Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 19
B 19
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 25- MARZ 1994
ila, sem oft hafa enga eða tak-
markaða fagþekkingu á viðgerð-
um, segir Guðmundur ennfremur.
— Þetta gerist einkum á vorin.
Margir þessara aðila bjóða hús-
eigendum töfralausnir, bæði að
því er varðar efni og aðferðir.
Húseigendur þurfa að varast
þessa aðila. Samtök iðnaðarins,
Húseigendafélagið og Neytenda-
samtökin fá fjölda mála til sín,
þar sem fólk leitar eftir aðstoð í
glímu við aðila, sem hlupu í kring-
um húsið og skutu heildartölu á
viðgerð. Þeir hófu síðan verkið,
en ekkert stóðst og enginn verk-
samningur var gerður og jafnvel
um vinnu að ræða án reiknings,
sem er ekki eingöngu ólöglegt
heldur stórvarasamt.
Án fullgilds reiknings hefur
húseigandinn ekkert í höndunum,
sem sannar hvað var gert eða að
viðkomandi verktaki hafi yfirleitt
komið nálægt húseigninni. Því
miður eru töluverð brögð að því,
að aðilar semji um reikningslaus
viðskipti og virðast sumir húseig-
endur telja sig spara á því. Rétt
er að ítreka í því samhengi að
yfirleitt ofmetur verkkaupi hag
sinn í þeim viðskiptum. Verkaupi
árum, sem hefur leitt af sér ný
viðgerðarefni og staðlaðar verk-
lýsingar, sem byggjast á margra
ára rannsóknum og efnisprófun-
um.
Til þess að stuðla að faglegum
vinnubrögðum í viðgerðum stofn-
uðu samtök byggingameistara
fyrir nokkrum árum Viðgerða-
deild M.V.B., sem heitir eftir síð-
ustu áramót “Viðgerðadeild Sam-
taka iðnaðarins". í deildinni eru
fyrirtæki, sem sérhæfa sig á við-
gerðasviðinu. Nú eru um 26 fyrir-
tæki í viðgerðadeildinni og er
hægt að fá lista yfir þessa aðila
á skrifstofu Samtaka iðnaðarins,
Húseigendafélaginu og hjá Neyt-
endasamtökunum. Þessir þrír að-
ilar skipa stjórn deildarinnar
ásamt fulltrúa frá Rannsóknar-
stofnun byggingariðnaðarins.
— Markmiðið með deildinni er
að aðstoða fyrirtæki við að sér-
hæfa sig og byggja sig upp fag-
lega á viðgerðasviðinu og tryggja
húseigendum aðgang að traustum
viðgerðaverktökum, segir Guð-
mundur. — Skilyrði fyrir inn-
göngu í deildina er m.a. að á
hverju fagsviði sé meistari ábyrg-
ur fyrir verki og að starfsmenn
■■;V ■
V '
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðmundur Guðmundsson stendur hér fyrir framan fjölbýlishúsið
Austurbrún 4, en miklar viðgerðir fóru fram sl. sumar á þessu fjöl-
býlishúsi.
stendur eftir án nokkurs réttar
gagnvart verktaka og ábyrgð á
verki er engin. Einnig er mikil-
vægt að fólk geri sér grein fyrir
því, að því aðeins fæst virðisauka-
skattur endurgreiddur af vinnu
við nýsmíði, endurbætur og við-
gerðir á húsnæði, að fullgildir
reikningar frá verktaka liggi fyr-
ir.
