Morgunblaðið - 27.03.1994, Page 4

Morgunblaðið - 27.03.1994, Page 4
4 FRETTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 ERLENT Skoðanakönnun á fylgi þýsku stjórnmálaflokkanna SPD hefur 18% forskot á CDU Bonn. Reuter. JAFNAÐARMENN í Þýskalandi INNLENT Alfred Jolson látinn Alfred Jolson, biskup kaþólsku kirkjunnar á íslandi, lést á Mercy Hospital í Pittsburgh í Pennsylva- níu síðdegis á mánudag. Hann fæddist 18. júní árið 1928 í Fair- field í Connecticut og var því á 66. aldursári þegar hann lést. O’Connor, erkibiskup í New York, vígði Alfred til biskups hér á landi árið 1988. Tom Hanks hætti við Fréttir bárust um að von væri á bandaríska kvikmyndaleikaranum Tom Hanks hingað til lands nk. mánudag. Mynda átti Hanks með Bláa lónið í bakgrunni fyrir tíma- ritið Vanity Fair. Ekkert verður hins vegar úr Íslandsför Hanks enda hefur hann í nægu að snúast við að kynna myndina Phila- delphia. Fýrir leik sinn í þeirri mynd fékk Hanks Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki karla á mánudag. Kvóti ekki aukinn Niðurstöður togararalls gefa að sögn Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra ekki tilefni til aukn- ingar kvóta á þessu fiskveiðiári. Hann segir að þriggja ára fískur og eldrí sé enn í svipuðu ástandi og áður og vístitalan fyrir þennan hluta stofnsins sé enn mjög léleg. Kært til Jafnréttisráðs Guðbjörg Þorvarðardóttir, héraðs- læknir í vesturumdæmi Þingeyjar- sýslu, hefur ákveðið að kæra til Jafnréttisráðs veitingu landbúnað- arráðherra á héraðsdýralæknis- ERLENT Stríðshætta á Kóreuskaga YFIRVÖLD í Norður-Kóreu hafa skipað landsmönnum að búa sig undir stríð og fregnir herma að höfuðborgin, Pyongyang, sé myrkvuð að næturlagi og mikið sé þar um heræfíngar og annan viðbúnað. Stjómvöld í Suður- Kóreu hafa skipað hemum að vera í viðbragðsstöðu vegna hugs- anlegrar árásar Norður-Kóreu- manna. Bandaríkjastjóm ákvað á mánudag að senda Patriot-vam- arflaugar til herstöðva í grennd við Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, sem er aðeins um 48 km frá landa- mærunum að Norður-Kóreu. For- seti Suður-Kóreu ræðir um helgina við ráðamenn í Japan og Kína til að fá þá til að styðja refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum heimili þeir ekki eftirlit með verk- smiðjum þar sem talið er að verið sé að framleiða kjamavopn. Rúss- ar hafa lagt til að efnt verði til alþjóðlegrar ráðstefnu um deiluna. Bosníu-Serbar hafna sambandsríki ÞING lýðveldis sem Serbar hafa stofnað í Bosníu samþykkti á fímmtudag að ganga ekki í sam- bandsriki sem múslimar og Króat- ar stofnuðu nýlega. í yfírlýsingu frá þinginu sagði að markmið Bosníu-Serba væri að sameinast Serbíu. Leit í höfuðstöðvum Berlusconis SAKSÓKNARI fyrirskipaði lög- reglurannsókn í höfuðstöðvum flokks ítalska fjölmiðlajöfursins og auðkýfíngsins Silvios Berlusconis á miðvikudag. Saksóknarinn vinn- ur að rannsókn á tengslum frímúr- ara við glæpasamtök. Fjölmiðlar mótmæltu rannsókninni harðlega, sögðu hana óskammfeilin afskipti af kosningabaráttunni. Dagblaðið La Repubblica, sem hefur gagn- rýnt Berlusconi hvað ákafast, sagði að slíka rannsókn ætti ekki að gera svo skömmu fyrir kosning- ar nema grunur léki á glæpsam- legu athæfí. Talið var að aðgerðin embætti í Borgarfjarðarhéraði. Gunnari Gauta Gunnarssyni, dýra- lækni á Hvanneyri, var veitt emb- ættið á mánudag. Veiði Ný loðnuganga hefur fundist út af Dritvík á Snæfellsnesi. íslensk- ir togarar á úthafskarfaveiðum hafa líka verið að fá mokafla suð- vestur af landinu utan 200 sjó- mílna lögsögunnar. Sjóli var t.a.m. kominn með 250 tonn af karfa upp úr sjó eftir rúma viku á miðun- um á föstudag. Hljómsveitarstjórakeppni Gunnsteinn Ólafsson hafnaði í öðru sæti í norrænni keppni ungra hljómsveitarstjóra í Björgvin á fimmtudag. Sigurvegari varð Hannu Lintu frá Finnlandi. Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari sat í dómnefnd fyrir íslands hönd. Gjaldtaka í sjávarútvegi Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, lýsti því yfír á iðn- þingi að gjaldtaka fyrir nýtingar- rétt auðlinda í sjávarútvegi hljóti að vera þáttur í framtíðarlausn á sambúðarvanda iðnaðar og sjávar- útvegs. Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, taka í svipað- an streng. Glasafijóvgun Glasafrjóvgunardeild kvennadeild- ar Landspítala verður flutt í Fæð- ingarheimili Reykjavíkur. Afköst gætu tvöfaldast eftir flutningana fáist meira starfsfólk og aukinn . tækjabúnaður. A sjötta hundrað pör bíður eftir að komast að á deildinni. Reuter ÖRYGGISVERÐIR handsama meintan morðingja forseta- frambjóðanda í Mexíkó. gæti orðið til þess að Berlusconi sópaði að sér atkvæðum vegna samúðar kjósenda. Forsetaframbjóðandi myrtur Forsetaframbjóðandi stjómar- flokksins í Mexíkó, Luis Donaldo Colosio, var skotinn til bana í borg- inni Tijuana á fímmtudag, skömmu eftir að hann hafði flutt ræðu á fundi stuðningsmanna sinna. Ungur maður var þegar handtekinn, grunaður um verkn- aðinn. Virtur fréttaskýrandi taldi að morðið gæti valdið meiri ring- ulreið í stjómmálum landsins en verið hefði frá því á þriðja ára- tugnum. Jeltsín með skorpulifur? YFIRVÖLD í Rússlandi vísuðu á fimmtudag á bug fréttum NBC- sjónvarpsins bandaríska um að Borís Jeltsín, forseti landsins, hefði verið með skorpulifur árum saman og veikindin væru lífs- hættuleg. Heimiidir NBC eru vest- rænn leyniþjónustumaður og tveir fyrrverandi rússneskir embættis- menn. Orðrómur um heilsubrest forsetans hefur verið á kreiki frá því hann fékk taugaáfall árið 1987. Fyrst og fremst hefur verið rætt um drykkju forsetans, svo og það að hann sé veill fyrir hjarta. (SPD) hafa nú um 18% meira fylgi en sljórnarflokkurinn Kristilegir demókratar (CDU), samkvæmt skoðanakönnun ZDF-sjónvarpsstöðvarinnar. Leiddi könnunin í ljós að fylgi jafnaðarmanna hefur aukist um 5% en það er nú 47%. Kristileg- ir demókratar, flokkur Helmuts Kohls, kanslara, hefur hins veg- ar tapað um 6% fylgi, niður í 29%. Rúmlega 2.100 kjósendur tóku þátt í könnuninni. Er kannað var fylgi leiðtoga flokkanna, kom í ljós afgerandi munur. 54% vilja að Ru- dolf Scharping, leiðtogi SPD, verði næsti kanslari en aðeins 35% að Kohl sitji áfram. Skoðanakönnunin staðfesti yfir- burði SPD sem sigraði í kosningum í Neðra-Saxlandi fyrir tveimur vik- um. Þá hélt flokkurinn velli í kosn- ingum í Slésvík-Holstein um síðustu helgi, þrátt fyrir að bæði hann og CDU hafí tapað fylgi. Montanelli er frá Toskana, virtur sagnfræðingur, greinahöfundur og fréttamaður, gæddur óbilandi sjálf- stæðisþrá og boðar „fijálslynda, upplýsta hægristefnu" sem hann segir að sé gjörólík stefnu Berlusc- onis. „Ég mæli með hefðbundnum gildum sem ekki er hægt að breyta — heiðarleika, skilvirkni, sið- prýði.. . Þeir [Berlusconi og félagar hans] boða skrumskælingu á hægri- stefnu, ég fyrirlít þá stefnu“. Kvöl meðalmennskunnar Montanelli er svartsýnn á stjórn- málaþróunina og segist nú sjá eftir því að hafa ekki beðið með útgáfuna fram yfír þingkosningamar sem verða á morgun. „Hverja á ég að ráða lesendum okkar að styðja? Meðalmennskan er ríkjandi, enginn Öllu minni munur var á fylgi