Morgunblaðið - 27.03.1994, Page 12

Morgunblaðið - 27.03.1994, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 TEKIIR RINGULREID VHIAF SPILLINGUNNI? / / ÞINGKOSNINGARNAR A ITALIU eftir Boga Arason NYTT þing verður kosið á Italíu í dag og á morgrun og því hefur verið spáð að allt að fjórir af hverjum fimm þeirra sem ná kjöri hafi ekki setið á þingi áður. Þing- menn gömlu valdaflokkanna hverfa flestir af sjónarsviðinu, auðmýktir vegna spillingarmál- anna sem hafa tröllriðið ítölskum stjórnmálum undanfarin tvö ár. Þrátt fyrir kynslóðaskipti er ólík- legt að þær breytingar sem menn hafa vænst af nýju kosningalög- gjöfinni verði að veruleika. Henni var ætlað að stuðla að því að upp risu tveir eða þrir flokkar sem yrðu þess megnugir að mynda sterkar ríkisstjórnir og tryggja stöðugleika í stjórnmálunum. Myndaðar yrðu stjórnir með skýrt umboð kjósenda. Olíklegt er að þetta gangi eftir þar sem talið er að ekkert kosningabandalaganna þriggja, sem hafa verið mynduð, nái meirihluta á þinginu. Og jafn- vel þótt einhveiju bandalaganna tækist það eru flokkadrættirnir svo miklir að það hlyti að leysast upp fyrr eða síðar. Úrslit kosning- anna gætu orðið þau að minnsta bandalagið, miðjumenn, kæmist í oddaaðstöðu og myndaði stjórn með hluta af öðru hvoru hinna bandalaganna með hrossakaupun- um og baktjaldamakkinu sem því gæti fylgt. Ennfremíir hriktir í stoðum Italíu sem sambandsríkis því kosningabaráttan hefur ein- kennst af mikilli óeiningu milli norður- og suðurhéraðanna. Gamla kosningakerfið, hlutfalls- kosningarnar, stuðlaði að því að forystumenn nokkurra flokka höfðu bæði tögl og hagldir í ítölskum stjórnmálum frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar. Þetta fyrirkomulag var sett í stjórnarskrána til að tryggja að enginn einn flokkur kæm- ist til valda eins og fasistar fyrir stríð. Hræðslan við fasismann mót- aði stjórnarfarið og óttinn við komm- únismann stuðlaði að því að valda- mennirnir komust upp með spilling- una í áratugi. Helsti valdaflokkurinn, Kristilegi demókrataflokkurinn, lagði alltaf mikla áherslu á að hann væri eina vöm Itala gegn rauðu hættunni í austri. Þannig höfðaði hann sterkt til kaþólsku kirkjunnar, sem hafði allmikil pólitísk áhrif, og kristinna kjósenda. Allan þennan tíma var kommún- istaflokkurinn á Ítalíu, sá stærsti á Vesturlöndum, eina aflið sem veru- lega kvað að í stjómarandstöðu. Valdaflokkarnir komu sér upp sam- tryggingarkerfi til að afstýra því að kommúnistar kæmust til valda. Flokkarnir deildu með sér völdunum, skiptu milii sín opinberum stöðum STJORNKERFIÐ A ITALIU ITALIR ganga að kjörborði í dag, sunnudag, og á morgun. Kosið verður samkvæmt nýrri kosningalöggjöf sem var samþykkt eftir þjóðaratkvæði í fyrra 75% þíngmannanna í neðri deildinni verða kjörin í einmenn- ingskjór- /\ * dæmum, \/ en hinir í w hlutfallskosningum landslista Heimild: The Power of Politics, Tfme Life útg. og embættum og höfðu tangarhald á fyrirtækjunum. Spillingin varð óheyrileg og segja má að stjórnmála- mennirnir hafi stundað skipulegar fjárkúganir í 30 ár. Talið er að síð- ustu tólf árin hafi flokkamir eða forystumenn þeirra fengið jafnvirði 1.400 milljarða króna frá fyrirtækj- unum með ólöglegum hætti. Þegar kommúnisminn í Austur- Evrópu leið undir lok hrundi einnig samtryggingárkerfið á Ítalíu eins og spilaborg. Dómskerfið rankaði skyndilega við sér