Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 1"T| \ er sunnudagur 27. mars sem er 86. dagur ársins 1994. Pálmasunnudagur. Dymbil- vika. Fullttungl. Árdegisflóð í Reykjavík er kl. 6.10 ogsíð- degisflóð kl. 18.32. Fjaraerkl. 00.04 ogkl. 12.25. Sólarupp- rás í Rvík er kl. 7.04 og sólarlag kl. 20.04. Myrkur kl. 20.52. Sól er í hádegisstað kl. 13.33 ogtunglið í suðri kl. 1.05. (Almanak Háskóla íslands.) Hjá Drottni leita ég hælis. Hvernig getið þér sagt við mig: „Fljúgsem fugl til fjallanna!" (Sálm. 11,1-) ÁRNAÐ HEILLA Q fT ára afmæli. Þriðjudag- Ot) inn 29. mars verður áttatíu og fimm ára Margrét Guðfinnsdóttir, Bolungar- vík. Eiginmaður hennar er Sigurgeir G. Sigurðsson, skipstjóri. Þau hjónin taka á móti gestum í Lionssalnum, Auðbrekku 25, Kópavogi milli kl. 17.30-20 á afmælisdaginn. ára afmæli. Á morgun mánudaginn 28. mars verður áttræður Sverr- ir Guðmundsson, skósmið- ur, Hátúni 10, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. ára afmæli. Á morgun mánudaginn 28. mars verður sjötug Guðrún Valdimarsdóttir, húsmóðir, Selvogsgötu 5, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum í Breiðfírðingabúð við Faxafen í Reykjavík frá klukkan 17 á morgun, afmælisdaginn. FRÉTTIR/ MANNAMÓT í DAG 27. mars er pálma- sunnudagur, „sunnudagur- inn fyrir páska. Minningar- dagur um innreið Krists í Jerúsalem. í kaþólskum sið eru pálmaviðargreinar notað- ar við guðsþjónustur þennan dag, og af því er nafnið dreg- ið (sbr. Jóh. 12).“ Þá er dymbilvika „(dymbildagar, efsta vika, kyrra vika), síð- asta vikan fyrir páska. Nafnið mun dregið af áhaldi, sem notað var í klukku stað í kirkj- um þessa viku (sbr. dumb bjalla). Sums staðar virðist trékólfur hafa verið notaður í stað venjulegs kólfs og þá kallaður dymbill," segir í Stjörnufræði/Rímfræði. FÉLAGSSTARF aldraðra, Gerðubergi. Föstudaginn 8. apríl verður farin leikhúsferð í Borgarleikhúsið að sjá „Gleðigjafana“. Þátttöku þarf að tilkynna í síma 79020. STYRKTARFÉLAG van- gefinna heldur aðalfund sinn í Bjarkarási á morgun mánu- dag kl. 20.30. Kaffiveitingar. HIÐ íslenska náttúrufræði- félag heldur fræðslufund á morgun mánudag kl. 20.30 í stofu 101, Odda, Hugvísinda- húsi Háskólans. Jón Jónsson, jarðfræðingur, flytur erindi er hann nefnir: Eldborgaraðir - Lakagígar. FÉLAGSSTARF aldraðra, Norðurbrún 1. Mánudag kl. 14.30. Leikhópurinn Fornar dyggðir er með leiklestur úr Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson. Kaffiveitingar. FÉLAG eldri borgara í Rvík og nágrenni. Á morgun mánudag í Risinu: Opið hús kl. 13-17. Kl. 17 kemurSturl- ungahópurinn saman kl. 17. Magnús Jónsson lýkur við að lesa og skýra söguna og Matt- hías Johannessen, ritstjóri, talar um verkið og höfund þess Sturlu Þórðarson. Söngvaka kl. 20.30. KROSSGÁTAN □ n T“ r 5 6 n 7"™ n ■ 8 ■ 9 10 11 12 13 14 15 "Í6 ■ 20 18 2 19 ■ 22 23 24 25 □ 26 27 □ LÁRÉTT: 1 ástæða, 5 stór- læti, 8 bregða, 9 brokk, 11 fýla, 14 broddur, 15 hafna, 16 furða, 17 hás, 19 gangur, 21 á húsi, 22 