Morgunblaðið - 20.03.1994, Side 11

Morgunblaðið - 20.03.1994, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 B 11 IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK PageMaker Námskeið í Iðnskólanum í Reykjavík 25.-30. mars 1994 Þrjú 20 kennslustunda byijendanámskeið í notk- un umbrotsforritsins PAGE MAKER verður haldið við Iðnskólann í Reykjavik (bókiðna-deild) dagana 25., 26., 28., 29. og 30. mars 1994, ef næg þáttta- ka fæst. Námskeið 1 kl. 09.00-12.00, 4 kennslustundir. Námskeið 2 kl. 13.00-16.00, 4 kennslustundir. Námskeið 3 kl. 19.00-22.00, 4 kennslustundir. Skráning fer fram í síma 26240 kl. 09.00 til 15.00. Þar eru jafnframt veittar allar upplýsingar, einnig á Iðnskoladaginn 20. mars nk. Verð kr. 11.600. Heilsárs orlofshús Starfsmannafélög og einstaklingar, sem áhuga hafa á að eignast gullfallegan og vandaðan heils- ársbústað með öllum hugsanlegum þægindum. Hitaveita, rafmagn, kalt vatn, heitur pottur í ver- önd. Bústaðurinn stendur á besta stað á Suður- landi í kjarrvöxnu landi. Fjarlægð frá Rvík ca 120 km. Þjónustumiðstöð og sundlaug á staðnum. Upplýsingar gefur: Heimir Guðmundsson, húsasmíðameistari, sími 98-33693 milli kl. 8-19 virka daga, 98-33893 eftir kl. 19 eða 985-23742. búinn að vera draumur okkar og takmark síðustu 9 mán- uði að stíga á, virtist vera innan seilingar. Þarna blasti hann við okkur. Við áttum „bara“ eftir eina 200 metra brekku og svo um 500 metra langan, nánast láréttan hrygg til að ná þessu takmarki. Þessi eina brekka reyndist sú erfiðasta sem við höfum átt við um ævina. Brattinn var minnstur neðst en jókst eftir því sem ofar dró. Til að byija með var eins og hún ætlaði aldrei að byrja en fljótlega fór manni að finnast hún aldrei ætla að taka enda. Tók hún um lVi klukkustund og nokkur þúsund andartök og annað eins af blótsyrðum. Þá var bara eftir að feta sig eftir hryggnum. Það var orð- ið töluvert hvassara, um 6 vindstig, og frostið var orðið um -35 gráður. Þarna á hryggnum voru töluverðir svipti- vindar og gat eitt feilspor kostað um 4000 metra fa.ll niður bratta suðurhlið fjallsins. Því fóru menn sér hægt þó að takmarkinu væri nánast náð. Þarna stóðum við föstudaginn 4. júní 1993 í 6194 metra hæð á tindi Mt. Mekinley, hæsta fjalls Norður-Ameríku og kaldasta fjalls í heimi. I raun má segja að við höfum sett tvö met. Áldrei höfðu eins margir Islendingar staðið þarna saman og þetta var stysti tími sem það hafði tekið Islend- ing að ná tindinum, 13 dagar. Við eyddum um klukkutíma í að njóta augnabliksins og í að taka myndir en svo héldum við af stað niður og áleið- is heim. Það tók okkur tvo daga að komast aftur niður í aðalbúð- ir og þann 7. júní vorum við aftur komnir niður í siðmenn- inguna í Talkeetna. Að lokum er rétt að taka fram að ferð sem þessi er mjög kostnaðarsöm. Segja má að hver klukkutími ferðarinn- ar, sem tók um mánuð, hafi kostað okkur um 500 krónur á mann. Heildarkostnaður nam um 1,5 milljónum króna. Viljum við því koma á framfæri þakklæti til eftirtalinna aðila sem lögðu hönd á plóginn. Sérstakar þakkir fá Hjálpar- sveit skáta Kópavogi og Skátabúðin en þar er mikill hluti útbúnaðar þess sem notaður var keyptur. Einnig viljum við þakka Útilífi, ísmar, en þeir lánuðu okkur GPS-staðsetn- ingartæki til fararinnar, Ferðaskrifstofu stúdenta og öllum þeim sem keyptu af okkur boli. Höfundur er meðlimur í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. r Jón Haukur og Kristján fyrir utan tjöldin í búðum 2 í um 3000 metra hæð. Guðni gægist út. Á tindi McKinley-fjalls í 6194 metra hæð. Fjórir ffélagar úr Hjálpar- sveit skáta i Kópavogi lögöu á sig ómælt erffiói og mikinn kostnaó til aó sigrast á Mt. McKinley, hæsta ffjalli i Noróur- Amerikw •B0SCH B0SCH B0SCH B0SCH B0SCH B0SCH B0SCH BOSCHft i. !í BOSCH BOSCH rafgeymar vev|^oh rokeyP^- TEG. VERÐ ÁÐUR VERÐ NÚ l2V»44Ah*2IOA 5.748 5.065 l2V*60Ah*I70A 6.533 5.748 l2V*70Ah*3ISA 7.765 6.835 B R_ÆJ_U R_N I R ÖKMSSONHF Lágmúla 9, Simi 38825 1 mm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.