Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 2

Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 EFNI Afleiðingar héraðsdóms í máli íslandsbanka gegn Seyðisfjarðarkaupstað Skuldir Seyðisfjarðarkaupstaðar hækka um 30 þúsund krónur á íbúa Egilsstððum. LJOST er að skuldastaða ýmissa kaupstaða kringum landið er mjög alvarleg vegna þátttöku þeirra í atvinnulífi. Samkvæmt sveitarstjórn- arlögum er sveitarfélögum óheimiit að ganga í ábyrgð fyrir skuldum fyrirtækja nema fyrir liggi tryggingar sem sveitarfélagið telur viðun- andi. í nýgengnum dómi Héraðsdóms Austurlands er Seyðisfjarðar- kaupstað gert að greiða íslandsbanka rúmar 24 milljónir króna vegna ábyrgðar sem bærinn gekk í vegna Iántöku fyrirtækis á staðnum. Samkvæmt samþykkt bæjar- stjórnar Seyðisflarðarkaupstaðar var heimilt að veita ábyrgð fyrir allt að 15 milljóna króna láni til handa Hafsfld hf., á Seyðisfirði. Lánið sem tekið var nam 10 milljón- um króna og var tryggingin 13. veðréttur í húseigninni á Vestdals- eyrarvegi 40, sem er fískvinnslu- hús. Ekki var gengið úr skugga um það af hálfu sveitarfélagsins, hvort þessi trygging væri nógu traust til þess að geta staðið undir svo háu láni. í dómi Héraðsdóms Austur- lands segir svo: „Bæjarstjórinn kvað ekki hafa verið um það fjallað af hálfu bæjarstjórnarinnar hvort veðtrygging sú sem stóð fyrir skuld Hafsíldar hf. við Alþýðubankann væri nægjanleg trygging fyrir ábyrgð Seyðisfjarðarbæjar." Ábyrgðin var engu að síður veitt. Staðgengill bæjarstjóra á Seyðis- fírði vildi ekki tjá sig um málið við fjölmiðla í gær, en bæjarstjóri er erlendis. Opinber ábyrgð Oft er það svo að bæjarábyrgð er eina ráðið til að hjól atvinnulífs- ins á mörgum smærri plássum stöð- vist ekki. Takmarkanir eru fyrir því Þórður Sverrísson um samanburð Drewry á útflutningskostnaði Eldborg úr landi ÚTFLUTNINGUR á efni úr Eldborg við Trölla- dyngju á Reykjanesi er hafínn og lestaði flutn- ingaskip fyreta farminn fyrir skömmu. Það er fyrirtækið Islandsnáma hf. sem stendur að útflutningnum, en efnið kaupir það af viðkom- andi landeiganda. Að sögn Aðalheiðar Jóhanns- dóttur, framkvæmdastjóra Náttúruverndar- ráðs, er Eldborg skammt utan fólkvangsins á Reykjanesi og á náttúruminjaskrá. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að efnistakan sé heimil, en Náttúruverndarráð hefur samt sem- áður lagst gegn henni þar sem hún er ekki í samræmi við svæðisskipulag á Reykjanesi. Að sögn Aðalheiðar hefur efni verið tekið úr gígn- um í um 40 ár. Morgunblaðið/E.G. Marklaust plagg og fúsk í vinnubrögðum TALSMENN skipafélaganna hafna með öllu samanburði Drewry Shipping Consultants um flutningsgjöld í útflutningi frá íslandi. Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips, segir að Félags ísl. stórkaupmanna og viðskiptaráðuneytið eigi að sjá sóma sinn í að láta breska ráðgjafarfyrirtækið endurvinna skýrsluna. „í samanburðinum frá Portúgal er ekki verið að bera saman sam- bærilega hluti, epli og epli. Útflutn- ingurinn frá Islandi fer að meiri- hluta í frystigámum og innifalið í flutningsgjaldinu eru oft innan- landsflutningar og önnur þjónusta hérlendis auk þess sem ýmis þjón- usta erlendis er einnig innifalin, sem ekki