og hvert spilling- armálið á fætur öðru komst í há- mæli. Hvorki meira né minna en 438 þingmenn af 945 eru taldir viðriðnir spillingarmálin og fjórir fyrrverandi forsætisráðherrar. Gamla kerf iö heldur velli aö hluta Rúmur helmingur þeirra sem áttu sæti á gamla þinginu er ekki í fram- boði í kosningunum. Talið er að stór hluti þeirra sem bjóða sig fram hafi ekki erindi sem erfiði, enda er reiði almennings í garð stjórnmálamann- anna mikil - reyndar svo mikil að það er talinn Ijóður á ráði frambjóð- enda að hafa fengist við stjómmál. Þingmenn gömlu flokkanna gerðu allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir umbætur á kosningalöggjöf- inni. Eftir mikið þref náðist sam- komulag um málamiðlun, sem að öllum líkindum verður til þess að markmið þeirra sem börðust fyrir umbótum nást ekki fram. Flokkarnir vildu halda í hlutfalls- kosningarnar og þeim tókst það að hluta. Þingmenn efri deildarinnar verða kjömir í einmenningskjördæm- um og 75% þingmannanna í neðri deildinni. Hinir, eða 155 þingmenn, verða kjörnir í hlutfallskosningum á landslistum, sem styrkir stöðu for- ystumanna flokkanna. Þessi málamiðlun varð til þess að flokkarnir sáu ekki ástæðu til að sameinast. Þótt þeir hafi myndað þijú kosningabandalög í einmenn- ingskjördæmunum halda þeir áfram að hvetja fólk til að kjósa eigin lands- lista í hlutfallskosningunum. Þá bendir margt til þess að bandalögin leysist upp strax eftir kosningarnar. Hægrimenn deila Alls bjóða 19 flokkar fram í kosn- ingunum og flestir þeirra eru innan við fimm ára gamlir. Frambjóðend- urnir eru flestír lítt þekktir og reynslulitlir í stjórnmálunum. 15 flokkanna hafa myndað þrjú kosningabandalög; Frelsisbandalagið (hægrimenn), bandalag miðflokka og Framfarabandalagið (vinstrimenn). Ef marka má skoðanakannanir nýtur bandalag hægriflokkanna mests fylgis en fær þó ekki meiri- hluta. Þegar hafa risið úfar með stærsta flokknum, Forza Italia, og Norðursambandinu, sem berst fyrir sjálfstjórn Norður-Ítalíu. Umberto Bossi, leiðtogi Norðursambandsins, segir ekki koma til greina að Silvio Berlusconi, leiðtogi Forza Italia, verði forsætisráðherra. Sundurþykkjan er enn meiri milli Norðursambandsins og Þjóðarbanda- lagsins, sem er undir forystu Gian- francos Finis, leiðtoga hreyfíngar ný-fasista. Norðursambandið krefst þess að ríkisstyrkir til suðurhérað- anna, fátækasta hluta landsins, verði afnumdir. Því hafnar Þjóðarbanda- lagið algjörlega, enda nýtur það mests stuðnings í suðurhéruðunum. Þetta er aðeins eitt af mörgum deilu- málum flokkanna og Ijóst er að erf- itt verður að leysa þau ef svo ólík- lega vill til að þeir fáist til að vinna saman í ríkisstjórn. Þráttað um einkavæðingu Ástandið í bandalagi vinstriflokk- anna er héldur skárra, þótt það sé FLOKKARNIR A ITALIU ^LSlSBANDALAb'U UndÍrgauðSkýfingsinsSMfvios ins09 nniTlWurstuðnmgs má kannanir 15 flokkar hafa myndað þrjú bandalög í þingkosningunum í dag og á morgun FORZA ITAU.A (ÁFRAroSnaðifloKkinn Beriuseoni stot ^ kQma kæmust lil vakla PJÓÐARBANDALAGIÐ hreyfingar ny-fasista &SSST pjóðarflokkurinn Kristilegir demókratar stofnuðu hann i januar. Leiötogi erMino Marinazzoli ítalskur sáttmáli 'SföSsr Ssfes- AHtfrá harðlínukommun- Sumtil miöjumanHasenn ef marka má kannam lýðræðisflokkur vinstrimanna múnista. Arftak' st*r®astkur|öndum og •SSSSZ heimsstyrjöldinm u» '*”• SúSaOKKUR- S Harðllnumennur 