Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 Fjölgun aöildarríkja úr 12 í 16 Evrópusambandið eflist Austurríki hafa náð samningum um inngöngu í Evrópusambandið. eftir Guðna Einarsson ÞRJÁR Norðurlandaþjóðir, Finnar, Svíar og Norðmenn, hafa nýlega gengið frá samningum við Evrópusambandið (ESB) um inn- göngu. I sömu lotu fylgdi Austur- ríki og eru því öll ríki EES, nema Island, búin að semja um inn- göngu í ESB. Næsta skref er að þing Evrópusambandsins leggi blessun sína yfir samningana og verða þeir væntanlega lagðir í dóm kjósenda i Norðurlöndunum þremur í haust til að aðijdin taki gildi um næstu áramót. Islend- ingar hafa að vonum fylgst grannt með samningaumleitun- um granna sinna, ekki síst þvi sem lýtur að sjávarútvegi Norð- manna. Ekki er þó síður forvitni- legt að skoða hvernig samning- arnir taka til annarra þátta, svo sem landbúnaðar og öryggis- mála, svo nokkuð sé nefnt. Ef hinir nýgerðu samningar leiða til inngöngu landanna fjögurra stækkar landsvæði Evfópusambandsins um 50% þótt íbúum ESB fjölgi ekki nema um rúm 7%. Skipafloti Norðmanna einna gerir að verkum að skipafloti sambandsins stækkar um 40%. Þrátt fyrir mikið dreifbýli og víða harðbýli verða Norðurlöndin fremur veitendur en þiggjendur í peningalegu tilliti innan Evrópusam- bandsins. Stjórnmálamenn meta þau framlög svo að þau séu aðgangseyr- ir fyrir stjórnmálaleg áhrif og mikla möguleika í hvers konar viðskiptum og atvinnurekstri innan þessa fjöl- menna markaðar þar sem búa yfir 370 milljónir manna. Samningaviðræðumar tóku til um 30 málefnaflokka og kröfðust þeir mismikillar yfirlegu. I mörgum tilvik- um samþykktu umsóknarlöndin að lúta gildandi reglum Evrópusam- bandsins um einstaka málaflokka en í öðrum var leitað eftir frávikum og aðlögun. Nú er unnið að samningu lagatexta á grundvelli samningsnið- urstöðunnar og verða þeir væntan- lega tilbúnir í byrjun apríl. Fijáls viðskipti Vörustreymi verður óhindrað yfir landamæri Norðurlandanna þriggja til og frá öðrum löndum ESB með nokkrum undantekningum. Nýju að- ildarlöndin fengu því framgengt að á vissum sviðum sem lúta að um- hverfismálum og heilbrigðisvörnum gilda ríkjandi lög um fjögurra ára skeið meðan lög ESB varðandi þessa málaflokka verða endurskoðuð. Þess- ar undantekningar ná til dæmis til meðferðar ýmissa eiturefna og varna gegn dýrasjúkdómum. Varðandi dýrasjúkdómana gefst löndunum að- lögunartími til.að leggja fram vís- indaleg gögn og tæknilega útfærslu á sjúkdómavömum. Finnland, Sví- þjóð og Noregur fá að halda uppi vörnum gegn því að salmonellusmit berist með lifandi dýrum eða dýraaf- urðum. Innflutningur kýrfóstra frá Bretlandi verður takmarkaður vegna hættu á kúariðusmiti og gera má prófanir á skepnum frá svæðum þar sem vart hefur orðið svínapestar. Þá fá Finnar og Svíar tveggja ára frest til að laga eftirlit sitt með ýmsum plöntusjúkdómum að kerfi ESB. Öll- um nýju aðildariöndunum leyfist að viðhalda banni gegn vissum aukaefn- um í dýrafóðri í þijú ár, eða á meðan fram fara rannsóknir. Finnland, Nor- egur og Svíþjóð fá að halda óbreyttri NOREGUR, Svíþjóð, Finnland og löggjöf um markaðssetningu tijá- plantna um fimm ára skeið. Finnar