þau eru þáttur í stefnu fjármálaráð- herra um nýskipan í ríkisrekstri. Breytt vinnubrögð geta m.a. falið í sér að gerður er þjónustu- samningur á milli ráðuneytis og stofnunar þar sem tilgreint er hvaða þjónustu stofnun „selji“ ráðuneyti. Samningsstjómun krefst skýrra markmiða um starfsemina, möguleika til að mæla árangur og um leið aukins sjálfstæðis stofnana. Ráðstefnan verður miðvikudaginn 23. mars nk. í sal 3 í Háskólabíói og hefst kl. 14.00. Ráðstefnan er opin öllum. DAGSKRÁ: Ráðstefnustjóri: Inga Jóna ÞórÖardóttir, viöskiptafrceðingur. 14.00 Ráðstefnan sett. FriÖrik Sophusson, JjármálaráÖharra. 14.15 Hvað er samingsstjórnun? Haukur Ingibergsson, deildarstjóri í Hagsýslu ríkisins. 14.35 Samningastjómun frá sjónarhóli fagráðuneytis. Þorkell Helgason, ráÖuneytisstjóri iönaðar- ogviðskipta- ráðuneytis. 14.45 Samningsstjómun frá sjónarhóli ríkisstofnunar. Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiönaöarins. 15.00 KAFFIHLÉ 15.20 Tengsl gæðastjómunar og samningsstjórnunar. Haukur Alfreðsson, rekstrarverkfrœÖingur. 15.35 Setning markmiða í ríkisrekstri og mat á árangri. Jón Birgir Jónsson, ráÖuneytisstjóri samgönguráöuneytis. 15.45 Almennar umræður. 16.15 Viðbrögð úr ólíkum áttum. Svanbjörg Thoroddsen, hagfrœÖingur hjá rekstrarráögjöf VSÓ og Hjálmar Árnason, skólameistari Fjölbrauta- skóla SuÖurnesja. 16.30 Ráðstefnuslit Fjármálaráðuneytið, í samráði við Aðgerðarannsókna- félagið, Gæðastjórnunarfélagið, Hagræðingarfélagið og Stjórnunarfélag íslands. UMHVERFISMÁLÆfrwi) tengir stórborgir oglandsbyggd? Firríng í TÆKNIVÆDDUM heimi hinna vestrænu ríkja verður mönnum tíðrætt um firringn sem birtist í ýmsum myndum en er frekar óskilgreint hugtak. I Orðabók Menningarsjóðs er sagt að firring tákni m.a. það að fjarlægjast eða tengslaleysi við annað fólk. Segja má að slíkt tengslaleysi hafi þró- ast á undanförnum áratugum milli stórborgarbúans á malbikinu sem varia fer út fyrir sitt borgar- hverfi og hefur enga hugmynd um veruleika landsbyggðarinnar og fólksins sem þar býr. Og „visa versa“. Slík firring getur að sjálf- sögðu haft skaðleg áhrif vegna þess að í eðii sínu er þarna um að ræða óijúfanleg víxlverkandi áhrif sem ekki má rjúfa. Þessu er varla fyrir að fara hér á landi enda engar stórborgir hér og ibúafjöldinn samanlagður varla meiri en í meðalstóru þorpi hjá milljónaþjóðunum. En tengsla- leysið sem orðið hefur víða veldur mönnum áhyggjum og spurningar vakna um hvar orsakanna sé að leita og hvers vegna þróunin hafi orðið á þennan veg hjá hinum auðugu og tæknivæddu stórþjóð- um. Um þetta er fjallað í bók sem nýlega kom út í Bandaríkjun- um. Höfundur er sagnfræðingur og fékk hann bókmenntaverðlaun Banc- roft fyrir á síðasta ári. Hann flahar sérstaklega um það hvernig frumgrein- ar matvælafram- leiðslunnar hafí fjarlægst stórborg- arbúa. Hlutverk þeirra sem stunda hefðbundin land- búnaðarstörf séu þeim gersamlega framandi og því einskis metin. Þar sé þó um að ræða framleiðslu þess varnings sem haldi í þeim lífi! Höfundur tekur sem dæmi heimaborg. sína Chicago og rekur þróun borgarsamfélagsins í stórum dráttum frá því um miðja 19. öld. Þótt þetta sé okkur, upplýstri þjóð, fjarri og þjóðfélagsleg firring næsta óþekkt er betra að þekkja vítin til að varast þau. Chicago-borg stendur á flatlendu fenjasvæði og þótti liggja vel við samgöngum, einkum með tilliti til þéttbýlisins á Austurstörnd Banda- ríkjanna. Allt í kring um borgarstæð- ið voru mikil náttúruauðævi, fijós- amar lendur og víðfeðmir skógar. Borgin