flokkanna í annarri skoðanakönn- un, sem birt var á fimmtudag. Þar var fylgi SPD 43% en CDU var með 36% fylgi. Samkvæmt þeirri Sögðust 34,1% kjósenda ætla að' kjósa Jafnaðarmannaflokkinn en í þingkosningum fyrir þremur árum hlutu þeir einungis 22,1% atkvæða. Hefur fylgi jafnaðarmanna aldrei mælst jafn mikið og nú á árunum eftir stríð. , Allir flokkarnir í ríkisstjóm Eskos Ahos tapa hins vegar verulegu fylgi og hafa þeir nú samtals 42,8% fylgi. stendur upp úr.. . Þetta er hreinasta kvöl“. La Voce þótti lýsa tilfínning- um margra kjósenda er það sagði leiðtoga tveggja öflugustu stjóm- málafylkinganna eins og einn haus sem klofinn hefði verið í herðar nið- ur. „Fimm dögum fyrir kosningar er aðeins eitt sem hægt er að spá með vissu — það er fullkomin upp- lausn", sagði blaðið. Montanelli hefur verið blaðamað- ur í meira en hálfa öld. Fasistar ætluðu að taka hann af lífí 1943, 1975 skutu vinstrisinnaðir hryðju- verkamenn hann í fótinn og síðan gengur hann við staf. Hann er hár og fyrirmannlegur en virðist þó fremur veikburða þangað til hann byrjar að tala, þá leiftrar hann af eldmóði tvítuga mannsins. Fyrir 20 ámm yfírgaf hann Corri- könnun höfðu jafnaðarmenn tapað 4% fylgi en Kristilegir demókratar bætt 3% við sig. Fylgi græningja mældist svipað og í kosningunum í Slésvík-Holstein, um 10%. Hugsanleg samsteypustjórn jafnað- armanna, vinstrabandalagsins og græningja hefði hins vegar 51% á bak við sig, samkvæmt könnuninni. Óvinsældir ríkisstjórnarinnnar má líklega fyrst og fremst rekja til efna- hagsástandsins í Finnlandi sem hefur lítið batnað þrátt fyrir aukinn út- flutning. Halda opinberar skuldir og atvinnuleysi áfram að vaxa. era della Sera eftir 37 ára starf og stofnaði sitt eigið dagblað, II Giorna- le í Mílanó. Berlusconi keypti síðar blaðið en gerði bróður sinn að form- legum stjómanda vegna laga gegn einokun í fjölmiðlum. Montanelli segir að Berlusconi hafí verið af- bragðs yfírmaður þar til í janúar sl. er hann ákvað að gerast stjórnmála- maður. Þá setti hann II Giornale úrslitakosti; annaðhvort yrði blaðið málpípa hans eða það yrði látið vesl- ast upp fjárhagslega. Montanelli kaus að fara. Montanelli hefði getað dregið sig í hlé með sæmd en hann vildi ekki verða lifandi líkneski „þá koma fugl- arnir og drita á hausinn á manni". Ritstjóri Corriere della Sera bauðst til að víkja fyrir honum en fyrrver- andi samstarfsmenn á II Giomale báðu hann að skilja þá ekki eftir á köldum klaka. „Þeir voru eins og börnin mín. Ég gat ekki farið frá þeim,“ sagði hann — og stofnaði nýtt blað. Heimildir: The Independent, The Daily Telegraph. Elsti blaðamaður ítala stofnar blað og vill ekki verða lifandi líkneski „Þá koma fuglarnir og drita á hausinn á manni“ FLESTIR myndu telja það fífldirfsku af nær 85 ára gömlum manni að stofna nýtt dagblað. Indro Montanelli, elsti og reyndasti blaðamað- ur á Ítalíu, er þó hvergi banginn en hann kaus fyrir skömmu að stíga upp úr ritstjórastól blaðs í eigu kaupsýslu- og stjóramálamannsins Silvios Berlusconis fremur en að breyta því í málpípu Forza Italia, flokks Berlusconis. Nýja blaðið, La Voce, fékk góðar viðtökur á þriðju- dag og öll 500.000 eintökin seldust upp. Meðal hluthafanna eru breska tímaritið The Economist og kaupsýslumaðurinn Luciano Benetton. Fylgi finnskra jafn- aðarmanna eykst Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNSKI Jafnaðarmananflokkurinn hefur bætt verulega við fylgi sitt samkvæmt skoðanakönnum, sem dagblaðið Helsingin Sanomat birti á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.