fá ár til að laga sig að reglum ESB um beinar fjárfestingar erlendra aðila. Öll nýju aðildarlöndin fá fimm ára aðlögunartíma varðandi eignarhald á sumarhúsum og ráða gildandi lög landanna á meðan. Nýjar skuldbindingar Um leið og aðild tekur gildi taka löndin þijú upp sömu viðskipta- stefnu, toll- og gjaldaskrá og ESB. Finnland og Noregur fá undanþágur um þriggja ára skeið vegna tolla- lækkana á vissum vörutegundum, einkum vefnaðarvörum. Varðandi fríverslunarsamning milli Eystrasaltsríkja og Norðurland- anna sem ganga í ESB hyggst Evr- ópusambandið keppa að því að nýr viðskiptasamningur við Eystrasalts- ríkin taki gildi í ársbyijun 1995. Gangi það ekki eftir mun sambandið tryggja að vörur frá Eystrasaltsríkj- um njóti áfram sömu kjara í Finn- landi, Svíþjóð og Noregi. Við inngöngu í ESB falla úr gildi allir gildandi tvíhliðasamningar land- anna við Evrópusambandið, einnig munu þjóðirnar ganga úr EFTA. Þá verða löndin að rifta eða endurskoða alla samninga við þriðju þjóð sem ekki eru [ samræmi við samþykktir Evrópubandalagsins um slíka samn- inga. Finnar, Svíar og Norómenn haffa lokió samningum um inngöngu i Evrópusamband- ió. Eff aóild veró- ur samþykkt innan Evrópu- sambandsins og heima ffyrir fylgja marghátffaóar breytingar i kjölfarió ffyrir atvinnuvegi og ibúa landanna. í skattamálum eru Norðurlöndun- um veitt nokkur frávik vegna inn- heimtu virðisaukaskatts, þetta eru einkum svipaðar undanþágur og sum núverandi aðildarlönd ESB njóta. Noregur fær að innheimta fjárfest- ingaskatt í 5 ár til viðbótar. Tollfijáls varningur Finnar, Normenn og Svíar geta viðhaldið takmörkunum á því magni tollfijáls vamings sem ferðamönnum er heimilt að flytja með sér frá öðrum ESB löndum. Ferðamönnum verður leyft að taka með sér 1 lítra af sterku víni eða 3 lítra af millisterku, 5 lítra af léttvíni, 15 lítra af bjór og 300 vindlingar. Þetta verður endurskoðað að tveimur árum liðnum. Byggðastyrkir Evrópusambandið hefur öflugt kerfi byggðastyrkja og hefur í því sambandi skilgreint nokkra flokka styrkhæfra byggðasvæða. Við þessa fiokkun er tekið tillit til þéttbýlis, veðurfars og samgangna svo nokkuð sé nefnt. Harðbýl svæði og fámenn njóta sérstakra styrkja, atvinnuleys- issvæði og þar sem fátækt ríkir. Þannig eru fátæk svæði, sem víða er að finna í Suður-Evrópu, skil- greind sem viðfangsefni 1, viðfangs- efni 2 eru iðnaðarsvæði þar sem mikið atvinnuleysi er vegna íyrirtækjalokana og uppsagna. Við- fangsefni 3 er þar sem langvinnt atvinnuleysi ríkir og viðfangsefni 4 eru þar sem unnið er gegn atvinnu- leysi með sk ipulagsbreytingum. Við- fangsefni 5 b veitir styrki til dreif- býlla byggða þar sem margir lifa á skógarhöggi eða landbúnaði og hafa litlar tekjur. Vegna samninganna við Norðurlöndin var skilgreint nýtt „við- fangsefnf' fvrir norðursvæði Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og kallast það viðfangsefni 6. Við ákvörðun byggðastyrkja verður miðað við þétt- leika byggðar og harðbýli. Fyrir hveija krónu sem rennur úr sjóðum ESB til þessara svæða kemur króna úr sjóðum landsins sem þiggur styrk- inn. Fjögur nyrstu héruð Noregs, þar sem búa 587,000 manns, eiga til dæmis