óx hratt með bættri sam- göngutækni og þegar skýjakljúfarnir svokölluðu fóru að bera við himinn upp af sléttunni nokkru fyrir síðustu aldamót komst merkur rithöfundur svo að orði að þar mætti sjá með eigin augum hinn endanlega sigur mannsins yfir náttúrunni. Enn í dag eru margir þeirrar skoðunar að eitt aðalhlutverk og kappsmál mannsins sé að sigrast á náttúrunnni. Höfundur þessarrar bókar telur að fólk sem hefur einangrast í mann- gerðu og þröngu umhverfi stórborgar hafí kolrangar hugmyndir um hvað beri að kalla „sigur“ í þessi tilviki. Mannkynið - stórborgarbúar sem aðrir, eigi allt sitt undir því sem auðlindir náttúrunnar gefí af sér. Hann segir vöxt og viðgang Chicago- borgar megi alfarið rekja einmitt til auðugra náttúruauðlinda héraðanna allt um kring. Timbur, korn og afurð- ir kvikfjárframleiðslunnar runnu í stríðum straumum til borgarinnar og var dreift þaðan sem fullunnum vörum í allar áttir. En samskipti borgar og landsbyggðar tók á sig breytta mynd með árunum. Stór- borgarbragur þróaðist og festi rætur samkvæmt eigin lögmálum. Og tæknivæðing hafði afgerandi áhrif í landbúnaðarhéruðunum. Sveitir landsins tóku stakkaskiptum hið ytra. Umhverfið raskaðist og varð einhæfara. Fjölbreytni landsins hefur vikið fyrir komræktinni, gresjurnar vestur af borginni eru horfnar, skóg- arnir hafa hopað fyrir stórtæku skóg- arhöggi og timburvinnslu. Og borgin þenst út. Höfundur vill staldra hér við og spyr hvað valdi firringunni sem ríki nú milli borgarbúa og íbúa lands- byggðarinnar. Þá þróun beri að stöðva. Hann telur að til þessa megi rekja þróun ofneysluþjóðfélagsins þar sem verðmætum er hömlulaust sóað og fleygt á sorphauga - ekki hvað síst afurðum úr ríki náttúmnn- ar. Hann segir marga stórborgarbúa ekki hafa hugmynd um hvaðan komi undirstöðuefnið í hamborgarann sem hann er að stýfa úr hnefa og hann kæri sig líka kollóttan. Það sé bara eitthvað sem er framleitt, síðan pakkað, því næst auglýst og svo keypt. Nútímafólk í stórborgum skilji ekki áhrif þessa lífsmynsturs á lífríki og vistkerfi. Fæðuframleiðslan teng- ist ekki náttúm eða umhverfí, því menn viti næsta lítið um þau lögmál sem þar gilda í fírrtum heimi neyt- andans. Höfundur harmar þau rof sem hafa orðið milli borgarsamfélagsins og landsbyggðarinnar. Ofurásókn markaðsafla hafi ráðið of miklu. Nú sé tími til kominn að lagfæra skekkj- una án hleypidóma og án þess að á annan hvorn aðilann sé hallað. Sjálf- ur segist hann á yngri árum hafa hneigst til þess að halda fram mál- stað hinnar óspilltu náttúru sem hafi fengið frið fyrir öllum athöfnum mannsins. Þar sem allt var hreint og tært. Andstæðan hafi í hans huga verið borgin, Chicago, þar sem hann átti heima, óhrein og ljót, hulin svörtu sótskýi. Þessi afstaða hans hafí breyst þegar hann fór að sökkva sér niður í söguna. Þá varð honum ljóst hversu þetta tvennt, borg og landsbyggð, væri nátengt og þróun annars þáttarins væri ofín inn í þró- un hins. Hvorttveggja væri runnið af sömu rótum. Maðurinn hefði verið að verki í báðum tilvikum. Nú væri framhaldið háð siðferðisþroska mannsins,' skynsemi hans og sameig- inlegri ábyrgð gagnvart náunganum. Þar væri fólginn hinn eini sanni sig- ur. TÆllNI/Geta stjómmál ogvísindi blandast saman? Tvíbumrannsóknir Cyrils Burts ÞEKKTUSTU dæmi um óheillavænleg áhrif stjórmúlaskoðana á vísindarannsóknir eru frá Sovétrílqum undanfarinna áratuga. Náið samband var á milli lélegs árangurs á efnhagssviðinu og afskipta hins opinbera af vísindarannsóknum. Alfrægasta dæmið var