'áSKOBNN:^*"" tíSSS* 5&SS6- ^REtI: Sikileyskur dokkur sem berst gegn gtióra Palermo_ ITALIA Stærð 301.225 ferkm. íbúar 56.778.031 einnig skipað afar ólíkum flokkum. Sá stærsti, Lýðræðisflokkur vinstri- manna (PDS), kommúnistaflokkur- inn fyrrverandi, var stofnaður fyrir þremur árum og afneitaði þá marx- ismanum, en það olli miklum inn- byrðis deilum. Flokkurinn hefur tekið upp hófsama efnahagsstefnu, styður til að mynda áform sitjandi stjórnar um einkavæðingu stórra ríkisfyrir- tækja. Forystumenn PDS eru einnig hlynntir því að Carlo Azeglio Ciampi, fyrrverandi seðlabankastjóri, gegni áfram embætti forsætisráðherra. í bandalaginu eru hins vegar harð- línukommúnistar sem eru andvígir einkavæðingaráformunum og styðja ekki Ciampi. Flokkur þeirra nefnist Endurreisti kommúnistafiokkurinn og hefur lagt fram umdeildar tillög- ur, svo sem um ijármagnstekjuskatt á ríkisskuldabréf, sem gæti dregið verulega úr sparnaði í landinu. I þriðja bandalaginu eru tveir mið- flokkar, Þjóðarflokkurinn og ítalskur sáttmáli, sem eru báðir skipaðir fé- lögum úr Kristilega demókrata- flokknum. Bandalag þeirra nýtur mun minna fylgis en hægri- og vinstriflokkarnir, ef marka má skoð- anakannanir. Nái ekkert bandalag- anna meirihluta komast miðflokk- amir í oddaaðstöðu og gætu myndað samsteypustjórn með einstaka flokk- um úr öðru hvoru hinna bandalag- anna. Rýrar stefnuskrár Kosningabaráttan þótti hatrömm og farsakennd. Kjósendurnir virtust. ruglaðir á öllum nýju flokkunum og innbyrðis átökum í bandalögunum. Flokkarnir báru hver annan þungum sökum, til að mynda var Berlusconi sakaður um tengsl við mafíuna, þótt enginn fótur virtist fyrir þeirri ásök- un. Stefnuskrár flokkanna eru rýrar. Margir þeirra einskorða sig við ákveðin mál, svo sem svæðisbundin málefni, umhverfismál eða baráttuna gegn mafíunni. Sumir halda sig við öfgar úr fortíðinni, fasisma eða marxisma, aðrir eru byggðir á metn- aði eins manns, eins og flokkur Ber- lusconis. Markmiðið með kosningalöggjöf- inni var að stuðla að stofnun tveggja eða þriggja sterkra stjórnmálaflokka á landsvísu, eins og þekkist í öðrum lýðræðisríkjum. Þetta hefur mistek- ist. Flokkur Berlusconis getur vart talist slíkur flokkur, enda aðeins rúmlega tveggja mánaða gamall og byggður upp á 10.000 „stuðnings- hópum“, sem líkjast meira klúbbum áhangenda knattspyrnuliðs en stjórnmálafélögum. Fyrirmynd hóp- anna eru stuðningsklúbbar áhang- enda knattspyrnuliðsins AC Milan, sem er í eigu Berlusconis. Reyndar geta aðeins þrír ítölsku flokkanna talist hefðbundnir stjórn- málaflokkar á landsvísu; Lýðræðis- flokkur vinstrimanna og miðflokk- arnir tveir sem kristilegu demó- kratarnir fyrrverandi stofnuðu. Mið- flokkarnir eru hins vegar ekki enn orðnir fastir í sessi. Einingunni ógnað Norðursambandið nýtur til að mynda sáralítils stuðnings utan iðn- væddu héraðanna á Norður-Ítalíu og Þjóðarbandalag Finis sækir einkum fylgi sitt til fátæku héraðanna í suð- urhlutanum. Munurinn á þessum héruðum er mikill, þau eru eins og tvö ólík lönd. Á milli þeirra er síðan miðhlutinn og þar er bandalag vinstriflokkanna sterkast. Þessi skipting veldur mörgum ítölum miklum áhyggjum og eining Ítalíu sem sambandsríkis er talin í hættu. Kosningarnar gætu því vakið spurningar um hvort Ítalía verði fyrsta ríki Evrópusambandsins sem liðast í sundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.