möguleika á að fá um 500 milljónir norskra króna úr byggða- sjóðum ESB til viðbótar við innlenda styrki að sömu upphæð. Þetta kemur tii viðbótar þeim byggðastyrkjum sem Norðmenn greiða nú. Sjö dreif- býl héruð í norður og vesturhluta Svíþjóðar með 450,000 íbúa munu einnig falla undir svæði 6 sem og norður- og austurhéruð Finnlands en þar búa um 830,000 manns. Leyft verður að greiða sérstaka styrki til harðbýlla héraða. Meðal skilyrða sem sett eru er að íbúar séu færri en 10 á ferkílómetra, ræktað land sé innan við 10% af flatarmáli svæðisins og akuryrkjuland sé ekki stærra en fimmtungur ræktaðs lands á svæðinu. Flest svæði norðan 62 breiddargráðu falla undir þennan flokk. Landbúnaður Ríkin sem nú ganga í Evrópusam- bandið verða strax við inngöngu hluti af einum markaði, ólíkt því sem gerð- ist áður þegar ríki urðu aðilar að EB. Neytendur verða þess varir frá fyrsta degi því verð á matvælum mun lækka um leið og aðildin tekur gildi. Noregur sótti um að fá að lækka verð á landbúnaðavörum í áföngum uns það væri samræmt markaðsverði í ESB. Þessu var hafn- að og mun 'sama verð gilda á land- búnaðarvörum í nýju aðildarríkjun- um og annars staðar í ESB. Svíar lýstu þegar í upphafí þeirri ætlan sinni að laga sig að landbúnað- arstefnu ESB frá upphafi aðildar. Finnar og Norðmenn munu einnig strax breyta landbúnaði sínum í meginatriðum til samræmis við grundvallaratriði landbúnaðarstefn- unnar. Finnar og Norðmenn hafa styrkt landbúnað sinn í meiri mæli en tíðkast í ESB. Það var samþykkt að meðan á aðlögun stendur mega þessi ríki veita bændum sínum stig- lækkandi ijárhagsstuðning. Framleiðslukvótar á landbúnaðar- afurðum, svo sem mjólk og sykri, taka mið af meðaltalsframleiðslu í umsóknarlöndunum síðustu fímm árin fyrir inngöngu. Éins var löndun- um úthlutaður ákveðinn fjöldi hús- dýra. Fjöldi leyfðra húsdýra Mjólkurkýr Nautgripir Ær Finnland 55.000 250.000 80.000 Noregur Svfþjóð - 50.000 155.000 175.000 250.000 1.040.000 180.000 Til að koma til móts við áhyggjur umsóknarlanda af verndun innan- landsmarkaða landbúnaðarvara og afurða gegn truflandi áhrifum skyndilegs og óhefts innflutnings var gerð sérstök samþykkt. Hún kveður á um að valdi viðskipti milli aðila í ESB og nýju aðildarríkjunum alvar- legri truflun á markaði hins nýja aðildarríkis, meðan á aðlögunartíma stendur, geti ríki leitað til Fram- kvæmdastjórnarinnar. Hún skal úr- skurða, innan 24 stunda frá því beiðnin berst, um þau viðbrögð sem Framkvæmdastjórnin teiur nauðsyn- leg. Þessar aðgerðir eiga að taka til- lit til hagsmuna allra þeirra sem málið varðar og mega ekki felast í innflutningshömlum. Stjómmálamenn hafa lýst ánægju sinni með styrki til norðurhjara- byggða. Þannig sagði Grete Knudsen viðskiptaráðherra Noregs að með því gætu Norðmenn tryggt framtíð land- búnaðar um allt landið. Eftir er að útfæra nákvæmlega hvemig styrkja- kerfi norðurhjaralandbúnaðarins verður. Um 30% af bújörðum Noregs eru norðan 62. breiddargráðu og er ljóst að landbúnaður á þeim slóðum mun njóta mikilla styrkja. Eins munu stór svæði þar fyrir sunnan vera styrkhæf. Þau svæði sem njóta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.