er innifalin í þeim flutnings- gjaldatölum sem tilgreindar eru fyrir flutninga frá Evrópuhöfnum til Portúgal," sagði Þórður. „í Drewry-skýrslunni eru ekki bomir saman sambærilegir hlutir, auk þess sem tölulegar forsendur eru rangar og því eru niðurstöðurn- ar vitlausar. Það þjónar því litlum tilgangi að álykta út frá henni eða ræða þá hvítu lygi og villandi fram- setningu sem þar kemur fram,“ sagði hann. Þórðu nefndi sem dæmi um grundvallarforsendu sem væri röng í skýrslunni að reiknað væri með að meðalþungi í gám í útflutningi sé 7,58 J;onn eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. ,,En raun- vemlegt flutningsmagn er hins veg- ar 9,5 tonn á gámaeiningu, eða um 25% meira. Þá erum við að taka meðalmagn í gám í öllum flutning- um Eimskips í útflutningi. Þetta er aðeins dæmi um grundvallarvit- leysu í útreikningum, sem gerir þessa skýrslu að marklausu plaggi,“ sagði hann. „Þeir sem að skýrslu- gerðinni stóðu, Félag íslenskra stór- kaupmanna og viðskiptaráðuneytið, ættu að sjá sóma sinn í því að krefj- ast þess af breska ráðgjafanum að hann endurvinni skýreluna í stað þess að láta hann komast upp með svona fúsk í vinnubrögðum,“ sagði Þórður að Jokum. Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, segir að viðmiðanir og tölur sem notaðar séu í samanburðinum í skýrslu Drewrys séu engan veginn samanburðarhæfar. Uppistaða í öll- um útflutningi sjávarafurða frá ís- landi verði til úti á landi og veruleg- ur kostnaður felist í að senda fyrst tóman gám út á land, fylla hann af vörum og koma honum til Reykjavíkur. Þar séu afurðirnar svo geymdar fyrir útfiytjendur, stund- um vikum saman. Allur þessi kostn- aður sé inni í samanburðartölum Drewrys og þarna sé því verið að bera saman algerlega ósamanburð- arhæfa hluti. hve sveitarfélög mega ganga langt í þessum efnum og er þær að fínna í sveitarstjómarlögum. Viðlíka lög eru á öðrum Norðurlöndum en þau ganga þó skrefí Iengra í takmörk- unum sínum. Byggjast takmarkanir þar meira á því að slíkar lánveiting- ar geti skekkt samkeppnisstöðu fyrirtækja innan sama bæjarfélags. Átvikið á Seyðisfírði er ekki eins- dæmi því samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru fleiri slík mál til umflöllunar í dómskerfínu og er hugsanlegt að dómur Héraðsdóms Austurlands verði þá hafður til hlið- sjónar. - Ben.S 3 bílum stolið á Sauðárkróki Tveir menn í haldi lögreglu ÞREMUR bílum var stolið á starfs- svæði lögreglunnar á Sauðárkróki síðla nætur aðfaranótt laugar- dags. Bílarnir fundust allir á laug- ardagsmorguninn mannlausir og voru þeir allir skemmdir. Einn bílanna er þó sérstaklega mikið skemmdur, samkvæmt upplýsing- um lögreglu, en honum hafði m.a. verið bakkað á steinvegg við Varmahlíð. Voru tveir ungir menn handteknir um morguninn, en þeir eru sterklega grunaðir um verknaðinn. Ekki var búið að yfir- heyra þá um hádegi í gær vegna mikillar ölvunar þeirra. Tveimur bílanna var stolið á bíla- sölu á Sauðárkróki. Annar þeirra fannst svo skammt sunnan við bæinn mannlaus og var hann utan vegar. Hinn bíllinn fannst í Varmahlíð. Þriðja bílnum var svo stolið við sveitabæ skammt frá þeim stað þar sem annar bflanna lenti út af vegin- um. Lögreglan fann annan