Viðgerðadeild Samtaka
iðnaðarins
Við samdrátt á nýbyggingar-
markaðnum en vaxandi við-
gerðarþörf hafa reyndir bygg-
ingameistarar í vaxandi mæli
snúið sér að viðgerðum. — Tækni-
lega eru viðgerðir yfirleitt erfiðar
viðfangs, segir Guðmundur. —
Rót vandans er bæði oft erfitt að
greina og þegar farið er að kanna
skemmdir kemur oft meira í ljós
en fólk vill takast á við fjárhags-
lega. Oft heldur skemmd áfram
þrátt fyrir að síðasta viðgerð á
hluta hússins standi heil. Þekking
og reynsla tæknimanna og fag-
legra viðgerðaraðila hefur hins
vegar aukist á undanförnum
hafi hlotið þjálfun í meðhöndlun
viðgerðaefna og viðgerðaaðferð-
um. Aðilum í deildinni er skylt
að vinna samkvæmt stöðluðum
verklýsingum og aðeins með efni,
sem hafa hlotið viðurkenningu
deildarinnar, en hún byggist á
prófun hjá Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins. Við tilboðs-
gerð er ætlazt til þess, að verk-
taki gefi tilboð er tilgreini bæði
einingaverð efnis og vinnu á
hvern verklið og að með fylgi
verklýsing á hverjum verkþætti,
sem lögð er til grundvallar tilboð-
inu. Komi upp vandamái eða
ágreiningur milli verktaka og
verkkaupa, er hægt að skjóta þvi
til stjórnar deildarinnar. Þannig
er fyrir hendi leið til lausnar
ágreinings í flestum tilfellum, sem
eykur mjög öryggi verkkaupa.
Hvernig á að standa
að verki?
Þegar einstaklingar eða húsfé-
lög standa frammi fyrir viðgerð
á húseign, þá er mælt með því,
að staðið sé á eftirfarandi hátt
að verki í megindráttum.
1. Hlutlaus fagaðili sé fenginn til
að meta ástand eignarinnar og
viðgerðarþörf og fengin lýsing
á þessu ásamt sundurliðuðum
verkliðum með áætluðum
magntölum. Ýmsar verkfræði-
stofur, tæknimenn og fyrir-
tæki framkvæma slík möt.
Rannsóknarstofnun bygging-
ariðnaðarins framkvæmir
einnig ástandsmat og þá helzt
á stærri verkum.
2. Við minni verk er hægt að
óska eftir tilboðum frá verk-
tökum byggt á magntölum og
verklýsingu frá lið 1. og óska
þar eftir einingarverðum. Við
stærri verk er rétt að fá tækni-
mann (oft sami og í lið 1) til
að fullgera verklýsingu og út-
boðsgögn og að standa að út-
boði á verkinu. Hér er ráðlegt
að nota íslenskan staðal^ um
útboð og verksamninga, ÍST-
30, til hliðsjónar. Um er að
ræða opin eða lokuð útboð.
Algengt er í lokuðum útboðum
að eingöngu aðilum innan Við-
gerðardeildar Samtaka iðn-
aðarins sé boðið að gera tilboð.
3. Meta þarf tilboðin í samhengi
við útboðsgögnin, heildarverð,
einingaverð, uppsetningu til-
boðsins, verktíma og ekki síst
að kanna þá reynslu og orð-
spor sem viðkomandi verktaki
hefur í viðgerðum. Mikilvægt
er að tilboðið sé sundurliðað í
verkliði og fram komi eininga-
verð á vinnu, tækjum og efn-
um. Einnig er mikilvægt að
verklýsing liggi til grundvallar
tilboðinu, það er í raun „var-
an“, sem er verið að selja.
Verklýsing segir til um hvernig
húsið skuli háþrýstiþvegið,
hvernig gluggar skuli málaðir,
gert við múrskemmdir á lóð-
réttum flötum o.s. frv. Þetta
er verkkaupi er að borga fyrir,
þegar tilboði er tekið.