mannsnafns, 25 kyrrlátur, 26 matur, 27 veðurfar. LÓÐRÉTT: 2 vindur, 3 kista, 4 bognar, 5 sætum, 6 samræða, 7 léreft, 9 svimar, 10 kunnur, 12 verður hissa, 13 ruslið, 18 skoðun, 20 skammstöfun, 21 tveir eins, 23 var veikur, 24 frumefni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 ölkær, 5 látna, 8 týnir, 9 smáir, 11 nagan, 14 aða, 15 játar, 16 rófur, 17 asa, 19 tonn, 21 kara, 22 nýlegur, 25 api, 26 ána, 27 iði. LÓÐRÉTT: 2 lem, 3 æti, 4 rýrara, 5 linara, 6 ára, 7 nía, 9 skjatta, 10 áttinni, 12 Gaflari, 13 norpaði, 18 slen, 20 ný, 21 ku, 23 lá, 24 GA. Svona góði, þú færð kannski að koma til okkar þegar þú ert orðinn stór ... KIWANISKLÚBBURINN Góa heldur fund á morgun mánudag kl. 20.30 á Smiðju- vegi 13A, Kópavogi og er hann öllum opinn. HANA-NÚ, Kópavogi. Á morgun mánudag kl. 20 er spjallkvöld í félagsheimilinu Gjábakka. Gestur kvöldsins er Ingibjörg M. Karlsdóttir, matvælafræðingur. Öllum opið. SAFNAÐARFÉLAG Ás- kirkju er með fund nk. þriðju- dag kl. 20 í safnaðarheimili. Spilað páskaeggja-bingó. Kaffiveitingar. REYKJAVÍKURPRÓF- ASTSDÆMI eystra. Mál- þing um samband ábyrgðar og hegðunar sem vera átti í Árbæjarkirkju þann 2. apríl nk. fellur niður um óákveðinn tíma. VESTURGATA 7, félags- og þjónustumiðstöð aldr- aðra. Á morgun kl. 9.30-16 almenn handavinna, kl. 11.45 hádegismatur, kl. 12.15 dans- kennsla fyrir framhaldshópa, kl. 13.30 danskennsla fyrir byrjendur og bingó með gömlu spjöldunum. Kl. 14.30 kaffíveitingar. FÉLAGS- og þjónustumið- stöðin Hraunbæ 105. Nk. þriðjudag kl. 14 kemur leik- hópur frá Vesturgötu 7 í heimsókn. Leiklesnir kaflar úr Gullna Hliðinu eftir Davíð Stefánsson. Kaffiveitingar. FÉLAG eldri borgara í Hafnarfirði. Farið verður í ferð um nágrenni Hafnar- fjarðar í boðí Teits Jónasson- ar hf. nk. miðvikudag kl. 13. Þátttöku þarf að tilkynna sem fyrst til Rögnu í s. 51020 eða Kristínar í s. 50176. SAFNAÐARFÉLAG Graf- arvogskirkju verður með páskaeggja-bingó í félags- miðstöðinni Fjörgyn á morg- un mánudag kl. 20. AFLAGRANDI 40, félags- og þjónustumiðstöð 67 ára og eldri. Félagsvist kl. 14 á morgun mánudag. Uppl. í s. 622571. SAMBAND dýraverndarfé- laga er með flóamarkað í Hafnarstræti 17, kjallara, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. UPPLÝSINGA- og menn- ingarmiðstöðvar Nýbúa, sem rekin er á vegum ITR .standa fyrir eggjaleit í FJöl- skyldugarðinum laugardag- inn 2. febrúar að erlendum sið. Mála eggin á mánudags- kvöldið í miðstöðinni, Faxa- feni 12, Frá 17-19 og 20-22. Óska eftir ljósmyndara á staðinn á mánudag og einnig í Fjölskyldugarðinn klukkan 14 laugardaginn 2. apríl. Nánari uppl. hjá Kristínu for- stöðumanni í síma 682605. KIRKJA ÁSKIRKJA: Fundur í æsku- lýðsfélaginu í kvöld kl. 20. Opið hús fyrir alla aldurshópa mánudag kl. 14-17. BÚSTAÐAKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20.30. HALLGRÍMSKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu Örk í kvöld kl. 20. Mánudag kl. 18 kvöldbænir með lestri