Lys- enko-villan svonefnda, þar sem svonefndur líffræðingur „sannaði" að lífsreynsla hverrar lífveru kæmi fram í erfðum eiginleikum af- komendanna. Ef ég verð fyrir því að fótbrotna, er líklegra að afkom- endur minir fótbrotni þess vegna. Tilraunir sem „sönnuðu" þetta gengu illa á Vesturlöndum, og engu líkara en lífverur sem áttu að sýna þetta lögmál þrifust ekki vel nema í sósíalískum jarðvegi. Dæmi má finna um neikvæð áhrif kerfisins á nýsköpun innan eðlis- fræði og jarðfræði, þóttþau yrðu ekki jafn örlagarík. Við á Vestur- löndum förum ekki heldur varhluta af því að stjórmálaskoðanir móti vísindaniðurstöður. Sú vísindalega spuming sem hefur hvað mest verið reynt að svara á pólitískan veg er um erfðir og umhverfi. Er greind mannsins fyrst og fremst ákvörðuð af erfðum eða af kringumstæðum í uppeldinu? Vinstri menn og sósíalistar hafa í stórum dráttum talið áhrif um- hverfisins á greindina miklu meiri en hægri menn hafa gert. Lykilatriði til rannsókna á þessari spurningu eru eineggja tvíburar, hafi þeir alist upp hvor í sínu lagi. Þeir hafa sömu erfðaeiginleika en hafa orðið fyrir mismunandi um- hverfisáhrifum. Segja má með nokkurri kaldhæðni, að útkoma svona rannsókna háfi farið eftir því hvemig pólitískir vindar blésu hveiju sinni. Á árunum eftir menn- ingaruppreisnina árið 1968 var greindin afar háð umhverfinu. Síð- ar, á tímum fijálshyggju og sóknar hægri manna, hafa áhrif erfða- þátta á greindina hríðvaxið. Hlið- stæðar rannsóknamiðurstöður í eðlisfræði væm þær að rafeindin væri mínushlaðin í auðvaldsþjóðfé- lagi en plúshlaðin í sósíalísku. Varla þarf að taka fram að rafeind- in er mínushlaðin. Hver var Cyril Burt? Hann var breskur sálfræðingur sem lést árið 1971, og naut afar mikillar virðingar við fráfallið. Hann komst eins langt og hægt var að ímynda sér að hægt væri, að sanna að greind væri erfðalega ákvörðuð. Undirstaða hans vora tvíburarannsóknir. Niðurstaða Burts hljóðaði upp á að um 75% af greindinni væri ákvörðuð af erfðum. Greinarhöfundi hefur þó ekki tekist að skilja hvað séu 75% af greindinni og hvað 25%, m.ö.o. hvernig hægt sé að koma magn- tölum yfir greindina í þessum mæli. Rannsóknir Burts voru afar yfir- gripsmiklar, og nutu meirá trausts en títt er. Hann var í afar miklu áliti, og meðal þeirra sem kom það vel að hlutunum væri á þennan veg varið, var þegar farið að vitna í þær í pólitískum tilgangi. Ári eftir dauða Burts rak annar breskur sálfræðingur augun í að fylgni allra þátta sem bornir voru saman í rannsóknunum var sú sama, eða 0,71. Þetta var of ótrúlegt til að það gæti verið satt. Líkur þess að svo hefði getað orðið í raunveruleg- um rannsóknarniðurstöðum voru hverfandi. Menn hafa mjög velt fyrir sér hvort Burt hafí beinlínis falsað niðurstöður, eða hvort hann hafí freistast til einhvers konar sjálfsblekkingar á gömlum niður- stöðum, túlkað þær áfram, og smám saman misst sjónar á því hvað væri raunveruleiki og hvað ekki. Hvað sem má um það segja, má fullyrða að eftir standi eitt- hvert átakanlegasta dæmi sem þekkt er um misnotkun vísindanið- urstaðna í heimssögunni. Enn átakanlegra fyrir að það fjallaði um kjarnaatriði mannsins, sem réð miklu um hvort réttlætanlegt væri að trúa á raunverulegt jafnrétti og samábyrgð allra manna. Eftir stendur minning Burts, sem hefur verið vel meinandi maður, en að- eins misst sjónar á því hvað væru staðreyndir og hvað trúaratriði í því efni sem hann fékkst við. eftir Egil Egilsson eftir Huldu Voltýsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.