manninn á gangi á þjóðveginum milli Varma- hlíðar og Sauðárkróks en hinn hafði verið tekinn upp í bíl og var hann handtekinn skömmu síðar. Gera þurfti að sárum annars mannsins á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í gær, en mennimir vora síðan hafðir í haldi lögreglu á meðan rannsókn stóð yfir. ♦ ♦ ♦ Afnám flutnings- jöfnunarsjóðs Frumvarpið strandaði í þingflokkum FRUMVARP viðskiptaráðherra um afnám flutningsjöfunarsjóðs er strandað í þingflokkum ríkis- stjórnarinnar vegna andstöðu þingmanna í báðum flokkum, að sögn Sighvats Björgvinssonar við- skiptaráðherra. „Ég ætla að reyna að ræða við einhveija þessara stjórnarþingmanna sem hafa mest hom í síðu fijálsrar samkeppni og vita hvort ekki er hægt að fá þá til að stíga örlítið skemmra skref,“ sagði Sighvatur. Hann sagði að ekki yrði þó fallið frá áformuðu afnámi flutningsjöfnunar því ísleningar misstu mikil viðskipti við fiskiskip sem hingað kæmu vegna núverandi fyrirkomulags, auk þess sem væri fráleitt að hafa í gildi lög sem bönnuðu að veita afslætti. Samið til suðurs ► Samningurinn við Evrópusam- bandið hefur margháttaðar breyt- ingar í för með sér fyrir frændur okkar í hinum Norðurlöndunum. /10 Þingkosningamará ít- alíu ►Tekur ringlureið við að spilling- unni?./12 Veiðar á elleftu stundu ►Friðrik Baldvin Jónsson hefur verið veiðimaður til sjós og lands frá unga aldri. Hann hefur dregið úr skotveiðum en leggur enn gildr- ur fyrir ál og mink./14 Heimatilbúinn vandi hrekur fólk úr landi ►Fólksfækkunin í Færeyjum síð- ustu ár hefur verið gífurleg. /16 Svar við kalli tímans ►ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóraefni R-listans hafnar andlitslyftingu Sjálfstæðisflokks- ins og telur lýðraeðinu hollt að skipt verði um húsbændur í ráð- húsinu./18 Það stefnir í bardaga ►Jón Ásbjömsson fiskverkandi og heildsali segir að núverandi físk- veiðistefna skapi beinlínis atvinnu- leysi./ ► 1-32 Dagur í draumverk- smiðjunni ► Morgunblaðið fylgdist með tök- um á kvikmyndinni The Mighty Duck II þar sem María Erlingsen leikur á móti Emilio Estevez en myndin verður framsýnd vestra von bráðar./l Er hægt að lýsa helför- inni ►Þjóðveijar velta því fyrir sér hvort mynd Spielbergs um bjarg- vætt gyðinga, Oscar Schindler, sé sögufölsun eða ef til vill sagnarit- un./8 Frumherjarnir ►Kafli úr nýrri bók sem varpar ljósi á sögu AA-samtakanna á ís- landi./ 10 Tony Benn ►Fimmti hluti greinaflokks þar sem Jakob F. Ásgeirsson rasðir við breska stjómmálamenn./12 Dorg ►Morgunblaðsmenn fijálsir í fjallasal með dorgveiðimönnum á Amarvatnsheiði./16 C ► 1-8 ►Blaðauki um sitthvað tengt páskunum fylgir Morgunblaðinu í dag. D BÍLAR ► L4 Ka f rá Ford ►Bflaframleiðandinn þreifar fyrir sér með smábíl famtíðarinnar. /1 Smájeppinn RAV ►Viðbót viðjeppafjölskyldu Toy- ota./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndahús 24 Leiðari 26 Helgispjall 26 Reykjavíkurbréf 26 Minningar 28 íþróttir 46 Útvarp/sjónvarp 48 Gárur 5] M'annlífsstr. 6b Kvikmyndir Dægnrtónlist Fólk í fréttum Myndasögur Brids Stjömuspá Skák Bíó/dans Bréftil blaðsins Samsafnið 18b 19b 20b 22b 22b 22b 22b 23b 28b 30b INNLENDAR FRÉTTIR: 2—6—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.