4. Þegar ákveðið hefur verið,
hvaða tilboði skal tekið, er
gengið til samninga við við-
komandi verktaka. Allir verk-
takar innan viðgerðadeildar
Samtaka iðnaðarins hafa
staðlað verksamningsform,
sem skrifstofa samtakanna
útvegar einnig endurgjalds-
laust til einstaklinga. Seint
verður nægjanlega brýnt fyrir
fólki mikilvægi þess að gera
skriflegan samning við verk-
taka hvort sem um lítil eða
stór verk er að ræða:
5. Eftirlit með framkvæmd þarf
að vera í föstum skorðum og
oft er ráðinn til þess óháður
aðili (oft sami og í lið 1. og
2.), ef eigandi eða eigendur
treysta sér ekki til að fylgja
slíku eftir. Kostnaður við eftir-
lit fer eftir umfangi og eðli
verksins en ætti ekki að vera
mjög dýr liður. Hafa þarf alveg
á hreinu hlutverk eftirlitsaðil-
ans, t.d. hvort hann hefur
formlega heimild til að sam-
þykkja breytingar á verki eins
og verklýsingu eða magn-
tölum.
6. Lokauppgjör fer fram eftir að
verki telst lokið. Mikilvægt er
að taka út framkvæmdina og
frágang á verkinu áður en
lokagreiðsla fer fram.
Viðlialdssamningur við
fagaðila
— Að lokum er rétt að benda
húseigendum á að huga að því
að gera viðhaldssamning við fag-
aðila á byggingasviðinu, segir
Guðmundur Guðmundsson að lok-
um. — Árlegt viðhald getur verið
vel innan við 1% af stofnkostnað-
im ef því er sinnt reglulega, einu
sinni á ári eða eftir aðstæðum.
Nokkrir aðilar á viðgerðasviðinu
bjóða upp á slík viðskipti og einn-
ig nokkrir byggingaraðilar, sem
bjóða slíka samninga eftir afhend-
ingu nýrra íbúða. Það er í raun
óeðilegt að byggingameistarar
haldi ríkri ábyrgð á húseignum í
áratugi en hafi engin áhrif á,
hvernig viðhaldi þeirra er háttað.
Lækjarsmári - Kópavogur
Höfum fengið til sölu glæsilegar íbúðir í fjölbýlishúsi
við jaðar útivistarsvæðis og í næsta nágrenni við íþrótta-
svæði Breiðabliks. íbúðirnar eru fullfrágengnar og til-
búnar til afhendingar, með vönduðum harðviðarinnrétt-
ingum, en án gólfefna nema á baði, öll sameign fullfrá-
gengin. íbúðirnar eru frá 3ja herb. til 7 herb. Verð á
brúttó fm frá kr. 57.000,-. Einnig er til sölu stæði í
upphituðu bílahúsi.
Fasteignasalan 641500
EIGNABORG sf. JZ
Hamrabo'rg 12^ 200 Kópavogur ■■
EICIVASALAIM
Símar 19540 - 19191 - 619191 |f=
INGÓLFSSTRÆTI 12-101 REYKJAVÍK.
Yfir 35 ára reynsla tryggir öryggi þjónustunnar.
Magnús Einarsson, löggiltur fasteignasali.
Sölum. Eggert Elíasson, hs. 77789, og Svavar Jónsson, hs. 33363.
Opið laugardaga frá kl. 11-14
2ja herbergja
Grenimelur. 2ja herb.,
rúml. 60 fm kjíb. í þríbýlish.
V. 4,3-4,6 m.
Drápuhlíð, Tœpl. 70 fm,
mjög góð kjlb. Nýl. eldhlrmr.
Parkot á gólfum. Áhv. um 3,3
m. vefld.
Snorrabraut. Mjög
snyrtil., 2ja herb. íb. á 3. h. í eldra
steinh. V. 4,5 m.
Skipasund. 2ja herb.,
tæpl. 60 Im kjíbúð I tvfbýlish.
Snyrtil. eign. V. 3,8 m.
Langholtsvegur -
ódýr. 2ja herb. mjög snyrtil.
mikið endurn. kjíb. í bakhúsi. V.
3,9-4 millj. Áhv. 1,9 millj. í húsbr.
Útb. aðeins um 2 millj.
3ja herbergja
Bárugrandi. 2-3ja herb.,
góð íb. á jarðh. I nýl. flölb. Bfl-
skýli. íb. er taus. Ahv. um 4,2
m. veðd. (4,9% vextir).