Passíusálma. HÁTEIGSKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. Mánudagskvöld kl. 20.30 kirkjukvöld. Efni: Viðhorf kristinnar trúar til þjáningar- innar. Ræðumenn dr. Sigur- bjöm Einarsson, biskup og sr. Sigurður Pálsson framkvstj. Einsöngvarar flytja tónlist ásamt kór Há- teigskirkju. LANGHOLTSKIRKJA: Aft- ansöngur mánudag kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kyöld kl. 20. Mánudagskvöld kl. 20.30 fræðslukvöld hjóna- klúbbs kirkjunnar í Laugar- nesskóla. Grétar Sigurbergs- son, geðlæknir, fjallar um „geðræn vandamál í hjóna- bandi“. Kaffiveitingar. NESKIRKJA:, 10-12 ára starf mánudag kl. 17. Fundur í æskulýðsfélaginu mánu- dagskvöld kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs- félaginu í kvöld kl. 20.30. ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. Opið hús fyrir aldraða mánu- dag kl. 13-15.30. Mömmu- morgunn þriðjudagkl. 10-12. FELLA- og Hólakirkja: Fyrirbænastund í kapellu mánudaga kl. 18. Umsjón: Ragnhildur Hjaltadóttir. SELJAKIRKJA: Fundur hjá KFUK á morgun mánudag fyrir 6-9 ára kl. 17.30 og 10-12 ára kl. 18. Mömmu- morgnar þriðjudaga kl. 10. BORGARPRESTAKALL: Mömmumorgunn þriðjudag kl. 10-12 í Félagsbæ. Helgi- stund í Borgameskirkju kl. 18.30. SKIPIN RE YK JA VÍKURHÖFN: í fyrradag kom Mælifell af strönd Faxi landaði loðnu, Jón Baldvinsson kom af veiðum. Rússneski togarinn Passat II lagðist að bryggju.1 Þá fór olíuskipið Rómo Mærsk togaramir Margrétj og Jóhann Gíslason fóru.i Arnarfelj og Helgafell fóru á strönd. í gær komu Akurey og Jón Baldvinsson. HAFNARFJARÐARHÖFN: í gær fór Romo Mærsk og Ránin og Malina K. fóru á veiðar. Sjá nánar Dagbók Háskóla Islands á bls. 35. ORÐABÓKIN Gjörðu svo vel! Margir hafa minnzt á það við mig, að þeim finn- ist óviðkunnanlegt, þegar þeir þakka fyrir fyrir- greiðslu í verzlunum eða í síma og fá síðan svarið: Gerðu svo vel. Þetta hefur vissulega verið rætt áður í þessum pistlum, en eins og svo oft með litlum árangri, því miður. Ekki er nema vonlégt, að marg- ir hrökkvi hér við, því að þetta orðalag táknar upp- haflega það að bjóða e-m eðajafnvel afhenda, hvort sem um mat eða annað er að ræða. Þá þakka menn kurteislega fyrir sig með ýmsu orðalagi. Nú virðist so. að gera eða gjöra hins vegar hafa fengið annað hlutverk, ekki sízt meðal þjónustu- fólks í ýmsum greinum. Hér mun einkum um að kenna erlendum áhrifum. Við þökkum veittan beina eða veitta þjónustu með orðum eins og: Kærar þakkir — Ég þakka fyrir. — Afsakaðu ónæðið. Fram á siðustu ár og raunar enn í dag hefur nægt að svara á móti með orðum eins og þessum: Ekkert að þakka - Fyrir- gefðu - Ekkert að af- saka. Jafnvel segja menn í allri hógværð: Það var nú lítið. — En nú klingir í eyrum okkar: Gjörðu svo vel eða Gerðu svo vel. Þessi notkun fer illa í málinu og er beinlínis röng, því að fyrir er gam- algróin merkin í þessu orðalagi, sem táknar allt annað. Þetta ættu allir að athuga og forðast um leið þetta eilífa: Gerðu svo vel. J.A.J.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.