Grettisgata - laus.
75 fm 3ja herb. góð íb. á 1. hæð
í eldra steinh. Nýtt þak, góð sam-
eign. íb. er laus. Verð 5,6 millj.
Furugrund - laus. 3ja
herb. Ib. á hæð í tjöib. ib. er t'
góðu átandi og til afh. strax.
V. 6,3-6,4 miflj.
Arnarhraun - Hf.
m/bílsk. Vönduð og
skemmtil. 82 fm íb. í fjórb. Rúmg.
bílsk. fylgir. V. 7,8-8 millj.
Dúfnahólar - iaus -
27 fm bflskúr. tíi sötu
og afh. strax. 3ja herb. góð íb. é
3. hæð (efstu) í flölb. Glæsil.
útsýnl yflr borgina. 27 fm. bíl-
skúr fylgir.
4-6 herbergja
Kópavogur - sérh.
m. 35 fm bflskúr. 136
fm góð efri sérh. í tvíb. á miklum
útsýnisstað í austurbæ Kóp. 35
fm bílskúr auk 16 fm blómaskála
fylgir.
4ra m/40 fm bflskúr.
90 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð í
þríbhúsi (steinh.) í austurb. Góð
eign. 40 fm bílsk. fylgir. Áhv. um
4,5 millj. í húsbr. V. 9,0 millj.
Digranesvegur. vand-
uð og skemmtil. tæpl. 100 fm íb.
á 3. hæð. Skiptíst í stofu og 3
svafnherb. m.m. Sérpvottah. í Ib.
Miið útsýni. 27 fm bilsk. fylgir.
Einbýli/raðhús
Hvassaleiti. Vandað 227
fm endaraðhús á góðum stað.
24 fm innb. bflskúr á jarðh.
Freyjugata. Bnbýiish., 2
hæðír og ris, alts um 120 fm. í
húsinu eru 4 svherb. og 2 stofur
m.m. Áhv. um 7,2 millj. f langt.
lánum. Snyrtil. eígn.
Eldra einbýlishús á
tveimur hæðum, tæpl. 80 fm, á
góðum stað rétt hjá Iðnskólan-
um. Til afh. strax.
Dverghamrar. tes fm
einb. á einni hæð auk 49 fm bfi-
skúrs. Áhv. um 5,5 miltj. í hagst.
tangt. lénum. Góð eign í vínsælu
hverfi.
Neðstatröð - Kóp.
m/50 fm bflsk. 21 e tm
einb. á tveimur hæðum í miðb.
Kópavogs. í húsinu geta verið 2
íb. Stór bílsk. fylgir.
Urðarstígur - Hf. 120
fm eldra elnbhús é tvelmur hæð-
um. ( húsinu er rúmg. stofa og
4 svefnherb. m.m. Húsfð er f
góðu óstandi.
Vesturberg - raðh.
Gott raðh. á tveimur hæðum,
ásamt innb. bflsk. á jarðh. Útsýni
yfir borgina. Mögul. að taka
minni eign upp í kaupin.
Atvinnuhúsnæði
Við Auðbrekku. um
180 fm á Jarðh. auk mfllilofts.
Góð innk.hurð. Hagst. greiðslu-
kjör.
SAHTENGD
SÖLUSKRÁ
ÁSBYRGI
tlGIMAS/UA\
smíðum
Mosfellsbær - í smíðum - hagstætt verð. 120
fm raðhús á einni hæð auk 25 fm bílskúrs við Hamratanga. Selst fokhelt,
frág. að utan meö grófjafnaðri lóð. Hagst. verð 7,1 -7,2 millj. Til afh. fljótlega.
Sumarbústaður
Sumarbústaður á góðum stað I Borgarfirði. Miklll trjágr. Hagst.
verð 1,8-2 mitlj. Mögul. aö taka bíl uppí. Mynd á skrilstofu.